Morgunblaðið - 30.07.2020, Side 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
✝ Gunnar Sig-urðsson fæddist
í Reykjavík 3. maí
1946. Hann lést í
Danmörku 21. júní
2020.
Faðir hans var
Sigurður M. Þor-
steinsson, f. 25.2.
1913, d. 3.1. 1996.
Móðir hans var
Guðrún Ásta Jóns-
dóttir, f. 11.7. 1916,
d. 20.12. 2009. Systkini Gunnars
eru Óskar, f. 11.10. 1935, d.
18.11. 2014, m. Brynja Krist-
jánsson. Hörður, f. 22.3. 1937, d.
18.5. 2019, m. Svala Birgisdóttir,
f.m. Sif Ingólfsdóttir. Marta Guð-
rún, f. 18.4. 1948, m. Magnús Sig-
steinsson. Jón, f. 18.2. 1952, m.
Margrét Einarsdóttir. Bróðir
Gunnars samfeðra var Sigurður
Runólfur, f. 6.6. 1929, d. 3.10.
2003, m. Guðbjörg Óskarsdóttir.
Gunnar kvæntist 6. ágúst 1967
Ellen Maju Tryggvadóttur, f. 2.8.
1948. Þau bjuggu lengst af og
stunduðu búskap á Tindstöðum,
Kjalarnesi. Þau skildu árið 1994.
Börn þeirra eru: 1) Sigurður, f.
29.1. 1968, m. Carmen Isabell
Schmidt. Börn þeirra: Ellen
Kongelige Veterinær- og
Landbohöjskole með áherslu á
fóðurfræði og nautgriparækt.
Hann starfaði m.a. sem héraðs-
ráðunautur hjá Búnaðarsam-
bandi Austurlands og var, sam-
hliða bústörfum, m.a.
deildarstjóri eftirlitsdeildar
Rannsóknarstofnunar landbún-
aðarins á Keldnaholti og síðar
forstöðumaður Aðfangaeftirlits
ríkisins til ársins 1997. Gunnar
flutti þá til Danmerkur og vann
út starfsferilinn sem skoðunar-
maður hjá Plantedirektoratet. Í
starfi sínu þar aðstoðaði hann
m.a. ný Evrópulönd við innleið-
ingu Evrópureglna á fagsviðinu.
Hann var virkur í félagsstörfum,
m.a. sem formaður Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga árin
1983-85, sat til margra ára í
hreppsnefnd, í sóknarnefnd og
var meðhjálpari og burðarás í
kirkjukór Saurbæjarkirkju. Í
Danmörku gekk hann í Frímúr-
araregluna og var m.a. virkur í
starfi dönsku parkinsonsamtak-
anna, um tíma sem formaður
Vestur-Sjálandsdeildar.
Útförin fór fram frá Tølløse-
kirkju 26. júní 2020.
Minningarathöfn verður í
Laugarneskirkju í dag, 30. júlí
2020, klukkan 11. Jarðsetning
verður síðar í garði Saurbæjar-
kirkju á Kjalarnesi.
Maja, f. 2005, og
Gabríel Áki, f. 2009.
2) Tryggvi Þór, f.
20.9. 1972, m. Linda
Björk Ómarsdóttir.
Börn þeirra: Ingi
Már, f. 1997, og
Gunnar Már, f.
2004. Dóttir
Tryggva er Anna
Dóra, f. 1995, m.
Viktor Sveinsson. 3)
Gígja, f. 26.11. 1973,
m. Þorkell Guðjónsson. Börn
þeirra: Guðjón, f. 2011, og Sól, f.
2013. 4) Guðlaug Dröfn, f. 14.5.
1979. Börn hennar: Kári Rafn, f.
2010, og Nína, f. 2013. 5) Eymar
Birnir, f. 10.9. 1980, m. Dagný
Kristín Jakobsdóttir. Sonur
þeirra er Jakob Meyvant, f. 2010.
Gunnar kvæntist 28. mars
1998 Anne-Marie Sigurðsson, f.
24.3. 1948. Börn hennar eru
Jette, Helle og Christian. Gunnar
og Anne-Marie bjuggu lengst af í
Skellingsted og síðar í Tølløse,
Danmörku.
