Morgunblaðið - 22.07.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020
✝ Trausti ÞórStefánsson
fæddist í Reykjavik
6. júlí 1974. Hann
lést á Landspít-
alanum 14. júlí
2020.
Foreldrar
Trausta Þórs eru
Stefán Grímur Ol-
geirsson mat-
reiðslumaður, f. 14.
september 1940, og
Bentína Haraldsdóttir umsjónar-
maður, f. 29. september 1944, d.
24. desember 2018. Þau slitu
samvistir.
Alsystir Trausta Þórs er Elva
Dís Hekla leikskólaliði, f. 1970,
ardóttur veitingamanni og eiga
þau fjögur börn; Stefán prentari,
f. 1966, sambýliskona hans er
Rannveig Þórarinsdóttir við-
skiptafræðingur, f. 1969. Stefán
á þrjú börn frá fyrra hjónabandi
og Rannveig tvö.
Trausti Þór ólst upp í Kópa-
vogi og bjó þar alla tíð. Hann
gekk í Digranesskóla og stundaði
nám í Fjölbrautaskóla Garða-
bæjar. Hann starfaði hjá Árvakri
og Aðföngum stærstan hluta
starfsævi sinnar.
Trausti Þór hafði yndi af hjól-
reiðum og hvers kyns menningu.
Hann hafði dálæti á lestri góðra
bóka og ferðaðist víða um heim,
sér í lagi í þeim tilgangi að sækja
leiksýningar og skoða söfn.
Síðustu þrjú ár ævi sinnar
barðist Trausti Þór hetjulega við
krabbamein.
Útförin fer fram frá Digra-
neskirkju í dag, 22. júlí 2020,
klukkan 13.
gift Rósmundi Erni
Sævarssyni verk-
stjóra, f. 1970. Börn
þeirra eru Róbert
Leó, f. 1990, Sylvía
Rún, f. 2000, Sævar
Örn, f. 2001, og
Guðjón Darri, f.
2008.
Systkini Trausta
Þórs, samfeðra, eru:
Ingigerður leik-
skólastjóri, f. 1963,
gift Gunnsteini Sigurðssyni
kennara, f. 1964, og eiga þau
tvær dætur. Gunnsteinn á tvö
börn frá fyrra hjónabandi; Karl
Víkingur veitingamaður, f. 1964,
kvæntur Unni Örnu Sigurð-
Trausti Þór, í dag er ég að
kveðja þig elsku litli bróðir og það
er svo erfitt. Þú varst svo góður
bróðir. Þegar við vorum lítil fékk
ég þig til að leika við mig í barbie
eða mömmó og aldrei sagðir þú
nei við mig. Við vorum búin að
sturta öllu dótinu í holinu heima í
Stórahjallanum, þig langaði að
leika í bíló en mig langaði að halda
áfram í barbie og þú mótmæltir
mér aldrei, ekki man ég til þess að
ég hafi farið í bíló með þér.
Þú reyndist mér best þegar ég
gekk með Róbert Leó, þá bjó ég
heima með þér og mömmu. Eina
nóttina vaknar þú og sérð að ég er
vakandi og spyrð hvað ég sé að
gera á fótum. Ég svara að ég geti
ekki sofið, þá komstu og settist
hjá mér og byrjaðir að róta í
hárinu á mér, sem varð til þess að
ég steinsofnaði. Þetta gerðir þú
alla meðgönguna. Þegar ég eign-
aðist Róbert komstu í pabbatím-
ann því mér leið svo illa yfir hvað
það komu fáir í heimsókn á þess-
um tíma og ekki vildir þú að mér
liði illa, svona varst þú.
Þegar ég kom heim af spítalan-
um varst þú svo hjálpsamur þar
sem ég var ein og litli drengurinn
minn átti ekki pabba sem var til
staðar. Þá komst þú í hans stað og
gekkst elsku Róberti Leó mínum
í föðurstað fyrstu árin hans. Við
vorum svo góðir vinir, við reyndar
misstum tengslin eftir að ég gifti
mig en þegar mamma lést fund-
um við aftur þessa dýrmætu vin-
áttu okkar.
Þegar þú greindist aftur með
krabbamein pössuðum við okkur
að vera í góðu sambandi og end-
uðum alltaf samtölin okkar á „ég
elska þig“. Þú varst hetja í þess-
ari baráttu og kvartaðir aldrei. Ef
ég spurði hvernig þú hefðir það
fengum við alltaf jákvætt svar til
baka. Þú sagðir okkur aldrei ef
þér leið illa eða varst hræddur,
við reyndar sáum það á þér þegar
við hittum þig en þú vildir ekki að
við hefðum áhyggjur af þér.
Nú ertu farinn og það er svo
sárt að hugsa til þess að ég heyri
ekki í þér aftur en ég veit að þú
ert á betri stað þar sem engir
verkir eru. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að vera með þér þegar
þú yfirgafst þetta líf.
Takk fyrir allt elsku bróðir.
Þín systir,
Elva Dís.
