Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Sex ný kórónuveirusmit greindust í
gær til viðbótar við fimm smit sem
greindust á laugardag, þar af þrjú
innanlandssmit og tvö smit sem
greindust í landamæraskimun. Öll
sex smit tengjast manni sem kom til
landsins 15. júlí og viðhafði ekki
heimkomusmitgát vegna galla í
skráningarformi. Sá hinn sami fékk
neikvæða niðurstöðu á veiruprófi við
komuna til landsins en greindist með
veiruna á laugardag.
Allir sex einstaklingar höfðu verið
settir í sóttkví eftir að áðurnefndur
einstaklingur greindist jákvæður fyr-
ir veirunni. Sá sem smitaði þá kom frá
Eystrasaltsríki.
„Í heildina í því máli eru sjö núna í
einangrun og það er verið að vinna að
því að rekja smit í kringum þá. Smit-
rakningarteymið er að störfum en
það er ekki alveg komið í ljós hvort og
þá hversu margir þurfa að sæta
sóttkví í kjölfarið,“ segir Jóhann K.
Jóhannsson, samskiptastjóri al-
mannavarnadeildar ríkislögreglu-
stjóra.
Ekki sést hér á landi
Íslensk erfðagreining raðgreindi
þrjú jákvæð sýni í fyrradag, en tvö
þeirra sýndu sams konar afbrigði
veiru sem ekki hefur sést hér á landi
áður. Þá var einstaklingur sem
greindist með veiruna á fimmtudag-
inn einnig með afbrigði af henni sem
ekki hefur sést áður.
Þetta staðfestir Kamilla Sigríður
Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörn-
um hjá embætti landlæknis, í samtali
við blaðamann.
Hún segir að bæði afbrigðin séu
örugglega nýlega innflutt til landsins.
Annað afbrigðið er komið frá einstak-
lingi sem er búsettur í Ísrael en kom
til Íslands í gegnum Evrópulönd
þannig að ekki er hægt að staðfesta
að smitið eigi uppruna sinn í Ísrael.
„Ef hann hefði komið jákvæður til
landsins hefði það nú verið lang-
líklegast en af því að hann veiktist
ekki fyrr en hann var búinn að vera
hér í nokkra daga er ekki óhugsandi
að hann hafi smitast á ferðalaginu,“
segir Kamilla.
„Ný veira þýðir bara að þetta hefur
verið einstaklingur sem kom að utan.
Þetta er ekkert sem hefur verið að
malla hér innanlands,“ segir Már
Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúk-
dómadeild Landspítalans, um þær
fregnir að „ný tegund veiru“ hefði
greinst hér á landi.
Már tekur fram að ekki sé um nýja
veiru að ræða heldur sé þetta sama
veira og hefur breitt úr sér um heim
allan, þ.e. nýja kórónuveiran SARS-
CoV-2. Það sé réttara að tala um nýtt
afbrigði af þeirri veiru en nýja teg-
und.
Spurður hvað það þýði og hvort
það geti sagt eitthvað til um að önnur
bylgja faraldurs sé byrjuð segir Már
að eins og er sé um stakt tilvik að
ræða og það gæti farið svo að ekkert
meira yrði úr því.
„Hins vegar ef það fara að koma
upp tilfelli innanlands sem ekki eru
með tengsl að utan og eru með sömu
arfgerð og þetta tiltekna afbrigði þá
væri hægt að draga þá ályktun [um
seinni bylgju] en það er ótímabært að
svo stöddu,“ útskýrir Már.
Tvö ný afbrigði veirunnar á Íslandi
Tvö afbrigði kórónuveirunnar sem ekki hafa áður sést hér á landi greindust um helgina Galli í
skráningu varð til þess að smitberi viðhafði ekki heimkomusmitgát Sex smit greindust í gær
Landspítali/Þorkell Þorkelsson
Veira Már tekur fram að frekar sé um að ræða nýtt afbrigði en nýja veiru.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Til skoðunar er að sameina dýra-
eftirlit hjá Reykjavíkurborg. Það er
meindýraeyðingu, eftirlit með kött-
um og hundum og búfé, að sögn Ár-
nýjar Sigurðardóttur, framkvæmda-
stjóra Heilbrigðiseftirlits Reykja-
víkur.
„Þetta heyrir allt undir heilbrigð-
isnefnd borgarinnar,“ segir Árný.
