Morgunblaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 50 ára Antonía er Hornfirðingur, fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði og býr þar. Hún er heimavinnandi húsmóðir. Maki: Benedikt Ás- kelsson, f. 1965, sjó- maður á Þóri SF-77 hjá Skinney-Þinganesi. Dætur: Kristjana Arna, f. 1990, og Kar- en Ása, f. 2003. Foreldrar: Arnór Kristjánsson, f. 1942, fyrrverandi trillusjómaður, og Droplaug Jónsdóttir, f. 1943, fyrrverandi skólaliði. Þau eru búsett á Höfn í Hornafirði. Antonía Arnórsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fólk sem er að reyna að ganga í augun á þér móðgar þig hugsanlega alveg óvart. Og ánægjan minnkar ekki áhrif framtaksins. 20. apríl - 20. maí  NautMenn bíða í röðum eftir að eignast vináttu þína. Henni fylgja friður og þæg- indi, sem byggja þig upp fyrir átök dags- ins. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þig langar til að flýja hversdags- leikann í dag. Bilið milli sveiflnanna er venju fremur breitt í dag, nema þér takist að finna jarðsambandið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur þurft að einbeita þér mjög að ákveðnu verkefni sem þú sérð nú fyrir endann á. Berðu vandlega saman verð og gæði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Mundu að þú verður að henta maka þínum ekki síður en hann/hún verður að henta þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Láttu það ekki valda þér vonbrigðum, heldur vera þér lærdómur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að hjálpa öðrum gefur stundum ekk- ert tilbaka, ekki einu sinni vissuna um að hafa gert gott. Staldraðu því við. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hvort sem það er vinna, samningur eða samband, þá ertu spennt- ur yfir því. Einbeittu þér að þeim sem þurfa á meiri hjálp að halda en þú. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Eldmóður skiptir öllu máli þeg- ar hvetja skal áfram liðið þitt. Einhver leit- ar til þín með peningatilboð og forðastu þau öll þótt það sé ofurmannlegt verkefni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ekki staða þín heldur þolinmæði og þrautseigja sem segja til um hversu flott persóna þú ert. En þegar gest- irnir mæta á svæðið vandast málið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhverjar breytingar eru yfir- vofandi svo láttu hendur standa fram úr ermum í stað þess að leggjast í kör. 19. feb. - 20. mars Fiskar Rómantíkin liggur í loftinu og þú ert tilbúinn til þess leiks. Veltu fyrir þér hæfni þinni til að virða viðhorf sem eru andstæð þínum eigin. Íslands í Norðurskautsráðinu þar til hann var skipaður sendiherra í Hel- sinki 1. janúar 2018. Auk Finnlands var hann einnig sendiherra gagnvart Eistlandi, Lettlandi, Litáen og Úkra- ínu. Þann 1. júní sl. tók hann við starfi sendiherra í Moskvu en undir það sendiráð heyra auk Rússlands ríki í Mið-Asíu og Kákasus, Hvíta- Rússland og Moldóva, alls 10 ríki. „Eftir tveggja áratuga störf að stjórnmálum, þar sem ég fékkst mik- ið við utanríkis- og alþjóðamál, má Árið 2007 var Árni Þór kjörinn al- þingismaður fyrir Vinstri græna í Reykjavík. Á Alþingi gegndi Árni Þór margvíslegum störfum, var m.a. formaður utanríkismálanefndar, for- maður þingmannanefndar EFTA, sat í Norðurlandaráði, var varafor- maður og formaður þingflokks VG, varaforseti Alþingis og átti sæti í mörgum þingnefndum. Árni Þór hóf störf í utanríkisþjón- ustunni 1. janúar 2015, var sendi- herra norðurslóðamála og fulltrúi Á rni Þór Sigurðsson fæddist í Reykjavík 30. júlí 1960 og ólst upp í Smáíbúðahverfi og í Hlíðunum. Á æskuárum var hann mörg sumur í sveit á Stóru- Borg í Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu og stundaði síðan sjómennsku á togurum meðfram menntaskólanámi. Hann varð stúdent frá MH 1979 og lauk meistaraprófi í þjóðhagfræði og rússnesku frá Óslóarháskóla 1986 og stundaði framhaldsnám í rússnesku við Stokkhólmsháskóla og Ríkis- háskólann í Moskvu 1986-1988. Síðar lauk hann diplómanámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og meistaraprófi í alþjóðasamskiptum við HÍ með utanríkisstefnu Rúss- lands sem sérgrein. Árni Þór var fréttaritari RÚV í Moskvu meðan á námsdvöl þar stóð og síðan fréttamaður hjá RÚV eftir að námi lauk. Hann hóf störf í sam- gönguráðuneytinu 1989, var rit- stjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum um tíma og starfaði síðan við kjara- og félagsmál hjá Kennarasambandi Ís- lands 1992-1997. Árni Þór var kjör- inn borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Reykjavíkurlistann 1994 og sat í borgarstjórn til ársins 2007. Þar var hann m.a. formaður leikskólaráðs, skipulags- og byggingaráðs og sam- göngu- og umhverfisráðs, var for- maður hafnarstjórnar 1994-2006. „Í borgarstjórn var uppbygging leikskólakerfisins þýðingarmesta verkefnið sem ég tók þátt í og hvíldi töluvert á mínum herðum. Á þeim ár- um beitti ég mér líka fyrir samein- ingu hafna við Faxaflóa þannig að hafnirnar í Reykjavík, á Akranesi, Grundartanga og í Borgarnesi voru sameinaðar í Faxaflóahafnir.