Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020 Pepsi Max-deild karla KA – KR.................................................... 0:0 Breiðablik – ÍA ......................................... 5:3 Staðan: KR 8 5 2 1 13:7 17 Valur 8 5 1 2 18:7 16 Breiðablik 9 4 2 3 19:15 14 Stjarnan 5 4 1 0 12:4 13 Víkingur R. 8 3 3 2 15:12 12 Fylkir 8 4 0 4 11:12 12 FH 7 3 2 2 13:12 11 ÍA 9 3 1 5 21:21 10 KA 8 1 5 2 6:10 8 HK 8 2 2 4 13:19 8 Grótta 8 1 2 5 8:18 5 Fjölnir 8 0 3 5 7:19 3 Lengjudeild karla Magni – Grindavík.................................... 3:3 Keflavík – Vestri....................................... 4:1 Fram – Þór................................................ 6:1 Víkingur Ó. – Leiknir F ........................... 3:0 Staðan: Keflavík 8 5 2 1 25:10 17 Fram 8 5 2 1 19:11 17 Leiknir R. 7 5 1 1 19:9 16 ÍBV 7 4 3 0 15:8 15 Þór 8 4 1 3 13:13 13 Grindavík 8 2 5 1 16:15 11 Vestri 8 3 2 3 9:12 11 Afturelding 7 3 1 3 18:11 10 Víkingur Ó. 8 3 0 5 9:17 9 Leiknir F. 8 2 1 5 6:15 7 Þróttur R. 7 0 1 6 3:14 1 Magni 8 0 1 7 6:23 1 2. deild karla Fjarðabyggð – Kári.................................. 1:0 Dalvík/Reynir – Njarðvík........................ 1:1 Víðir – Haukar .......................................... 0:2 KF – Selfoss.............................................. 2:1 ÍR – Völsungur ......................................... 5:1 3. deild karla Reynir S. – Sindri ..................................... 7:1 Höttur/Huginn – Álftanes ....................... 3:1 Einherji – Ægir ........................................ 0:1 Augnablik – Tindastóll............................. 3:3 Lengjudeild kvenna Völsungur – Grótta .................................. 1:2 Staðan: Tindastóll 6 5 1 0 16:2 16 Keflavík 6 4 2 0 18:3 14 Grótta 7 4 2 1 8:5 14 Afturelding 6 2 2 2 7:5 8 Haukar 6 2 2 2 8:8 8 Víkingur R. 6 2 1 3 9:11 7 Augnablik 5 2 1 2 6:9 7 ÍA 6 1 3 2 11:10 6 Fjölnir 6 1 0 5 3:16 3 Völsungur 6 0 0 6 2:19 0 2. deild kvenna Grindavík – Sindri .................................... 1:0 Hamrarnir – Álftanes .............................. 0:2 England Everton – Bournemouth......................... 1:3  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton. Burnley – Brighton ................................. 1:2  Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 75 mínúturnar með Burnley. Arsenal – Watford.................................... 3:2 Chelsea – Wolves...................................... 2:0 Crystal Palace – Tottenham.................... 1:1 Leicester – Manchester United .............. 0:2 Manchester City – Norwich .................... 5:0 Newcastle – Liverpool ............................. 1:3 Southampton – Sheffield United ............ 3:1 West Ham – Aston Villa .......................... 1:1 Lokastaðan: Liverpool 38 32 3 3 85:33 99 Manch. City 38 26 3 9 102:35 81 Manch. United 38 18 12 8 66:36 66 Chelsea 38 20 6 12 69:54 66 Leicester 38 18 8 12 67:41 62 Tottenham 38 16 11 11 61:47 59 Wolves 38 15 14 9 51:40 59 Arsenal 38 14 14 10 56:48 56 Sheffield United 38 14 12 12 39:39 54 Burnley 38 15 9 14 43:50 54 Southampton 38 15 7 16 51:60 52 Everton 38 13 10 15 44:56 49 Newcastle 38 11 11 16 38:58 44 Crystal Palace 38 11 10 17 31:50 43 Brighton 38 9 14 15 39:54 41 West Ham 38 10 9 19 49:62 39 Aston Villa 38 9 8 21 41:67 35 Bournemouth 38 9 7 22 40:65 34 Watford 38 8 10 20 36:64 34 Norwich 38 5 6 27 26:75 21 Tyrkland Yeni Malatyaspor – Gaziantep............... 0:1  Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn með Yeni sem féll með þessum ósigri. Noregur Odd – Aalesund........................................ 