Morgunblaðið - 29.07.2020, Síða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
©2019 Disney/Pixar
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
S P LÚNKUNÝ OG STÓRSKEMMT I L EG
RÓMANT Í SK GAMANMYND.
KAT I E HOLMES JOSH LUCAS
Sýnd með
íslensku tali
HEIMSFRUMSÝNING!
Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe in aðalhlutverki.
»Þótt lítið sé um ljósmyndir af fjöldasamkomum
þessa dagana í veitu AFP má þó finna margar
forvitnilegar og menningartengdar. Dansinn dunar
enn og menn sprikla á torgum í gervi Elvis Presley
til að stytta fólki stundir og slá heimsmet um leið.
Menningin er frjó og fjölbreytt víða um lönd þrátt fyrir Covid-19
AFP
Tilnefningar Aðalleikarar og höfundur þáttaraðarinnar Succession stilltu sér upp 5. janúar sl.
þegar þáttaröðin hlaut fern Golden Globe-verðlaun. Í gær voru tilnefningar til Emmy-verð-
launanna tilkynntar og er Succession meðal tilnefndra þáttaraða í dramaflokki.
Varðveisla Veggmyndin „Sjómennirnir“ eftir Pablo Picasso og norska lista-
manninn Carl Nesja var fjarlægð í fyrradag af byggingu sem skemmdist í
hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik 22. júlí 2011. Verkið verður varð-
veitt en byggingin verður jöfnuð við jörðu.
Heimsmet Norska Elvis-eftirherman Kjell Henning Bjørnstad, eða Kjell
Elvis eins og hann er kallaður, sló heimsmet um helgina þegar hann flutti
Elvis-lög á torgi í Ósló í 50 klukkustundir. Geri aðrir betur!
Átök Litháísku
sópransöngkon-
urnar Ausrine
Stundyte og
Asmik Grigori-
an gáfu sig allar
í flutning óper-
unnar Elektru
eftir R. Strauss
á generalprufu í
Salzburg í Aust-
urríki í fyrra-
dag. Óperan
verður flutt á
Salzburgar-
hátíðinni sem
hefst 1. ágúst og
stendur út mán-
uðinn.
Óvissa Leikkonan Yifei Liu á frumsýningu Mulan í mars
síðastliðnum. Nú hefur framleiðandi kvikmyndarinnar,
Disney, tilkynnt að óvíst sé hvenær almennar sýningar
hefjist á henni og frestað frumsýningu fleiri mynda.
Enska söng-
konan Denise
Johnson, þekkt-
ust fyrir söng
sinn á plötu
Primal Scream,
Screamadelica
frá árinu 1991,
er látin, aðeins
56 ára að aldri.
Ekki hefur enn
verið greint frá orsök andlátsins.
Johnson söng einnig á plötunni
Don’t Fight It, Feel It og kom
fram á tónleikum með hljómsveit-
inni á árunum 1990 til 1995. Hún
söng einnig með síðpönksveitinni
A Certain Ratio, dúettinum
Electronic, hljómsveitinni Pet
Shop Boys og þeim Ian Brown,
Bernard Butler og Michael Hutch-
ence.
Johnson ólst upp í Manchester
og þar sem móðir hennar var ætt-
uð frá Jamaíku var reggí- og ska-
tónlist vinsæl á heimilinu.
Sólóplata með Johnson átti að
koma út 25. september, að því er
fram kemur í frétt á vef enska
dagblaðsins Guardian.
Denise Johnson
látin, 56 ára
að aldri
Denise Johnson
Enski rithöfund-
urinn Hilary
Mantel er á lang-
lista tilnefninga
til Booker-
bókmenntaverð-
launanna í ár fyr-
ir skáldsöguna
The Mirror and
the Light. Hún
hefur tvisvar
hlotið verðlaunin og á því mögu-
leika á því að hljóta þau í þriðja
sinn. Enginn höfundur mun hafa
náð þeim árangri í sögu verð-
launanna.
Bókin er sú þriðja sem Mantel
skrifar um Thomas Cromwell, einn
valdamesta mann Englands á sext-
ándu öldinni og er hún 900 blaðsíð-
ur að lengd.
Tólf bækur aðrar eru á langlist-
anum sem má kynna sér á vef Book-
er á slóðinni thebookerprizes.com-
/fiction/2020.
Gæti hlotið Booker
í þriðja sinn
Hillary Mantel