Elsku Trausti minn. Í dag er
dagur sem ég hefði aldrei viljað
upplifa og það er kveðjustund. Þú
veist ekki hversu mikið ég sakna
þín elsku frændi minn. Við áttum
svo margar skemmtilegar stundir
saman og það er svo skemmtilegt
hvað við smullum saman. Við gát-
um spjallað um allt, hvort sem
það var fyndnar fylleríssögur eða
gráta og spjalla um ömmu eftir að
hún féll frá.
Það sem mér fannst svo merki-
legt við þig og það sem ekki marg-
ir veltu fyrir sér er hversu list-
rænn þú varst, þú elskaðir að
spila á hljómborð og píanó og það
er nokkuð sem við gátum spjallað
um þar sem við höfðum bæði
áhuga á því og þú hafðir svakaleg-
an áhuga á tónlist og gast hlustað
á allt. Við ræddum mikið um
hvaða tónlist við elskuðum, þú
Megas og ég Bubba. Ljóð er eitt-
hvað sem rennur í ættinni og við
elskuðum að tala um góð ljóð og
tilvitnanir, tala nú ekki um ef það
var eftir Shakespeare.
Þitt mesta áhugamál var að
hjóla og ég veit að þig langaði til
að taka þátt í hjólreiðakeppni í út-
löndum, dugnaðurinn í þér þegar
kom að því að hjóla var svakaleg-
ur þar sem þú hjólaðir allt.
Þú varst áhugasamur um að
ferðast og gerðir mikið af því og
ég elskaði að heyra sögurnar frá
ferðalögum þínum. Þú varst svo
framkvæmdasamur, þú gerðir
bara það sem þig langaði að gera,
ef þig langaði til útlanda þá fórstu
bara til útlanda án þess að hugsa
tvisvar um það. Þú elskaðir að
ferðast með lest og stundaðir það
mikið, bakpokaferðir voru í miklu
uppáhaldi hjá þér og við vorum
búin að plana eina saman sem
varð aldrei en við förum saman í
anda.
Eftir að þú greindist með
krabbamein barðist þú eins og
hetja fyrir lífi þínu og ég er svo
þakklát að hafa fengið að berjast
með þér til enda.
Þar til næst.
Þín litla frænka,
Sylvía Rún.
Ég minnist elskulegs vinar
míns Trausta. Ég kynntist honum
í gegnum bróður minn og strax
við fyrstu kynni var ég þakklát
fyrir að hafa kynnst þessum frá-
bæra manni sem ég hef getað
kallað góðan vin minn alla tíð síð-
an. Manni leið alltaf vel í návist
Trausta. Það var svo áreynslu-
laust og gott að hitta hann, hann
var alltaf einlægur, alltaf úrræða-
góður og alltaf var hægt að ræða
við hann um allt milli himins og
jarðar. Skemmtilegast var samt
að hlusta á góða tónlist með hon-
um, hlæja og hafa gaman.
Eftir að stelpurnar okkar Pét-
urs fæddust kom Trausti ávallt
færandi hendi í heimsókn til okk-
ar. Hann var svo lunkinn við að
gefa þeim gjafir sem hittu beint í
mark og auðvitað var hann í miklu
uppáhaldi hjá þeim. Þetta lýsir
Trausta kannski best. Hann vildi
öllum svo vel. Það var aldrei neitt
vesen, heldur bara manngæska,
örlæti og hlýja sem einkenndu
Trausta okkar.
Ég kveð þig elsku vinur – en
minning þín lifir í hjörtum okkar
sem vorum svo heppin að fá að
þekkja þig. Við Pétur vottum fjöl-
skyldu og aðstandendum okkar
innilegustu samúð.
Þín vinkona,
Aðalheiður (Heiða).
Það sem gefur lífinu gildi er
fólkið sem við kynnumst á lífsleið-
inni. Á þriðjudaginn í síðustu viku
bárust mér þær sorgarfréttir að
Trausti vinur minn væri fallinn
frá aðeins 46 ára að aldri. Ég
hafði heimsótt hann um þremur
vikum áður en þá benti ekkert til
þess að hann ætti svo stutt eftir.
Trausti horfði nokkuð jákvæður
fram á veginn og ætlaði að njóta
lífsins – einn dag í einu. Hann
hafði átt við erfið veikindi að
stríða í nokkur ár sem hann háði
hetjulega baráttu gegn. Frá
fyrsta degi hafði hann tekið veik-
indunum af þeirri yfirvegun og
æðruleysi sem Trausti hafði tam-
ið sér en því miður tapaðist sú
barátta.
Á svona stundu reikar hugur-
inn til allra þeirra góðu stunda
sem við áttum saman. Kynni okk-
ar Trausta hófust fyrir um 30 ár-
um. Báðir vorum við úr Kópavogi
og þar höfum við báðir búið síðan
þá. Það hefur ávallt verið stutt á
milli heimila okkar og rölti ég oft í
gegnum árin í heimsókn til hans í
Hamraborgina þar sem við rædd-
um saman, hlustuðum á tónlist og
horfðum stundum á fótboltaleiki.
