Morgunblaðið - 29.07.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 29.07.2020, Síða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020 ✝ Sólrún BrynjaGuðbjarts- dóttir fæddist á Akranesi 5. maí 1964. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 17. júlí 2020 eftir harða bar- áttu við krabba- mein. Foreldrar henn- ar eru Guðbjartur Steinar Knaran Karlsson, f. 31. júlí 1939, d. 13. október 1992, og Sigurborg Jenný Kristbjörnsdóttir, f. 2. febrúar 1941. Systkini Sólrúnar eru Hrafnhildur Birna, f. 2.3. 1960, Karl Rúnar, f. 20.12. 1962, d. 19.4. 2007, Björk Unnur, f. 17.11. 1965, og Magnús, f. 2.4. 1973. Sólrún var gift Friðriki niewska, f. 22.10. 1981. Börn: Oliwia Barbara, f. 2009, og Gabríel Freyr, f. 2017. 3) Guð- bjartur Brynjar, f. 21.7. 1997. Sólrún bjó fyrstu þrjú ár ævinnar á Eyri á Arnarstapa en fluttist þá á bæinn Syðri- Knarrartungu í Breiðuvík á Snæfellsnesi þar sem hún ólst upp ásamt systkinum sínum. Sólrún stundaði nám við Laugargerðisskóla og einnig við Menntaskólann í Kópavogi og Fjölbrautaskólann á Akra- nesi. Sólrún æfði blak í Grundar- firði og var handavinna henni mjög hugleikin. Sólrún starfaði við ýmis störf frá unglingsaldri en lengst af starfaði hún í Lands- bankanum í Grundarfirði, síð- ar Snæfellsbæ. Sólrún tók þátt í sauðburði og smala- mennskum á bænum Kneri í Breiðuvík, næsta bæ við æsku- heimili hennar, bænum sem faðir hennar ólst upp á. Útför Sólrúnar fer fram frá Búðakirkju á Snæfellsnesi í dag, 29. júlí 2020, í kyrrþey. Tryggvasyni, f. 12. ágúst 1960. Þau kynntust árið 1980 og fetuðu líf- ið saman alla tíð síðan. Þau hófu að búa í Grundarfirði árið 1984 og sett- ust svo þar að árið 1992 eftir að hafa búið nokkur ár á höfuðborgar- svæðinu. Árið 1995 fluttu þau síðan í sitt eig- ið hús sem þau byggðu saman frá grunni. Sólrún og Friðrik eignuðust þrjú börn saman: 1) Kristín Lilja, f. 27.9. 1985. Maki: Einar Þór Jóhannsson, f. 23.2. 1979. Börn: Alexander Orri, f. 2012, Sólveig Björt, f. 2014, og Heiðrún Elva, f. 2018. 2) Atli Freyr, f. 17.7. 1987. Maki: Marta Wisz- Elsku Solla mín. Káta stúlkan sem heillaði mig á hestamannamóti og síðar í klúbbnum er gengin á vit for- feðra sinna. Konan í lífi mínu til fjörutíu ára, alið mér börnin, haldið utan um uppeldi þeirra, búið okkur heimili með miklum myndarskap sem erfitt var að jafna. Sveitastúlkan sem hvergi ann sér betur en í fjárhúsinu í sauð- burði, uppi á fjalli að eltast við rollur og jagast í þeim í réttun- um. Kappsama íþróttakonan sem elskaði blak, sá félagsskapur var mikilvægur og gefandi. Þegar komið var heim af æfingum mátti heyra á atferli þínu hvernig gekk. Þannig þurfti stundum að líða svolítil stund áður en spurt var hvernig gekk. Þetta var þitt kapp. Faðir þinn var kletturinn í lífi þínu og það var mikið áfall að missa hann, enginn fyllti það skarð. Þungbær andi í vinnunni reyndi mikið á og svo krabba- meinið, tilgangslaust og ósann- gjarnt. Minning mín um þig er dug- mikil kona sem stóð sína vakt ábyrgðarfull og nákvæm. Margar góðar stundir áttum við sem ylja manni um hjartarætur. Takk fyrir allt. Friðrik. Elsku mamma mín. Það er þungt að þurfa að setj- ast niður og skrifa minningarorð um þig. Það er ekki mikil sann- girni í því að þú hafir þurft að kveðja þennan heim, nýorðin 56 ára. Þú sem varst loksins farin að setja sjálfa þig í fyrsta sæti. En þá gerðist það. Fjórða stigs, ólæknandi