Gunnar ólst upp í Laugarnes-
hverfinu í Reykjavík. Hann lauk
námi í búvísindum frá Landbún-
aðarskólanum á Hvanneyri og
síðar Licentiat-prófi frá Den
Ég sá andlit pabba aldrei án al-
skeggs. Hann var músíkalskur, há-
vaxinn og sterkur maður, með
stórar hendur sem báru vinnu lið-
inna ára merki. Höndunum elskaði
hann að nudda á kinnar lítilla
barna sem emjuðu undan grófleika
lófanna, slípandi svolítið eins og
sandpappír nr. 80. Pabbi var mjög
hrifinn af börnum og var það gagn-
kvæmt. Hann átti góð, ísblá augu
sem kunnu að brosa af einlægni.
Börn löðuðust að honum með kær-
leikspússuð andlit sín.
Hann hafði andstyggð á tilgerð
og yfirlæti og bjó yfir óbeygjan-
legri réttlætiskennd sem hann
lagði sig fram um að miðla áfram
til þeirra sem þáðu tilsögnina.
Það er skrýtið að kveðja pabba
sinn. Ég ímynda mér marga í þeim
sporum sem fullorðið fólk, verða
eitt augnablik aftur átta ára og
rifja upp hvað eigin hendur voru
smáar í samanburði við hendur
hans. Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið tækifæri til að leiða pabba
síðasta spölinn, sjá örin á handar-
bökunum eftir „andskotans kött-
inn“ minn og nöglina á vísifingri
hægri handar sem var eilítið skökk
eftir slys með sög fyrir einhverjum
áratugum. Pabbi var ekki saddur
lífdaga en líkaminn var því ekki
sammála.
Nú er nóttin komin og þú þarft
að leggja þig. Allt sem þarf að
segja og gera höfum við nægan
tíma til að ræða innra með okkur
um komandi framtíð. Þegar ég
skipti um ljós, gróðurset plöntur
og tekst á við áskoranir lífsins
munt þú vera þar líka. Augun þín
lifa áfram í mér og augu mín munu
lifa áfram í börnunum mínum.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Góða nótt og guð geymi þig,
elsku pabbi minn. Við sjáumst
seinna.
Þín
Guðlaug.
Gunnar mágur minn kvaddi
þennan heim um sumarsólstöður á
sjúkrahúsi í Danmörku. Hann
greindist með Parkinson-sjúkdóm
fyrir nokkrum árum, fékk í vor
slæma lungnabólgu og einhverja
veiru og var þá lagður inn á sjúkra-
hús þaðan sem hann átti ekki aft-
urkvæmt.
Ég kynntist Gunnari fyrst lítil-
lega þegar við um fermingaraldur
vorum kúskar á traktorum á sitt
hvoru býlinu í Mosfellssveit, hann
hjá Lorenz bústjóra á Skálatúni og
ég á búi foreldra minna á Blika-
stöðum. Svo var það sumarið 1964
að Gunnar var ráðinn kaupamaður
á Blikastöðum. Það sumar tókst
með okkur góð vinátta sem hélst
allar götur síðan. Næstu sumur
var svo Jón bróðir hans kúskur á
Blikastöðum og þá fór ég að gefa
Mörtu systur þeirra auga og í
framhaldinu varð hún eiginkona
mín og traustur lífsförunautur.
Ekki skyggði það á vináttu okkar
Gunnars. Við völdum báðir að
mennta okkur til starfa í landbún-
aði. Gunnar fór að Hvanneyri í
bændaskóla og síðan í búvísinda-
deildina en ég fór eftir stúdents-
próf í bændaskóla í Noregi og svo í
landbúnaðarháskólann að Ási með
landbúnaðarbyggingar og bú-
tækni sem aðalnámsgreinar.
Gunnar fór svo síðar í framhalds-
nám í fóðurfræði við landbúnað-
arháskólann í Kaupmannahöfn og
lauk þaðan licensiatprófi. Starfaði
hann síðan hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins sem fóðurfræðing-
ur og síðar deildarstjóri/fram-
kvæmdastjóri aðfangaeftirlitsins.
