Morgunblaðið - 29.07.2020, Side 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020
www.flugger.is
Facade Beton er
gæðamálning
fyrir stein
50 ára Signý er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Breiðholti en býr í Graf-
arvogi. Hún er við-
skiptafræðingur að
mennt frá HÍ og er fjár-
málastjóri Mennta-
skólans við Hamrahlíð.
Maki: Páll Gunnar Pálsson, f. 1967, for-
stjóri Samkeppniseftirlitsins.
Börn: Oliver, f. 1990, Arnór, f. 1997, Böðv-
ar Bragi, f. 2003, og Helga Signý, f. 2006.
Stjúpsonur er Sigurður Páll, f. 1992.
Barnabarn er Mikael Freyr Oliversson, f.
2018.
Foreldrar: Gerður Jensdóttir, f. 1948, fv.
tækniteiknari hjá Landsvirkjun, bús. í
Reykjavík, og Böðvar Baldursson, f. 1948,
d. 2006, verslunarstjóri hjá Brimborg.
Signý Marta
Böðvarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú fer að rofa til og þú sérð árang-
ur erfiðis þíns eins og þú átt skilið. Gefðu
þér tíma til að rækta sjálfan þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Á næstu vikum muntu hafa mikla
þörf fyrir að ferðast og víkka sjóndeildar-
hring þinn. Vertu sjálfum þér samkvæmur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú leggur grunninn að vinskap
núna og hann reynist traustur. Hafðu það í
huga og gættu þess að halda einkalífinu
og vinnunni aðskildum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Skemmtanaiðnaðurinn laðar og
lokkar, en þar sem annars staðar er hóf
best á hverjum hlut. Ef þú sleppir helm-
ingnum næstu viku nærðu miklu betra
jafnvægi, líkamlegu og andlegu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ekki hægt að velta hlutunum
endalaust fyrir sér. Hafðu það að leiðar-
ljósi að sannleikurinn er alltaf sagna
bestur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Notaðu orkuna til að ferðast. Alls
kyns tengsl úr fortíðinni koma líklega upp
á yfirborðið á næstu vikum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Reyndu að skipuleggja þig betur og
þá ekki síður starfsumhverfi þitt. Að vita
að maður getur gengið frá borðinu hve-
nær sem er gefur manni rosalegt vogarafl.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ef þú hefur verið að bíða eftir
tækifæri áttar þig þú kannski á því að
þannig virkar það ekki. Góður undirbún-
ingur tryggir farsæla framkvæmd.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert hamingjusamur og vilt
láta gott af þér leiða. Treystu lærdómsferl-
inu. Mundu að annað fólk er jafn metn-
aðargjarnt og kappsfullt í starfi og þú.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert menningarlega sinnaður
þessa dagana og skalt skoða hvað er í
boði og njóta þess sem best þú getur.
Sýndu þroska og leggðu þitt til lausnar
málanna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur margt að sýsla í fé-
lagslífinu sem blómstrar þessa dagana.
Ekki setja markið of hátt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér er nauðsyn að finna tíma fyrir
sjálfan þig. Ekki reyna að neyða ráða-
gerðum þínum upp á aðra, leyfðu hlut-
unum að ráðast.
tóku björgunarsveitirnar við. „Skáta-
hreyfingin hefur verið stór hluti af
mínu lífi og hef ég verið svo lánsamur
að fá að taka þátt í mörgum stórum
verkefnum fyrir hreyfinguna. Þar
má nefna tvö alþjóðleg skátamót
RoverWay 2009 og World Scout
Moot 2017, auk þess að hafa setið í
landsmótsstjórn fyrir Bandalag ís-
stofunni. Verkís hefur unnið að verk-
efnum víða um heim og hef ég tekið
þátt í mörgum slíkum verkefnum.
Þetta hefur veitt mér innsýn inn í
viðmið annarra þjóða og mismunandi
nálganir á viðfangsefnum.“
Davíð er núna forstöðumaður
brunamála hjá Húsnæðis- og mann-
virkjastofnun (HMS) en stofnunin
varð til við sameiningu Íbúðalána-
sjóðs og Mannvirkjastofnunar
(MVS) um síðustu áramót, en hann
hóf störf þar í byrjun árs 2018. „Í dag
stend ég á tímamótum þar sem ég
mun láta af störfum hjá HMS og fara
aftur í verkfræðigeirann sem ég
þekki auðvitað afar vel. Eitt af því
skemmtilegasta í starfinu hefur verið
vinna með hinum Norðurlöndunum
að samstarfsverkefnum auk sam-
starfs við slökkviliðin í landinu og
aðra hagsmunaaðila sem vinna að
brunavörnum. En það erfiðasta er að
horfa upp á skelfilegar afleiðingar
eldsvoða, sem því miður er hluti af
okkar veruleika.
Ávallt skáti
Áhugi Davíðs á félagsmálum
kviknaði í skátahreyfingunni og svo
D
avíð Sigurður Snorrason
er fæddur 29. júlí 1980
á Akureyri og ólst þar
upp til fullorðinsára er
hann flutti til Reykja-
víkur og hóf háskólanám. „Akureyri
er alltaf minn heimabær þó ég hafi
búið nánast jafn lengi í Reykjavík og
mér finnst ég alltaf þurfa að taka það
fram að ég sé frá Akureyri þegar ég
er spurður um búsetu.
