Morgunblaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
Nýliðarnir í Þrótti hafa
spjarað sig vel í Pepsí Max-
deild kvenna í sumar. Í það
minnsta er ekki auðvelt að
leggja liðið að velli. Þróttur
hefur tapað þremur af fyrstu
átta leikjunum. Fyrirfram var
búist við því að nýliðarnir
Þróttur og FH myndu eiga erf-
itt sumar í efstu deild. FH-
ingar eru í verri málum með
einn sigur og sex töp.
Ljóst hefur verið undanfarin
ár að styrkleikamunurinn á
tveimur efstu deildunum er
mikill. Eins og gengur. Þrótti
gengur hins vegar nokkuð vel í
sumar og í fyrra voru nýliðarnir
öflugir. Fylkir hefur byggt upp
sterkt lið og Keflavík hefði
hæglega getað haldið sér uppi
en féll. Er þetta í það minnsta
vísbending um að sterkustu
liðin í b-deildinni geti staðið í
liðum í efstu deild.
Hjá körlunum var ekki búist
við miklu af Gróttu og Fjölni.
Grótta hafði farið upp um tvær
deildir á jafn mörgum árum og
Fjölnismenn eru ekki með stór
nöfn í sínum leikmannahópi.
Ekki vantaði hrakspárnar varð-
andi Gróttu. Liðið átti að vera
fallbyssufóður og þar fram eftir
götunum. Enn er fyrirkomulag-
ið þó þannig hjá KSÍ að spila
þarf leikina áður en stórsigrar
eru settir inn í úrslitakerfið.
Nú getur vel farið svo að þessi
lið fari aftur niður en þau eru
hins vegar alveg gjaldgeng í
efstu deild. Fjölnismenn eru þó
án sigurs, sem er að sjálfsögðu
slæmt eftir níu leiki. Liðið hef-
ur hins vegar náð í stig á úti-
velli gegn bæði KR og Víkingi
sem er merkilegt. Fékk liðið
færin til að vinna KR-inga.
„Deildin er jafnari en menn
halda,“ benti Fylkismaðurinn
Valdimar Þór Ingimundarson á í
samtali við Morgunblaðið í vik-
unni.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
NBA
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Keppnin í NBA-boltanum hefst að
nýju í kvöld og nótt í „kúlunni“ svo-
kölluðu í Walt Disney World Sports
Complex í Orlando eftir fjögurra
mánaða bið vegna stöðvunarinnar
sökum kórónuveirunnar í mars. Þeg-
ar NBA tilkynnti endurkomu deild-
arkeppninar með 22 liðum í byrjun
júní, hrökk undirritaður í gang á
þessum síðum til að lofa gott sam-
band forseta NBA, Adam Silver, við
stéttafélag leikmanna – sérstaklega í
samanburði við aðrar atvinnudeildir
hér vestra.
Þessi góða samvinna aðilanna er nú
að skila sér í endurkomu leikjanna á
skjánum með leikjum Utah og New
Orleans, og síðan innbyrðisleik Los
Angeles-liðanna þar á eftir. Vissulega
komu upp erfiðar hindranir á vik-
unum síðan ákvörðunin var tekin, en
aðilum tókst á endanum að vinna bug
á þeim og ekkert virðist því til fyrir-
stöðu að NBA-eðjótar geti tekið gleði
sína að nýju.
Liðin munu leika átta deildarleiki á
næstu vikum og eftir það verða sex-
tán lið eftir til að leika úrslitakeppn-
ina sjálfa. Markmiðið er að klára síð-
an keppnístímabilið í síðasta lagi 13.
október.
Deildin réð slatta af sérfræðingum
til að hjálpa til við smitforvarnir og
öllu því tengdu. Leikmenn fara í
gegnum skimun áður og eftir að þeir
mæta í kúlun og síðan reglulega eftir
það. Slík er skipulagningin að deild-
ing setti saman 113 síðna skjal fyrir
leikmen og hafa smitsérfræðingar
hér vestra ekki séð jafn alhliða skipu-
lag fyrir vinnustaði áður.
Eitthvað hefur þetta virkað til
þessa því enginn leikmaður hefur
fengið jákvæða skimun fyrir veirunni
sem af er eftir rúmlega 400 skimanir.
Ekki slæmt fyrir
leikmennina í einangruninni
Þessi svokallaða kúla er á 220 ekra
svæði með tólf æfingavöllum og
þremur keppnisvöllum til leikja svo
hægt sé að hafa þrjá leiki í einu í sjón-
varpinu. Leikmenn verða einangraðir
fyrstu sjö vikurnar þar til önnur um-
ferð úrslitakeppninar hefst, en þá
verður fjölskyldum leyft að heim-
sækja þá. Þá verða aðeins átta lið eft-
ir í kúlunni og það er talið gera hætt-
una á smiti viðráðanlegri.
