Morgunblaðið - 22.07.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.07.2020, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2020  Knattspyrnukonan Linda Líf Boama, framherji Þróttar í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, er viðbeins- brotin og verður því frá næstu sex til átta vikurnar vegna meiðslanna. Linda Líf lenti í samstuði við Ingibjörgu Val- geirsdóttur, markvörð KR, í leik lið- anna á mánudaginn síðasta í Pepsi Max-deildinni og þurfti að fara af velli á 65. mínútu. Þetta er mikið áfall fyrir nýliða Þróttar sem hafa farið vel af stað í deildinni í sumar og eru með 6 stig eftir fyrstu sex umferðirnar í sjötta sæti deildarinnar en Linda Líf hefur skorað eitt mark í fyrstu sex deildarleikjum sínum.  Stefán Árni Geirsson, leikmaður Ís- landsmeistara KR í knattspyrnu, fór meiddur af velli í 3:0-sigri liðsins gegn Fylki í Árbænum á laugardaginn síð- ast. Stefán meiddist á ökkla og reiknar hann með því að vera frá í tvær til fimm vikur en þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Fari svo að hann verði frá í fimm vikur gæti hann misst af næstu sjö deild- arleikjum liðsins en hann hefur byrjað tímabilið mjög vel með Íslandsmeist- urunum.  Knattspyrnukonan Eyrún Guð- mundsdóttir mun ekki leika með Sel- fossi í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max- deildinni, í sumar eins og til stóð en hún sleit hásin á æfingu liðsins á dög- unum. Eyrún gekk til liðs við Selfyss- inga í byrjun mánaðarins eftir að hafa leikið í Svíþjóð frá árinu 2014. Eyrún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki árið 2004 en hún er uppalin á Akureyri hjá Þór/KA. Hún gekk til liðs við Stjörnuna árið 2007 áður en hún hélt út til Svíþjóðar eftir tímabilið 2013. Hún á að baki 60 leiki í efstu deild með Þór/KA og Stjörnunni.  Adam Örn Arnarson og liðsfélagar hans í norska knattspyrnufélaginu Tromsø hafa byrjað tímabilið af mikl- um krafti en liðið er með fullt hús stiga í norsku 1. deildinni með 12 stig eftir fyrstu fjóra leiki sína. Adam Örn hefur byrjað alla fjóra leiki liðsins á tímabilinu en hann gekk til liðs við fé- lagið frá pólska félaginu Górnik Zabrze í mars á þessu ári.  Fanndís Friðriksdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu og leikmaður Ís- landsmeistara Vals, er ólétt og leikur ekki meira með Val á keppn- istímabilinu. Fanndís er í sambúð með Eyjólfi Héðinssyni, leikmanni Stjörn- unnar í úrvalsdeild karla. Fanndís hefur verið utan hóps hjá Val í síðustu þremur leikjum liðsins en hún á að baki 109 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað 17 mörk. Þá á hún að baki 204 leiki í efstu deild fyrir Breiða- blik og Val en í þessum leikjum hefur hún skorað 107 mörk. Fanndís lék alla 18 leiki Vals á síðustu leiktíð þegar lið- ið varð Íslandsmeistari. Þá er ljóst að Fanndís mun missa af loka- leikjum Íslands í undankeppni EM sem lýkur í haust en ís- lenska landsliðið er með fullt hús stiga í F-riðli und- ankeppninnar. Ís- lenska liðið á eftir að leika fimm leiki í undankeppninni. Eitt ogannað ÍTALÍA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Kópavogsbúinn Andri Fannar Bald- ursson var fimm ára gamall þegar hann byrjaði að æfa knattspyrnu með Breiðabliki. Þjálfarar Breiðabliks voru ekki lengi að átta sig á því að hér væri á ferðinni mikið efni en sex ára gam- all var hann byrjaður að spila „upp fyrir sig“ með strákum fæddum árið 2000 og 2001 en Andri Fannar er fæddur árið 2002. Nýorðinn 17 ára gamall gekk hann til liðs við ítalska A-deild- arfélagið Bologna á láni frá Breiða- bliki og sjö mánuðum síðar ákvað ítalska félagið að nýta sér forkaups- rétt sinn á leikmanninum. Andri Fannar hefur svo sann- arlega átt viðburðaríkt ár en hann hefur komið við sögu í fimm leikjum með Bologna í deildinni í ár gegn mörgum af stórliðum ítalska bolt- ans. „Ef ég á að vera alveg hreinskil- inn þá hefur það