Trausti var mikill tónlistarunn-
andi og með fjölbreyttan
tónlistarsmekk. Á fullorðinsaldri
lærði hann að spila á píanó í nokk-
ur ár til að geta spilað lög sem
hann hafði dálæti á. Í heimsókn-
um mínum til hans í Hamraborg-
ina fékk ég oft að heyra lög sem
hann hafði uppgötvað og nýjar út-
gáfur af lögum sem við héldum
báðir upp á. Tónlistarsmekkur
okkar var svipaður og við fórum
saman á ótal tónleika í gegnum
árin. Það er mér sérstaklega
minnisstætt þegar við fórum sam-
an á tónleika í Glasgow. Í þeirri
ferð komst ég að því hvað Trausti
var góður og þægilegur ferða-
félagi og með alveg einstakt lag á
að finna réttu kaffihúsin og veit-
ingastaðina. Mér þykir afar vænt
um þessa ferð til Glasgow og er ég
þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast ferðafélaganum Trausta.
Trausti var ekki bara vel að sér
í tónlist heldur hafði hann mikið
dálæti á kvikmyndum og bók-
menntum. Samtölin okkar gátu
snúist um alla þessa hluti og yfir-
leitt varð maður einhvers vísari
eftir heimsókn til Trausta.
Nú kveð ég einstaklega góðan
vin með miklum söknuði. Það er
erfitt að hugsa til þess að geta
ekki lengur farið í heimsókn til
hans til að hlusta á tónlist og
spjalla saman.
Ég votta fjölskyldu og vinum
Trausta mína innilegustu samúð,
minning um góðan vin mun ávallt
lifa.
Hrafnkell Erlendsson.
Trausti Þór
Stefánsson
Fleiri minningargreinar
um Trausta Þór Stefánsson
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs sonar okkar,
bróður, mágs og frænda,
SIGURBJÖRNS M. THEODÓRSSONAR
vélstjóra,
Heimagötu 37, Vestmannaeyjum.
Theodór S. Ólafsson Margrét Sigurbjörnsdóttir
Þorbjörg Theodórsdóttir Haukur Logi Michelsen
Hafþór Theodórsson Hanna R. Björnsdóttir
Júlíanna Theodórsdóttir Ingólfur Ingólfsson
Bára Theodórsdóttir Tommy Westman
Björk Theodórsdóttir
Harpa Theodórsdóttir Örvar G. Arnarson
og fjölskyldur
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu,
móður, tengdamóður og ömmu,
MÁLFRÍÐAR EMILÍU BRINK,
Súsý,
Tröllakór 8,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 10. júlí.
Við viljum færa sérstakar þakkir til starfsfólks á deild L4 á
Landakotsspítala og Skógarbæ fyrir hlýja og góða umönnun.
Rúnar Sigurðsson
Björn M. Sveinbjörnss. Brink Tinna Dahl Christiansen
Einar Freyr Sveinbjörnsson Sukanya Nuamnui
John Arnar Sveinbjörnsson
María Katrín Sveinbjörnsdóttir
Sveinbjörn Sophus Björnsson
Jóhann Sophus Björnsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SÍMON GUÐMUNDSSON,
skipstjóri og stýrimaður,
Sjafnarbrunni 1,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
í Fossvogi fimmtudaginn 16. júlí. Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 24. júlí klukkan 13.
Guðmundur Símonarson J. Helena Jónsdóttir
Maríanna Olsen Jóhann Reynisson
Gísli Birgir Olsen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og tengdasonur,
ANDRÉS INDRIÐASON
lést föstudaginn 10. júlí.
Útför hans fer fram frá Neskirkju
þriðjudaginn 28. júlí klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Grund.
Valgerður Ingimarsdóttir
Ester Andrésdóttir
Ásta Andrésdóttir Örn Úlfar Sævarsson
Vala Melkorka, Laufey Matthildur, Högni Dagfinnur
Ingimar G. Jónsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR GEORGSSON,
Álfaskeiði 64,
Hafnarfirði,
lést 14. júlí. Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 23. júlí klukkan 15.
Erla Sigurðardóttir Ingólfur Örn Arnarson
Björn Grétar Sigurðsson Kristín Sesselja Róbertsdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
KAMILLA GUÐBRANDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
14. júlí. Útför hennar fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 14. ágúst klukkan 13.
Olga Hafberg Björn Rögnvaldsson
Einar Skúli Hafberg
Hrannar Már Hafberg Rebekka Helga Aðalsteinsd.
Júlíanna Ósk Hafberg
Svavar Skúli Einarsson
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐRÚN HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
sunnudaginn 19. júlí.
Útför verður auglýst síðar.
Sigurbjörg Lundholm Þórir Ólafsson
Ísidór Hermannsson
Steinn Lundholm Erla Elva Möller
Elskulegur faðir okkar, afi og langafi,
HILMAR SNORRASON
bifreiðastjóri,
lést á Sæborg, dvalarheimili aldraðra,
18. júlí. Útför fer fram frá Blönduósskirkju
laugardaginn 25. júlí klukkan 14.
Sigurður Pétur Hilmarsson
Lýdía Kristín Sigurðardóttir Guðmundur Þórisson
Steinunn Lukka Sigurðard. Serkan Mermer
Vilhjálmur Hilmar Sigurðars. Joke Michiel
og barnabarnabörn