2:3  Hólmbert Aron Friðjónsson og Daníel Leó Grétarsson léku allan leikinn með Aalesund en Davíð Kristján Ólafsson fékk rauða spjaldið á 21. mínútu. Bodö/Glimt – Molde ................................ 3:1  Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Sandefjord – Mjöndalen ......................... 1:0  Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson léku allan leikinn með Sandefjord. Vålerenga – Strömsgodset..................... 2:0  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn með Vålerenga.  Manchester United og Chelsea fylgja Liverpool og Manchester City í Meistaradeild Evrópu á komandi vetri. Þetta réðst í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær þegar United og Chelsea tryggðu sér þriðja og fjórða sætið með 2:0 sigrum á Leicester og Wolves. Bruno Fernandes og Jesse Ling- ard skoruðu fyrir United í útisigr- inum gegn Leicester, sem þar með sat eftir í fimmta sæti eftir að hafa verið með meistaradeildarsæti í höndunum allt tímabilið.  Chelsea lagði Wolves með mörkum frá Mason Mount og Olivier Giroud. Þar með duttu Úlfarnir nið- ur í sjöunda sætið og verða að treysta á sigur Chelsea í bikar- úrslitaleiknum gegn Arsenal til að þeir fái Evrópudeildarsæti.  Tottenham náði hins vegar sjötta sæti og keppnisrétti í Evr- ópudeildinni með 1:1-jafntefli gegn Crystal Palace í London. Harry Kane kom Tottenham yfir en Jeff- rey Schlupp jafnaði fyrir Palace.  Virgil van Dijk, Divock Origi og Sadio Mané skoruðu fyrir Liverpool sem náði 99 stigum með 3:1-útisigri á Newcastle.  Aston Villa náði stigi gegn West Ham í London, 1:1, og þar með dugði ekki Bournemouth að vinna góðan útisigur, 3:1, á Gylfa Þór Sig- urðssyni og félögum í Everton. Eftir fimm ár í hópi þeirra bestu er Bournemouth því fallið ásamt Wat- ford, sem tapaði fyrir Arsenal, 3:2, og Norwich, sem var löngu fallið.  Kevin De Bruyne skoraði tvö mörk og lagði eitt upp fyrir Man- chester City í 5:0-sigri á Norwich. Þar með skoraði City meira en 100 mörk í annað sinn á þremur árum. vs@mbl.is Leicester sat eft- ir með sárt enni  Man.Utd og Chelsea í Meistaradeild AFP Sigur Jesse Lingard skorar seinna mark Manchester United gegn Leicester City og gulltryggir liðinu þriðja sætið í úrvalsdeildinni 2019-20. Elvar Már Friðriksson hefur fyrst- ur íslenskra körfuknattleiksmanna samið við félagslið í Litháen. Siauli- ai, frá samnefndri, fjórðu stærstu borg landsins, tilkynnti á laugar- daginn að Elvar væri orðinn leik- maður þess. Þar mun Elvar leika undir stjórn Antanas Sireika sem hefur verið sigursæll sem landsliðs- þjálfari Litháens, sem varð m.a. Evrópumeistari undir hans stjórn árið 2003. Elvar varð sænskur meistari með Borås á síðasta tíma- bili en hefur leikið með Njarðvík lengst af ferlinum. Elvar fyrstur til liðs í Litháen Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Litháen Elvar Már Friðriksson er á leiðinni á nýjar slóðir. Juventus varð í gærkvöld ítalskur meistari í knattspyrnu níunda árið í röð og í 36. skiptið samtals með því að sigra Sampdoria, 2:0, í 36. um- ferð ítölsku A-deildarinnar. Cristi- ano Ronaldo skoraði í uppbótar- tíma fyrri hálfleiks og Federico Bernardeschi bætti við marki um miðjan síðari hálfleik. Ronaldo hefði getað bætt við marki á 89. mínútu þegar hann tók vítaspyrnu en hann skaut í þverslána. Juventus er með sjö stiga forystu þegar tveimur umferðum er ólokið, er með 83 stig gegn 76 hjá Inter. Níundi titill Juventus í röð AFP Níu Juventus hefur einokað ítalska meistaratitilinn frá árinu 2012. FRJÁLSAR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í 94. skipti um helgina. Keppt var á Þórsvelli á Akureyri. Átti mótið upprunalega að fara fram í Kópavogi en var fært þar sem Kópavogsvöllur var ekki klár í tæka tíð. