Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 32
Svissneska dagblaðið Le Temps hefur birt lista sinn yfir 30 bestu evrópsku glæpasögurnar sem komið hafa út á frönsku á síðastliðnum 40 árum og eru bækur tveggja íslenskra höfunda á listanum, Mýrin eftir Arnald Ind- riðason í þýðingu Erics Bourys og Búrið eftir Lilju Sig- urðardóttur í þýðingu Jean-Christophes Salaüns. Með- al annarra höfunda á listanum eru Ruth Rendell, Colin Dexter, Fred Vargas, Jo Nesbø, Pierre Lemaitre, Henn- ing Mankell og Stieg Larsson. Arnaldur og Lilja eru, eins og sjá má, í góðum félagsskap. Arnaldur og Lilja á lista yfir 30 bestu glæpasögur síðustu 40 ára Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ætlun mín er að spila á öllum golf- völlum landsins og á síðustu vikum hef ég færst óðum nær því tak- marki,“ segir Haukur Örn Birgis- son, forseti Golfsambands Íslands. Tólf daga hringferð með fjölskyld- unni notaði hann til að reyna sig á nokkrum völlum sem hann átti eftir. Alls eru golfvellirnir á Íslandi 66 og eftir ferðalagið á Haukur Örn tutt- ugu velli eftir og vonast til að spila á þeim flestum seinna á sumrinu. „Þegar lagt var af stað sagði ég fjölskyldunni að ég þyrfti svigrúm fyrir íþróttina og því sýndu konan mín og börnin góðan skilning. Fyrst tók ég golfvöllinn í Vík, þar sem ég spilaði raunar hring fyrir 20 árum. En svo komu vellirnir sem eru nýir í bókinni hjá mér; Höfn í Hornafirði, Neskaupstaður, Ekkjufell á Fljóts- dalshéraði, Ásbyrgi í Kelduhverfi, Katlavöllur á Húsavík og Siglufjarð- arvöllur,“ segir Haukur. Falleg umgjörð vallanna „Vissulega eru stóru vellirnir hér á höfuðborgarsvæðinu betur útbúnir með allri þeirri glæsilegu aðstöðu sem þeim fylgir. Á litlum völlum úti á landi hefur samt víða tekist að gera ótrúlega flotta aðstöðu með sjálf- boðavinnu fólks í golfklúbbunum. Margir vallanna hafa fallega um- gjörð í stórbrotinni náttúru, svo sem á Hornafirði þar sem Vatnajökull í allri sinni dýrð blasir við frá braut- unum. Hönnun vallarins á Húsavík er sömuleiðis mjög eftirtektarverð og sumar holurnar þar verða mér minnisstæðar. Þá hefur vel tekist til á Siglufirði á velli sem var fullgerður fyrir tveimur árum, af klúbbi sem er 50 ára um þessar mundir og afmæl- ismót var haldið um síðustu helgi,“ segir Haukur Örn. Skráðir félagar í golfklúbbum landsins eru í dag rúmlega 17 þús- und og hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Þó telur Hauk- ur Örn nærri láta að aðeins um helmingur þeirra sem leggja stund á sportið sé skráður í klúbba; efalítið séu iðkendur nú um 35 þúsund, sum sé um tíund landsmanna. Leiknum hringjum á völlum landsins fari líka fjölgandi. Leikurinn verður betri „Flestir eru í golfinu ánægjunnar vegna. Betri árangur og lægri for- gjöf eru bónus. En á góðu sumri þegar fólk getur verið mikið á vell- inum segir það sig sjálft að leikurinn verður betri. Íslenskt atvinnufólk í greininni eru sterkar fyrirmyndir og hvetjandi,“ segir Haukur Örn, sem hefur nær alfarið verið á Íslandi í sumar, aðstæðna vegna. Sem forseti Evrópska golfsambandsins reiknar hann þó með ferðalögum víða um álf- una á næstunni, þegar mótaraðir hefjast að nýju, en þær hafa verið stopp síðan í vor vegna Covid. Ljósmynd/Hari-Golfsamband Íslands Fjölskyldusport Haukur Örn á golfvellinum í Vík í Mýrdal með börnunum sínum, Stefáni Inga og Ragnhildi Ylfu. Spilar golf um land allt  Forseti á faraldsfæti  Tíund þjóðarinnar er í sportinu Ljósmynd/Hari-GSÍ Golf Betri árangur og lægri forgjöf eru bónus, segir Haukur Ingi. STAN model 3035 L 170 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- L 206 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 70 Verð 369.000,- L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,- GOLF model 2945 L 216 cm Áklæði ct. 70 Verð 259.000,- L 216 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 70 Verð 449.000,- L 202 cm Leður ct. 25 Verð 669.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 209. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Breiðablik komst upp í þriðja sætið í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gærkvöld með sigri á Skagamönnum í markaleik á Kópavogsvelli, 5:3. Þetta var fyrsti sigur Blika í sex leikjum en ÍA tapaði þriðja leik sínum í röð. Á Akureyri slapp KR með skrekkinn þegar Beitir Ólafs- son, markvörður Íslandsmeistaranna, varði vítaspyrnu á lokamínútunum í markalausu jafntefli gegn KA. »27 Blikar þriðju og Beitir bjargaði KR ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.