Morgunblaðið - 22.07.2020, Blaðsíða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020
Úti Kvöldsólin baðaði þessa tvo ungu menn þar sem þeir sigldu eftir gangstéttinni á rafskútu, eins og margir aðrir. Skútunum svokölluðu hefur fjölgað ört á stígum borgarinnar að undanförnu.
Árni Sæberg
Í fyrstu grein laga
um lífeyrissjóði segir
meðal annars:
„Skyldutrygging líf-
eyrisréttinda felur í
sér skyldu til aðildar
að lífeyrissjóði og til
greiðslu iðgjalds til líf-
eyrissjóðs og eftir at-
vikum til annarra aðila
samkvæmt samningi
um viðbótartrygg-
ingavernd.
Öllum launamönnum og þeim
sem stunda atvinnurekstur eða
sjálfstæða starfsemi er rétt og
skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi
með aðild að lífeyrissjóði frá og
með 16 ára til 70 ára aldurs.“
Í samþykktum Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna [LV] segir að hlut-
verk sjóðsins sé að „tryggja sjóð-
félögum, eftirlifandi mökum þeirra
og börnum lífeyri“. Sjóðurinn
„leggur sérstaka áherslu á ellilíf-
eyristryggingar og áskilur sér
heimild til að verja þau réttindi
umfram önnur“.
Í viðamikilli ársskýrslu 2019 er
vikið að stjórnarháttayfirlýsingu
LV. Þar kemur fram að sjóðurinn
sé langtímafjárfestir sem ávaxti
fjármuni sjóðfélaga með það að
markmiði að ná sem bestri ávöxtun
að teknu tilliti til áhættu. Stjórn-
armenn og starfsmenn eiga að
„taka ákvarðanir í samræmi við
gildandi lög og reglur og sannfær-
ingu sína með þeim hætti að hags-
muna sjóðfélaga sé sem best gætt
og að ákvörðunin styðji við tilgang
og starfsemi sjóðsins“. Þeir mega
ekki „gera neinar þær ráðstafanir
sem bersýnilega eru til þess fallnar
að afla ákveðnum sjóðfélögum, fé-
lögum eða öðrum ótilhlýðilegra
hagsmuna umfram
aðra eða á kostnað
sjóðsins“. Stjórn-
armenn skulu taka
„sjálfstæðar ákvarð-
anir í hverju máli fyrir
sig“.
Og hafi einhver
gleymt eða vilji ekki
muna þá segir einnig:
„Stjórnarmaður er
ekki bundinn af fyr-
irmælum þeirra sem
tilnefna hann til setu í
stjórn sjóðsins.“
Mér finnst skynsamlegt að rifja
upp lög, samþykkt og reglur sem
lífeyrissjóðir almennt, og Lífeyr-
issjóður verzlunarmanna sér-
staklega, starfa eftir. Tilefnið er
opinberar yfirlýsingar sem aug-
ljóslega ganga gegn lögum, reglum
og grafa undan trausti á lífeyr-
issjóðunum og þar með hags-
munum alls launafólks.
Farvegur sparnaðar –
uppspretta fjármagns
Okkur Íslendingum hefur tekist
það sem fáum öðrum þjóðum hefur
auðnast; að byggja upp lífeyriskerfi
sem launafólk hefur getað treyst á.
Styrkleiki lífeyriskerfisins er einn
mikilvægasti hornsteinn efnahags-
legrar velferðar þjóðarinnar. Hrein
eign lífeyrissjóðanna í lok síðasta
árs nam tæpum fimm þúsund millj-
örðum króna. Samkvæmt nýlegri
úttekt OECD nemur lífeyrissparn-
aður á vegum lífeyrissjóðanna
(samtrygging og séreign) um 167%
af vergri landsframleiðslu og um
177% að meðtöldum sparnaði á
vegum innlendra og erlendra
vörsluaðila séreignasparnaðar. Að-
eins í Danmörku og Hollandi er líf-
eyrissparnaðurinn meiri.
En þótt lífeyriskerfið sé sterkt
og í flestu til fyrirmyndar er ekki
þar með sagt að starfsemi og
skipulag lífeyrissjóðanna sé yfir
gagnrýni hafið.
Lífeyrissjóðirnir eru mikilvæg-
asti farvegur sparnaðar hér á landi
og þar með uppspretta fjármagns,
jafnt fyrir atvinnulífið og launafólk,
hvort heldur er láns- eða áhættu-
fjármagn. Í krafti gríðarlegs fjár-
magns hafa lífeyrissjóðirnir komist
í ráðandi stöðu í íslensku atvinnu-
lífi. Þannig hefur orðið til valda-
samþjöppun í viðskiptalífinu, sem
er vandmeðfarin og gerir enn ríkari
kröfur til stjórnarmanna lífeyris-
sjóðanna um sjálfstæði og að aðeins
hagsmunir skjólstæðinga þeirra
ráði för. Launafólk verður að geta
treyst því að stjórnarmenn falli
aldrei í þá freistni að nýta fjárhags-
legan styrk lífeyrissjóðanna til að
tryggja sérhagsmuni eða vinna að
framgangi sjónarmiða sem hafa
ekkert með hag sjóðsfélaga að
gera.