krabbamein. Aldrei nokkurn tímann hafði mig grun- að að þú gætir verið með krabba- mein, mein sem hafði þó líklega verið að grassera í mörg ár. Þú stóðst þig eins og hetja í þessari þriggja ára baráttu sem við tók. Við vorum lánsöm í fyrstu að lyfin virkuðu og þú áttir með okkur ágæt rúm tvö ár. En svo gerðist það sem við óttuðumst alltaf. Meinið stökkbreyttist og eftir hvert áfallið á fætur öðru kvaddir þú þennan heim. Þú ætl- aðir þér að sigra þennan fjanda og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana enda varst þú með ein- dæmum dugleg, þrjósk, með mik- ið keppnisskap og algjört hörku- tól. Þið pabbi sköpuðuð okkur systkinunum gott og áhyggju- laust líf. Okkur skorti aldrei neitt. Þú sinntir heimilinu af mik- illi elju, vildir hafa allt hreint og snyrtilegt. Og það mikilvægasta, maturinn átti heima í eldhúsinu. Ég man eftir því að hafa fylgst með þér keyra heim úr vinnunni þegar ég var barn og drifið mig í því að þrífa öll ummerki af mat í stofunni hjá sjónvarpinu. En þú tókst eflaust alltaf eftir því enda sást þú óhreinindi á öðru stigi en við hin. Þrátt fyrir að hafa sinnt heim- ilinu af mikilli elju var það ekki það skemmtilegasta sem þú gerð- ir. Þú elskaðir sveitina þína, að taka þátt í sauðburði og smala- mennsku, það var þitt uppáhald. Blakið átti líka hug þinn allan þegar þú byrjaðir í því. Ég vildi að þú hefðir fengið meiri tíma fyrir þig í þessu lífi. Þú hefðir svo sannarlega blómstrað enn meira. Þú varst glöð og kát, vel liðin. Góð og hjartahlý. Vildir öllum í kringum þig það besta. Elskaðir handavinnuna, að prjóna eða sauma og við vorum svo heppin að fá að njóta góðs af því. Nýjar peysur; sokkar og vettlingar á haustin eins og þú fékkst alltaf frá Rúnu ömmu þinni á Knör. Ég elskaði að nota fötin frá þér á börnin mín. Elskaði að getað sagt með stolti að þú hefðir prjónað fötin þegar ókunnugt fólk hrósaði klæðnaði barnanna. Besta ákvörðun sem við Einar höfum tekið var að flytja vestur á sínum tíma. Við vissum það ekki þá. En þessi síðustu sex ár eru svo ótrúlega dýrmæt núna. Fyrir okkur Einar og börnin okkar þrjú. Takk elsku mamma fyrir að hafa fætt mig í þennan heim og gefið mér líf. Klætt mig og komið mér á legg. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig. Takk fyrir að hafa gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Takk fyrir að elska mig skilyrðis- laust alla tíð. Ég á eftir að sakna þín alla daga, alltaf. Að sjá þig. Heyra röddina þína. Senda þér skilaboð. Hringja í þig. Fara í göngutúr með þér. Sitja við hliðina á þér í sófanum á Fellasneiðinni og hlusta á glamrið í prjónunum þín- um. Að faðma þig og segja þér að ég elska þig. Missirinn er okkur mikill. Lífið verður ekki samt á ný. Hvíldu í friði, elsku fallega mamma mín. Ég elska þig. Kristín Lilja. Takk elsku Solla fyrir allar okkar yndislegu stundir í gegn- um lífið. Það er sárt að sakna og framtíðin verður öðruvísi án þín, en við munum ylja okkur við minningarnar og deila þeim með Friðriki, börnunum þínum og litlu stubbunum. Góða ferð elsku Solla í blóma- brekkurnar þar sem þú munt una þér í sólinni með litlu lömbunum í sveitinni þinni sem var þér svo kær. Hvíldu í friði, Guð geymi þig. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sigurður Jónsson) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Með söknuði við kveðjum. Mamma, Birna, Unnur, Magnús og fjölskyldur. Elsku Solla. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hér. Sárt að kveðja og sætta sig við að tími þinn varð ekki lengri. En hlýjar minningar sefa. Minningar um Sollu frænku sem ég fann svo sterkt að vildi mér alltaf svo vel. Ég man hvað ég var stolt stóra frænka þegar börnin þín komu í heiminn og verð ævinlega þakk- lát fyrir ótal samverustundir og samheldni fjölskyldunnar í Grundarfirði þegar ég var að alast upp. Þegar ég svo eignaðist mín börn leyndi sér ekki um- hyggja þín í okkar garð. Ég man sérstaklega eftir því þegar þú heimsóttir mig á meðgöngudeild- ina fyrir 17 árum, mér þótti svo vænt um þá heimsókn. Þá eru ótaldar allar fallegu handprjón- uðu flíkurnar sem þú gerðir handa okkur af svo mikilli vand- virkni og skilaboðin um að við mættum fá lánaðan bústaðinn, hjólhýsið eða hvað sem okkur vantaði. Takk fyrir velvildina elsku Solla. Við minnumst þín öll með þakklæti og hlýju. Glæsilegu konunnar sem elskaði að klæð- ast litríkum og fallegum fötum og hafa fínt í kringum sig en um leið náttúrubarninu sem undi sér hvergi betur en í gúmmístíg- vélunum í sveitinni. Góða ferð í sumarlandið þar sem afi og Kalli munu taka á móti þér. Elsku fjölskylda, okkar inni- legustu samúðar- og kærleik- skveðjur. Steinunn Jenny og fjölskylda. Elsku Solla. Ég minnist þess þegar ég sá þig fyrst, duglega unga dökk- hærða stúlku sem var mætt í réttirnar á Brimilsvöllum ásamt fjölskyldunni, til að sækja kind- urnar ykkar sem höfðu komið af fjalli. Fljótlega upp úr því áttu leiðir okkar eftir að liggja saman þegar þið Friðrik heitbundust hvort öðru. Sveitin átti alla tíð sinn stað í brjósti þínu og sá strengur slitnaði aldrei. Ég minnist breiða brossins, glettn- innar, fallega handverksins, vandvirkninnar og dugnaðarins sem alla tíð fylgdi þér. Í dag, þegar þú ert lögð til hinstu hvílu í sveitinni þinni hjartfólgnu, kveð ég þig elsku vina með tæru þakklæti fyrir að hafa fengið að vera þér samferða í lífinu. Hvíl í friði elsku Solla, minning þín lif- ir með okkur. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Friðrik minn, Brynjar, Kristín, Atli og fjölskyldur, elsku Gógó og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Svanborg. Sólrún Brynja Guðbjartsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma. Þú varst svo góð við okk- ur. Prjónaðir mikið fyrir okkur. Bakaðir góða snúða. Það var svo gott að koma í heimsókn og fá að vera hjá þér. Við elskum þig og sökn- um þín svo mikið. Alexander Orri, Sól- veig Björt og Heiðrún Elva. Skagafirði og lokaði þannig hringnum í föðurætt. Að leiðar- lokum þakka ég Ásdísi Eddu, frænku minni, fallega nærveru og einlægni og mun ætíð minn- ast hennar með virðingu og ást. Ég sendi einlægar samúðar- kveðjur til Andrésar, Ásgeirs, Elísabetar, Gunnars og fjöl- skyldna og til systra hennar og fjölskyldna. Þórunn Erla Sighvats. Að baki þess er býr við hjartarætur er besta myndin geymd í hugans innum. Á kveðjustund hún vekur allt sem ómar frá áratuga samvistum og kynnum. Hún lætur hugann hefja ferð til baka og hillir uppi sumardaga langa vinarþel og brosleg tilsvör birtir er bregður glettni á augu og fölan vanga. Þín mynd er skýr frá mörgum gleðifundum. Þó mæddi stundum á í lífsins hrinum er þökk og virðing það sem eftir stendur hjá þínum gömlu tryggu aldavinum. Á kveðjustundu bænir fram við berum og biðjum þess í dagsins hugarróti að þar sem Drottinn skærast lýsa