Morgunblaðið - 22.07.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020
✝ Helgi Jónssonfæddist á Búð-
areyri við Reyð-
arfjörð 9. febrúar
1928. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi
14. júlí 2020.
Foreldrar Helga
voru hjónin Áslaug
Ólafsdóttir Steph-
ensen og Jón Páls-
son héraðs-
dýralæknir í Hlöðum á Selfossi.
Bræður Helga voru Garðar, f.
1919, d. 2003, Ólafur, f. 1922, d.
2004, og Páll, f. 1924, d. 2013. Þá
ólu þau Jón og Áslaug upp Stein-
unni Helgu Sigurðardóttur, syst-
urdóttur Áslaugar, f. 1937.
Helgi kvæntist Hallbjörgu
Börn þeirra eru Andri Páll, Erla
María og Ásdís Halla.
Eftir andlát Höllu eignaðist
Helgi kæra og góða vinkonu,
Margréti Ingvarsdóttur, og nutu
þau lífsins saman í rúma tvo ára-
tugi.
Helgi starfaði hjá Landsbanka
Íslands alla sína starfsævi fyrir
utan eitt ár, þegar hann var fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Ólafsvíkur. Í Landsbankanum
starfaði Helgi fyrst í útibúi bank-
ans á Selfossi en síðar sem útibús-
stjóri bankans á Ísafirði, Akranesi
og Akureyri. Að endingu starfaði
hann sem svæðisstjóri Lands-
bankans á Norðurlandi þar sem
hann lauk hálfrar aldar farsælum
starfsferli sínum hjá Landsbank-
anum. Helgi gekk í Frímúr-
araregluna á Íslandi árið 1957.
Útförin fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 22. júlí 2020,
klukkan 13.
Teitsdóttur frá Ey-
vindartungu í Laug-
ardal 29. ágúst
1951. Halla lést 30.
mars 1998. Börn
Helga og Höllu eru:
1) Áslaug, f. 1954,
gift Gunnari Guð-
mundssyni. Börn
þeirra eru Helgi
Rafn, Sverrir Örn,
Halla Karen og Ása
Hlín. 2) Jón, f. 1959,
kvæntur Sigríði K. Valdimars-
dóttur. Dætur þeirra eru Guðrún
Valdís og Halla Margrét. 3) Sig-
ríður, f. 1964, gift Ólafi Þor-
steinssyni. Börn þeirra eru Helgi
Már, Valdís Ýr og Þorsteinn Már.
4) Helgi Teitur, f. 1972, kvæntur
Guðrúnu Hildi Pétursdóttur.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég kveð ég föður minn,
Helga Jónsson. Allt fram á síð-
ustu stundu var yfir honum reisn
enda þótt andlegu atgervi hans
hafi hrakað undanfarin tvö ár.
Ásamt eiginkonu sinni, Hall-
björgu Teitsdóttur, bjuggu þau
okkur börnum sínum heimili,
umgjörð og tækifæri eins og best
verður.
Pabbi hóf ungur störf í Lands-
banka Íslands. Þar starfaði hann
í hálfa öld, fyrst í útibúi bankans
á Selfossi, en síðar sem útibús-
stjóri á Ísafirði, Akranesi og Ak-
ureyri. Síðustu starfsárin starf-
aði hann sem svæðisstjóri
bankans á Norðurlandi. Pabbi
var farsæll í störfum sínum og
var jafnan vel liðinn þótt verk-
efnin hafi líklega stundum verið
flókin og erfið.
Pabbi var athafnasamur og
vildi sífellt hafa nóg fyrir stafni
og ef engin voru verkefnin bjó
hann þau til. Framkvæmdagleði
sinni fann hann farveg í Birki-
nesi, sumarbústað þeirra
mömmu á Laugarvatni. Í Birki-
nesi voru dagarnir yfirleitt
rammaðir inn af veiði í vatninu,
sem pabbi sinnti af miklum
áhuga. Farið var á vatnið fyrir
allar aldir til að vitja um netin,
sem lögð höfðu verið af útsjónar-
semi og reynslu af því hvar bestu
miðin voru. Þess á milli var öðr-
um verkum í sumarbústaðnum
sinnt og alltaf var nóg að gera.
Þegar pabbi var sjötugur og
nýlega hættur að vinna féll
mamma frá eftir skammvinn
veikindi. Sem fyrr þurfti pabbi
að hafa nóg fyrir stafni og óx
honum frekar ásmegin hvað það
varðaði í kjölfar andláts mömmu.