Gunnar og fyrri eiginkona hans,
Ellen Maja Tryggvadóttir, keyptu
jörðina Tindstaði á Kjalarnesi og
byggðu þar myndarlegt íbúðarhús
þar sem þau eignuðust og ólu upp
fimm mannvænleg börn. Á Tind-
stöðum höfðu þau nokkrar kindur
og hesta. Auk starfsins á Rala
keypti Gunnar vörubíl og tæki til
túnþökuskurðar og stundaði tún-
þökusölu. Hann var harðduglegur
og fylginn sér og vinnudagurinn
varð oft langur.
Gunnar og Ellen Maja slitu
samvistir og þá kvæntist Gunnar
danskri konu, henni Anne Marie.
Þau bjuggu tvö ár á Íslandi og
leigðu þá íbúð af foreldrum mínum
á Blikastöðum. Við vorum þá í ná-
býli. Eftir það fluttust þau til Dan-
merkur, keyptu einbýlishús í
sveitaþorpinu Skjellingsted og
Gunnar fékk starf hjá danska fóð-
ureftirlitinu sem hentaði honum og
menntun hans vel. Börn Anne
Marie og þeirra fjölskyldur tóku
Gunnari afskaplega vel og hann
eignaðist þannig tvær fjölskyldur,
aðra á Íslandi og hina í Danmörku.
Minnisstætt er þegar Gunnar
skipulagði sameiginlega fjöl-
skylduferð um hálendi Íslands. Í
upphafi ferðalagsins komu fjöl-
skyldurnar saman hjá okkur
Mörtu á Neistastöðum. Farið var á
hestbak og haldin mikil og fjörug
grillveisla um kvöldið. Síðan fór
Gunnar með allan hópinn í rútubíl
norður Kjöl og til baka suður
Sprengisand með viðkomu á ýms-
um stöðum.
Gunnar hafði létta lund og var
oft hrókur alls fagnaðar í góðra
vina hópi. Hann hafði gaman af að
syngja og smitandi hlátur hans
kom fólki í gott skap. Ég sakna þín
mágur, við áttum margar góðar og
glaðar stundir saman. Minning-
arnar lifa og veita mér gleði. Við
Marta vottum Anne Marie, fjöl-
skyldu hennar og börnum Gunn-
ars og þeirra fjölskyldum okkar
dýpstu samúð.
Magnús.
Íslandsvísur Jóns Trausta; „Ég
vil elska mitt land, ég vil auðga
mitt land …“ voru sungnar á
stórum stundum Bændaskólans á
Hvanneyri í tíð Guðmundar Jóns-
sonar, þess mikla frömuðar bú-
fræðslu og búmenningar í landinu.
Hann hvatti nemendur til að
„auðga sitt land“ og búa sig undir
að verða góðbændur og með hans
eigin orðum: „Framámenn, hver í
sinni sveit!“
Þannig andi sveif yfir vötnum
haustið 1964, þegar við, sjö ungir
búfræðingar, hófum saman undir-
búning að þriggja ára framhalds-
námi við búvísindadeild. Við vorum
samstillt og bjartsýn og fundum til
mikillar ábyrgðar. Ekkert var til
sparað af skólans hálfu, en hæf-
ustu sérfræðingar, hvar sem fund-
ust, kallaðir til kennslu. Við höfum
nú haldið þétt saman í rúma hálfa
öld og styrkjum böndin með all-
tíðum samfundum.
Gunnar Sigurðsson, sem hér er
minnst, og nú hefur fyrstur kvatt
eftir baráttu við illvígan sjúkdóm,
var sá okkar sem helst var litið til,
vegna glaðværðar og þess hve fas
hans var hispurslaust og opið og
viðmótið einlægt og gefandi. Hann
var traustur og góður félagi og
sannkallaður gleðigjafi og það var
bara eins og birti yfir öllu, hvar
sem hann kom.
Við Gunnar deildum herbergi
og störfuðum saman á Hvanneyri
milli námsvetra. Við lifðum ótrú-
legt sælusumar tvítugir, þegar við
fengum nýju traktorana. Gunnar
Massey Ferguson, MF 135X með
Multi-Power, sem þá var talinn
ígildi Rolls Royce, og ég IH B414.
