Morgunblaðið - 29.07.2020, Side 23

Morgunblaðið - 29.07.2020, Side 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020 Birkir Valur Jónsson hefur vænt- anlega leikið sinn síðasta leik fyrir HK í bili á Íslandsmótinu í knatt- spyrnu því hann er farinn til Slóv- akíu. Birkir verður lánaður til Spartak Trnava sem leikur í efstu deild í Slóvakíu. Fótbolti.net segir lánssamninginn vera nánast frá- genginn og segir hann vera sex mánaða samning. Spartak Trnava fái í framhaldinu forkaupsrétt á leikmanninum sem er 22 ára gamall og hefur leikið yfir 100 leiki fyrir HK og lék auk þess með yngri landsliðum Íslands. Birkir lánaður til Slóvakíu Morgunblaðið/Sigurður Slóvakía Ný ævintýri bíða Birkis Vals Jónssonar. Tveir lykilleikmenn karlaliðs Breiðabliks verða ekki með liðinu gegn Stjörnunni næstkomandi þriðjudag en aganefnd KSÍ kom saman í gær. Sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen og varnarmað- urinn Damir Muminovic verða ekki með gegn Stjörnunni vegna fjög- urra áminninga. Daði Ólafsson úr Fylki, Guðmundur Þór Júlíusson úr HK og Valgeir Lunddal Friðriksson úr Val fengu einnig bann vegna fjögurra áminninga. Ingibergur Kort Sigurðsson hjá Fjölni fékk eins leiks bann vegna brottvísunar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vítaskytta Blikinn Thomas Mikk- elsen er mjög marksækinn. Lykilmenn Blika í leikbanni ÞÓR/KA – KR 2:1 0:1 Lára Kristín Pedersen 53. 1:1 Margrét Árnadóttir 56. 2:1 Arna Sif Ásgrímsdóttir 77. M Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA) Lára Einarsdóttir (Þór/KA) Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Ana Victoria Cate (KR) Alma Mathiesen (KR) Lára Kristín Pedersen (KR) Thelma Lóa Hermannsdóttir (KR) Dómari: Sveinn Arnarsson – 8. Áhorfendur: 289. ÍBV – SELFOSS 3:2 0:1 Tiffany McCarty 3. 0:2 Dagný Brynjarsdóttir 23. 1:2 Olga Sevcova 50. 2:2 Kristjana Sigurz. 85. 3:2 Miyah Watford 90. MM Olga Secova (ÍBV) M Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Hanna Kallmaier (ÍBV) Fatma Kara (ÍBV) Kristjana R. Sigurz (ÍBV) Miyah Watford (ÍBV) Anna Björk Kristjánsdóttir (Selfossi) Karítas Tómasdóttir (Selfossi) Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi) Dómari: Elías Ingi Árnason – 6. Áhorfendur: 223. STJARNAN – ÞRÓTTUR R. 5:5 0:1 Sóley María Steinarsdóttir 13. 0:2 Laura Hughes 16. 1:2 Jana Sól Valdimarsdóttir 28. 1:3 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 40. 2:3 Arna Dís Arnþórsdóttir 43. 2:4 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 45. 3:4 Jasmín Erla Ingadóttir 58. 3:5 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 75. 4:5 Gyða Kristín Gunnarsdóttir 83. 5:5 Gyða Kristín Gunnarsdóttir 88. MM Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þrótti) M Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni) María Sól Jakobsdóttir (Stjörnunni) Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni) Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjörnunni) Gyða Kristín Gunnarsd. (Stjörnunni) Laura Hughes (Þrótti) Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti) Stephanie Ribeiro (Þrótti) Sóley María Steinarsdóttir (Þrótti) Dómari: Helgi Ólafsson – 7 Áhorfendur: 321.