komið mér á óvart hversu mikið ég hef fengið að spila,“ sagði Andri Fannar í samtali við Morgunblaðið. „Ég er bara 18 ára gamall og það eru ekki margir á mínum aldri sem eru að fá svona margar mínútur í jafn stórri deild. Ég finn það að þjálfarinn [Sinisa Mihajlovic] virkilega treystir mér sem er mikilvægt og ég reyni að nýta hverja einustu mínútu sem ég fæ inni á vellinum. Heilt yfir þá tel ég mig vera bú- inn að standa mig vel þegar ég hef fengið að spila og ég hef fengið hrós fyrir frammistöðu mína frá bæði leikmönnum, þjálfurum og stuðn- ingsmönnum félagsins. Ég er hungraður í meira og reyni því að nýta tímann vel á æfingasvæðinu á hverjum einasta degi og bæta mig sem leikmaður.“ Verkefni sem þarf að leysa Áður en kórónuveirufaraldurinn náði hámarki á Ítalíu ákvað Andri Fannar að koma heim til Íslands en faðir hans, Baldur Jónsson, hefur búið með honum í Bologna, sem er tæplega 390.000 manna borg á Norður-Ítalíu, frá því að leik- maðurinn gekk til liðs við félagið. „Þegar faraldurinn var að byrja hérna úti var ég bara í einangrun í þrjár til fjórar vikur með pabba mínum. Það var virkilega erfitt enda vorum við bara fastir heima hjá okkur. Við tókum því þá ákvörðun að fara heim til Íslands. Það hefur verið virkilega gott að hafa pabba með sér, hann hefur alltaf staðið virkilega þétt við bakið á mér og hjálpað mér í gegnum súrt og sætt. Móðir mín og bróðir minn hafa líka verið mjög dugleg að kom til mín, alveg frá því að ég fór fyrst til Ítal- íu, og það hefur verið bæði gott og mikilvægt fyrir mig að fá fólkið mitt út til mín. Ég fer svo aftur út þegar það er tekin ákvörðun um að klára keppn- istímabilið í A-deildinni. Ég fór einn út enda þurfti ég að fá sérstakt leyfi frá félaginu til að komast aftur inn í landið. Síðan þá er ég búinn að vera einn á hóteli í rúman tvo og hálfan mánuð sem tekur vissulega á þar sem ég sakna fjölskyldunnar minn- ar mikið, kærustunnar og vinanna auðvitað líka. Að sama skapi reyni ég að horfa á þetta eins og hvert annað verkefni sem þarf að leysa.“ Þakklátur fyrir tækifærið Andri Fannar er eftirsóttur af fé- lögum á Englandi sem dæmi en Bo- logna hefur boðið íslenska miðju- manninum nýjan langtímasamning til þess að halda honum á Ítalíu. „Það má alveg segja að hlutirnir hafi gerst hrikalega hratt hjá mér og mér hefur gengið vel. Ég fer út í byrjun febrúar 2019, nýorðinn 17 ára gamall. Ég fer beint í U17 ára liðið hjá Bologna til þess að koma mér inn í hlutina. Ég er svo færður inn í varaliðið fljótlega og fæ svo einhverjar æf- ingar með aðalliðinu inni á milli. Hægt og rólega tekst mér að vinna mér inn sæti í aðaliðshópnum. Hug- ur minn er hjá Bologna í dag og ég er frekar ákveðinn í að vera áfram í herbúðum félagsins. Ég er með samningstilboð í hönd- unum frá félaginu og núna er aðeins verið að skoða samninginn og fara yfir þau mál sem þurfa að vera á hreinu. Bologna hefur staðið mjög þétt við bakið á mér, alveg síðan ég kom til félagsins, og hefur gefið mér tækifæri sem ég er gríðarlega þakk- látur fyrir.“ Þjálfarinn frábær kennari Miðjumaðurinn ungi er allur að koma til í ítölskunni en hann hefur fengið tækifæri gegn liðum á borð við Inter Mílanó, Milan og Napoli að undanförnu. Þá er knattspyrnu- stjóri hans Sinisa Mihajlovic þjóð- þekktur á Ítalíu eftir að hafa spilað með liðum á borð við Roma, Sam- pdoria, Lazio og Inter og auðvitað stýrt Milan, Fiorentina og serb- neska landsliðinu á þjálfaraferli sín- um. „Mihajlovic er mikil goðsögn á Ítalíu og hann nýtur mikillar virð- ingar hérna. Það er virkilega gaman að sjá þetta og vera partur af því en hann er frábær þjálfari. Hann er gríðarlega agaður og ákveðinn. Hann lætur menn heyra það ef þess þarf en að sama skapi stendur hann alltaf þétt við bakið á leikmönnum sínum. Hann er frábær kennari líka enda var hann ótrúlegur leikmaður á sínum tíma. Hann hefur gefið mér tækifæri að undanförnu