Morgunblaðið - 30.07.2020, Síða 44

Morgunblaðið - 30.07.2020, Síða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020 50 ára Antonía er Hornfirðingur, fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði og býr þar. Hún er heimavinnandi húsmóðir. Maki: Benedikt Ás- kelsson, f. 1965, sjó- maður á Þóri SF-77 hjá Skinney-Þinganesi. Dætur: Kristjana Arna, f. 1990, og Kar- en Ása, f. 2003. Foreldrar: Arnór Kristjánsson, f. 1942, fyrrverandi trillusjómaður, og Droplaug Jónsdóttir, f. 1943, fyrrverandi skólaliði. Þau eru búsett á Höfn í Hornafirði. Antonía Arnórsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fólk sem er að reyna að ganga í augun á þér móðgar þig hugsanlega alveg óvart. Og ánægjan minnkar ekki áhrif framtaksins. 20. apríl - 20. maí  NautMenn bíða í röðum eftir að eignast vináttu þína. Henni fylgja friður og þæg- indi, sem byggja þig upp fyrir átök dags- ins. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þig langar til að flýja hversdags- leikann í dag. Bilið milli sveiflnanna er venju fremur breitt í dag, nema þér takist að finna jarðsambandið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur þurft að einbeita þér mjög að ákveðnu verkefni sem þú sérð nú fyrir endann á. Berðu vandlega saman verð og gæði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Mundu að þú verður að henta maka þínum ekki síður en hann/hún verður að henta þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Láttu það ekki valda þér vonbrigðum, heldur vera þér lærdómur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að hjálpa öðrum gefur stundum ekk- ert tilbaka, ekki einu sinni vissuna um að hafa gert gott. Staldraðu því við. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hvort sem það er vinna, samningur eða samband, þá ertu spennt- ur yfir því. Einbeittu þér að þeim sem þurfa á meiri hjálp að halda en þú. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Eldmóður skiptir öllu máli þeg- ar hvetja skal áfram liðið þitt. Einhver leit- ar til þín með peningatilboð og forðastu þau öll þótt það sé ofurmannlegt verkefni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ekki staða þín heldur þolinmæði og þrautseigja sem segja til um hversu flott persóna þú ert. En þegar gest- irnir mæta á svæðið vandast málið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhverjar breytingar eru yfir- vofandi svo láttu hendur standa fram úr ermum í stað þess að leggjast í kör. 19. feb. - 20. mars Fiskar Rómantíkin liggur í loftinu og þú ert tilbúinn til þess leiks. Veltu fyrir þér hæfni þinni til að virða viðhorf sem eru andstæð þínum eigin. Íslands í Norðurskautsráðinu þar til hann var skipaður sendiherra í Hel- sinki 1. janúar 2018. Auk Finnlands var hann einnig sendiherra gagnvart Eistlandi, Lettlandi, Litáen og Úkra- ínu. Þann 1. júní sl. tók hann við starfi sendiherra í Moskvu en undir það sendiráð heyra auk Rússlands ríki í Mið-Asíu og Kákasus, Hvíta- Rússland og Moldóva, alls 10 ríki. „Eftir tveggja áratuga störf að stjórnmálum, þar sem ég fékkst mik- ið við utanríkis- og alþjóðamál, má Árið 2007 var Árni Þór kjörinn al- þingismaður fyrir Vinstri græna í Reykjavík. Á Alþingi gegndi Árni Þór margvíslegum störfum, var m.a. formaður utanríkismálanefndar, for- maður þingmannanefndar EFTA, sat í Norðurlandaráði, var varafor- maður og formaður þingflokks VG, varaforseti Alþingis og átti sæti í mörgum þingnefndum. Árni Þór hóf störf í utanríkisþjón- ustunni 1. janúar 2015, var sendi- herra norðurslóðamála og fulltrúi Á rni Þór Sigurðsson fæddist í Reykjavík 30. júlí 1960 og ólst upp í Smáíbúðahverfi og í Hlíðunum. Á æskuárum var hann mörg sumur í sveit á Stóru- Borg í Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu og stundaði síðan sjómennsku á togurum meðfram menntaskólanámi. Hann varð stúdent frá MH 1979 og lauk meistaraprófi í þjóðhagfræði og rússnesku frá Óslóarháskóla 1986 og stundaði framhaldsnám í rússnesku við Stokkhólmsháskóla og Ríkis- háskólann í Moskvu 1986-1988. Síðar lauk hann diplómanámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og meistaraprófi í alþjóðasamskiptum við HÍ með utanríkisstefnu Rúss- lands sem sérgrein. Árni Þór var fréttaritari RÚV í Moskvu meðan á námsdvöl þar stóð og síðan fréttamaður hjá RÚV eftir að námi lauk. Hann hóf störf í sam- gönguráðuneytinu 1989, var rit- stjórnarfulltrúi á Þjóðviljanum um tíma og starfaði síðan við kjara- og félagsmál hjá Kennarasambandi Ís- lands 1992-1997. Árni Þór var kjör- inn borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Reykjavíkurlistann 1994 og sat í borgarstjórn til ársins 2007. Þar var hann m.a. formaður leikskólaráðs, skipulags- og byggingaráðs og sam- göngu- og umhverfisráðs, var for- maður hafnarstjórnar 1994-2006. „Í borgarstjórn var uppbygging leikskólakerfisins þýðingarmesta verkefnið sem ég tók þátt í og hvíldi töluvert á mínum herðum. Á þeim ár- um beitti ég mér líka fyrir samein- ingu hafna við Faxaflóa þannig að hafnirnar í Reykjavík, á Akranesi, Grundartanga og í Borgarnesi voru sameinaðar í Faxaflóahafnir.