Mér er það minnisstætt frá þess-
um tíma þegar mála þurfti þakið
á sumarbústaðnum. Pabbi var
lofthræddur og því fékk hann
mig í verkið ásamt sér. Ekki kom
annað til greina en að klára verk-
ið í einum rykk. Eftir að ég var
kominn upp á þak þótti honum
skilvirkast að taka stigann í
burtu. Ekki var um það að ræða
að ég kæmi niður fyrr en verkinu
var lokið að fullu. Hann stjórnaði
hins vegar verkinu neðan af palli.
Til hvatningar fékk ég svo eina
litla dós af bjór fyrir hvern þak-
hluta, alls fjórar litlar dósir. Að-
stoð barnabarna sinna fékk hann
líka oft í Birkinesi og flest eiga
þau líklega minningar um fram-
kvæmdir, viðgerðir, skógarhögg
eða tiltektir sem afi þeirra
stjórnaði eins og skörungur. Öll
eiga þau svo örugglega minning-
ar um afa sinn með kíkinn á lofti,
horfandi út á vatn til að fylgjast
með tilburðum okkar og jafnvel
annarra við veiðar á vatninu,
gjarnan látandi vel valin orð falla
um það sem betur gat farið að
hans mati.
Það var mikil gæfa fyrir pabba
að kynnast Margréti Ingv-
arsdóttur eftir andlát mömmu.
Samband pabba og Margrétar,
félagsskapur hennar og samvist-
ir við hana voru honum verðmæt.
Í árvissum ferðum til Kanarí-
eyja, ferðalögum innan- og utan-
lands og auðvitað í Birkinesi
naut hann lífsins með Margréti
sinni í rúma tvo áratugi.
Það eru hlýjar minningar um
góðan mann sem ylja. Pabba er
ég þakklátur fyrir að hafa veitt
mér rétta hvatningu á réttum
augnablikum og það verðmæt-
asta af öllu; öryggi og traust. Það
er það besta sem sem nokkurt
foreldri getur veitt barni sínu.
Og það tókst honum svo sann-
arlega. Takk fyrir pabbi minn.
Helgi Teitur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Mætur maður er fallinn frá í
hárri elli og langar mig nú við
leiðarlok að minnast Helga Jóns-
sonar, tengdaföður míns, og
þakka honum kærlega fyrir
sýnda hlýju og vináttu um ára-
tugaskeið. Helgi lést á 93. ald-
ursári, svo hann lifði sannarlega
áhugaverða tíma og fullkomna
umbyltingu á íslensku samfélagi.
Helgi vann í 50 farsæl ár hjá
Landsbankanum. Hann hóf
störf í útibúinu á Selfossi og
lauk ferlinum sem svæðisstjóri
bankans á Norðurlandi. Þegar
hann byrjaði var allt handreikn-
að, allar færslur handskrifaðar
og allt gert tvisvar svo að til
væri aukaeintak ef eitthvað
skyldi út af bera. Við lokin var
hins vegar allt unnið í tölvum.
Helgi var alls staðar vel liðinn,
harðduglegur og samviskusam-
ur. Hann hafði einstakt lag á að
umgangast fólk, var maður sátta
og framfara, lífsglaður, vel les-
inn, hið mesta snyrtimenni og
ætíð „elegant“ í klæðaburði. Á
yngri árum var Helgi mikið í
hestamennsku og átti jafnan
góða hesta. Þá var hann líka mik-
ill bílaáhugamaður, næstum því
frá upphafi bílaaldar á Íslandi og
alveg fram í andlátið.
Helgi var gæfumaður í einka-
lífi. Einn veturinn lágu leiðir
hans og Páls bróður hans grun-
samlega oft að Laugarvatni. Þar
höfðu þeir komist í kynni við
námsmeyjar við Húsmæðraskóla
Suðurlands á Laugarvatni og var
Hallbjörg Teitsdóttir, ætíð köll-
uð Halla, frá Eyvindartungu við
Laugarvatn æskuástin hans.
Hinn 29. ágúst 1951 giftust pörin
við sömu athöfn í kirkjunni í
Hraungerði.
