Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 36

Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 ✝ Sigþór Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 15. mars 1949. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. júlí 2020. Foreldrar hans voru Sveinn Sig- urður Hansson, f. 28. apríl 1910, d. 4. sept. 1951, Sigríður Þorbjörnsdóttir, f. 6. jan. 1916, d. 8. júlí 1980. Systkini: Þorbjörn, f. 29. ágúst 1938, d. 10. febrúar 1984, Gunnar, f. 19. apríl 1943, og Sigríður Re- bekka, f. 19. mars 1951. Eiginkona Sigþórs er Ingigerð- ur, f. 21. apríl 1973, eiginmaður hennar er Hilmar K. Lyngmo, f. 7. maí 1963, og börn þeirra eru Sig- þór, f. 3 júní 1998, og Eva Björg, f. 2. október 2000. Langafabörn Sigþórs og Ingigerðar Önnu eru orðin fimm talsins. Sigþór ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur, hann fór ungur að árum til sjós, fluttist vestur á Ísa- fjörð í september 1969 með eig- inkonu sinni Ingigerði Önnu. Hann stundaði sjómennsku þar til þau fluttust aftur suður til Reykjavíkur árið 1997. Þar hóf hann störf á netaverkstæði Hampiðjunnar, tók próf í neta- gerð og starfaði sem verkstjóri hjá Hampiðjunni fram til síðasta dags. Útförin fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 30. júlí 2020, klukkan 13. ur Anna Guðmunds- dóttir, f. 13. júlí 1949. Börn þeirra eru 1) Ragnheiður Guðrún, f. 18. febr- úar 1969, og börn hennar eru Leifur Sigþór, f. 11. febr- úar 1988, Svan- fríður Guðrún, f. 2. febrúar 1994, Sig- urður Bjarni, f. 23. október 1996, Þor- björn Atli, f. 20. október 1997, og Ingigerður Anna, f. 30. apríl 1999. 2) Bjarki, f. 5. ágúst 1971, kærasta hans er Björk Valdimarsdóttir, f. 25. nóvember 1968, og dóttir hans er Ásdís, f. 20. júlí 1993. 3) Sigríð- Elsku hjartans pabbi minn. Það er svo sárt að hafa þig ekki hjá okkur að glettast og knúsast. Ég veit þó að þú ert hjá okkur og verndar. Sérstaklega ástina í lífi þínu hana mömmu mína. Endalausar minningar vakna. Alltaf fannst mér spennandi þegar þú varst að koma í land á skipinu „þínu“ Guðbjarti ÍS-16. Við sátum í bílnum og fylgdumst með. Alltaf gafstu þér tíma til að veifa okkur þótt það væri í nógu að snúast á meðan skipið lagðist að höfninni og var bundið. Spennan þegar þú labbaðir niður landgang- inn og komst að faðma okkur. Glettnin, stríðnin, hlýjan, traustið, ástin er það sem ég á eftir að muna alla ævi. Börnin mín minnast göngu- túranna með þér, leikjanna, róló- ferðanna, sjóferðanna á sjómanna- daginn og svo margs fleira sem lifir með þeim. Barnabörnin og barnabarna- börnin voru þér svo kær og gleymi ég aldrei stoltinu í svip þínum og augum þegar þú varst nálægt þeim. Ég gæti endalaust skrifað minningar um þig en ég geymi þær með mér og deili með mínum nánustu. Þín verður sárt saknað en með endalausri ást og hlýju. Þín Ragnheiður (Ragna). Í gegnum lífsins æðar allar fer ástargeisli, Drottinn, þinn, í myrkrin út þín elska kallar, og allur leiftrar geimurinn, og máttug breytast myrkraból í morgunstjörnur, tungl og sól. (Matthías Jochumsson) Elsku pabbi, það er með mikl- um söknuði sem ég skrifa þessi orð. Pabbi og mamma kynnast í Reykjavík 1968 og hafa verið mjög samrýnd alla tíð. Pabbi var klett- urinn okkar, ljúfur og góður, vildi allt fyrir alla gera, barngóður og naut þess að vera með barnabörn- um sínum, hann var stríðinn þessi elska en bara á góðan hátt. Pabbi var sjómaður þegar þau bjuggu vestur á Ísafirði, hann var mikið á sjó, en alltaf þegar hann kom í land vorum við systkinin mjög glöð og spennt að geta átt tíma með hon- um. Það var alltaf mikil spenna fyrir sjómannadeginum, þegar pabbi kom í land, þá var mamma búin að klæða okkur systkinin í okkar fínustu föt og fórum við með pabba í sjómannadagssiglinguna, auðvitað á besta skipinu að okkur fannst, skipinu hans pabba, Guð- bjarti ÍS 16. Það var alltaf mikið um að vera á sjómannadeginum á þessum árum og áttum við alltaf virkilega skemmtilegar stundir með pabba. Pabbi og mamma urðu alsæl þegar ég kynnist eiginmanni mínum en pabbi og Hilmar höfðu starfað saman