“ Árni Þór var formaður Hafna- sambands Íslands um sjö ára skeið og sat í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, m.a. sem varafor- maður 2002-2007. „Á þeim tíma sat ég sem einn af fulltrúum Íslands á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins í Strassborg og sinnti þar einkum um- hverfismálum og sjálfbærri þróun sem var afar lærdómsríkt.“ Þá var Árni Þór forseti borgarstjórnar 2002-2005. segja að ég sé nú kominn á vettvang sem samræmist afar vel menntun minni og starfsreynslu. Vegna Covid- faraldursins verð ég ekki kominn til starfa í Moskvu fyrr en um miðjan ágúst en það eru sannarlega spenn- andi og krefjandi verkefni fram und- an, ekki síst í tengslum við viðskipti Íslands og Rússlands, sem vitaskuld hafa orðið fyrir áhrifum af viðskipta- þvingunum Vesturlanda í garð Rúss- lands. Engu að síður eru þar marg- vísleg tækifæri sem brýnt er að nýta til hins ýtrasta.“ Árni Þór er mikill fótbolta- áhugamaður og fer oft á völlinn. „Ég ætla að fylgjast vel með rússneska boltanum, enda eru nokkrir Íslend- ingar að spila í honum, meðal annars í liðum frá Moskvu.“ Fjölskylda Eiginkona Árna Þórs er dr. Sigur- björg Þorsteinsdóttir, f. 24.9. 1955, ónæmisfræðingur. Foreldrar hennar voru Soffía G. Jónsdóttir, f. 24.12. 1925, d. 14.6. 1998, handavinnukenn- ari og verkstjóri í Reykjavík, og Þor- steinn Þórðarson, f. 4.12. 1930, d. 10.3. 2018, bóndi á Brekku í Norðurárdal. Börn Árna Þórs og Sigurbjargar eru 1) Sigurður Kári Árnason, f. 9.11. 1986, yfirlögfræðingur heilbrigð- isráðuneytisins, búsettur í Reykja- vík. Maki: Elín Dís Vignisdóttir lög- fræðingur. Börn þeirra eru Elísa Rán, f. 12.4. 2017, og Árni Kristján, f. 20.9. 2019; 2) Arnbjörg Soffía Árna- dóttir, f. 4.8. 1990, doktorsnemi í stærðfræði við University of Waterloo í Kanada; 3) Ragnar Auðun Árnason, f. 26.12. 1994, stjórnmála- fræðingur, búsettur í Reykjavík. Kærasta: Karítas Ríkharðsdóttir sjávarútvegsfræðingur, búsett á Raufarhöfn. Bræður Árna Þórs: Friðrik Sig- urðsson, f. 22.5. 1957, sjávarlíffræð- ingur og ráðgjafi í Þrándheimi; Steinar Sigurðsson, f. 13.9. 1958; d. 13.11. 2019, arkitekt í Reykjavík; Þórhallur Sigurðsson, f. 7.8. 1964, arkitekt í Kaupmannahöfn; Sigurður Páll Sigurðsson, f. 10.9. 1968, ljós- myndari í Kaupmannahöfn. Foreldrar Árna Þórs voru hjónin Þorbjörg J. Friðriksdóttir, f. 25.10. Árni Þór Sigurðsson sendiherra – 60 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Sigurður Kári með Árna Kristján á bakinu, Árni Þór, Sigurbjörg, Elísa Rán í fangi móður sinnar Elínar Dísar, og Arnbjörg Soffía á Borgarfirði eystri nýverið. Á myndina vantar Ragnar Auðun. Spennandi verkefni í Rússlandi Feðgar Árni Þór, Sigurður Kári og Ragnar Auðun á fótboltaleik. 30 ára Kristrún er bú- sett á Álftanesi. Hún er með diplóma úr viðskiptafræði frá HÍ og diplóma úr verk- efnastjórnun frá HR. Hún starfar sem launasérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Maki: Tryggvi Lárusson, f. 1979, fram- kvæmdastjóri og löggiltur bifreiðasali. Synir: Frosti, f. 2016, og Flóki, f. 2019. Foreldrar: Jóhann Gunnar Arnarsson, f. 1973, og Kristín Ólafsdóttir, f. 1972, fv. ráðsmannshjón forseta Íslands, búsett í Kópavogi. Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir n 2 töflur fyrir eða með fyrsta drykk og 2 töflur fyrir svefn n Dregur úr þreytu og óþægindum. n Inniheldur öfluga B-vítamínblöndu og magnesíum ásamt rósepli og kaktus extrakt. Fæst í apótekum og heilsuhillum verslana Vertu laus við þynnkuna í sumar! . Til hamingju með daginn Álftanes Flóki Tryggvason fædd- ist 10. apríl 2019 kl. 14.49. Hann vó 3.728 g og var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru Tryggvi Lár- usson og Kristrún Dröfn Jó- hannsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.