Nýir tímar voru þá fram undan í
landinu eins og alltaf og við fund-
um sterka köllun til að vera með
við að „efla þess dáð og styrkja
þess hag“. Þá var alltaf sól og gott
að vera til!
Gunnar var fjölhæfur maður og
spannaði vítt svið hæfileika og til-
finninga. Hann gat kveðið fast að
orði, en undir bjó kvikur og hrif-
næmur hugur, og samkennd með
fólki.
Hin eðlislæga góðvild Gunnars
kom skýrt í ljós á námsárunum,
þegar dráttarvél nágrannabónda
skemmdist allmikið í aurskriðu.
Hann gerði sér lítið fyrir og sótti
gripinn og notaði frístundir vetr-
arins til að koma honum í samt lag.
Stoltur afhenti hann bóndanum
endurbættan traktorinn um vorið.
Innan Öndvegisdeildar, eins og
hópurinn okkar hefur verið nefnd-
ur, voru góðir söngmenn. Undir
styrkri handleiðslu Ólafs Guð-
mundssonar, þess hógláta og
prúða tónsnillings, stofnuðu þeir
Hvanneyrarkvartettinn, og
skemmtu með söng við ýmis til-
efni, og má nú heyra söng þeirra af
og til í Ríkisútvarpinu. Gunnar var
tónlistarmaður af Guðs náð. Hann
hafði góða bassarödd, og söng ann-
an bassa í Hvanneyrarkvartettin-
um. Hann spilaði á harmóniku sér
og öðrum til gleði og lék einnig á
trommur og söng í hljómsveitinni
AGRÓ-trío, sem lék fyrir dansi við
ýmis tækifæri vítt um Borgarfjörð.
Hann var sannkallaður gleðigjafi.
Með trega í sinni kveðjum við
nú vin okkar Gunnar Sigurðsson,
og þökkum fyrir að hafa átt hann
að skólabróður og traustum og
gefandi ævifélaga.
Við vottum ástvinum hans öllum
okkar dýpstu samúð.
Lokastefið í minningu Gunnars
Sigurðssonar er hér að láni frá
Þorsteini Valdimarssyni:
„Sumir kveðja og síðan ekki
söguna meir - aðrir með söng, er
aldrei deyr.“
Fyrir hönd Öndvegisdeildar,
Valur Steinn Þorvaldsson.
Það var haustið 1964 sem fund-
um okkar bar fyrst saman. Við vor-
um að hefja nám til undirbúnings
náms í búvísindadeild Bændaskól-
ans á Hvanneyri, en þaðan útskrif-
uðumst við saman sem kandídatar
í búvísindum B.Sc. vorið 1968.
Gunnar Sigurðsson var vörpu-
legur ungur maður, opinn og
skemmtilegur persónuleiki, gleði-
gjafi sem skemmtilegt var að vera
með við ýmis tækifæri. Með okkur
tókst vinátta sem staðið hefur síð-
an, en nú er hann farinn feðra
sinna til.
Gunnar hafði mikinn áhuga á
vélvæðingu landbúnaðarins og
kunni vel til þeirra verka, einnig á
fóðurfræði, sem reyndist hans að-
allífsstarf.
Gunnar hafði mörg áhugamál,
m.a. í tónlist og söng, en á því sviði
hafði hann hæfileika. Hann var
tónviss, hafði góða bassarödd,
hljómfagra og djúpa, sem féll vel
að samsöng. Á því sviði var vinátta
okkar sterkust, einkanlega meðan
á skólavist okkar stóð, en við vor-
um saman í heimavist í nánu sam-
býli. Við mynduðum kvartett
ásamt skólafélögum okkar þeim
Ólafi Vagnssyni frá Hriflu og Jó-
hannesi Torfasyni frá Torfalæk.
Söngkennari skólans, Ólafur heit-
inn Guðmundsson, annaðist undir-
leik, hvatti okkur áfram og þjálfaði
okkur af sinni alkunnu hógværð og
snilld. Við sungum við margvísleg
tækifæri á vegum skólans og við
aðrar aðstæður. Naut Gunnar sín
afar vel á slíkum skemmtunum.
