Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020
Meiriháttar ehf.
er vel tækjum búið alhliða
jarðverktakafyrirtæki
Allar nánari upplýsingar eru á, meiriháttar.is
í síma S:821 3200 eða með tölvupósti í info@meirihattar.is
Við höfum mikla reynslu og erum lausnamiðaðir
þegar kemur að húsgrunnum sama hvort sem er
í auðveldu moldarlagið eða klöpp sem þarf að
fleyga.
Við útvegum einnig allskyns jarðvegsefni.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Undanfarið hafa einn til tveir skjól-
stæðingar leitað daglega á bráða-
móttöku Landspítalans í Fossvogi
eftir slys á rafmagnshlaupahjólum,
svokölluðum skútum. Æ fleiri fara
nú um á slíkum farartækjum og í
sumar hefur orðið sprenging í notk-
un þeirra. „Hvort
sem fólk ferðast í
bíl, hleypur, hjól-
ar eða er í bolta-
leikjum; öllu
fylgja slys. Við á
bráðamóttöku
teljum samt ekki
að slys af völdum
rafknúinna
hlaupahjóla séu
óvenju mörg, mið-
að við hve margir
nota þau. Kannski þvert á móti,“
segir Hjalti Már Björnsson yfir-
læknir í samtali við Morgunblaðið.
Brák og högg
Flest slys sem tengjast notkun
rafmagnsskúta hafa hingað til verið
minniháttar, að sögn Hjalta Más.
Þeir sem skúturnar nota eru yfirleitt
ungt fólk sem hefur til dæmis misst
vald á farartækinu og dottið, ekið á
gangstéttarbrúnir og svo framvegis.
Sumir hafa af þessu brákast á hönd-
um, fengið minniháttar höfuðhögg
og slíkt, þótt í einstaka tilvikum hafi
þurft meiri inngrip lækna.
„Að vera á rafmagnshjóli er til-
tölulega nýr ferðamáti og þá eru
byrjendurnir margir. Ég hvet fólk
því til að fara hægt af stað meðan
það venst hjólunum og lærir hverjar
hætturnar sem þeim fylgja eru. Í
stöku tilvikum hefur á bráðamóttöku
komið fólk sem var á hjólunum undir
áhrifum áfengis, sem á auðvitað ekki
að eiga sér stað,“ segir Hjalti Már,
sem kýs að líta á fjölgun þeirra sem
ferðast á rafmagnsskútum, reiðhjól-
um, fara ferða sinna gangandi og svo
framvegis í stóru samhengi, sam-
félagið sé að breytast. Jákvætt sé al-
mennt að fleiri tileinki sér umhverf-
isvænar samgöngur, í stað þess að
nota einkabílinn með mengun og
hættum sem honum fylgja. Raunar
hafi verið algengt fyrr á árum að 20-
30 manns hafi látist í umferðarslys-
um á Íslandi á ári hverju en með fjöl-
þættum aðgerðum og vitundarvakn-
ingu sé það nú liðin tíð. Álag á
bráðamóttökuna vegna slysa á veg-
um úti í sumar sé sömuleiðis minna
en mörg undanfarin ár og komi þar
einkum til að mun færri erlendir
ferðamenn séu á landinu en verið
hefur.
Fólk hreyfi sig meira
Á vef Samgöngustofu er fjallað
ítarlega um ýmis öryggisatriði er
lúta að rafskútum, en þær eru hann-
aðar fyrir sex til 25 metra hraða á
klukkustund. Óheimilt að breyta
hjólunum svo þau komist hraðar yfir.
