Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
Góðir
ferðafélagar
TO GO FERÐAMÁL 20 cl. Verð 4.590,-
TO GO FERÐAMÁL 40 cl. Verð 5.990,-
KEEP IT COOL VATNSFLASKA 75cl. Verð 4.590,-
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Afurðaverð á markaði
28. júlí 2020, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 387,41
Þorskur, slægður 467,60
Ýsa, óslægð 338,63
Ýsa, slægð 255,93
Ufsi, óslægður 70,50
Ufsi, slægður 91,33
Djúpkarfi 12,00
Gullkarfi 208,24
Langa, óslægð 68,80
Langa, slægð 223,93
Keila, óslægð 85,65
Keila, slægð 116,00
Steinbítur, óslægður 104,20
Steinbítur, slægður 253,93
Skötuselur, slægður 593,57
Grálúða, slægð 28,38
Skarkoli, óslægður 191,00
Skarkoli, slægður 347,55
Þykkvalúra, slægð 616,47
Sandkoli, óslægður 13,00
Sandkoli, slægður 22,00
Bleikja, flök 1.441,00
Hlýri, óslægður 237,00
Hlýri, slægður 244,96
Kinnfiskur/þorskur 950,00
Lúða, slægð 916,74
Undirmálsýsa, óslægð 46,32
Undirmálsþorskur, óslægður 170,85
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Bráðabirgðaniðurstöður úr mælingaleiðangri
Árna Friðrikssonar sýna að magn makríls í ís-
lenskri landhelgi er mun minna en verið hefur
undanfarin ár. Kemur það heim og saman við
reynslu útgerða sem hófu leit og veiðar í byrjun
júlí.
Dræm veiði það sem af er
Lítill gangur og dræm veiði hefur verið það sem
af er sumri og svo virðist sem makríllinn gangi
ekki eins vestarlega og fyrri ár. Einnig hefur síld
blandast við aflann og torveldað veiðar. Flestar
útgerðir hafa því brugðið á það ráð að beina skip-
um sínum til makrílveiða í síldarsmugunni, sem er
alþjóðlegt hafsvæði milli Íslands og Noregs. Er
það óvenjusnemmt og mörgum vikum fyrr en tíðk-
ast í venjulegu árferði.
Morgunblaðið leitaði til nokkurra útgerðar-
stjóra og spurðist fyrir um gang mála. Allir voru á
því máli að veiðarnar í Smugunni færu hægt af
stað. Köstin gefa lítið af sér, frá nokkrum tugum
og upp í ca.100 tonn og því mikið fyrir því haft að
fylla skipin.
Kapphlaup við tímann
Flest skip sem af spurðist hafa verið í Smugunni
frá því um og fyrir helgi. Mörg þeirra hafa náð
nokkur hundruð tonnum um borð, en skip Eskju,
Aðalsteinn Jónsson, hefur þegar landað 1.000
tonnum.
Makríllinn er að mestu frystur til útflutnings og
því kappsmál að koma hráefninu sem ferskustu í
land. Gangi veiðarnar illa fyrir sig standa útgerðir
frammi fyrir því að sigla heim áður en skipin fyll-
ast. Geymslugetan getur verið nokkuð misjöfn,
bæði eftir búnaði skipa en einnig eftir magn „átu“ í
fisknum. Útgerðarstjórar nefna nokkuð mismun-
andi tímaramma, frá tveimur og upp í sex daga á
miðum, en heimsiglingin tekur um sólarhring.
Skipin munu flest halda áfram veiðum út ágúst-
mánuð eða þar til kvótinn klárast og síldarvertíð
tekur við.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Makrílveiðar Ásgrímur Halldórsson SF 250 og Jón Kjartansson SU 111 mætast á miðunum á makrílveiðum í síldarsmugunni.
Makríllinn langsóttur
Lítið magn makríls í íslenskri lögsögu Flotanum hefur verið beint í síldar-
smuguna Veiðin hefur verið dræm það sem af er Kapphlaup við tímann
Fiskkaup hf. og hátæknifyrirtækið
Valka ehf. undirrituðu á dögunum
samning um kaup á hátæknifram-
leiðslukerfi fyrir vinnslu Fiskkaupa
við Fiskislóð í Reykjavík. Nýja
vinnslukerfið gerir Fiskkaupum
kleift að auka sveigjanleika og fjöl-
breytni í afurðum ásamt því að bæta
alla helstu lykilárangursþætti sem
þekkjast í fiskvinnslum, segir í til-
kynningu frá Völku.
Samninginn undirrituðu Guðjón
Ingi Guðjónsson, sölustjóri hjá
Völku, og Ásbjörn Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskkaupa.
Kerfið sem um ræðir inniheldur
þekktar lausnir eins og heilfisk-
flokkun í bland við allra nýjustu
tækni eins og vatnsskurðarvél með
þrívíddar-röntgenmyndgreiningu og
beingarðsfjarlægingu. Jafnframt er
notkun róbóta áberandi í kerfinu
eins og í pökkunarlausn Völku, Alig-
ner Packing Robot, sem er mikil-
vægur hluti fyrir heildarvirkni kerf-
isins.
Kerfið er sérstaklega hannað með
gott línulegt flæði í huga sem trygg-
ir hraðan vinnslutíma afurða og við-
heldur gæðum þeirra í gegnum
vinnsluferlið. Mikil áhersla er lögð á
gott vinnurými fyrir starfsfólk og
saman skilar þetta verðmætari
framleiðslu með sömu starfs-
kröftum. sisi@mbl.is
Fiskkaup
semja við
Völku
Ljósmynd/Valka
Samið Guðjón Ingi Guðjónsson og
Ásbjörn Jónsson við undirritunina.