í rúm 10 ár á Guð- bjarti ÍS 16. Við Hilmar giftum okkur í maí 1997 og eftir brúð- kaupið sagði pabbi við mig „nú get ég verið rólegur, litla barnið er komið í öruggar hendur“. Pabbi og mamma flytja til Reykjavíkur í ágúst 1997, eftir það urðu suður- ferðirnar fjölmargar, alltaf var tekið vel á móti okkur og gott að vera hjá pabba og mömmu. Árið 1998 eignuðumst við Sigþór og Evu Björgu árið 2000, pabbi hafði mjög gaman af því að sprella með þeim og lagðist alltaf á gólfið til að leika við þau, fór með þeim út í göngutúra, á róló, í Húsdýragarð- inn, ófáar voru sundferðirnar og svo margt fleira. Við fjölskyldan erum svo heppin að hafa farið í margar útilegur, í sumarbústað og einnig utan með pabba og mömmu og eigum við margar ljúfar og góð- ar minningar sem við getum ornað okkur við. Pabba/afa er svo sárt saknað. Minning þín lifir, elsku pabbi minn Þín dóttir, Sigríður (Sigga). Ég kynntist Sigþóri þegar ég byrjaði á Guðbjarti ÍS 16, í júlí 1985. Í gegnum árin mynduðust vinatengsl milli mín og þeirra Sig- þórs og Gerðar. Ýmislegt var brallað með áhöfninni og mökum, enda áhöfnin samhent í vinnu og leik. Þegar við Sigga byrjuðum sam- an 1995 var mér vel tekið í fjöl- skylduna og kom fyrir að sagt væri að ég hefði valið tengdaforeldrana fyrst. Margar voru samverustundirn- ar gengnum árin, jól og páska komu þau yfirleitt vestur til okkar, margar ferðir í bústaði og útilegur, man eftir einni útilegunni þar sem við eltum Sigþór frá Skagaströnd til Egilsstaða af því þar átti sólin að vera daginn eftir. Það átti ekki að missa af henni. Enda elskaði hann sólina. Ekki byrjaði ég að drekka bjór fyrr en ég var skilinn eftir á hand- klæðavakt á ströndinni á Almeria 2011 og Sigþóri þótti ómögulegt að skilja mig eftir með ekkert að drekka. Alltaf var gott að leita til hans og vildi hann allt fyrir mann gera, ekki var tekið í mál að maður gisti annars staðar en hjá þeim þegar við áttum erindi suður, fylgdi því að spila lágmark eitt spil á kvöldi. Mikill vinur afabarnanna og lék sér við þau þegar þau voru lítil, fór með þau út á leikvöll og í sund. Átti það til að vera stríðinn. Þegar hann hætti til sjós og þau Gerður fluttu suður 1997 fór hann að vinna hjá Hampiðjunni, var fljótlega orðinn verkstjóri á neta- verkstæðinu, einn gamall togara- jaxl sagði við mig þegar ég kíkti í kaffi til þeirra að Sigþór hefði verið ráðinn til að kreista síðustu blóð- dropana úr þeim og glotti svo. Hann aflaði sér réttinda sem neta- gerðarmaður eftir að hann flutti suður. Vann þar alla tíð síðan, Sigþór afastrákurinn hans, sem vann með skólanum í Hampiðjunni, sagðist skilja það að afi hans vildi ekki hætta að vinna þegar hann varð sjö- tugur, það væri svo góður mórall og afi hans „hefði svo gaman af að stríða köllunum í vinnunni“. Hann ætlaði að hætta að vinna 24. júlí og hafa það gott með Gerði sinni, en að morgni 15. júlí líður honum illa og fer á bráðamóttökuna á Landspítalanum, var þá kominn með blóðtappa í lunga og lungna- bólgu. Það er með miklum söknuði sem Sigþór er kvaddur í dag. Þinn tengdasonur, Hilmar. Góður vinur minn Sigþór Sig- urðsson er fallinn frá, eftir skyndi- leg veikindi, hjartað gaf sig. Hann var aðeins 70 ára gamall og ætlaði að hætta að vinna 24. júlí, en hann var netagerðarmeistari hjá Hampiðjunni. Sigþór var rúmlega meðalmaður á hæð, herðabreiður, breiðleitur, bar höfuðið hátt, brosmildur, lausnamiðaður og velviljaður öllum. Mikill harmdauði fjölskyldu og vinum, en hann var kletturinn sem menn treystu. Sigþór fór ungur á sjóinn, sigldi fyrst í fáein ár á farskipum um öll heimsins höf, en hitti svo ástina sína á Ísafirði hana Ingigerði Guð- mundsdóttur. Á Ísafirði festi hann rætur, fékk vinnu sem bátsmaður á togaranum Guðbjarti ÍS 16, varð stjórnarmaður í sjómannafélaginu og gekk í Oddfellowstúkuna Gest. Vestfjarðamiðin voru gjöful af fiski, en þau voru einnig hættuleg, ísing, mikill veðurofsi, kraftmiklar togvélar og ungir óreyndir hásetar eða vélstjórar, sem gæta þurfti að færu sér ekki að voða. Menn gættu vel að öryggismálum á