Morgunblaðið - 27.07.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Musse & cloud Agata
13.990 kr.
Ný sending
27. júlí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 136.18
Sterlingspund 173.33
Kanadadalur 101.35
Dönsk króna 21.199
Norsk króna 14.75
Sænsk króna 15.362
Svissn. franki 147.22
Japanskt jen 1.2803
SDR 190.23
Evra 157.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.5101
Hrávöruverð
Gull 1893.85 ($/únsa)
Ál 1661.0 ($/tonn) LME
Hráolía 43.27 ($/fatið) Brent
● Heimsmarkaðsverð á gulli hefur ver-
ið á hraðri uppleið það sem af er þessu
ári og rauf á föstudag 1.900 dala múr-
inn. Hefur gullúnsan ekki verið dýrari
síðan 2011 þegar heimsmarkaðsverðið
sló met og fór upp í 1.921 dal. Á föstu-
dag fór gullverðið hæst upp í 1.906 dali
á únsuna og var síðasta vika sú sjö-
unda í röðinni sem verð málmsins fer
hækkandi.
Gullverð sveiflast jafnan í takt við
væntingar fjárfesta, og hækkar þegar
fjármagn flýr markaði og leitar skjóls í
öruggari eignaflokkum. FT bendir á að
hækkunin nú skýrist að hluta til af veik-
ingu bandaríkjadals á undanförnum vik-
um, vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem
kórónuveirufaraldurinn hefur haft á
hagkerfi landsins. Vaxandi spenna í
samskiptum Bandaríkjanna og Kína
eykur á svartsýni fjárfesta eins og
stendur auk þess sem veiking dalsins á
þátt í því að minnka áhuga fjárfesta á
bandarískum ríkisskuldabréfum sem
alla jafna eru vinsælt skjól fyrir fé á
óvissutímum. Er ávöxtunarkrafa banda-
rískra ríkisskuldabréfa neikvæð um
þessar mundir sem gerir gull að þeim
mun álitlegri fjárfestingarkosti í sam-
anburði.
Sérfræðinga grunar að spákaup-
mennska eigi einnig sinn þátt í þróun
gullverðs og nefna því til sönnunar að
verð á silfri hefur hækkað nokkuð
skarpt frá því um miðjan mars. Verð á
silfri tók svo kipp um miðjan júlí, kostar
í dag tæplega 23 dali og hefur ekki ver-
ið hærra í sjö ár. ai@mbl.is
Verð á gulli í
hæstu hæðum
Flótti Óvissa beinir fjárfestum í gullið.
STUTT
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Efnahags- og atvinnulíf Íslands er
enn í lægð vegna kórónuveirufarald-
ursins og erfitt að segja til um hvort
og hvenær má eiga von á umskiptum.
Kórónukreppan hefur bitnað af mis-
miklum þunga á ólíkum stéttum og
þjóðfélagshópum sem hafa líka mis-
jafna burði til að aðlagast breyttu um-
hverfi á vinnumarkaði. Stjórnvöld
gripu til ýmiss konar tímabundinna
úrræða til að milda höggið og óttast
sumir að ef ekki verði meira gert
kunni ástandið að versna enn frekar.
Andrés Jónsson, framkvæmda-
stjóri ráðgjafarfyrirtækisins Góðra
samskipta, segir að heilt á litið hafi
ríkisstjórnin og seðlabankinn staðið
sig vel og m.a. tekist það erfiða verk-
efni að viðhalda tiltrú almennings á
framtíðina. „Ísland er lítið land og
með reglulegu millibili rísa upp svart-
sýnisöldur sem fara um allt samfélag-
ið með þeim afleiðingum að í
ákveðnum geirum er eins og skrúfað
sé fyrir krana sem svo veldur því að
ástandið verður enn verra en ella. Það
hefur ekki gerst að miklu marki í
þetta skiptið, en svartsýnin gæti þó
blossað upp að nýju á komandi mán-
uðum þegar margir sem misstu vinn-
una í sumarbyrjun ljúka uppsagnar-
fresti og þeir sem komnir voru á
atvinnuleysisbætur missa rétt til
tekjutengdra bóta,“ segir Andrés.
„Eins þykir líklegt að ófáir veitinga-
staðir og hótel séu að reyna að þrauka
með sumarvertíðinni en það muni ríða
þeim að fullu ef viðskiptin dragast
saman með haustinu.“
Stjórnvöld geta
brugðist hratt við
Engu að síður er Andrés bjartsýnn,
bæði til skemmri og lengri tíma, og
verður þess var víða í einkageiranum
og opinbera geiranum sömuleiðis að
þar er hugur í fólki og vilji til að grípa
þau tækifæri sem kreppan skapar.