Engar tryggingar þarf vegna skút-
anna en eigendur eru hvattir til þess
að leita ráða um ábyrgðartrygging-
ar. Hlaupahjólafólki fjórtán ára og
yngra ber að nota hjálm og eldra fólk
er hvatt til að gera slíkt hið sama,
enda sé hjálmurinn öllum sem raf-
skúturnar nota mikilvægt öryggis-
tæki. Svo virðist raunar sem almenn
vitundarvakning eigi sér nú stað um
öryggi við notkun rafskúta. Má þar
nefna auglýsingu um málefnið sem
Slysavarnafélagið-Landsbjörg birti
á facebook í gær. Fleiri sambærileg
skilaboð úr ýmsum áttum mætti þá
tína til.
„Skútuferðir og hjólreiðar eru
hættulitlar séu þær á afmörkuðum
brautum og vel staðið að hönnun um-
ferðarmannvirkja. Einkabíllinn á
ekki að hafa þann forgang sem tíðk-
ast hefur,“ segir Hjalti Már Björns-
son og að síðustu: „Það sýnir sig líka
í löndum þar sem aðstaða hjólreiða-
fólks er góð, svo sem í Danmörku og
Hollandi, að slysatíðnin er lág. Þá
eru heldur ekki með í jöfnunni heild-
aráhrif vegna hreyfingarleysis
vegna ofnotkunar á bílum, sem kem-
ur fram í offitu, áunninni sykursýki,
stoðkerfisvanda og öðru. Ég er já-
kvæður gagnvart öllu sem leiðir af
sér að fólk hreyfi sig meira og meng-
un af völdum samgangna verði
minni.“
Margir hafa slasast á
rafmagnsskútunum
1-2 leita á bráðamóttöku Landspítala daglega eftir óhöpp á
hlaupahjólum Hættulítið og minni mengun, segir læknir
Morgunblaðið/Hari
Skútari Á siglingu á ferðamáta framtíðar. Rafknúin hlaupahjól þykja henta
vel til dæmis í borgarumferðinni og seljast eins og heitar lummur.
Hjalti Már
Björnsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Stórhýsi í Reykjanesi í Grímsnesi,
1.400 fermetra bygging, hefur staðið
fokhelt í áratugi og ekki er útlit fyrir
að það komist í notkun í bráð. Fram-
kvæmdir við byggingu hússins hóf-
ust árið 1981, en áratug fyrr hafði
Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR)
eignast Reykjanesjörðina, sem er
um 300 hektarar.
Framkvæmdum hætt 1983
Hjá ÍBR stóð til að koma upp al-
hliða æfingaaðstöðu á svæðinu fyrir
aðildarfélög bandalagsins, með
sundlaug, íþróttavöllum og fleiru.
Um þessar ráðagerðir sagði í
Morgunblaðinu árið 1971 að íþrótta-
miðstöð yrði ekki byggð „án jarðhita
til upphitunar á húsum og til sund-
laugar. Tókst ÍBR að festa kaup á
jörðinni“. Sagði í fréttinni að und-
irbúningur og skipulagsvinna á
svæðinu vegna nýrra nota væri þeg-
ar hafin. Framkvæmdir hæfust svo á
næstu árum. Leyfi til þeirra var gef-
ið út árið 1980 og smiðir hófust
handa árið eftir.
Þegar húsið, sem er á þremur
hæðum, hafði verið steypt upp var
hins vegar ljóst að ekki fengist meira
fé til verkefnsins. Runnu áform sem
fyrir lágu því út í sandinn. Fram-
kvæmdum var hætt árið 1983 og þar
við situr enn í dag, 37 árum síðar.
Grunnskóli eða elliheimili
Hópur fólks, meðal annars af
höfuðborgarsvæðinu, keypti Reykja-
nesjörðina árið 1998 og hefur þar
byggt sumarhús og beitt búpeningi á
hagann. Húsið mikla sem fylgdi með
í kaupunum hefur verið aukaatriði.
Þó má geta þess að útigangshross og
sauðfé sem beitt er í Reykjaneslandi
leita í stormviðrum stundum inn í
bygginguna, á jarðhæð þar sem átti
að vera borðtennissalur. Herbergi í
heimavistarstílnum eru á efri hæð-
um og raunar átti að reisa heilt
íþróttahús á staðnum. Af því varð
hins vegar aldrei.