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi í 100 og 200 metra hlaupum, varð fjór- faldur Íslandsmeistari. Kom hún fyrst í mark í 100 og 200 metra hlaupum og þá var hún hluti af 4x100 og 4x400 metra boðhlaups- sveitum ÍR sem báru sigur úr být- um. Guðbjörg var nokkuð frá Ís- landsmetum sínum, en hún var sátt við árangurinn miðað við aðstæður, en nokkuð kalt var á Akureyri um helgina. Stífnar upp í þessum kulda „Miðað við veður og aðstæður er þetta mjög fínt. Það var mjög kalt, undir tíu gráðum, og í flestum lönd- um er ekki æft og hvað þá keppt nema það sé að minnsta kosti 15 gráðu hiti. Við Íslendingar skerum okkur svolítið út hvað varðar að keppa úti á stuttbuxum og í toppi í hvaða veðri sem er. Þetta er mjög góð braut og mjög gaman að keppa á Akureyri en maður stífnar svolítið upp í þessum kulda. Þegar það er hiti er maður mýkri og þarf að hafa minna fyrir hlutunum,“ sagði Guð- björg í samtali við Morgunblaðið. Það hafði ekki mikil áhrif á undir- búninginn að mótið var fært með stuttum fyrirvara. „Það eina var að maður þurfti að redda gistingu með stuttum fyrirvara, en það redduðu þessu allir. Það er alltaf gaman að fara eitthvað annað að keppa,“ sagði Guðbjörg. Var hún á meðal keppenda á meistaramóti 15-22 ára í Kaplakrika um síðustu helgi. Kom upp kór- ónuveirusmit á mótinu og viður- kennir fremsti spretthlaupari Ís- lands að það hafi verið óþægilegt. „Ég er stressuð þegar kemur að Covid og þetta hefur mikil áhrif á fólk. Ég var persónulega ekki ná- lægt þessum einstaklingi sem smit- aðist og það var alls ekki honum að kenna að smitast. Ég reyni eins og ég get að fara varlega, því í frjálsum getur verið nálægð. Fólk notar sömu áhöld, en það var tekið mjög vel á þessu um helgina og sprittað vel á milli öll áhöld og brautir.“ Vill keppa á Norðurlöndunum Guðbjörg getur lítið keppt erlend- is á árinu vegna kórónuveirunnar, en hún vill ólm komast út á næstu mánuðum. „Ég vil komast á danska eða norska meistaramótið sem er í ágúst og september. Ég og þjálf- arinn erum að vinna í því. Ég er ekki að fara til Svíþjóðar þar sem hafa verið mörg smit. Maður reynir að bjarga sér eitthvað því ég vil fara í hitann að keppa. Það er mjög erfitt að hlaupa í þessum kulda. Ég finn að ég er í góðu formi og ég vil nýta það,“ sagði Guðbjörg Jóna. Íslandsmet Guðbjargar í 100 metra hlaupi er 11,56 sekúndur en hún hljóp á 11,70 sekúndum á laug- ardag. Metið í 200 metra hlaupi er 23,45 sekúndur og hljóp Guðbjörg á 24,04 sekúndum í gær. Var hún því nokkuð frá báðum Íslandsmetum. Fleiri Íslandsmethafar náðu í gullverðlaun um helgina; Vigdís Jónsdóttir kastaði 60,82 metra í sleggjukasti og setti mótsmet í leið- inni. Hilmar Örn Jónsson gerði slíkt hið sama er hann kastaði 73,84 metra. Hafdís Sigurðardóttir vann langstökk með 6,25 metra stökki. Þá kom Íslandsmethafinn Kolbeinn Höður Gunnarsson fyrstur í mark í 200 metra hlaupi er hann hljóp á 21,57 sekúndum. Vann hann einnig 100 metra hlaup á 10,68 sekúndum. Vil nýta mér góða formið  Guðbjörg Jóna fjórfaldur Íslandsmeistari  Ætlar sér að keppa í Noregi eða Danmörku  Mótsmetin féllu í sleggjukasti  Kuldi gerði keppendum erfitt fyrir Morgunblaðið/Eggert Tvöfalt ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í bæði 100 og 200 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands á Akureyri um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.