Til marks um taugar hans og
þakklæti til tónlistarinnar voru
hugmyndir hans um einhvers kon-
ar gjöf til minningar um Ólaf heit-
inn fyrir störf hans að söngkennslu
og tónlist. Við ræddum þetta oft og
úr varð að ég tók að mér fram-
kvæmd á þessari hugmynd Gunn-
ars. Málað var olíumálverk af Ólafi
heitnum, sem Landbúnaðarhá-
skólanum á Hvanneyri var fært að
gjöf til minningar um störf Ólafs að
söng- og tónlistarmálum. Málverk-
ið málaði listakona úr bændastétt,
Ellisif Malmo Bjarnadóttir, garð-
yrkjubóndi í Laugarási, Biskups-
tungum, af nákvæmni og smekk-
vísi. Gjöfin er frá samnemendum
Gunnars í búvísindadeild og var af-
hent Landbúnaðarháskólanum við
athöfn 28. september 2018 að við-
stöddum stórum hópi fólks, þar á
meðal fjölskyldu Ólafs. Talaði
Gunnar fyrir afhendingu gjafar-
innar.
Með þessum orðum kveð ég þig
kæri vinur með þökk fyrir okkar
góðu kynni og margar skemmti-
legar samverustundir. Þú hverfur
héðan of fljótt, en far í friði vinur.
Jón Hólm Stefánsson.
Vinátta okkar skaut rótum fyrir
hálfum sjötta áratug, á björtu
sumri 1965. Við vorum þá starfs-
menn Verkfæranefndar ríkisins á
Hvanneyri er var að renna sitt far-
sæla skeið, að hverfa inn í stærri
stofnun: Rala. Við glímdum á veg-
um nefndarinnar við prófanir
nýrra búvéla, heyverkunartilraun-
ir, vinnurannsóknir og fleira undir
stjórn ljúflingsins Ólafs Guð-
mundssonar. Gunnar var þar á
heimavelli: búfræðingur sem
kunni vel til véla og verka, áhuga-
samur, dugmikill, fölskvalaus í öll-
um gerðum og kryddaði marga
stundina með kímni, sem ekki
þurfti alltaf ofurskammt til þess
að vekja. Hana kunnum við vel að
meta. Þá um vorið fékk Gunnar í
hendur nýja og afar vel búna MF-
dráttarvél verkfæranefndar, sem
hann vann með sumarlangt. Um
haustið, þegar Gunnar lauk störf-
um og hóf nám við framhaldsdeild
Bændaskólans, leit dráttarvélin
eiginlega betur út en nýkeypt.
Þá um veturnætur datt okkur
þremur félögum í hug að stofna
hljómsveit okkur til sálubótar og
skemmtunar. Gunnar settist þar
við trommur eftir að hafa í jóla-
leyfi sínu sótt örnámskeið í
trommuleik hjá kunnáttumanni í
Reykjavík. Hljómsveitin, sem
nefnd var AGRO-tríó, herjaði
einkum á spilakvöldum og öðrum
Borgarfjarðarsamkomum sunnan
Hvítár við bærilegar vinsældir, að
við sjálfir töldum, einkum þó með-
al rosknara kvenfólks er samkom-
urnar sótti. Gleðigjafinn var
Gunnar sem jafnan lék á als oddi
og söng hástöfum bak fábrotnu og
lúnu trommusettinu, en það hafði
bandið fengið að láni vestan úr
Dölum. Gunnar varð líka óum-
deildur kynningarstjóri og PR-
maður sveitarinnar því að hann
átti einkar auðvelt með að kynnast
fólki og að spjalla við alla, háa og
lága.
En þótt við þremenningarnir
teldum að dansmúsíkbraut frægð-
ar og frama biði okkar hindrana-
lítil greindust leiðir. Alvarlegri
ævistörf tóku við. Alltaf vissi þó
hver af hinum. Sannarlega höfð-
um við rætt upprifjunartónleika
að hætti nútímans og hinna fræg-
ari tónlistarmanna. Þær hug-
myndir lentu hins vegar í útideyfu
og bíða nú endurfunda í sumar-
landinu
Laugardagskvöldið fyrir síð-
ustu páska áttum við Gunnar
langt símtal. Þótt óvelkominn og
illur gestur hefði þá fyrir nokkru
sest upp hjá honum, gestur sem
tafði honum mál og gerðir, var
glaðværðin enn á sínum stað þeg-
ar við minntumst löngu horfinna
samverustunda. Meinvaldurinn
hafði ekki megnað að brjóta hana
niður. Gunnar hafði raunar varist
honum með aðdáunarverðum
hætti. Við áttum því von á að
stundirnar yrðu fleiri. En hún
brást.