Hjónaband Höllu og Helga
varð afskaplega farsælt. Þau
bjuggu á nokkrum stöðum á
landinu og alls staðar komu þau
sér upp fallegu heimili. Voru þau
einstaklega samhent og gestrisin
sem kom sér vel því mikill gesta-
gangur fylgdi starfi Helga. Þau
höfðu yndi af ferðalögum en Ey-
vindartunga við Laugarvatn
skipaði stærstan sess í hjörtum
þeirra. Þar byggðu þau sumar-
húsið Birkines og þar áttu þau og
fjölskyldan margar ánægju-
stundir. Halla lést eftir stutt
veikindi árið 1998.
Það var mikil gæfa fyrir Helga
að kynnast Margréti Ingv-
arsdóttur hjúkrunarfræðingi fyr-
ir um 20 árum. Samband þeirra
var mjög fallegt, byggt á kær-
leika og virðingu. Þau áttu góð ár
saman og nutu þess að ferðast,
jafnt innan- og utanlands.
Helgi var mjög músíkalskur
og einn helsti harmonikkuleikar-
inn á sveitaböllum á Suðurlandi á
sínum yngri árum. Dætur okkar
Jonna, þær Guðrún Valdís og
Halla Margrét, nutu oft leiðbein-
inga hans þegar þær æfðu sig á
píanóið. Hann hafði einnig gam-
an af að hlusta á þær spila á tón-
leikum. Helgi var tíður gestur
hjá Siggu og Óla á Ósi, þar sem
honum leið mjög vel. Var Helga
og heimilishundinum Perlu vel til
vina og heimsótti Perla hann oft
á dvalarheimilið síðasta árið.
Helgi var mjög heilsuhraustur
þar til fyrir tveimur árum er
minnið fór að gefa sig. Þá flutti
hann á Dvalarheimilið Höfða þar
sem hann naut góðrar umönn-
unar til dánardags.
Guð blessi minningu Helga
Jónssonar.
Sigríður K.
Valdimarsdóttir.
„Já amma, Helgi er mikið ljúf-
menni og algert prúðmenni en er
fastur fyrir og með báða fætur á
jörðinni.“ Þetta var svar dóttur
minnar við spurningu ömmu
sinnar um hvernig nýi maðurinn
í lífi mínu væri. Gamla konan
spurði mig: „Er til svona mað-
ur?“ Já og kom það bersýnilega í
ljós næstu 20 árin. Helgi hafði
nýlega lokið sínum starfsferli
þegar við kynntumst en hafði
mikla lífsorku og framkvæmda-
gleði. Hann var mikill fjölskyldu-
maður og stoltur af sínu fólki.
Helgi reyndist mér kær vinur
og var mikils metinn af mínum
nánustu. Helgi var skemmtilegur
ferðafélagi hvort sem var innan-
lands eða erlendis og ég á sér-
staklega ljúfar minningar frá
Laugarvatnssamfélaginu. Ég
dáðist að lipurð hans og sam-
skiptafærni, fann fyrir öryggi í
návist hans og tiltrú á ást. Virð-
ing og þakklæti eru mér efst í
huga þegar ég kveð Helga, minn
besta vin. Ég sendi mínar inni-
legustu samúðarkveðjur til
barna hans og fjölskyldu.
Margrét.
Ég er mjög ríkur maður af
minningum um þig elsku afi
minn. Það eru örugglega ekki
margir drengir sem hafa átt afa
sem keyrði um á flottustu bíl-
unum, með radarvara og jók
hraðann eftir því sem söngur
karlakóranna varð dramatískari.
Síðustu daga hafa sprottið upp
minningar frá samverustundum
og heimsóknum til ykkar ömmu,
fyrst á Akranes og síðar Akur-
eyri. Allar ferðirnar í sumarbú-
staðinn á Laugarvatni, þegar ég
bjó hjá ykkur á Kópavogsbraut-
inni veturinn sem ég hóf háskóla-
gönguna, allt ómetanlegar minn-
ingar. Þú varst fyrirmynd á
margan hátt, ég ætlaði alltaf að
hirða um bílana mína og húsið
mitt eins og þið amma, eiga
bókaherbergi þar sem væri
skrifborð, sófi og góður stóll þar
sem hægt væri að lesa Moggann
og ræða málin. Þú varst ekki
bara afi minn heldur líka vinur,
skildum hvor annan, ræddum
ekki mikið um tilfinningar, frek-
ar um svona praktísk atriði. Þú
varst glæsimenni, með mikið
jafnaðargeð, lifðir lífinu til fulls.