gegn stærri liðum deildarinnar sem dæmi og ég get al- veg viðurkennt að það var skrítin tilfinning að spila gegn þessum stóru nöfnum. Maður er búinn að fylgjast með þessum leikmönnum frá því að maður var lítill strákur og leika þá í tölvuleikjum sem dæmi fyrir ekki svo mörgum árum síðan. Þetta hafa verið lærdómsríkir mán- uðir fyrir mig en á sama tíma alveg frábærir líka. Ég er svo allur að koma til í ítölskunni sem hjálpar en ég er í kennslu hjá klúbbnum, tvisvar til þrisvar í viku. Þetta er erfitt tungu- mál að læra en ég er farinn að skilja ansi mikið og er svona rétt að byrja að geta talað tungumálið. Ég skil fótboltatungumálið hérna vel og samskiptin innan vallar hafa gengið vonum framar enda á ég í góðu sambandi við aðra leikmenn félags- ins.“ Tekur mínútunum fagnandi Andri Fannar á að baki einn leik í efstu deild með Breiðabliki og þá hefur hann leikið 34 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað 4 mörk en hann við- urkennir að draumurinn sé að spila fyrir A-landslið Íslands í framtíð- inni. „Það er alltaf gott að eiga fyr- irmyndir og Gylfi Sig er einn af þeim sem ég hef reynt að læra eins mikið af og ég get. Ég er samt sem áður ekki að einblína of mikið á leik- mannaferla hjá öðrum enda er ekki til neitt sem heitir að fara réttu leið- ina í þessu þegar kemur að því að ákveða næstu skref. Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að spila fyrir A-landslið Ís- lands en ég er líka meðvitaður um það að ég er bara 18 ára gamall. Ég er þolinmóður að eðlisfari og þegar tækifærið kemur þá kemur það. Það er svo mitt bara að standa mig. Ég einbeiti mér að fullu að Bo- logna í dag og ég mun halda áfram að leggja hart að mér á æf- ingasvæðinu. Hingað til hef ég tekið öllum mínútum fagnandi og þannig verður það áfram, hvort sem það er ein mínúta eða þrjátíu, því þegar allt kemur til alls er þetta fyrst og fremst geggjuð reynsla fyrir mig,“ bætti Andri Fannar við í samtali við Morgunblaðið. Lék mótherjana í tölvu- leik fyrir fáeinum árum  Andri Fannar Baldursson hefur fengið óvæntar mínútur í ítölsku A-deildinni Ljósmynd/Facebook Barátta Andri Fannar Baldursson í leik gegn Sassuolo á dögunum. Andri Fannar Baldursson » Fæddist 10. janúar 2002 » Uppalinn hjá Breiðabliki og á að baki einn leik í efstu deild. » Gekk til liðs við Bologna á Ítalíu í febrúar 2019 og hefur komið við sögu í 5 leikjum með liðinu á tímabilinu. » Hefur leikið 34 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað 4 mörk. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, lands- liðskona Íslands í knattspyrnu og leikmaður Utah Royals í bandarísku atvinnumannadeildinni, mun ganga til liðs við Íslandsmeistara Vals á lánssamningi þegar félagsskipta- glugginn opnast 5. ágúst næstkom- andi, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Gunnhildur er samningsbundin Utah Royals út næsta ár en óvíst er með fyrir- komulag tímabilsins í Bandaríkj- unum vegna kórónuveirunnar. Gunnhildur er 31 árs gömul og á að baki 71 A-landsleik. bjarnih@mbl.is Landsliðskona til meistaranna Morgunblaðið/Hari Reynsla Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á að baki 119 leiki í efstu deild. Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson var úrskurð- aður í eins leiks bann af aga- og úr- skurðarnefnd KSÍ vegna uppsafn- aðra áminninga í gær. Bannið tekur gildi á föstudag og hann getur því tekið þátt í leik Breiðabliks og HK á morgun í Kórnum. Þá missir Guð- mann Þórisson, varnarmaður FH, af leik liðsins gegn KA í Kaplakrika í kvöld vegna leikbanns og Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari Fylkis, er kominn í tveggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk gegn KR á laugardag. Lykilmaður Blika í eins leiks bann Ljósmynd/Þórir Tryggvason Bann Brynjólfur Andersen Will- umsson er kominn í leikbann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.