“ Árni Þór var formaður Hafna- sambands Íslands um sjö ára skeið og sat í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, m.a. sem varafor- maður 2002-2007. „Á þeim tíma sat ég sem einn af fulltrúum Íslands á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins í Strassborg og sinnti þar einkum um- hverfismálum og sjálfbærri þróun sem var afar lærdómsríkt.“ Þá var Árni Þór forseti borgarstjórnar 2002-2005. segja að ég sé nú kominn á vettvang sem samræmist afar vel menntun minni og starfsreynslu. Vegna Covid- faraldursins verð ég ekki kominn til starfa í Moskvu fyrr en um miðjan ágúst en það eru sannarlega spenn- andi og krefjandi verkefni fram und- an, ekki síst í tengslum við viðskipti Íslands og Rússlands, sem vitaskuld hafa orðið fyrir áhrifum af viðskipta- þvingunum Vesturlanda í garð Rúss- lands. Engu að síður eru þar marg- vísleg tækifæri sem brýnt er að nýta til hins ýtrasta.“ Árni Þór er mikill fótbolta- áhugamaður og fer oft á völlinn. „Ég ætla að fylgjast vel með rússneska boltanum, enda eru nokkrir Íslend- ingar að spila í honum, meðal annars í liðum frá Moskvu.“ Fjölskylda Eiginkona Árna Þórs er dr. Sigur- björg Þorsteinsdóttir, f. 24.9. 1955, ónæmisfræðingur. Foreldrar hennar voru Soffía G. Jónsdóttir, f. 24.12. 1925, d. 14.6. 1998, handavinnukenn- ari og verkstjóri í Reykjavík, og Þor- steinn Þórðarson, f. 4.12. 1930, d. 10.3. 2018, bóndi á Brekku í Norðurárdal. Börn Árna Þórs og Sigurbjargar eru 1) Sigurður Kári Árnason, f. 9.11. 1986, yfirlögfræðingur heilbrigð- isráðuneytisins, búsettur í Reykja- vík. Maki: Elín Dís Vignisdóttir lög- fræðingur. Börn þeirra eru Elísa Rán, f. 12.4. 2017, og Árni Kristján, f. 20.9. 2019; 2) Arnbjörg Soffía Árna- dóttir, f. 4.8. 1990, doktorsnemi í stærðfræði við University of Waterloo í Kanada; 3) Ragnar Auðun Árnason, f. 26.12. 1994, stjórnmála- fræðingur, búsettur í Reykjavík. Kærasta: Karítas Ríkharðsdóttir sjávarútvegsfræðingur, búsett á Raufarhöfn. Bræður Árna Þórs: Friðrik Sig- urðsson, f. 22.5. 1957, sjávarlíffræð- ingur og ráðgjafi í Þrándheimi; Steinar Sigurðsson, f. 13.9. 1958; d. 13.11. 2019, arkitekt í Reykjavík; Þórhallur Sigurðsson, f. 7.8. 1964, arkitekt í Kaupmannahöfn; Sigurður Páll Sigurðsson, f. 10.9. 1968, ljós- myndari í Kaupmannahöfn. Foreldrar Árna Þórs voru hjónin Þorbjörg J. Friðriksdóttir, f. 25.10. Árni Þór Sigurðsson sendiherra – 60 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Sigurður Kári með Árna Kristján á bakinu, Árni Þór, Sigurbjörg, Elísa Rán í fangi móður sinnar Elínar Dísar, og Arnbjörg Soffía á Borgarfirði eystri nýverið. Á myndina vantar Ragnar Auðun. Spennandi verkefni í Rússlandi Feðgar Árni Þór, Sigurður Kári og Ragnar Auðun á fótboltaleik. 30 ára Kristrún er bú- sett á Álftanesi. Hún er með diplóma úr viðskiptafræði frá HÍ og diplóma úr verk- efnastjórnun frá HR. Hún starfar sem launasérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Maki: Tryggvi Lárusson, f. 1979, fram- kvæmdastjóri og löggiltur bifreiðasali. Synir: Frosti, f. 2016, og Flóki, f. 2019. Foreldrar: Jóhann Gunnar Arnarsson, f. 1973, og Kristín Ólafsdóttir, f. 1972, fv. ráðsmannshjón forseta Íslands, búsett í Kópavogi. Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir n 2 töflur fyrir eða með fyrsta drykk og 2 töflur fyrir svefn n Dregur úr þreytu og óþægindum. n Inniheldur öfluga B-vítamínblöndu og magnesíum ásamt rósepli og kaktus extrakt. Fæst í apótekum og heilsuhillum verslana Vertu laus við þynnkuna í sumar! . Til hamingju með daginn Álftanes Flóki Tryggvason fædd- ist 10. apríl 2019 kl. 14.49. Hann vó 3.728 g og var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru Tryggvi Lár- usson og Kristrún Dröfn Jó- hannsdóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.