Guðbjarti ÍS 16. Einu sinni buðu skipverjar vel- komna um borð vélstjóra, unga konu, sem var svikin um vinnu á öðrum togara frá Ísafirði, hún fór svo í verkfræði og varð þekkt í öðru starfi, þar sem hún gætti einnig vel að öryggismálum. Sigþór sagði mér að hún hefði saumað brúðarkjólinn um borð og skipverjar dáðst að handbragðinu við saumaskapinn, ásamt því að vera ánægðir með vél- stjórakunnáttu hennar. Sigþór sagði mér líka frá því að öll áhöfnin hefði sent skeyti til frú Vigdísar Finnbogadóttur, þar sem þeir skor- uðu á hana að bjóða sig fram til for- seta. Sjómenn vissu að treysta mátti konum til allra verka. Það voru mikil og gefandi sam- skipti sem ég og kona mín Katý, systir Gerðar, áttum við Gerði og Sigþór. Við gistum oft hjá þeim á Ísafirði með börnum, fórum á skíði, golf, tefldum og spiluðum ótal cön- ustur. Þau gistu svo hjá okkur í Reykjavík. Fórum einnig í utan- landsferðir saman. Fyrir rúmum 20 árum fluttu Gerður og Sigþór svo til Reykjavík- ur, Sigþór flutti sig yfir í Oddfellow- stúkuna Gissur hvíta. Hann bauð mér að koma þangað með sér, sem ég og gerði og hafði gott af. Ég er mjög þakklátur fyrir öll þessi góðu samskipti. Sendi Ingigerði og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Sigþórs, en minningarnar lifa. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Hans Óskar Isebarn. Sigþór Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Sigþór Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Okkar elskaði eiginmaður, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR PÁLMAR ÖGMUNDSSON rafeindavirki, Brekkugötu 7, Hafnarfirði, lést á líknardeildinni í Kópavogi mánu- daginn 13. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast Pálmars er bent á Umhyggju - félag langveikra barna eða önnur líknarfélög. Þórunn Blöndal Bryndís Pálmarsdóttir Hannu von Hertzen Hjördís Pálmarsdóttir Guðlaugur Hjaltason Halldóra Pálmarsdóttir Jón Júlíus Tómasson Grímur Jóhannsson Justine Piret Egill Øydvin Hjördísarson Íris Ösp Traustadóttir Þórunn Hjördísardóttir Álfheiður Dís Stefánsdóttir Pálmar Stefánsson Hildur Rut Egilsdóttir Snædís Grímsdóttir Piret Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ERNA EINARSDÓTTIR VARTIA, Helsinki, lést mánudaginn 20. júlí. Útför auglýst síðar. Antero Vartia Lisa-Lotta Vartia Elinora Vartia Cheyne Fowler Aron Arvo Fowler Elísabet, Róbert, Edda og Pétur Ástkær faðir okkar, afi og langafi, SIGURÐUR JÖRUNDUR SIGURÐSSON, þjónn og strætisvagnabílstjóri, lést að morgni fimmtudagsins 23. júlí. Útför hans fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 13. Börn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORBERGUR ÞORSTEINN REYNISSON, Gauksrima 9, Selfossi, andaðist aðfaranótt 22. júlí. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 4. ágúst klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á björgunarsveitirnar. Gunnhildur Haraldsdóttir Haraldur Þór Þorbergsson Hafdís Unnur Daníelsdóttir Björn Þór Jóhannsson Gunnhildur Karen, Elísabet Arney, Ísold Klara Okkar dásamlegi ÚLFAR DANÍELSSON kennari og víkingur, Skógarhlíð 7, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 23. júlí. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 6. ágúst klukkan 11. Adda María Jóhannsdóttir Hildur Jónsdóttir Silja Úlfarsdóttir Sara Úlfarsdóttir Sindri Dan Vignisson Melkorka Rán Hafliðadóttir Snævar Dan Vignisson Kormákur Ari Hafliðason Þorkell Magnússon og aðrir aðstandendur Ástkær bróðir okkar, EINAR FRIÐRIKSSON húsasmiður, Krummahólum 6, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 21. júlí eftir skamma legu. Páll Friðriksson Ólafur Þór Friðriksson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR MARÍASSON Faxabraut 13, Keflavík, lést á Hrafnistu Hlévangi laugardaginn 25. júlí. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til starfsfólks Hlévangs fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Anna M. Guðmundsdóttir Brynjar Sigtryggsson Ingigerður Guðmundsdóttir Gissur Bachmann Bjarnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.