Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 7. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  175. tölublað  108. árgangur  GUÐBJÖRG JÓNA HLJÓP HRAÐAST FYRIR NORÐAN HEKLA ER VARASÖM RAFHLAUPAHJÓLIN HLUTI AF SAM- FÉLAGSBREYTINGU ELDGOS GETA KOMIÐ MJÖG SKJÓTT 11 UMHVERFISVÆN 4ÍÞRÓTTIR 26 Pétur Magnússon petur@mbl.is Sigurður Þór Ásgeirsson, starfandi forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir að ISAL hafi ekki notið afsláttar á raf- orkuverði sem Landsvirkjun bauð stórnotendum til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónu- veirufaraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sigurður Þór sendi starfsfólki Rio Tinto á Íslandi um helgina. Í tilkynningunni kemur fram að Landsvirkjun hafi boðið stærri við- skiptavinum sínum allt að 25% lækk- un raforkuverðs í sex mánuði. Þá hafi Landsvirkjun boðið ISAL 10% afslátt í lok apríl, sem ISAL þáði, en enginn afsláttur hafi komið fram á rafmagnsreikningi fyrirtækisins. „Þessi fullyrðing um 10% afslátt sem hafi verið dreginn til baka er einfaldlega röng,“ segir Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðs- og við- skiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar. „Rio Tinto fékk afslátt eins og aðrir stórnotendur til að bregðast við erf- iðleikum vegna Covid-19. Sá afslátt- ur hefur ekki verið dreginn til baka og verður ekki dreginn til baka. Þessar upplýsingar til starfsmanna Rio Tinto í Straumsvík eru rangar.“ Hún segir þá að ágreiningur sé um uppgjör milli fyrirtækjanna vegna annarra mála, en sú staðreynd breyti engu um að Rio Tinto njóti þess af- sláttar sem Landsvirkjun bauð stór- notendum á stöðu sinni á raforku- markaði. Í síðustu viku kærði Rio Tinto Landsvirkjun til samkeppnis- eftirlitsins vegna meintrar misnotk- unar á markaðsráðandi stöðu sinni á raforkumarkaði, en Rio Tonto hefur neitað að aflétta trúnaði á orkusamn- ingi milli fyrirtækjanna. „Það verður aldrei nein skynsam- leg umræða um raforkuverð til stór- iðju á Íslandi ef bara ISAL afléttir trúnaði,“ skrifar Sigurður Þór í til- kynningu sinni. Þá segir hann að það væri sjálfsagt mál að aflétta trúnaði á raforkusamningi ef Landsvirkjun og hin álverin gerðu slíkt hið sama. Forstjóri Landsvirkjunar hefur formlega óskað eftir því að trúnaðin- um verði aflétt, og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir skrifaði um helgina að eðlilegt væri að gera ráð fyrir því að Rio Tinto upplýsti um uppsagnar- ákvæði orkusamningsins við Lands- virkjun þar sem fyrirtækið hefði kos- ið að gera mögulega uppsögn að umtalsatriði. Ósammála um verðlækkun  Starfandi forstjóri Rio Tinto telur að fyrirtækið hafi ekki hlotið afslátt á raforkuverði  Fram- kvæmdastjóri hjá Landsvirkjun segir að það sé ekki satt  Vilja ekki létta trúnaði af orkusamningi Stórhýsi í landi Reykjaness í Grímsnesi, sem reist var á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur, hef- ur staðið hálfbyggt og fokhelt í tæplega fjörutíu ár. Fyrirætlanir um að útbúa þarna æfingabúðir fyr- ir íþróttafélög í borginni runnu út í sandinn og framkvæmdum var hætt árið 1983. Húsið í Reykjanesi er alls um 1.400 fermetrar og aldrei varð af því að reisa á staðnum íþróttahús eða koma upp sundlaug og keppnis- völlum eins og til stóð þegar jörðin var keypt í fyrrnefndum tilgangi árið 1971. Einkaaðilar keyptu Reykjanesið fyrir rúmlega 20 árum. Þeir nýta jörðina en húsið hefur verið auka- atriði í málinu. Ýmsar hugmyndir