Leikmenn munu búa á þremur lúx-
ushótelum á staðnum, með alls konar
hlutum til afþreyingar, auk þess sem
leikmenn hafa aðgang að náttúrunni
á svæðinu – þeir geta t.d. eytt tíma í
að veiða í vötnum á staðnum (Chris
Paul var að fá hann um daginn) og
leikið golf daglega eins og þeir vilja.
Eftir að leikmenn koma úr sóttkví,
hafa þeir aðgang að lúxusveitinga-
stöðum hótelanna og geta pantað mat
frá slatta af öðrum veitingastöðum
nálægt. Það ætti því að fara vel um
þá.
Eftir að liðin fóru smám saman að
þyrpast til Disneyheims á undan-
förnum vikum var ljóst að einstaka
leikmenn myndu þurfa að fara í
sóttkví hér og þar, t.d. vegna brota á
öryggisreglum. Þar að auki hafa leik-
menn þegar yfirgefið kúluna af per-
sónulegum ástæðum. Slík mál gætu
sett strik í reikninginn á næstu vik-
um, en forráðamenn NBA halda samt
að ef takist að halda veirunni utan
kúlunnar (sem verður ekki auðvelt
heimafylki veirunnar hér vestra),
ættu slík einangruð tilfelli ekki að
hafa meiri háttar áhrif á keppnina.
„Ég hef verið í daglegu sambandi
við Chris Paul [formann stéttfélags
leikmanna], auk hundraða manns
sem vinna hjá okkur í NBA. Það hafa
allir verið einhuga um að koma NBA-
boltanum í gang aftur og ég held að
þegar ég kem til Orlando að fylgjast
með fyrstu leikjunum verði það hjart-
næm reynsla fyrir mig. Okkur hefur
hingað til tekist að fá einungis nei-
kvæðar skimanir, en við munum ekk-
ert gefa eftir í að vera á verði að allir
fari eftir settum reglum til að halda
þeirri stöðu áfram,“ sagði Silver við
ESPN-sjónvarpsstöðina í síðustu
viku. „Ég er viss um að gæði leikj-
anna verði mikil þar sem leikmenn
virðast í toppformi og þeir hafa fengið
góða hvíld, bætti hann við.
Kúlan er „öðruvísi“
Áhorfendur á leikjunum munu
fljótt taka eftir mun á leikjunum í Or-
lando í samanburði við leiki með
áhorfendum í heimahöllum liðanna,
rétt eins og sést hefur á knattspyrnu-
leikjum í Evrópu. Það verða stórir
myndaskjáir fyrir aftan báðar körfur
og á hliðinni gegnt sjónvarpsmynda-
vélunum, auk skilta með stuðningi
tengdum kynferðisréttlæti hér í
landi. Það er einnig stærra svæði út
frá hliðar- og endalínum leikvall-
arins, sem eykur öryggi leikmanna
samanborið við við það svæði sem
þeir eru vanir í íþróttahöllum lið-
anna.
Þessi uppsetning í kúlunni gerir
það að verkum að þegar í úrslita-
keppnina kemur missa liðin bónusinn
við að hafa heimavallayfirburðina –
það verða ekki 20.000 öskrandi
heimaáhorfendur til að ýta leik-
mönnum yfir hjallann í erfiðum leikj-
um.
„Leikmenn eiga eflaust eftir að
sakna orku heimaáhorfenda í leikj-
unum nú, en ég held að eftir nokkra
leiki muni þeir venjast stöðunni og
varamennirnir í áhorfendastúkunni
munu þurfa að styðja vel við bakið á
samherjum sínum til stuðnings,“
sagði Magic Johnson í viðtali við
ESPN í vikunni.
Dwane Casey, þjálfari Detroit
Pistons, heldur að kúlan eigi eftir að
jafna möguleika liða í leikjum. „Leik-
menn eru nú í breyttu umhverfi sem
mun hafa mismunandi áhrif á hvers-
daglegar venjur þeirra og við eigum
eftir að sjá hvernig það hefur áhrif á
leik þeirra.“
Hvað mun gerast í
keppninni sjálfri?
Það einkennilega við endurkomu
NBA-boltans í kúlunni er að í raun
veit enginn neitt hvað varðar spá-
dóma um gengi liðanna. Ættingjar
mínir á Vestfjörðum sem aldrei hafa
séð NBA-leiki gætu sjálfsagt spáð
um úrslitin jafnvel og hver annar,
vegna þeirrar ankannalegu stöðu sem
upp er komin. Þetta er ein stór rann-
sóknarstofa þar sem of margir þættir
eru ókunnir.
Leikmenn eru að koma úr sum-
arfríi um mitt sumar og það mun taka
lið mismunandi tíma að komast í
toppform. Liðin með eldri liðs-
mannahóp, eins og Los Angeles Lak-
ers, munu hagnast á þessari bið þar
sem þau myndu venjulega þurfa að
eiga við meiri meiðsl og þreytu eldri
leikmanna en nú.
