Morgunblaðið - 27.07.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2020
www.gilbert.is
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Upp úr slitnaði í nýjustu lotu til-
rauna samningamanna Breta og
Evrópusambandsins (ESB) til að
komast að samningum um viðskipta-
mál og fleira eftir útgöngu Breta úr
ESB. Sögðu þeir skjótfengna samn-
inga ekki fyrir hendi en létu í ljós
vonir um að saman gengi á næstu
mánuðum.
Boris Johnson, forsætisráðherra
Breta, hafði lofað að rjúfa kyrrstöð-
una þegar hann tók sjálfur þátt í við-
ræðunum í síðasta mánuði. Markmið
hans þá var að ná samkomulagi um
viðræðurammann fyrir júlílok en
með því hefði hann getað sannfært
breskt viðskiptalíf um að það þyrfti
ekki að búa sig undir samningslausa
burtför úr ESB er aðlögunartíma út-
göngunnar lýkur.
Aðalsamningamennirnir segja nú
að það geti ekki orðið að veruleika
vegna grundvallarágreinings í stór-
málum eins og fiskveiðum og sann-
gjörnum samkeppnisreglum. „Því
miður er það nú ljóst að samkomulag
um gagnkvæman skilning á forsend-
um samninga tekst ekki fyrir júlí-
lok,“ sagði David Frost, aðalsamn-
ingamaður Breta, í yfirlýsingu eftir
viðræðurnar í London fyrradag.
Hann sagði ESB skorta skilning á
efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði
Breta. Lýsti hann hyldýpinu milli
samninganefndanna í nokkrum lið-
um sem „umtalsverðu“.
Taka nýja stefnu
Evrópskur starfsbróðir Frosts,
Michel Barnier, gagnrýndi bresk
yfirvöld fyrir að neita að gefa nokkuð
eftir af kröfum sínum, sem þeir kalla
„rauð strik“. „Með því að vilja ekkert
skuldbinda sig varðandi forsendur
opinnar og sanngjarnrar samkeppni
og gagnkvæmra fiskveiðisamninga
gera Bretar að verkum að á þessum
tímapunkti eru viðskiptasamningar
ólíklegir,“ sagði Barnier við blaða-
menn.
Háttsettur breskur embættismað-
ur sagði að samningsaðilarnir
myndu á óformlegum fundi í London
í þessari viku reyna að ná samkomu-
lagi um hvernig endanlegir samning-
ar gætu litið út. Gaf hann til kynna
að líklegra væri nú að gerður yrði
einn allsherjarsamningur í stað
margra afmarkaðri samninga. Hann
sagði að vænta mætti viðræðna um
„mynstur“ samningsins um miðjan
ágúst og farið yrði nánar ofan í efnis-
atriðin fram eftir september.
Breskir fjölmiðlar sögðu að bresk-
ir embættismenn litu á leiðtogafund
ESB 15. til 16. október nk. sem síð-
asta tækifærið til að landa samningi
sem hægt yrði að staðfesta á Evr-
ópuþinginu fyrir áramót.
„Enn nóg um að ræða“
Eftir tæplega hálfrar aldar veru í
sambandinu yfirgáfu Bretar ESB
31. janúar sl. á grundvelli þjóðar-
atkvæðis árið 2016. Það var persónu-
legur sigur Johnsons, eins af leiðtog-
um útgöngumanna, er honum tókst
að koma í gegnum breska þingið
skilnaðarsamningi sem forvera hans,
Theresu May, mistókst.
Bretar eru bundnir lögum og
reglum ESB til 31. desember og
vænst er að þá taki við nýr samn-
ingur um framtíðarsamskiptin við
ESB sem er stærsti markaður fyrir
breskar afurðir. Johnson hafnaði því
í síðasta mánuði að framlengja aðild-
artímabilið vegna pólitískra afleið-
inga sem það gæti haft. Bretar segja
að aukinn viðræðutími muni ekki
leysa grundvallarágreining um
hvernig þeir og ESB líta samband
sitt til framtíðar.
Ráðamenn hjá ESB í Brussel
segja að nálægð Bretlands og fyrri
aðild geri að verkum að yfirvöld í
London verði að fylgja betur en önn-
ur ríki stöðlum og reglum ESB vilji
Bretar fá opinn aðgang að mörkuð-
um ESB. Þessu hafna bresk stjórn-
völd og segjast einungis fara fram á
sömu meðhöndlun og ESB hefur
veitt öðrum sjálfstæðum ríkjum í
viðskiptasamningum.
Mistakist að brúa þetta bil mun af-
leiðingin verða að teknar verði upp
lágmarkskröfur Heimsviðskipta-
stofnunarinnar (WTO). Það leiddi til
hærri tolla og þungbærra kvaða á
fyrirtæki sem stofnað gætu viðskipt-
um í hættu og minnkað tiltrú fjár-
festa á Bretlandi.
