Morgunblaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 Á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna flutti Trump Bandaríkja- forseti áhugaverða og innihaldsríka ræðu við rætur Rushmore-fjalls en höfuð fjögurra Bandaríkjaforseta eru höggvin í granítberg þess. Fór Bandaríkja- forseti yfir hvernig þessir fjórir forverar hans höfðu allir sín áhrif á þróun vestrænna gilda um frelsi manna. Gildi sem Bandaríkin hafa haldið vörð um með miklum fórnum öðrum til heilla. Oftar mætti þakka fyrir þær fórnir og sérstaklega þá varðstöðu enda má færa fyrir því rök að sú frið- sæld sem nú ríkir í Evrópu sé af- rakstur þeirrar stefnu. Það er óumdeilanlegt að Bandarík- in björguðu Evrópu frá uppgangi fasista og kommúnista á síðustu öld en báðar stefnurnar voru og eru alræð- isstefnur sem einungis er hægt að koma til framkvæmda með kúg- un, hótunum, ótta og of- beldi. Þessar tvær hel- stefnur eiga einnig það sameiginlegt – sem má sjá í öllum ríkjum sem þær hafa náð fótfestu í – að þær eitra hið fé- lagslega andrúmsloft, upp að því marki að allir þeir sem kunna að hafa aðrar skoðanir sæta samfélagslegu einelti og ofsóknum. Með því eru all- ar aðrar skoðanir en hinar pólitískt réttu kramdar niður. Í nefndri Rushmore-ræðu setti Bandaríkjaforseti söguna í fróðlegt samhengi við líðandi stund og varaði við upprisu nýrrar alræðishyggju en fylgismenn hennar, rétt eins og for- verar fyrri tíðar, vilja hvorki rökræða né sætta sig við aðra samfélagssýn en þá sem þeir telja þá einu réttu. Í því samhengi benti forsetinn á að hjá valdamestu fjölmiðlunum, í háskólum og jafnvel innan stjórna fyrirtækja sé komið andrúmsloft sem gengur út á algjöra hollustu við hina nýju póli- tísku rétthugsun og þeir sem kunna að hafa aðrar skoðanir, jafnvel með mjög saklausum hætti, eru eltir uppi og refsað; snúið er út úr orðum þeirra, þeir gerðir að atlægi, eru rit- skoðaðir, reknir úr starfi og bann- færðir. Því miður sáum við slíka meðferð ekki fyrir svo löngu hér á Íslandi í máli lektors við Háskólann í Reykja- vík en honum var vikið úr starfi, sviptur lífsviðurværinu og ærunni, því hann sagði eitthvað sem ekki mátti víst segja í lokuðum hópi vina, utan vinnu, á samfélagsmiðli. Mörg- um er spurn hvar þingmennirnir okk- ar voru þegar sú ömurlega ákvörðun var tekin. Teljum við það eðlilegt að háskóli sem þiggur opinbert fé gerist dómari og böðull? Erum við raun- verulega frjáls ef við erum svipt lífs- viðurværinu ef við gerum eitthvað sem fellur undir óskilgreinda hugs- ana- og skoðanaglæpi? Við sáum á sama hátt vott af slík- um skrílsbrag í nýlegri umræðu um sendiherra Bandaríkjanna sem gerði nú ekki meira en að kalla Covid-19 kínversku veiruna og benda á að sameiginleg barátta sé grundvöllur þess að við sigrumst á veirunni skæðu. Lengi vel var veiran kölluð Wuhan-veiran. Það er ekki nýtt og ekki óeðlilegt að smitsjúkdómar séu kenndir við hin og þessi svæði. Spænsku veikina þekkja flestir en sömuleiðis má nefna Vestur- Nílarveikina sem kennd er við Nílar- fljótið, MERS sem er kennd við Mið- Austurlönd (Middle East Re- spiratory Syndrome), zika-veiruna sem kennd er við Zika-frumskóginn í Úganda, ebólu sem formlega er kennd við Saír o.fl. Það er heldur ekki óeðlilegt að uppruni smitsjúkdóma komi til sérstakrar skoðunar og rann- sóknar. Aðeins í tengslum við Covid-19 hefur slíkt verið viðkvæmt umræðuefni og byggist sú viðkvæmni á einhverslags pólitík frekar en vís- indum. Það verður líka að teljast mjög varhugaverð þróun að sendi- herra okkar mestu og mikilvægustu vinaþjóðar hljóti eins óábyrgt umtal ráðamanna og raun bar vitni. Líklega skrifast það á hina nýju fíkn sem sumir eru haldnir þessa dagana og lýsir sér í óseðjandi sýndarþörf á samfélagsmiðlum. Margt er slæmt við þann kæk að þurfa læk en fyrir utan eineltistilburði og persónuárásir gengur málflutningur slíkra jafn- framt út á að samfélagið sé svo slæmt að það þurfi endurræsingu. Byrja upp á nýtt og helst eyða öllum um- merkjum hins gamla. Hér á Íslandi er það stjórnarskráin okkar sem verður einna helst fyrir barðinu á þeim þankagangi. Oft fer saman við slíkan þanka- gang sérstök þráhyggja að eyði- leggja styttur og minjar sem kunna að minna á önnur sjónarmið og gegna mikilvægu sameiningarhlutverki. Kaldhæðið virðist það að þótt hinn frjálsi heimur hafi allt of oft horft agndofa upp á eyðileggingu minja hjá ribböldum Austurlanda nær og fjær, s.s. íslamska ríkisins á fornminjum Sýrlands, eyðileggingu Talíbana á risavöxnum búddastyttum, að ógleymdum Pol Pot sem tók þá stefnu líklega skrefinu lengst, ganga nú um Vesturlönd svokallaðir mót- mælendur rétt eins og stormsveitir hins liðna og skemma styttur. Það kann því að vera nauðsynlegt að benda á að allar stefnur sem ganga út á að endurræsa og byrja upp á nýtt hafa endað með hörmungum. Slíkir umrótshópar eru hin raun- verulega ógn við hið vestræna frelsi og þeir munu aldrei hætta fyrr en tekist hefur að afmá eða afbaka sög- una og þegar þangað er komið mun frelsið hafa verið fest í slíka fjötra að það mun eingöngu takmarkast við þeirra sýn og þeirra stefnu. Eftir Viðar Guðjohnsen » Forsetinn benti á að hjá valdamestu fjöl- miðlunum, í háskólum og jafnvel innan stjórna fyrirtækja sé komið andrúmsloft sem geng- ur út á algjöra hollustu við hina nýju pólitísku rétthugsun og þeir sem kunna að hafa aðrar skoðanir, jafnvel með mjög saklausum hætti, eru eltir uppi og refsað; snúið er út úr orðum þeirra, þeir gerðir að at- lægi, eru ritskoðaðir, reknir úr starfi og bann- færðir. Viðar H. Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og sjálfstæðismaður. Alræðishugsun í fæðingu Hlauparar: Arnar Pétursson og Hulda Guðný Kjartansdóttir. NÝ SENDING Í OPTICAL STUDIO Oakley-umboðið á Íslandi Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.