Æskuárin á Akureyri voru góð þar
sem ég ólst upp í foreldrahúsum á
brekkunni ásamt tveimur systrum.
Ég byrjaði fljótlega í skátunum og er
enn viðriðinn skátahreyfinguna tæp-
um 30 árum síðar. Í skátunum kynnt-
ist ég mörgum af mínum bestu vinum
sem enn í dag halda góðu sambandi.“
Nám og starfsferill
Davíð gekk í Barnaskóla Akureyr-
ar og svo í Gagnfræðaskóla Akureyr-
ar. Hann lærði húsasmíði og samhliða
lauk hann stúdentsprófi af raun-
greinadeild í Verkmenntaskólanum á
Akureyri 2001. Hann lauk svo sveins-
prófi í húsasmíði sumarið eftir fyrsta
veturinn í verkfræðideildinni í Há-
skóla Íslands eftir að tilsettri starfs-
reynslu hjá Byggingafélaginu Hyrnu
hafði verið náð. Hann lauk B.Sc. námi
í byggingarverkfræði árið 2005 og
meistaraprófi (MEng) í byggingar-
og brunaverkfræði frá Edinborgar-
háskóla vorið 2007. „Á þessum tíma
var mikið um að vera í brunadeildinni
í Edinborgarháskóla og margar
áhugaverðar rannsóknir í gangi sem
ég er þakklátur fyrir að hafa geta
verið þátttakandi í. Að námi loknu
stóð mér til boða áframhaldandi nám
við skólann sem ég afþakkaði enda
mikill þrýstingur að flytja aftur heim
til Íslands og taka þátt í góðærinu
sem þar ríkti.“
Eftir heimkomuna hóf Davíð störf
á Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd-
sen en hann hafði verið sumarstarfs-
maður þar 2003 og síðan unnið þar í
eitt ár áður en hann hélt í framhalds-
nám. Verkfræðistofan varð síðan að
Verkís verkfræðiskrifstofu 2008 en
þar leiddi Davíð starf í brunahönnun
á byggingarsviði. „Ég er afskaplega
þakklátur því góða fólki sem ég vann
með og lærði af öll árin sem ég vann á
lenskra skáta. Ég sat í mótsstjórn og
stýrði tæknimálum á fimmtánda
World Scout Moot sem haldið var á
Íslandi 2017, mótið er eitt af stærstu
afrekum íslenskrar skátahreyfingar
en um 5 þúsund þátttakendur voru á
mótinu víðsvegar að úr heiminum og
tókst mótið afar vel. Undirbúning-
urinn tók rúmlega þrjú ár. En efa-
semdir voru hjá alþjóða hreyfingunni
(WOSM) um að Ísland gæti haldið
slíkt mót sökum smæðar en allir voru
dregnir á flot og með samstilltu átaki
tókst verkefnið. Í dag styð ég son
minn í skátunum og sit í stjórn
Skátafélagsins Seguls í Seljahverfi.“
Davíð er núna formaður safnaðar-
ráðs Fríkirkjusafnaðarins í Reykja-
vík. „Fríkirkjan í Reykjavík stendur
fyrir mikilvæg gildi og hefur alltaf
gert, sem er m.a. frelsi, viðsýni og
umburðarlyndi. Þessi gildi eru jafn
mikilvæg nú og fyrir 120 árum þegar
söfnuðurinn var stofnaður. En
skemmst er að minnast afmælis-
hátíðar sem haldin var í nóvember í
fyrra. Ég var fyrst fenginn til starfa
fyrir kirkjuna þegar vantaði þekk-
ingu á byggingarmálum inn í stjórn-
ina en að lokum var ég kosinn for-
Davíð Sigurður Snorrason, byggingar- og brunaöryggisverkfræðingur – 40 ára
Fjölskyldan Davíð, Eva og börn eru dugleg að ferðast um landið og fara í fjallgöngur og eru hér við Keili.
Snýr aftur í verkfræðigeirann
Afmælisbarnið Davíð.
40 ára Hjörtur er frá
Þverá í Blönduhlíð í
Skagafirði en býr í
Þverholti í Landsveit í
Rangárvallasýslu.
Hann er tamninga-
maður að mennt frá
Háskólanum á Hólum
og vinnur við tamningar og þjálfun og er
með eigin ræktun.
Maki: Elín Hrönn Sigurðardóttir, f. 1987,
rekur ásamt manni sínum tamningastöð
og ferðaþjónustu í Þverholti, Guesthouse
Elín.
Börn: Lisbeth Viðja, f. 2008, Sigrún Ýr, f.
2014, og Sæmundur Ingi, f. 2020.
Foreldrar: Magnús Stefánsson, f. 1944,
og Amalía Sigrún Guðmundsdóttir, f.
1951, fyrrverandi bændur á Þverá.
Hjörtur Ingi
Magnússon
Til hamingju með daginn
Þverholt í Landsveit Sæmundur Ingi
Hjartarson fæddist 16. febrúar 2020.
Hann vó 3.678 g og var 50 cm langur.
Foreldrar hans eru Hjörtur Ingi
Magnússon og Elín Hrönn Sigurðar-
dóttir.
Nýr borgari