Guðmundur Ingi Leifsson í Kópa-
vogi, fyrrverandi fræðslustjóri, er
einn eigenda Reykjanessins. Hann
segir að í tímans rás hafi komið fram
ýmsar hugmyndir um hvernig megi
nýta bygginguna, sem í fasteigna-
mati er metin á 38,8 milljónir króna.
„Auðvitað kostar heilmikið að full-
gera stórt fokhelt hús. Að gera þetta
að alifuglabúi var ein hugmyndin,
hótelrekstur hefur verið nefndur,
grunnskóli, starfsemi munkaklaust-
urs og friðarsetur á vegum Ástþórs
Magnússonar. Sjálfum hugnast mér
best að þarna verði dvalarheimili
aldraðra; eins konar sveitasetur.
Okkur landeigendum er ekki alveg
sama hvaða starfsemi verður þarna
og viljum við hóflega umferð um
þennan sælureit,“ segir Guðmundur
Ingi og að síðustu:
Dínamítið væri best
„Við kaupin á Reykjanesjörðinni
fyrir um tuttugu árum sögðum við
eigendurnir að tækist ekki að koma
stórbyggingunni í notkun eftir þrjú
til fjögur ár væri dínamítið best. Af
sprengingum hefur enn ekki orðið,
en við skulum sjá hvað setur. En
vissulega er þessi bygging sveipuð
dulúð og þegar þoka liggur yfir land-
inu lýsa þessu sumir sem miðalda-
kastala í mýrinni efst í Grímsnes-
inu.“
Kastalinn verið fokheldur í áratugi
Íþróttasetur í Grímsnesi sem aldrei varð Stórhýsi yfirgefið í mýrinni Hrossin leita í borðtenn-
issalinn Munkaklaustur og friðarsetur Ástþórs Magnússonar meðal hugmynda um nýtingu hússins
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grímsnes Stórbyggingin í Reykjanesi er alllangt frá þjóðvegi og þangað
fara fáir. Ekkert er í hendi um nýtingu hússins, sem er opið fyrir veðri.
„Það hefur verið ánægjulegt að sjá
hversu áhugasamir Íslendingar hafa
verið að heimsækja okkur í sumar.
Hins vegar eru gestir auðvitað mun
færri en við eigum að venjast á þess-
um árstíma,“ segir Helga Árnadóttir,
framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og
vöruþróunarsviðs Bláa lónsins.
Þétt hefur verið bókað í lónið und-
anfarið og Íslendingar hafa verið
duglegir að nýta sér plássin sem er-
lendir ferðamenn taka alla jafna.
Ferðagjöf stjórnvalda hefur verið
mikið nýtt í Bláa lóninu.
„Það fer eftir því hvað þú berð
saman við en jú það er hægt að segja
að fjöldi gesta sé umfram væntingar í
sumar. Það var erfitt að segja ná-
kvæmlega fyrir hvernig sumarið yrði
í ljósi aðstæðna,“ segir Helga.
„Ferðagjöfin virðist hafa fallið vel í
kramið og Íslendingar hafa verið
duglegir að nýta hana hjá okkur eins
og á öðrum ferðamannastöðum,“
bætir hún við.
Líkt og mörg fyrirtæki sem reiða
sig á ferðaþjónustu hefur Bláa lónið
þurft að segja upp starfsmönnum.
164 var sagt upp í marsmánuði og 403
var sagt upp í maí. Óljóst er á þessari
stundu hversu marga verður hægt að
ráða að nýju.
„Við höfum ekki tekið endanlegar
ákvarðanir hvað það varðar,“ segir
Helga. Fyrirtækið rýnir nú í stöðuna.
thor@mbl.is
Þétt bókað í Bláa lónið
en gestir færri en vant er
Fjöldi gesta er umfram væntingar