hafa þó verið um nýtingu þess, svo sem að breyta því í munkaklaustur eða dvalarheimili aldraðra. Þá sýndi Ástþór Magnússon, athafnamaður og forsetaframbjóðandi, húsinu áhuga og vildi starfrækja þar frið- arsetur. Margt annað hefur verið skoðað og nefnt, en engin hreyfing hefur þó komist á málin. Guðmundur Ingi Leifsson í Kópa- vogi er á meðal þeirra sem keyptu Reykjanes fyrir 20 árum. Þá gáfu menn sér fáein ár til að koma bygg- ingunni í notkun, ella yrði dínamítið tekið fram. „Af sprengingum hefur enn ekki orðið, en við skulum sjá hvað setur,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Morgunblaðið. »4 Íþróttahöll yfirgefin í áratugi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kastali Staðið fokheldur frá 1983 og í umræðu að sprengja húsið.  Stórhýsi í Gríms- nesinu er hálfbyggt Sólríkir sumardagar kalla gjarnan á léttari lubba eins og þessi ágæti maður gerði sér grein fyrir þegar hann sótti sér þjónustu hárgreiðslumanns sem skar hár kúnnans án þess að hika. Sú gula mun blessa borgarbúa með geislum sínum í dag þótt úrkomu sé að vænta þegar líður á vikuna. Skar hár kúnnans án þess að hika Morgunblaðið/Árni Sæberg  Andrés Jónsson, framkvæmda- stjóri ráðgjafarfyrirtækisins Góðra samskipta, segir að heilt á litið hafi ríkisstjórnin og seðlabankinn staðið sig vel í að takast á við efnahags- legar afleiðingar kórónuveirunnar. Andrés hefur þó áhyggjur af stöðu fólks af erlendum uppruna sem virðist hafa orðið sérstaklega illa fyrir barðinu á niðurskurði í ferðaþjónustu og víðar. Hann bend- ir á að margt af þessu fólki hafi komið sér vel fyrir á Íslandi, og sé bæði ungt og hörkuduglegt, en geti átt erfitt með að nýta sér þann stuðning og úrræði sem því standa til boða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskóla- manna, tekur í sama streng og Andrés um stöðu innflytjenda á vinnumarkaði. Hún bendir líka á að samkomubannið hafi bitnað af mikl- um þunga á listafólki. „Næstum allir sviðslistamenn landsins misstu vinn- una daginn sem samkomubannið var sett á. Þá eru margir á vinnu- markaði í harkinu, þ.e.a.s. hafa hvorki fasta vinnu né fastar tekjur og hafa rekið sig á að réttindi þeirra eru iðulega ekki þau sömu og hjá þeim sem hafa verið í fullri vinnu. Það er mjög mikilvægt að fólk í harkinu sé félagar í stéttarfélagi og greiði í sjúkrasjóð, t.d. til að tryggja réttindin þegar í harðbakkann slær,“ segir Þórunn. »12 Fólk af erlendum uppruna hafi orðið illa úti  Starfsemi ÖSE, Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, er í kreppu af mörgum ástæðum. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem á dögunum lét af starfi framkvæmdastjóra mannréttinda- og lýðræðismála hjá stofnuninni. Hún kveðst hafa verið grandalaus gagnvart afstöðu Tyrkja sem lögð- ust gegn áframhaldandi störfum hennar hjá stofnuninni og svo fór að allir æðstu yfirmenn ÖSE létu af störfum. Í þessu sambandi segir Ingibjörg Sólrún að komið geti til að í nokkr- um aðildarríkjum séu hugmyndir um lýðræði og frelsi fjölmiðla aðr- ar en almennt gerist. Þetta gildi raunar einnig um mann- réttindamál, en í fordæmalausu ástandi á tímum Covid-19 að und- anförnu hafi bágar og for- dæmalausar að- stæður ýmissa hópa í Evrópu, svo sem rómafólks, komið fram – og tækifæri þeirra séu ekki söm og fjöldans. Aðgengi að tölvum og netinu sé veigamikill þáttur í því sambandi. » 10 Hafa aðrar hugmyndir um lýðræði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.