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. FÓTBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Ekki verður sagt að úrslitin hafi ver- ið fyrirsjáanleg í Pepsí Max-deild kvenna í knattspyrnu. Þrír leikir fóru fram í gær þegar 8. umferð hófst en umferðinni lýkur í kvöld. Í Vest- mannaeyjum urðu óvænt úrslit þeg- ar ÍBV skellti liði Selfoss 3:2. Í Garðabænum sáust óvenjulegar töl- ur þegar Stjarnan og Þróttur gerðu 5:5-jafntefli. KR náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á FH þegar liðið heimsótti Þór/KA og vann Þór/KA 2:1. Ekki dugði það Selfyssingum til sigurs að ná 2:0-forskoti í Vest- mannaeyjum í gær en sú staða var komin upp eftir aðeins 23 mínútur. Í síðari hálfleik skoraði ÍBV þrívegis og tvö mörk komu á síðustu fimm mínútunum. Þessi þrjú óvæntu stig eru mikil- væg fyrir ÍBV sem er 6. sæti með níu stig en þrjú lið eru tveimur stigum á eftir, Þróttur, Stjarnan og KR. Sel- fyssingar fóru ekki leynt með þegar mótið var að hefjast að bikar- meistararnir höfðu augun á efstu sætunum í deildinni í sumar eftir að hafa fengið landsliðskonur til liðs við sig. Liðið hefur hins vegar ekki náð stöðugleika og er nú átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks og hefur Selfoss leikið leik meira. „Eyjakonur voru að vinna sinn annan leik í röð og eru þessir tveir sigrar gríðarlega mikilvægir í bar- áttu þeirra í neðri hluta deildarinnar. Það var hins vegar ekki sjón að sjá leik Selfoss eftir að liðið komst í 2:0, það virtist eins og leikmenn liðsins hættu bara eftir 25 mínútna leik. Náðu ekki að skapa sér neitt af viti og var sóknarleikur liðsins ansi bit- laus og var varnarlína ÍBV með Hönnu fyrir framan sig ekki í neinum vandræðum með að stöðva upphlaup Selfoss í þau fáu skipti sem þær komu í álitlegar stöður,“ skrifaði Arnar Gauti Grettisson meðal annars í umfjöllun um leikinn á mbl.is. Hann hrósaði sérstaklega Olgu Secovu, leikmanni ÍBV, sem hann gaf MM fyrir frammistöðu sína. „Olga Secova var hreint út sagt frábær í leiknum, hún skoraði fyrsta markið og lagði upp seinni tvö og stjórnaði sóknar- leik liðsins með góðum árangri.“ Tíu marka jafntefli Leikmenn Stjörnunnar og Þróttar áttuðu sig á mikilvægi þeirra stiga sem í boði voru í Garðabænum og sóttu stíft. Úr varð kannski hálfgerð martröð varnarmanna og markvarða því leiknum lauk 5:5. Fyrir vikið eru liðin bæði með sjö stig eins og áður segir. Stjarnan og Þróttur höfðu hvor um sig skorað níu mörk í fyrstu sjö leikjunum en bættu hressilega úr því í gær. Vonbrigðin eru væntanlega nokk- ur hjá Þrótturum eftir að hafa komist í 3:1, 4:2 og 5:3. Gyða Kristín Gunn- arsdóttir reyndist hins vegar Garðbæingum frábærlega á loka- kafla leiksins því hún skoraði síðustu tvö mörk leiksins á 83. og 88. mínútu. Hún var ekki sett inn á fyrr en á 77. mínútu og nýtti því tímann afar vel. Jóhann Ingi Hafþórsson segir í umfjöllun sinni á mbl.is að lið Stjörn- unnar hafi spilað betur í leiknum. „Stjörnukonur voru hins vegar lík- legar til að skora í hvert skipti sem þær sóttu og pressuðu nýliðana stíft. Heimakonur voru afar klaufskar að landa ekki stigunum þremur og gera sér erfitt fyrir með að fá á sig mörk sem þær hefðu átt að geta komið í veg fyrir.“ Nýliðar Þróttar hafa bitið hressi- lega frá sér í sumar og fastar en margir gerðu ráð fyrir. Liðið hefur aðeins tapað þremur leikjum en hef- ur gert fjögur jafntefli í fjórum af átta leikjum. Tvívegis hefur liðið fengið á sig jöfnunarmark seint í leik og spurning hvort það eigi eftir að koma sér illa þegar upp verður stað- ið. Fékk ekki að taka víti „Já, það voru klaufaleg mistök hjá mér. Dómarinn gaf mér gult spjald og sendi mig af velli til að taka úr mér eyrnalokkana. Ég var náttúr- lega ekki ánægð með sjálfa mig að hafa gleymt að taka þá úr mér. Þó vil ég meina að þetta hafi verið skrifað í skýin því ég ætlaði að skjóta í hornið sem markmaðurinn fór í. Arna Sif þurfti að taka vítið fyrir mig og skaut í hitt hornið. Við getum alveg þakkað dómaranum fyrir að hafa gripið í taumana,“ sagði Margrét Árnadóttir í samtali við mbl.is í gær en hún setti mikinn svip á leik Þórs/KA og KR. Hún kom inn á sem varamaður hjá Þór/KA, skoraði jöfnunarmarkið og fékk víti sem Arna Sif skoraði sig- urmarkið úr. Eins og hún nefndi við Einar Sig- tryggsson, blaðamann mbl.is, þá hefði hún tekið vítið. Þór/KA er í ágætum málum í deildinni með 10 stig eins og Selfoss í 4.