„Þessi fyrirtæki og stofnanir væru vís
til að nýta sér það að núna er mikið af
öflugu fólki fáanlegt til starfa og lík-
legt að það sé margt reiðubúið að
gera frekar hóflegar launakröfur
gegn því að komast einhvers staðar í
vinnu.“
Það eykur líka á bjartsýni Andrés-
ar að honum þykir íslensk stjórnvöld
nokkuð snör í snúningum: breyta
megi lögum og reglugerðum hratt og
vel og virkja ýmis opinber kerfi án
mikilla tafa. „Þá verða haldnar kosn-
ingar eftir rétt rúmlega ár og hefur
alltaf fylgt kosningum að stjórnmála-
menn eru viljugri til að ráðast í verk-
efni og útgjöld af ýmsum toga, klippa
á borða og dreifa gleðinni um sam-
félagið.“
Andrés hefur þó áhyggjur af stöðu
fólks af erlendum uppruna sem virð-
ist hafa orðið sérstaklega illa fyrir
barðinu á niðurskurði í ferðaþjónustu
og víðar. Hann bendir á að margt af
þessu fólki hafi komið sér vel fyrir á
Íslandi, og sé bæði ungt og hörku-
duglegt, en geti átt erfitt með að nýta
sér þann stuðning og úrræði sem því
standa til boða.
Ekki aftur í gamla farið
Þórunn Sveinbjarnardóttir, for-
maður Bandalags háskólamanna, tek-
ur í sama streng og Andrés um stöðu
innflytjenda á vinnumarkaði. Hún
bendir líka á að samkomubannið hafi
bitnað af miklum þunga á listafólki:
„Næstum allir sviðslistamenn lands-
ins misstu vinnuna daginn sem sam-
komubannið var sett á. Þá eru margir
á vinnumarkaði í harkinu, þ.e.a.s. hafa
hvorki fasta vinnu né fastar tekjur og
hafa rekið sig á að réttindi þeirra eru
iðulega ekki þau sömu og hjá þeim
sem hafa verið í fullri vinnu. Það er
mjög mikilvægt að fólk í harkinu sé fé-
lagar í stéttarfélagi og greiði í sjúkra-
sjóð, t.d. til að tryggja réttindin þegar
í harðbakkann slær. Loks er ástæða til
að benda á að atvinnuleysi hefur auk-
ist hlutfallslega mest á meðal háskóla-
menntaðs fólks á síðsutu misserum.
Það hefur þrefaldast frá því í janúar
2019 og nú eru rúmlega 4.000 masnns
með háskólamenntun í atvinnuleit.“
Að mati Þórunnar er ástandið í dag
gott tilefni til að gaumgæfa hvaða
stefnu íslenskt samfélag og atvinnulíf
á að taka. „Að mínu áliti er ekki í boði
að fara aftur í gamla farið og halda
áfram að byggja á örfáum útflutnings-
greinum sem eiga það sameiginlegt að
stunda auðlindanýtingu,“ segir hún og
vísar þar til sjávarútvegs, ferðaþjón-
ustu og stóriðju. Vill Þórunn að stjórn-
völd og atvinnulíf marki stefnu sem
styður fjölbreyttan útflutning sem
byggist á hugviti og nýsköpun. „Við
erum lítið og galopið hagkerfi og
byggjum allt okkar á að eignast sterk
þekkingardrifin útflutningsfyrirtæki
sem styðja þarf fyrsta spölinn. Það
gerum við með sterkum opinberum
samkeppnissjóðum, sem auðvelda
rannsóknir og þróun, og með því að
hvetja til nýsköpunar þvert á atvinnu-
greinar. Það eru næstum 20 ár liðin af
21. öldinni og enn einkennist atvinnu-
lífið af hugsunarhætti sem einblínir á
aflabrögð og bjargræði líkt og fyrr á
tímum. Við erum of gjörn á að halda
að hlutirnir einfaldlega gerist af sjálfu
sér. Það mátti t.d. sjá fyrstu árin í of-
urvexti ferðaþjónustunnar.“
Sigur fagmennskunnar
Einnig varar Þórunn við því að
stjórnvöld bregðist við auknum þrýst-
ingi á ríkissjóð með niðurskurði í vel-
ferðarkerfinu. Hún segir að kórónu-
veirufaraldurinn hafi einmitt sýnt það
vel hve miklu skiptir fyrir samfélag og
atvinnulíf að á Íslandi sé starfrækt öfl-
ugt opinbert heilbrigðiskerfi og
félagslegt öryggisnet sem grípi alla.