Í Austurdeildinni er erfitt að sjá
annað lið en Milwaukee Bucks kom-
ast í Lokaúrslitin, en Boston Celtics
og Toronto Raptors eru talin geta
veitt þeim harða keppni. Giannis
Antetokounmpo verður enn allt í öllu
hjá Bucks og ætti að vinna nafnbótina
„mikilvægasti leikmaður deild-
arinnar“ (MVP), en möguleiki er á að
LeBron James vinni þá nafnbót í
staðinn. Það verður gaman að fylgj-
ast með hvað Toronto eða Boston
gera gegn honum þegar í seinnihluta
úrslitakeppninnar kemur.
Í Vesturdeildinni eru Los Angeles-
liðin talin sigurstranglegust. Lakers
voru á toppnum í stöðunni þegar
keppni var stöðvuð, en það skiptir nú
mun minna máli en þá. Liðið er talið
vera með samheldnasta leikmanna-
hópinn og það hefur enn sýnt sig eftir
að liðin komu til Orlando í æfingaleik-
ina. LeBron James hefur lagt mikla
áherslu á samheldni leikmannahóps-
ins, enda líta allir samherjar upp til
hans.
Clippers hefur átt í erfiðleikum
með meiðsl leikmanna og önnur
vandamál tengd faraldrinum. Sú
staða mun hins vegar breytast fljót-
lega og þegar allir verða til staðar
virðist liðið hafa besta leikmannahóp-
inn og því sigurstranglegastir að
vinna titilinn.
Fyrirsögn undirritaðs á þessum
síðum 23. október í fyrra þegar
keppnistímabilið var að hefjast var:
„Já, Clippers gæti unnið,“ þegar ég
var að spá í hvaða lið myndi vinna
meistaratitilinn í ár. Sú fyrirsögn er
enn við hæfi, þótt ekki sé hægt að úti-
loka að Lakers hafi það. Þetta virðast
mjög jöfn lið.
Það verður gaman að fylgjast með
gangi mála í kúlunni næstu tíu vikur.
gval@mbl.is
Kúlan farin að rúlla
NBA-leikirnir hefjast að nýju í kvöld í Disneyheimi LA-liðin líkleg til afreka
AFP
Reyndur Mikið mun mæða á LeBron James hjá Los Angeles Lakers.
Þýska 2. deildar félagið Hannover
hefur lagt fram tilboð upp á
500.000 evrur, um 80 milljónir ís-
lenskra króna, í íslenska landsliðs-
manninn Guðlaug Victor Pálsson,
en Guðlaugur leikur nú með Darm-
stadt í sömu deild.
Guðlaugur Victor átti afar gott
tímabil með Darmstadt á síðustu
leiktíð og var valinn besti leik-
maður tímabilsins hjá félaginu. Er
hann samningsbundinn Darmstadt
til ársins 2022. Guðlaugur kom til
Darmstadt árið 2018 og hefur leikið
46 leiki með liðinu.
Vilja kaupa
Guðlaug Victor
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landsliðsmaður Guðlaugur Victor
stendur sig vel í Þýskalandi.
Knattspyrnumaðurinn ungi Andri
Lucas Guðjohnsen verður frá
keppni í langan tíma eftir að hafa
slitið krossband í hné á æfingu með
unglingaliði Real Madrid. Fótbolti.-
net greindi frá.
Andri hefur leikið vel með liðinu
síðustu mánuði og var hann á lista
The Guardian yfir 60 efnilegustu
leikmenn heims sem eru fæddir
2002 eða síðar.
Andri Lucas hefur leikið með
U16, U17, U18 og U19 ára lands-
liðum Íslands og skorað tólf mörk í
28 leikjum. sport@mbl.is
Leiðinlegar fréttir
frá Madríd
Ljósmynd/realmadrid.com
Skakkaföll Andri Lucas Guðjohnsen
verður á sjúkralistanum á næstunni.
FIFA, Alþjóðaknattspyrnu-
sambandið, mun styrkja aðildar-
sambönd sín um 1,5 milljónir doll-
ara, um 200 milljónir króna, vegna
áhrifa kórónuveirunnar á fjárhag
knattspyrnusambanda um heim all-
an.
FIFA greindi frá þessu í gær og
mun KSÍ fá hluta af styrknum í
þessum mánuði. Samtals mun FIFA
styrkja aðildarsambönd sín um 1,5
milljarða dollara þar sem þriðjungur
verður eyrnamerktur knattspyrnu í
kvennaflokki.
Þá mun FIFA gefa aðildar-
samböndum sínum kost á að taka
vaxtalaus lán frá sambandinu upp á
allt að fimm milljónir dollara.
FIFA greinir frá því á vefsíðu
sinni að með styrkjunum vilji sam-
bandið gera aðildarfélögum sínum
kleift að hefja deildarkeppnir í sín-
um löndum á ný og ráða starfsfólk til
baka sem misst hefur vinnuna á und-
anförnum mánuðum.
johanningi@mbl.is
FIFA dælir fé úr
sjóðum sínum
AFP
FIFA Gianni Infantino, forseti FIFA.