-5. sæti. Akur- eyringar mega sjálfsagt vel við una því miklar breytingar urðu á leik- mannahópi liðsins. Eyjakonur sneru erfiðri stöðu í sigur Ljósmynd/Sigfús Úthlaup Kaylan Marckese, markvörður Selfyssinga, lætur finna fyrir sér.  Óvæntur sigur ÍBV gegn Selfossi  Markaregn í Garðabænum Ljósmynd/Þórir Tryggvason Barningur Berglind Baldursdóttir Þór/KA í návígi í gær.  Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hún kinn- beinsbrotnaði á æfingu með Selfossi í vikunni. Staðfesti hún tíðindin í samtali við Vísi í gærkvöldi.  Knattspyrnumaðurinn Viktor Jónsson varð að fara meiddur af velli um leið og hann hafði skorað þriðja mark ÍA í 5:3-tapi gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli um helgina og er nú ljóst að framherjinn mun missa af næstu leikjum Skagamanna. Viktor hefur skorað fimm deildarmörk í síð- ustu sex leikjum. Hann fór í röntgen- myndatöku og kom í ljós að ökklinn er ekki brotinn en engu að síður verður Viktor frá í einhvern tíma eftir því sem Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, tjáði Vísi.  Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Litháann Antanas Udras um að leika með liðinu næsta vetur en Feykir greindi frá þessu. Udras er reyndur leikmaður sem getur bæði spilað sem miðherji og framherji. Hann er 28 ára gamall og varð meistari í heimalandinu með Suduva árið 2017. Undanfarin tvö tímabil hefur hann spilað í efstu deild.  Handknattleiksdeild ÍBV og mark- vörðurinn Björn Viðar Björnsson hafa komist að samkomulagi um nýj- an samning sem gildir út komandi leiktíð. Björn Viðar hefur leikið með ÍBV síðustu tvö tímabil, en hann tók fram skóna að nýju fyrir tímabilið 2018/19 þegar ÍBV var í miklum markvarðarvandamálum. Varði hann mark ÍBV á síðustu leiktíð ásamt Bosníumanninum Petar Jokanovic, en hann gerði sömuleiðis nýjan samning við ÍBV á dögunum.  Körfuknattleiksdeild Þór á Ak- ureyri hefur tilkynnt að framherjinn Rowell Graham-Bell hafi samið við félagið út komandi leiktíð. Graham- Bell hefur leikið á Spáni síðustu ár. Graham-Bell er Breti en lék með Val- ladolid frá 2016 til 2018 og svo Al- mansa síðustu tvö ár í B- og C- deildum Spánar. Skoraði hann 10 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð í B-deildinni.  Mariano, framherji Real Madrid á Spáni, hefur greinst með kórónuveir- una aðeins tíu dögum áður en liðið á að mæta Manchester City í Meist- aradeild Evrópu.  Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var valinn þjálfari ársins af samtökum þjálfara á Englandi fyrir að hafa stýrt liðinu til sigurs í deild- arkeppninni í fyrsta sinn í 30 ár. Klopp og lærisveinar hans eru nú Englandsmeistarar og enn Evr- ópumeistarar síðan í fyrra. Fékk Þjóðverjinn Sir Alex Ferguson-bikarinn, sem nefndur er í höfuðuð á Skot- anum sem vann til fjölmargra af- reka sem stjóri Manchester United, í verð- laun. Var það sir Alex sjálfur sem kynnti sig- urvegarann á Sky Sports á mánudags- kvöldið. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.