lætur leiðir þínar beri að vinamóti. (Sigurður Hansen) Ég horfi út um eldhúsglugg- ann og yfir í Tungu og það skell- ur á mér að nú eigi ég ekki eftir að hringja framar í mína kæru vinkonu til að spjalla um allt og ekki neitt. Kannski til að fá ein- hverja uppskrift eða stinga upp á því hvort við ættum ekki að taka smá rúnt yfir í Ríp til að heimsækja hana Hebbu vinkonu okkar. Við Ásdís erum búnar að vera vinkonur frá því að hún kom í Tungu sem kaupakona og ég einnig sem kaupakona í Veðramót. En báðar féllum við kylliflatar fyrir ungu mönnunum á bæjun- um og fljótt breyttust nöfnin kaupakonur í eiginkonur og hef- ur svo verið síðan þá. Svo komu börnin til sögunnar og var Ásdís mín að eignast sitt fyrsta barn þegar ég var að eignast mitt síð- asta. En margt höfum við vin- konurnar brallað saman í gegn- um tíðina. Gerðum t.d. skemmtiatriði á þorrablóti hreppsins árið 1992 að ég held, þar sem við dönsuðum í ansi skrautlegum búningum undir laginu „Við erum tvær úr Tung- unum“ og svo endurfluttum við þetta skemmtiatriði í janúar síð- astliðnum fyrir þorrablót hreppsins en þá á myndbands- upptöku sem síðan var sýnt á stóru tjaldi á þorrablótinu. Við vinkonurnar létum ekkert stoppa okkur þegar við vorum yngri og virkar í að sækja þorra- blótin. Einu sinni þurftum við að komast í hárgreiðslu niður á Sauðárkrók og vegurinn ófær vegna snjóa. En þá kom mín vin- kona bara á vélsleða til að sækja mig og svo var brunað niður á Krók og í hárgreiðslu og svo aft- ur heim og hárgreiðslan hagg- aðist ekki. Árlegu blómaferðirn- ar okkar á Laugamýri til að kaupa blóm á leiði ástvina okkar og til að hafa heima á pallinum eru nú liðnar og verður þeirra sárt saknað. Svona gæti ég endalaust hald- ið áfram með minningar mínar um okkar góðu vináttu. En nú er komið að kveðjustund, og vil ég þakka Ásdísi minni hennar ein- stöku vináttu með ljóði eftir Sig- urð Hansen: Á kveðjustund er þungt um tungutak og tilfinning vill ráða hugans ferðum. Því kærum vini er sárt að sjá bak og sættir bjóða Drottins vilja og gjörðum. En Guðs er líka gleði og ævintýr og góð hver stund er minningarnar geyma. Farðu vel, þér fylgir hugur hlýr á ferð um ljóssins stig, og þagnarheima. Elsku Andrés og fjölskylda. Við fjölskyldan á Veðramóti vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Anna María Hafsteinsdóttir (Maja á Veðramóti). Elsku Ásdís mín, ég var bara lítill drengur þegar við kynnt- umst í Tungu fyrir mörgum ár- um en þú tókst mér opnum örm- um og við urðum strax góðir vinir. Við áttum margar góðar stundir saman og þar var alltaf bjart í kringum þig og mikil gleði. Þið Andrés fellduð hugi saman og eignuðust yndislega fjölskyldu sem ég fékk að vera hluti af. Ég bjó erlendis í mörg ár með fjölskyldu minni og við vorum alltaf velkomin inn á heimilið ykkar. Í hvert skipti sem við hittumst var eins og við hefðum hist í gær því nærvera þín og þinna var hlý og góð. Ég á margar ljúfar minningar um þig, Ásdís mín, og sakna þín nú þegar afskaplega mikið. Oft varst þú með útvarpið í gangi þegar við vorum að vinna í súr- heysgryfjunni og Villi Vill var í miklu uppáhaldi hjá þér. Mig langar því að kveðja þig með nokkrum línum eftir hann. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Elsku Andrés og fjölskylda, við Hjördís sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór Grétar Gestsson. Ástkæra og ævilanga vinkona mín Ásdís Edda Ásgeirsdóttir varð bráðkvödd á Landspítalan- um föstudaginn 17. júlí 2020. Við vorum bara smá peð þegar við kynntumst. Á þeim árum streymdi unga fólkið m.a. vestur á Seltjarnarnes, byggði sér ból og settist þar að. Kornungir for- eldrar okkar tóku þátt í nýja ævintýrinu sitt hvoru megin við Melabrautina. Fyrstu minningar mínar af Eddu minni voru að þar fór einstaklega ljúf og glaðleg skotta með sína dökku dansandi lokka og sitt bjarta og breiða bros. Hverfið óx upp inni í miðri náttúrunni og iðaði af kátum og frískum krökkum allt frá Val- húsahæðinni og niður að fjöru. Edda gekk í Mýrarhúsaskóla. Hún var dugleg að læra og ann- álaður lestrarhestur. Henni þótti vænt um skólann sinn. Edda var líka virk í félagslífinu þar. Við drógumst fljótt hvor að annarri. Eitt áhugamála okkar var söng- urinn. Okkur fannst ekki leiðin- legt þegar fleiri krakkar bættust í hópinn og alls staðar, t.d. heima, á skólagöngunum, á skólalóðinni, í strætó, á röltinu í miðbænum þá tókum við lagið. Að sjálfsögðu sungum m.a. með öllum nýjustu smellunum í Lög- um unga fólksins. Stutt er síðan við Edda rifjuðum upp, okkur til mikillar kátínu, þegar við stöll- urnar; ég, hún, Begga og Alla Vilhjálms, stigum á svið, tólf til þrettán ára gamlar, á einni af skemmtunum skólans og sung- um nokkur vel valin lög. Við elskuðum falleg föt og vorum fastagestir m.a. hjá Eddu saumakonu á Miðbrautinni en kíktum líka í Karnabæ og Faco. Sextán ára og sjálfráða ákváðum við að fara tvær saman í fyrstu utanlandsferð okkar, í þrjár vik- ur, til Englands og Spánar. Á sameiginlegum fundi með mæðr- um okkar var okkur sagt að skemmta okkur skynsamlega, en umfram allt að fara gætilega. Alla tíð síðan hugsuðum við með stolti um það traust sem okkur var sýnt og tækifærinu sem okk- ur var gefið. Edda var framsýn og hafði fjárfest í fyrsta bílnum sínum áður en hún tók við öku- skírteininu sautján ára gömul. Stærsta gæfusporið sem Ásdís Edda steig, rétt rúmlega tvítug, var þegar hún flutti alfarin norð- ur í Tungu í Skagafirði og giftist unga bóndasyninum þar, öðling- num og skörungnum honum Andrési Helgasyni. Betri eigin- mann gat hún ekki eignast. Samheldu hjónin bjuggu mynd- arlegu fjárbúi með yndislegu börnum sínum þremur, sem ól- ust upp á ástríku heimilinu, ásamt foreldrum og bróður Andrésar. Edda var mjög gefin fyrir hesta og fylgdist vel með í hrossaræktinni sem hún lagði stund á sér til yndis og ánægju. Edda elskaði fjölskylduna sína og vini skilyrðislaust sem end- urgalt í sömu mynt. Ömmuhlut- verkið fór henni líka vel og þar blómstraði ástin á báða bóga. Allir sem þekktu Eddu vissu að hún var tryggur og traustur vinur. Því miður glímdi hún við heilsuleysi sem ágerðist með ár- unum. Ég sé það nú hversu þakklát ég er fyrir að hún treysti sér með mér og gömlu vinunum á Mýró-árgangamótið sem haldið var æskuslóðunum rétt fyrir Covid-19. Sú stund er nú ómetanleg með öllu. Ég minnist hennar nú sem fallegr- ar og hjartkærrar ævilangrar vinkonu sem elskaði lífið. Í stuttu máli var hún húmoristi, pólitísk, tæknisinnuð og nýjun- gaglöð, þ.e. alltaf til í að prófa og tileinka sér nýjustu straum- ana. Allt samferðarfólk hennar, ættingjar og vinir á nú um sárt að binda. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Hvíldu í friði, elsku Edda mín. Þín Valgerður Anna Þórisdóttir (Lóa). Meira: mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.