Morgunblaðið - 22.07.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Eftir nokkuð hik í innleiðingu sjálfs-
afgreiðslukerfa hefur íslensk smá-
sala tekið hraustlega við sér og stát-
ar nú af óformlegu heimsmeti í fjölda
sjálfsafgreiðlustöðva, sé miðað við
höfðafjölda.
Ívar Logi Sigurbergsson, söluráð-
gjafi viðskiptalausna hjá Advania,
segir félagið hafa verið leiðandi í
þessari tækni hér á landi. Þar á bæ
hafi verið fylgst með þessari þróun
um árabil.
Eftir nokkurn aðdraganda reið
Krónan á vaðið í byrjun árs 2018 og
síðan fylgdu aðrir smásalar í kjölfar-
ið, s.s. Hagkaup, Bónus, Nettó og
Krambúðirnar.
Vélbúnaðurinn er framleiddur af
tæknirisanum NCR en hugbúnaður-
inn er þróaður innanhúss hjá Adv-
ania og lagaður að íslenskum mark-
aði. Ívar segir að fulltrúar NCR séu
gáttaðir á þeirri hröðu þróun sem átt
hafi sér stað hér á landi. Á tveimur
árum hafi sprottið upp 370 sjálfsaf-
greiðslustöðvar, sem þeir fullyrða að
sé heimsmet.
Breytt upplifun viðskiptavina
Að sögn Ívars sýna kannanir að
langflestir viðskiptavinir taki þessari
nýju tækni vel. Þetta er ný og öðru-
vísi upplifun frá því að standa í röð
við hefðbundinn „beltakassa“, segir
Ívar og útskýrir að sjálfsafgreiðsla
sé viðbót sem gefi viðskiptavinum
aukið svigrúm til að velja hvað þeim
hentar hverju sinni. „Mörgum líkar
þetta vel sem sést vel í þeirri ásókn
sem sjálfsafgreiðsla nýtur á mörgum
stöðum.“
Spurður um þau störf sem kunni
að glatast, segir hann að með sjálfs-
afgreiðslu geti smásalar lagt aukna
áherslu á aðra þætti á borð við upp-
röðun í hillur, en að auki þurfi við-
skiptavinir aðstoð við sjálfsaf-
greiðslu.
Ívar segir margt spennandi í þró-
un afgreiðslukerfa. Markmiðið sé
víðast það sama: að fækka snertiflöt-
um og tryggja sem auðveldasta af-
greiðslu. Hjá Advania sé til skoðunar
kerfi sem lætur skanna í hendur við-
skiptavina sem annast eigin af-
greiðslu beint í kerru.
Heimsmet í sjálfsafgreiðslu
Kössum fjölgað mikið á stuttum tíma
Almenn ánægja meðal viðskiptavina
Morgunblaðið/Eggert
Sjálfsafgreiðsla Margir nýta sér nú þann kost að afgreiða sig sjálfir.
aðgengi að þriggja fasa rafmagni í
sveitinni. „Með Tjarnavirkjun batn-
ar mikið öryggi raforkukerfisins í
sveitinni,“ sagði Heimir. „Við sáum
það vel síðasta vetur þegar sem
mest gekk á í óveðrinu hér á Norð-
urlandi hvað það er mikilvægt að
hafa traust rafmagn. Bændur úr
sveitinni komu í opið hús hjá okkur
á sunnudaginn. Þeir voru mikið að
ræða þar um rafmagnsöryggis-
málin. Þau snúa beint að notend-
um.“
saman hér á landi. Virkjunin er að
miklu leyti sjálfvirk og er henni
fjarstýrt. Rafmagnið fer inn á
dreifikerfi Rarik en kaupandi er HS
Orka. Tjarnavirkjun er í hópi á ann-
ars tugar smávirkjana sem selja HS
Orku rafmagn.
Rafstrengur lagður í jörð
Rafstrengurinn sem flytur raf-
magnið var lagður í jörð frá Tjarna-
virkjun og að Gnúpufelli fyrir um
þremur mánuðum. Um leið opnaðist
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tjarnavirkjun innst í Eyjafjarðar-
sveit var tekin formlega í notkun á
sunnudaginn var. Uppsett afl virkj-
unarinnar er 1 MW og með henni er
virkjað rennsli Eyjafjarðarár að 2⁄3
hlutum að jafnaði í lágrennsli þar
sem hún rennur um land jarðanna
Tjarna, Hólsgerðis, Halldórsstaða
og Torfufells. Reiknað er með því að
hægt verði að keyra virkjunina á
fullum afköstum allan ársins hring.