Reynt að rjúfa samstarf
Herskáar yfirlýsingar síðustu
daga gefa tilefni til að hafa veru-
legar áhyggjur af því að unnið sé
markvisst að því að innleiða önnur
vinnubrögð, þar sem heildarhags-
munir sjóðsfélaga ráða ekki för,
heldur hugmyndafræði fárra og
sérhagsmunir enn færri.
Lífeyrissjóðir á almennum vinnu-
markaði eru samstarfsverkefni
launafólks og atvinnurekenda.
Markmið hefur verið skýrt; að
tryggja launafólki lífeyri eftir að
góðri starfsævi lýkur en um leið
veita sameiginlega tryggingavernd
vegna örorku eða veikinda. Ekki
verður hins vegar annað séð en að
áhrifafólk innan verkalýðshreyfing-
arinnar vilji rjúfa þetta samstarf.
(Rétt er að hafa í huga að sam-
starfið byggist m.a. á því að launa-
greiðendur (atvinnurekendur)
greiða mótframlag í lífeyrissjóðina
á móti launafólki. Á síðasta ári
námu t.d. iðgjöld í LV tæpum 36,5
milljörðum króna, þar af greiddu
sjóðsfélagar tæpa 10 milljarða en
launagreiðendur liðlega 26,5 millj-
arða.)
Ég er einn þeirra sem hafa talað
fyrir því að auka áhrif sjóðsfélaga á
rekstur og stefnu lífeyrissjóðanna.
Þar hef ég sótt í smiðju dr. Péturs
heitins Blöndals. En það skal játað
að tilraunir til að hafa óeðlileg áhrif
á stjórnarmenn lífeyrissjóðanna
gefa tilefni til endurmats.
Eitt er að leggja drög að því að
gera sjóðsfélögum kleift að móta
stefnu lífeyrissjóðanna og annað að
innleiða valfrelsi í lífeyrismálum –
gera launafólki mögulegt að greiða
atkvæði með því að velja sjálft eig-
in lífeyrissjóð í stað þess að vera
bundið á þann bás sem for-
ystumenn verkalýðshreyfingarinnar
og atvinnulífsins ákveða og semja
um.
Atburðir síðustu daga hafa rennt
styrkari stoðum undir þá skoðun að
nauðsynlegt sé að auka valfrelsi í
lífeyrismálum, ekki aðeins með því
að leysa launafólk undan forræði
forystumanna vinnumarkaðarins,
heldur ekki síður að auka mögu-
leika þess til að nýta séreigna-
sparnað sinn til að byggja upp eig-
in lífeyrissjóð, m.a. með
milliliðalausri fjárfestingu í at-
vinnulífinu.
Launafólk ber kostnaðinn
Eitt stærsta og þjóðhagslega
mikilvægasta fyrirtæki landsins
berst fyrir lífi sínu. Icelandair þarf
ekki aðeins að ná samningum við
starfsmenn og lánardrottna til að
tryggja framtíð félagsins heldur
einnig sækja aukið áhættufé frá
fjárfestum. Lífeyrissjóður verzl-
unarmanna er einn stærsti hluthaf-
inn með um 11,8% hlutafjár (miðað
við síðustu áramót). Bókfært verð-
mæti eignarhlutarins er um 4,9
milljarðar.
Eðli máls samkvæmt leita stjórn-
endur eftir nýju hlutafé, ekki síst
frá núverandi eigendum. Hvort það
er skynsamlegt fyrir LV að taka
þátt í hlutafjáraukningunni hef ég
engar forsendur til að meta. Allir
vita að fjárfesting í flugrekstri er
áhættusöm, en LV, líkt og aðrir
hluthafar, hefur notið ágætrar
ávöxtunar af eignarhlut sínum í
Icelandair á undanförnum árum.
Samkvæmt lögum og reglum er
það stjórn LV sem tekur ákvörðun
um hvort rétt sé að taka þátt í að
byggja upp þjóðhagslega mikilvægt
fyrirtæki eða ekki. Stjórnarmenn
LV, líkt og stjórnarmenn allra ann-
arra lífeyrissjóða, verða að hafa
burði til þess að taka sjálfstæða
ákvörðun og byggja aðeins á fag-
legum sjónarmiðum með hagsmuni
sjóðsfélaga að leiðarljósi. Verði lát-
ið undan þrýstingi eða háværum og
ofsafengnum yfirlýsingum glatast
traustið sem nauðsynlegt er að
stjórnir lífeyrissjóða njóti.
Og eitt er víst: Það verður launa-
fólk sem ber kostnaðinn, ekki hinir
háværu.
Eftir Óla Björn
Kárason »Hafi einhver gleymt
eða vilji ekki muna
þá segir: „Stjórnarmað-
ur er ekki bundinn af
fyrirmælum þeirra sem
tilnefna hann til setu í
stjórn sjóðsins.“
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Grafið undan lífeyrissjóðum