„Við þurfum að hætta að stilla einka-
geiranum og opinbera geiranum upp
sem andstæðum, því hvor þarf á hin-
um að halda.“
Þórunn telur viðbrögð stjórnvalda
og samfélags við farsóttinni vera sigur
fagmennskunnar. „Starfsfólk í alls
kyns framlínustörfum hélt áfram að
sinna skyldum sínum óaðfinnanlega.
Heilbrigðis- og umönnunarstéttirnar
öxluðu þungar byrðar fyrir okkur hin
og vert að þakka sérstaklega þeim
sem voru í svokallaðri „sóttkví B“.
Þetta fólk mætti til vinnu sinnar til að
sinna sjúklingum, öldruðum og fötluð-
um, fór svo heim og hitti engan til að
lágmarka líkurnar á smiti, svo vikum
skipti.“
Vegið að stéttarfélagaforminu
Vonandi réttir hagkerfi Íslands og
alþjóðahagkerfið úr kútnum fyrr en
síðar, og væri þá óskandi að þær spár
sumra hagfræðinga rættust að um-
skiptin verði eins og „V“ í laginu þar
sem rekstur flestra fyrirtækja kemst
nokkurn veginn í samt horf og fyrir
faraldur. Þórunn segir að þegar tekist
hefur að komast yfir erfiðasta hjallann
þurfi aðilar vinnumarkaðarins að efla
samtalið sín á milli. „Það er áhyggju-
efni hvernig sótt hefur verið að grund-
vallarréttindum fólks á vinnumarkaði
og þróunin í kjaradeilu Flugfreyju-
félags Íslands til marks um hættulega
þróun þar sem reynt var að brjóta nið-
ur stéttarfélagaformið og samstöðu
launþega,“ segir hún. „Að baki er ein-
hver lengsta kjarasamingalota í
manna minnum og flestar stéttir bún-
ar að semja til 2023. Það gæti virst
langur tími en árin líða hratt og við
þurfum að nýta tímann vel fram að
næstu samningum.“
Svarstýnisalda hugsanleg
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Verðmæti Mynd úr safni af ferðamönnum í Reykjavík. Það mun strax
hjálpa heilmikið þegar ferðalög á milli landa komast í eðlilegt horf.
Mikilvægt er að viðhalda tiltrú almennings til að gera ekki illt verra Atvinnu-
leysi háskólamenntaðra hefur þrefaldast á síðustu misserum og kann að aukast
Andrés
Jónsson
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Bandaríska kreditkortafyrirtækið American Express
segir að kortavelta fari hægt vaxandi. Um miðbik júlí
var veltan 20% lægri en á sama tímabili í fyrra, sem
er nokkru skárra en í aprílmánuði þegar samdrátt-
urinn nam 40% á milli ára. Félagið hefur lagt til hlið-
ar 1,6 milljarða dala vegna vaxandi hættu á að kort-
hafar lendi í fjárhagserfiðleikum og geti ekki greitt
reikninga sína.
Reuters bendir á að AmEx standi nokkru verr að
vígi en önnur greiðslukortafyrirtæki þar eð viðskipta-
vinir félagsins eru alla jafna gjarnari á að eyða í
ferðalög og afþreyingu – en þeir geirar hafa einmitt
orðið hvað harðast fyrir barðinu á kórónuveirufar-
aldrinum. Kortafyrirtækið gerir einnig mikið út á við-
skiptakort en þar sem rekstur margra fyrirtækja er í
járnum má vænta þess að velta viðskiptakorta verði
með minnsta móti.
Á öðrum ársfjórðungi minnkuðu útgjöld neytenda
og fyrirtækja vegna kaupa á afþreyingu og ferðaþjón-
ustu um 87%, samkvæmt nýjustu upplýsingum úr
rekstri AmEx.
Að því er fram kemur í nýjasta uppgjöri félagsins
hafa tekjur American Express dregist saman um
29,2% og var hagnaður 29 sent á hlut nú en var 2,07
dalir fyrir ári. ai@mbl.is
AFP
Tómt Erfiðleikar í ferða- og afþreyingargeira lita rekst-
ur AmEx. Frá tómlegri verslunargötu í Los Angeles.
Tölur AmEx sýna hægfara bata