Virkjunin er í eigu Tjarnavirkj-
unar ehf. en aðaleigendur félagsins
eru hjónin Ágúst H. Guðmundsson
og Guðrún Gísladóttir og meðeig-
endur þeirra hjónin Heimir Guð-
laugsson og Björk Sigurðardóttir.
„Það var ótrúleg tilfinning að
taka virkjunina í notkun. Ágúst hef-
ur verið driffjöðurin í þessu,“ sagði
Heimir. „Þetta hefur verið langt
ferli. Það var mjög skemmtilegt að
sjá þetta verða að veruleika.“
Að miklu leyti sjálfvirk
Virkjað fall er um 50 metrar og
virkjað rennsli um 2,8 m3/s. Inntaks-
mannvirkin eru í landi Tjarna og
Hólsgerðis. Stöðvarhúsið stendur í
landi Halldórsstaða og þar rennur
vatnið aftur í farveg árinnar.
Vélbúnaðurinn kom frá Þýska-
landi en stjórnbúnaður var settur
Ljósmynd/Valgarður Gíslason
Tjarnavirkjun Rennsli Eyjafjarðarár virkjað að hluta. Uppsett afl er 1 MW. Kaupandi raforkunnar er HS Orka.
Tjarnavirkjun í Eyja-
firði tekin í notkun
Bæirnir í sveitinni fá aðgang að þriggja fasa rafmagni
Vígsluathöfn F.v.: Kristján Þór Júlíusson ráðherra, Guðjón Sigurðsson,
formaður MND-félagsins, Guðrún Gísladóttir, Ágúst Guðmundsson og
Heimir Guðlaugsson frá Tjarnarvirkjun ehf.
Eiginfjárstaða ríkissjóðs versnaði
um 258 milljarða króna á árinu
2019. Þá jukust langtímaskuldir um
170 milljarða króna milli ára. Þetta
kemur fram í ríkisreikningi fyrir
árið 2019.
Skýra má breytingu í langtíma-
skuldum með breyttri meðhöndlun
efnahagsreiknings Íbúðalánasjóðs.
Eru fjáreignir og fjárskuldir nú
færðar á gangvirði sem gerir það
að verkum að langtímaskuldir
aukast um 170 milljarða króna.
Óhagstæð vaxtaþróun hefur gert
það að verkum að eigið fé sjóðsins
er nú orðið neikvætt um 178 millj-
arða króna. Séu áhrif Íbúðalána-
sjóðs tekin út fyrir sviga lækkaði
nettóstaða langtímaskulda um átta
milljarða króna á árinu.
Á eiginfjárhlið efnahagsreikn-
ingsins hefur framangreind hlut-
deild ríkisins í Íbúðarlánasjóði nei-
kvæð áhrif um sömu upphæð. Þó
munar einnig mikið um breytingar
vegna aðlögunar lífeyrisskuldbind-
inga. Er þar um að ræða breyt-
ingar á reikningsskilaaðferð, en ís-
lenska ríkið fylgir aðferðum sem
byggja á alþjóðlegum reiknings-
skilastöðlum fyrir opinbera aðila,
IPSAS. Veldur það því að aðlaga
þarf lífeyrisskuldbindingar að stöðl-
unum. Slíkt þýðir jafnframt að eigið
fé dregst saman um ríflega 83 millj-
arða króna milli ára. Leiðrétt eig-
infjárstaða stendur nú í 356 millj-
örðum króna.
Samtals eru langtímaskuldir rík-
isins 942 milljarðar króna. Þar eru
ekki teknar með inn í reikninginn
ófjármagnaðar lífeyrisskuldbinding-
ar ríkissjóðs.
Langtímaskuldir
ríkisins aukast
verulega milli ára
Íbúðalánasjóður hefur neikvæð áhrif
á skulda- og eiginfjárstöðu ríkisins
Morgunblaðið/Ómar
Vinna Reikna má með því að mikið
fjármagn fari í fasteignir.