Er óendanlega stoltur af að hafa
átt þig sem afa.
Helgi Rafn
Gunnarsson.
Í dag er kvaddur hinstu
kveðju Helgi Jónsson, fyrrver-
andi bankaútibússtjóri. Helgi var
kvæntur Hallbjörgu móður-
systur minni, sem lést langt fyrir
aldur fram árið 1998. Halla og
Helgi þóttu afar glæsileg hjón og
fas þeirra framkoma bar þess
líka merki.
Hugurinn leitar til baka til
þeirra ára þegar Halla og Helgi
bjuggu á Selfossi. Þar voru þau
til ársins 1971 en fluttu sama ár
til Ólafsvíkur þar sem Helgi
stjórnaði útgerðarfyrirtæki um
eins árs skeið. Starfsferill Helga
var að öðru leyti alfarið í Lands-
banka Íslands þar sem hann
vann sig upp frá því að vera al-
mennur starfsmaður til þess að
verða útibússtjóri á Ísafirði,
Akranesi og Akureyri.
Það voru náin og góð sam-
skipti milli foreldra minna og
Höllu og Helga. Þær systur voru
í daglegu símasambandi og
heimsóknir tíðar. Eftir sumar
heimsóknirnar á Hlaðavelli fékk
sá er þetta ritar að verða eftir í
nokkra daga og það voru dýrðar-
dagar. Hver máltíð var ógleym-
anleg veisla og heimilisandinn
gat vart verið betri. Það var nóg
við að vera en þar bjuggu for-
eldrar Helga og bræður, nánast í
einum hnapp. Það sem einkenndi
Helga og bræður hans var meðal
annars að þeir töluðu við mig
eins og fullorðinn mann þegar ég
var sex til sjö ára og bentu mér
kurteislega á pólitískar stað-
reyndir sem ég tók vissulega
mark á.
Það fylgdi Helga Jónssyni
hressleiki, glettni, hlýleiki og af-
ar góð nærvera. Hann var raun-
góður og þegar á móti blés var
hann sem klettur í hafinu.
Helgi og Baldur móðurbróðir
minn voru frumkvöðlar í sumar-
húsabyggðinni á Stóranefi við
Laugarvatn. Þar reistu þau
Halla sér veglegt sumarhús af
smekkvísi og myndarskap. Hlý-
leikinn og góði andinn var sá
sami og á heimilinu á Hlaðavöll-
um.
Síðast hitti ég Helga fyrir
röskum fjórum árum. Hann var
þá að nálgast nírætt, en glettnin
og nærveran góða voru enn til
staðar. Hann klappaði á öxlina á
mér og sagðist ekkert ætla að
skamma mig núna. Minnist þess
reyndar ekki að hann hafi
skammað mig nokkurn tímann.
Kímnigáfan hefur ráðið för hjá
honum eins og oft áður. Fyrir
mörgum árum leitaði ég ráða og
álits hjá honum. Hann réð mér
heilt, af einlægni og var ráðagóð-
ur.
Ef til vill hefur okkur fundist
eins og Helgi Jónsson yrði alltaf
til staðar. Höfðinginn er samt
fallinn frá. Hans verður saknað.
Börnunum sínum kom hann öll-
um til manns og afkomenda-
hópurinn fer stækkandi. Allt hið
mannvænlegasta fólk.
Sendi frændsystkinum mín-
um, Áslaugu, Jonna, Siggu,
Helga Teiti og öllum aðstand-
endum Helga Jónssonar
samúðarkveðjur.
Minningin lifir.
Eyvindur Eiríksson.
Góður engill Guðs oss leiðir
gegnum jarðneskt böl og stríð,
léttir byrðar, angist eyðir,
engill sá er vonin blíð.
Blessuð von í brjósti mínu
bú þú meðan hér ég dvel,
lát mig sjá í ljósi þínu
ljómann dýrðar bak við hel.
(H.H.)
Elsku hjartans afi Helgi er
fallinn frá í hárri elli. Ef okkur
systrum væru boðin 90 góð og
farsæl ár, eins og afi Helgi fékk,
værum við fljótar að samþykkja
þau örlög. Afi var með eindæm-
um ern og bar aldurinn alltaf vel,
var líkamlega hraustur og klár í
kollinum lengst af.