Á kveðjustund vitja okkar
minningar sem vekja gleði, minn-
ingar um góðan félaga sem gerði
daga okkar bjartari og skemmti-
legri. Þær minningar þökkum við
hjónin af alhug og sendum fjöl-
skyldu Gunnars Sigurðssonar
innilegar samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning hans.
Bjarni Guðmundsson.
„Det er Gúnnar,“ hljómaði
ávallt með tilþrifum þegar hringt
var til Gunnars eftir að hann flutt-
ist búferlum til Danmerkur. Smám
saman hóf kveðjan sig til flugs með
gríntengdu ívafi innan fjölskyld-
unnar og varð loks að vinalegu
vörumerki þessa góða manns sem
nú er genginn á vit feðra sinna.
Búvísindamaðurinn Gunnar
Sigurðsson gerði víðreist sökum
verkefna sinna og sama á við um
þá stóru fjölskyldu sem Gunnar
lagði grunn að. Enda þótt börn
hans hafi numið, starfað og fest
rætur víða um heiminn veittist
honum ávallt létt að fylgjast vel
með og rækta af mikilli alúð tengsl
við bæði sína nánustu og einnig
fjölmarga vini sína. Á sumum
reglum í Íslandsferðum sínum
urðu engar undantekningar og
voru m.a. foreldrar mínir þeirrar
ánægju aðnjótandi að Gunnar
bankaði ávallt upp á þegar leið
hans lá til landsins. Þær glaðværu
stundir yljuðu þeim alla tíð um
hjartarætur.
Eflaust hefur annáluð ná-
kvæmni Gunnars verið honum í
blóð borin og einkenndi hún bæði
vönduð vísindastörf hans og ár-
vekni gagnvart öllu sínu fólki. Ver-
aldlegar eignir hans nutu sömu-
leiðis góðs af yfirsýn, agaðri
notkun og eðlilegu viðhaldi. Þannig
fékk t.d. rauði fjölskyldubíllinn,
sem Gunnar ók vel yfir 500 þúsund
kílómetra og löngu var orðinn
bleikur sökum upplitunar, aldrei
bensínáfyllingu án þess að sam-
viskusamlega væru færðar til bók-
ar upplýsingar um dagsetningu,
kílómetrastöðu, lítramagn og með-
altalseyðslu „á hundraðið“.
Gunnar hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum. Hann hafði
líka lausnir á takteinum við flest-
um vanda og var bæði fús til að tala
fyrir þeim og framkvæma sjálfur
ef því var að skipta. Minnisstætt er
m.a. þegar marraði í hjörum hjá
okkur Gígju dóttur hans á Haga-
melnum og hurðarskrá stóð að
auki á sér. Þar til gerð smurolía lá
ekki á lausu en Gunnar bjargaði
sér af útsjónarsemi á nokkrum lýs-
isdropum sem hann fann í ísskápn-
um. Síðar um kvöldið voru þeir
reyndar svo lítið bar á þrifnir upp
eins og frekast var unnt þar sem
lyktin var ekki öllum að skapi.
Gunnar lagði sig mikið fram við
að rækta og efla fjölskyldutengsl-
in. Þannig stóð hann m.a. fyrir fjöl-
mennum hópferðum fjölskyldunn-
ar annars vegar á Íslandi og hins
vegar í Danmörku. Við hossuð-
umst meðal annars öll saman í rútu
yfir Kjöl og betur verður vart
nokkur hópur hristur saman í
orðsins fyllstu merkingu.
Nú hefur Gunnar knúið dyra í
nýjum heimkynnum. Ekki er að
efa hvernig hann hefur kynnt sig
þar til leiks: „Det er Gúnnar.“
Hvíldu í friði kæri vinur og takk
fyrir kynnin.
Þorkell Guðjónsson.
Gunnar Sigurðsson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár