Morgunblaðið - 22.07.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.07.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020 Frábær vinnukraftur! Birtm eð fyrirvara um verð-og textabrengl. 3.137.000kr. VIVARO CARGO Listaverð 3.890.000 kr. Verð án vsk. 4.024.000 kr. VIVARO COMBI - 6 – 9 manna Listaverð 4.990.000 kr. Listaverð 5.490.000 kr. Verð án vsk.2.411.000kr. COMBO CARGO Listaverð 2.990.000 kr. Verð án vsk. 4.427.000kr. MOVANO CARGO Verð án vsk. Einnig hagstæð kjör í langtímaleigu Takmarkað magn á gamla genginu! Reykjavík Krókhálsi 9 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluaksturopel.is Magnús Guðmundsson magnusg@mbl.is „Ég er að fara inn í steinasafn Petru á Stöðvarfirði, en það má al- veg bíða í tíu mínútur á meðan við spjöllum,“ segir Jón Knútur Ásmundsson, trommuleikari hljóm- sveitarinnar Coney Island Babies, sem sendi frá sér nýja plötu fyrir skömmu. Platan, sem kallast Curb- stone, hefur vakið talsverða eftir- tekt. Jón Knútur er hinn rólegasti yfir upphefðinni en auk hans skipa hljómsveitina þeir Hafsteinn Már Þórðarson á bassa, Guðmundur Höskuldsson á gítar og Geir Sigur- páll Hlöðversson sem syngur og leikur á gítar og hljómborð. Nýbylgjurokk á Norðfirði Jón Knútur tekur undir að hljóm- sveitarmenn séu nú ekkert nýbyrj- aðir í bransanum því stofnunina megi rekja aftur til ársins 2004. „Á þeim tíma vorum við allir búnir að vera að spila í einhver ár og einn okkar held ég að hafi byrjað að spila opinberlega 1974, ef ég man rétt. Annar var búinn að vera að síðan á níunda áratugnum og reka hljóðver að auki, þannig að liðs- menn hafa komið víða við. Sjálfur var ég búinn að vera að spila síðan um 1990 og var eiginlega búinn að leggja kjuðana á hilluna, hafði ekkert spilað í nokkur ár þeg- ar ég byrjaði í þessu bandi.“ Aðspurður hvað hafi þá orðið til þess að hljómsvetin varð til segir Jón Knútur að það hafi í raun verið tónlistarsmekkurinn. „Sjálfur hafði ég oftast verið að spila dansleikja- tónlist en það sem dró okkur saman var að við fíluðum allir Echo & the Bunnymen. Það er svona ákveðinn samnefnari fyrir nýbylgjurokk níunda og tíunda áratugarins sem sameinaði okkur. Við höfðum hins vegar ekki verið að spila það með hljómsveitum lengi, þannig að það var skemmtileg tilviljun að rekast á menn með sama smekk og það alla búsetta á Norðfirði á þessum tíma.“ Stóð ekki til að gefa út plötu Jón Knútur segir að liðsmenn sveitarinnar komi víða að þótt leiðir hafi legið saman á Norðfirði. En spurður um nafnið Coney Islands Babies, sem er augljóslega ekki að Tónlistin sameinaði okkur  Coney Island Babies sendi nýverið frá sér sína aðra plötu og trommarinn Jón Knútur Ásmundsson segir að þeir félagar njóti þess að hittast og búa til tónlist Ljósmynd/Esther Ösp Gunnarsdóttir Hljómsveitin Jón K. Ásmundsson, Geir S. Hlöðversson, Guðmundur Höskuldsson og Hafsteinn M. Þórðarson. austan, segir hann að það sé nokk- uð sem þeir virðist sitja uppi með. „Við erum vissulega að vísa í lagið eftir Lou Reed, sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur, en fyrir fyrstu tónleikana stóðum við frammi fyrir því að vanta nafn. Það vildi þannig til að við vorum að fara að spila þetta lag þegar kom að því að við urðum að velja og þetta varð fyrir valinu sem einhvers konar skyndi- lausn. Annað og meira átti það aldr- ei að verða en við gerðum aldrei neitt í þessu. Það fékk svo að fljóta áfram vegna þess að við ætluðum okkur aldrei að gefa út plötu. Það var bara eitthvað sem gerðist. Við vor- um að koma saman og spila lög með Lou Reed, Lloyd Cole og fleirum en svo fór eitt og annað að verða til eftir okkur. Allt í einu vorum við komnir með lagasafn sem við gáfum út að endingu á fyrstu plötunni okk- ar, en það var aldrei pælingin með því að stofna þessa hljómsveit.“ Upptökur á Stöðvarfirði Nýja platan, Curbstone, er einkar áheyrileg og spurður um til- urð hennar segir Jón Knútur að hún hafi komið til í kjölfar þess að meðlimir sveitarinnar tóku að sér spilamennsku fyrir sveitunga sinn. „Hann heitir Guðmundur R., var í Súellen, en byrjaði svo að gefa út sólóplötur fyrir nokkrum árum og við spiluðum inn á aðra plötuna hans sem kom út 2017. Þar kynnt- umst við Jóni Ólafssyni, sem stjórn- aði upptökum, og hann hvatti okkur til þess að gera aðra plötu sem við og gerðum með hann sem upptöku- stjóra. Við byrjuðum á því að senda Jóni slatta af lögum og úr þeim valdi hann ein átta sem við svo tók- um upp í hljóðverinu hérna á Stöðvarfirði. Það er reyndar gaman að segja frá því að þetta er ljómandi gott hljóðver sem írskur strákur að nafni Vincent Wood byggði á nokkrum árum. Það merkilega er að þarna er hægt að taka upp á band eins og í gamla daga og við nýttum það við að taka upp grunn- ana.“ Löngu hættir að spá í þetta Aðspurður hvort að sveitin sé mikið á ferðinni og upptekin við að spila lög af nýju plötunni segir Jón Knútur að það sé reyndar ekki svo. „Við höfum ekki verið mikið í að fylgja henni eftir en erum svona að skoða eitt og annað þegar líður að hausti.“ Lagið „Swirl“ náði talsverðum vinsældum á Rás 2 og Jón Knútur segir að það hafi í sjálfu sér komið þeim á óvart. „Við sendum þetta lag inn og svo var það allt í einu komið á spilunarlista og náði greinilega í gegn. Það segir manni það eitt að maður hefur ekkert vit á þessu. Enda stundum verið með eitthvað í höndunum sem maður heldur að nái í gegn en svo gerist það bara ekki, þannig að við erum löngu hættir að spá í þetta en kunnum að sjálfsögðu að meta áhugann á tónlistinni okk- ar.“ Jón Knútur bætir við að hljóm- sveitarliðsmenn séu fyrir löngu orðnir góðir félagar og vinir en það sem sameinaði þá hafi verið tónlist- in. „Þannig að við gerum þetta á okkar forsendum og ætlum að halda því áfram. Í grunninn gerir þetta hversdaginn skemmtilegri; á meðan sumir fara í golf og aðrir í fótbolta hittumst við og búum til tónlist.“ Eitt þekktasta og virtasta tónlistar- tímarit heims, hið breska Q, leggur brátt upp laupana. Síðasta tölublað- ið verður gefið út 28. júlí og lýkur þar með 34 ára sögu tímaritsins. Ritstjóri Q, Ted Kessler, skrifaði í byrjun vikunnar á Twitter að kór- ónuveirufaraldurinn hefði endan- lega gert út af við blaðið. Í leiðara í síðasta tölublaðinu skrifar hann að allra leiða hafi verið leitað í hans ritstjórnartíð til þess að halda tíma- ritinu á lífi á afar erfiðum prent- markaði. Covid-19-faraldurinn hafi gert allar þær tilraunir að engu. Kessler biðst innilega afsökunar á því að honum hafi ekki tekist að halda Q á floti. Útgáfa Q hófst árið 1986 og var tímaritið stofnað af Mark Ellen og David Hepworth. Hlaut ritið fljót- lega mikið lof og vinsældir fyrir áhugaverðar umfjallanir, ítarleg viðtöl, fjölda plötudóma og víðsýni í tónlistarvali. Er tímaritið til að mynda ein helsta heimildin í Bret- landi þegar kemur að hinu svo- nefnda Brit-poppi og sögu þess. Q-tímaritið gefið út í hinsta sinn Brit-sveit Damon Albarn og félagar hans í Blur komu oft við sögu í Q á tímum Brit-poppsins svonefnda. Íslenska útgáfan X/OZ Music gaf í gær út mikið safn laga íslenskra raftónlistarmanna á plötunni In- visible Limits Vol III. Á henni eru 22 lög eftir marga þekktustu tón- listarmenn íslensku danstónlistar- senunnar og segir í tilkynningu að safnplatan gefi yfirsýn yfir fortíð, nútíð og framtíð X/OZ-útgáfunnar. Bæði má finna lög sem ekki hafa verið gefin út áður sem og eldri lög á plötunni og meðal höfunda eru Ozy, Biogen og Octal. X/OZ Music hefur verið starf- rækt frá árinu 2017 og er platan áttunda útgáfa fyrirtækisins. Plötuna má nálgast á bandcamp- síðu útgáfunnar á vefslóðinni xozmusic.bandcamp.com. 22 lög eftir jafn- marga listamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.