Hvað sem því líður gefa ráðamenn
í Brussel og London ekki upp vonina.
„Framvinda viðræðnanna er ósvikin.
Það er nóg á borðunum í viðræðun-
um til að halda samtalinu áfram,“
sagði háttsettur fulltrúi bresku
stjórnarinnar.
Samningar taka nýja stefnu
Vegna kyrrstöðu og þráteflis er búist við að viðræður Breta og ESB færist nú
inn á nýjar brautir Grundvallarágreiningur í stórum málum er hamlandi
AFP
ESB-maður Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, með grímu á leið á blaðamannafund í kjölfar viðræðna.
Hann gagnrýndi bresk yfirvöld fyrir að neita að gefa nokkuð eftir af kröfum sínum, sem þeir kalla „rauð strik“.
Kvikmyndahús í höfuðborg Kína,
Peking, voru opnuð nú fyrir helgi.
Nýjar myndir voru á dagskránni, en
kvikmyndahús landsins hafa eitt af
öðru verið opnuð síðustu daga. Slíkt
er þó takmörkunum háð enda mjög
stífar sóttvarnareglur í gildi í landinu.
Að því er segir í umfjöllun kínverskra
miðla um málið má einungis selja í
þriðjung sætanna, en tryggt er að auð
sæti séu milli allra gesta. Þá hefur
áhorfendum verið gert skylt að bera
grímu meðan á sýningu stendur.
Í höfuðborginni eru 262 kvik-
myndahús og voru flest þeirra opnuð
nú fyrir helgi. Meðal bíómynda sem
standa til boða í framangreindum
kvikmyndahúsum eru Hollywood-
myndirnar Dolittle og Bloodshot. Þó
verða kvikmyndahús á svæðum, þar
sem enn eru einhver smit, áfram lok-
uð.
Kínversk kvikmyndahús hafa verið
lokuð frá því í upphafi árs. Var það
hluti af hörðum aðgerðum stjórn-
valda þar í landi til að sporna við út-
breiðslu kórónuveirunnar. Nú þegar
árangur hefur náðst í baráttunni hef-
ur verið slakað umtalsvert á takmörk-
unum. aronthordur@mbl.is
AFP
Kvikmyndahús Gestir kínverskra kvikmyndahúsa eru skyldugir til að bera
grímu. Kvikmyndahús í Kína hafa verið opnuð eitt af öðru á síðustu dögum.
Kvikmyndahús í
Peking opnuð á ný
Grímuskylda meðan á sýningu stendur
Nýtt Norður-
skautshaf er að
koma í ljós með
auknum þör-
ungabláma og
stærri sjávar-
öldum. Þetta og
fleira minnir
meira á Atlants-
hafið og Kyrra-
hafið, að því er
fram kemur í
nokkrum nýjum og nýlegum rann-
sóknum.
Skellið skuldinni á – eða þakkið
– bráðnun hafíss, ekki síst á jað-
arsvæðum Norðuríshafsins, og
hlýnun sem jaðarsvæðin ýta norð-
ur á bóginn, segja rannsóknirnar.
„Í mörgu tilliti sýnist Norður-
íshafið eins og nýtt úthaf,“ segir
Igor Polyakov, haffræðingur við
háskólann í Fairbanks í Alaska.
Hann fór fyrir samstarfshópi vís-
indamanna frá háskóla hans,
finnsku veðurfræðistofnuninni og
fjölda annarra stofnana í Banda-
ríkjunum, Kanada, Noregi, Svíþjóð
og Rússlandi.
Í tímaritinu Frontiers in Marine
Science er skýrt frá greiningu á
gögnum 37 ár aftur í tímann um
vistkerfisbreytingar á norður-
slóðum á því tímabili, svo sem hita-
breytingar, breytingar á efna-
samsetningu og lífríkinu. Voru
breytingarnar drifnar áfram af sjó
frá svæðum þar sem norðlægir og
suðlægir hafstraumar mætast.
Á Evrópuhlið norðurskauts-
svæðisins, þar sem streymir inn
hlýrri sjór úr Barentshafi og
Kyrrahafi, er blöndun ferskvatns
og saltvatns meiri og hefur hún
leitt til aukinnar líffræðilegrar
framleiðni í sjónum. Ameríku- og
Asíumegin gætir áhrifa Berings-
sunds og Chukchihaf en þar hefur
ferskvatn aukist við ísbráðnun og
árrennsli. Hvílir það ofan á eðlis-
þyngri saltari sjó sem dregur úr
sjávarblöndun en það gæti leitt til
minni framleiðni þeim megin í haf-
inu.
Líkjast
meira syðri
höfum
Bráðnun hafíss
Ís Hvítabjörn og
bráðnandi ís.