Eftir sitja margar góðar minn-
ingar sem hægt er að ylja sér við.
Það var ávallt notalegt að koma
til afa á Bjarkargrundina og setj-
ast við eldhúsborðið þar sem
hann bar fram ristað sýslumanns-
brauð með smjöri, osti og appels-
ínumarmelaði. Frá því að við vor-
um litlar hlustaði afi á okkur æfa
okkur á píanóið og mætti á fjöl-
marga músíkfundi. Í gegnum árin
hlustaði hann á okkur spila mörg
misgóð lög, allt frá átta takta lög-
um eins og Góða mamma, til
nokkurra blaðsíðna verka eftir
Debussy og Bach – frá því að við
náðum varla niður á gólfið af pí-
anóbekknum og þar til við vorum
farnar að spila lög sem honum
þótti mun meira til koma. Iðulega
sat hann við hliðina á píanóinu á
Vesturgötunni og leiðbeindi okk-
ur – það er nefnilega svo mik-
ilvægt að spila létt, eins og hann
sagði alltaf. Svo þegar afi flutti á
Stillholtið var alltaf tilhlökkun að
koma í heimsókn, enda voru gest-
ir undantekningalaust leystir út
með ís. Afi Helgi var mikill fag-
urkeri, reffilegur með eindæm-
um, og hafði gott auga fyrir öllu
því sem fallegt var. Hann var
akkúrat maður – stundvís og
skipulagður með allt sitt á hreinu.
Ferðataskan var pökkuð og tilbú-
in viku fyrir brottför til Kanarí,
og lyfjunum raðaði hann af kost-
gæfni í pilluboxin og hélt yfir þau
nákvæmt bókhald.
Þegar Guðrún Valdís flutti til
Bandaríkjanna í háskóla fór
Halla Margrét oft í heimsóknir
og pössun til afa Helga. Í eitt
skiptið vakti afi hana klukkan
sex um morguninn fyrir skólann
og eldaði ofan í hana hinn besta
hafragraut (með matreiðslu-
rjóma, að sjálfsögðu). Það var
sko ekki í stöðunni að barnabarn
Helga Jónssonar myndi mæta of
seint í skólann, þótt skólinn byrj-
aði reyndar ekki fyrr en klukkan
átta og væri í fimm mínútna
göngufæri. Þá hefur Halla Mar-
grét sjaldan verið jafn vel upp-
lýst um málefni líðandi stundar
eins og eftir nokkurra daga pöss-
un á Stillholtinu. Sátu þau hlið
við hlið í hægindastólum, afi með
fæturna á skemlinum vafinn inn í
rauða og bláa ullarteppið sitt.
Fljótlega eftir að fréttir Stöðvar
2 hófust var afi farinn að dotta.
Þó ekki lengur en það að hann
vaknaði í tæka tíð fyrir sjöfrétt-
irnar á RÚV, en sagan endurtók
sig og fljótlega eftir að sá frétta-
tími hófst var afi aftur farinn að
hrjóta. Þá var lítið annað í stöð-
unni en að horfa á fréttir beggja
stöðvanna á Plúsnum. Aftur.
Þótt notalegar væru stundirnar
þótti 15 ára unglingi fjórir frétta-
tímar í tvær klukkustundir á dag
töluvert meira en nóg.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
stundirnar okkar. Nú getið þið
amma Halla horft saman út á
Laugarvatn.
Hvíldu í friði elsku afi.
Afastelpurnar þínar,
Guðrún Valdís og
Halla Margrét.
Helgi Jónsson
Fleiri minningargreinar
um Helga Jónsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SVAVAR GEIR TJÖRVASON,
Langholti 19, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 11. júlí. Útförin fer fram
frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 28. júlí klukkan 13.
Sóldís Björnsdóttir
Hrafnhildur Svavarsdóttir Guðmundur Óskarsson
Kjartan Svavarsson Mai-Lill Pedersen
María Svavarsdóttir Vilhjálmur S. Kjartansson
Bryndís Svavarsdóttir Tomas Hallqvist
og barnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BJARNI GÍSLASON
rafvirkjameistari,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík
föstudaginn 17. júlí.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 29. júlí klukkan 13.
Hólmfríður Bjarnadóttir Norbert Birnböck
Gísli Bjarnason Margrét L. Laxdal
Heimir Bjarnason Sædís Guðmundsdóttir
og fjölskyldur