Hún segir að t.d. meindýraeyðar
starfi í umboði heilbrigðisnefndar
líkt og hundaeftirlitsmenn og búfjár-
eftirlitsmenn. Markmiðið er að hag-
ræða og auka skilvirkni með því að
geta samnýtt starfsfólk. Árný nefnir
t.d. að meindýraeyðar séu vanir því
að umgangast dýr. Verði af þessum
áformum verður hægt að kalla þá til
aðstoðar vegna eftirlits með hund-
um, köttum eða búfé ef þörf krefur.
Hún segir að nú þurfi Heilbrigðis-
eftirlitið að vera með tvo hunda-
eftirlitsmenn svo a.m.k. einn sé til
taks ef hinn forfallast.
Óánægðir hundaeigendur
Félag ábyrgra hundaeigenda for-
dæmdi nýlega „vinnubrögð og metn-
aðarleysi Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur“ á facebooksíðu sinni.
Það var vegna þess að hvorugur
hundaeftirlitsmannanna var til taks
þegar þurfti að handsama hund.
Árný segir að annar tveggja
hundaeftirlitsmannanna sé í veik-
indaleyfi og hinn hafi farið í sum-
arleyfi. Ráðinn var afleysingamaður
í hundaeftirlitið. „Til að bæta gráu
ofan á svart þá er að nafninu til feng-
inn meindýraeyðir til að sinna
hundaeftirliti í fjarveru beggja
hundaeftirlitsmannanna,“ sagði Fé-
lag ábyrgra hundaeigenda og þótti
það „verulega kaldar kveðjur“.
Árný segir að sá sem leysir nú af
sem dýraeftirlitsmaður hafi leyfi til
starfa sem meindýraeyðir. Mestu
máli skipti í þessu sambandi að hann
sé mjög vanur hundum og öðrum
dýrum og kunni að umgangast þau.
„Það krefst ekki neinnar sérstakr-
ar menntunar að vera hundaeftirlits-
maður en þeir sem við það starfa
þurfa að kunna að fara með dýr. Það
kann þessi maður og hann nýtur
fulls trausts okkar til þessara
starfa,“ segir Árný.
Sameining dýraeftirlitsins
Reykjavíkurborg skoðar það að hagræða með því að mein-
dýraeyðar og eftirlitsmenn með hundum og búfé starfi saman
Reykholtshátíð var haldin í 24. sinn um helgina.
Hátíðin hófst með tónleikum á föstudagskvöldi
og henni lauk með síðdegistónleikum á sunnu-
degi að lokinni hátíðarmessu og kirkjukaffi á
kirkjudegi, þegar minnst var vígslu kirkjunnar á
Ólafsmessu á sumri.
Meðal flytjenda voru feðgarnir Kristinn Sig-
mundsson og Jóhann Kristinsson, sem sungu
saman í fyrsta skipti opinberlega.
Ljósmyndari/Guðni Páll Sæmundsson
Feðgarnir Kristinn Sigmundsson og Jóhann Kristinsson fluttu meðal annars þýska ljóðatónlist og Grannmetislög Þórarins Eldjárns og Hauks Tómassonar.
Sungu saman opinberlega í fyrsta sinn
Maður sem braust inn í Odda, hús
Háskóla Íslands, í þrígang er nú
kominn aftur á bak við lás og slá.
Fljótlega beindist grunur að þessum
manni og náðist hann á fimmtudag-
inn var. Hann gekkst við innbrotun-
um við yfirheyrslur hjá lögreglunni.
Daginn eftir var maðurinn úrskurð-
aður í fangelsi og í framhaldi af því
hóf hann að afplána eftirstöðvar
fyrri dóms.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni fékk maðurinn reynslu-
lausn hinn 16. júlí og braust fyrst inn
í Odda daginn eftir. Hann endurtók
svo leikinn tvisvar sinnum. Maður-
inn braut upp margar skrifstofur í
húsinu og virðist aðallega hafa sóst
eftir fartölvum. Ekki hafði tekist að
endurheimta mikið af þýfinu í gær,
að sögn lögreglunnar.
Margir starfsmenn í Odda eru í
sumarfríum og fengust þær upplýs-
ingar frá Háskóla Íslands að ef til vill
komi ekki í ljós hve miklu var stolið
fyrr en fólk snýr aftur til vinnu.
Komið var að þjófnum við iðju sína
á þriðjudag í síðustu viku en hann
komst þá undan á hlaupum.
gudni@mbl.is
Oddaþjóf-
ur náðist
Nýsloppinn út
Aftur í afplánun