Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Síða 8
LÍFSLOK 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.7. 2020 I ngvi minn, bróðir þinn hefur ákveðið að deyja,“ sagði Guðrún Mjöll Guðbergs- dóttir á hinum enda línunnar í Kanada. Hér í Reykjavík hváði Ingvi Hrafn Jóns- son, sem hringt hafði til að spyrja um líð- an Jóns Arnar, bróður síns, sem lá á spítala þar vestra. „Hvað meinarðu, Úlú mín? Við deyjum öll á endanum,“ sagði hann hvumsa. „Nei, þetta er öðruvísi. Hann hefur ákveðið að nýta ákvæði í kanadískri löggjöf frá 2016 og óska eftir að fá heimild til að fá aðstoð starfsfólks sjúkrahússins til að binda enda á líf sitt,“ bætti Guðrún Mjöll við. „Mig setti bara hljóðan,“ rifjar Ingvi Hrafn upp í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðs- ins, „en þegar ég gerði mér grein fyrir því að mágkona mín var með tárin í augunum skynjaði ég alvöru málsins. Jón Örn, elsti bróðir minn, var að fara að kveðja þennan heim.“ Í minningargrein sem Ingvi Hrafn ritaði um Jón Örn í Morgunblaðið 2. júlí síðastliðinn lýsir hann þeim tilfinningum sem helltust yfir hann í framhaldinu. „Fyrir mér tóku við margar nætur martraða, þar sem ég var við dauðans dyr, vaknandi með hjartslátt og vanlíðan, skildi ekki hvað bróðir minn var að fara og treysti mér ekki til að hringja í símann á náttborði hans, símtal sem mágkona mín sagði mér að hann biði eftir,“ segir Ingvi Hrafn í greininni. Í samtali okkar segir Ingvi Hrafn ákvörðun Jóns Arnar hafa komið eins og þrumu úr heið- skíru lofti. „Hann hlýtur að hætta við þetta, var það eina sem komst að hjá mér næstu daga.“ Símtalið breytti öllu Hann mannaði sig loksins upp og hringdi í bróð- ur sinn á spítalann í Regina í Saskatchewan- fylki. Það samtal, sem stóð í hálfa klukkustund, breytti öllu. „Jón Örn sannfærði mig um að hann væri að gera hið eina rétta; að það væri enginn valkostur. Hann væri orðinn mikið veik- ur og gæti ekki hugsað sér að verða byrði á fjöl- skyldu sinni og samfélaginu,“ segir Ingvi Hrafn. „Ég legg það ekki á þau og ég legg það ekki á sjálfan mig, sagði hann. Röddin var svolítið brostin og ég skynjaði þreytu en alls enga upp- gjöf. Þetta var algjör stálvilji af hans hálfu og hann var ekki í vafa um að þetta væri öllum fyr- ir bestu. Þegar maður setur sig í hans spor get- ur maður ekki annað en komist að sömu nið- urstöðu. Bræðraspjalli okkar lauk með því að ég einfaldlega óskaði honum góðrar ferðar og bað fyrir kveðjur til foreldra okkar og Óla Tynes, bróður okkar, sem lést 2011, náði að herða upp hugann og halda aftur af tárunum, þar til við lögðum á.“ Forsaga málsins er sú að Jón Örn, sem bjó í Kanada í hálfa öld, greindist með heilaæxli fyrir nokkrum árum. Það reyndist góðkynja og var skurðtækt. Aðgerðin heppnaðist vel en Jón Örn missti þó vinstri hliðarsjón og þurfti að hætta að synda, sem hann hafði gert alla tíð fimm sinnum í viku. Að sögn Ingva Hrafns var það honum að vonum þungbært. Upp frá þessu þróaði Jón Örn með sér króníska þvagrásarígerð sem angraði hann mjög og olli honum þjáningum seinustu árin. „Hann var inn og út af spítala út af þessu en læknar fundu aldrei rétta lyfja- kokkteilinn til að kveða sýkinguna niður, þannig að hún tók sig alltaf upp aftur og aftur. Þetta dró úr honum mátt, auk þess sem sýkingin hafði áhrif á jafnvægisskynið. Lífsgæði bróður mín voru mikið skert,“ segir Ingvi Hrafn. Hlyti að eiga eftir einn slag Smám saman varð Jón Örn máttfarnari og það rann upp fyrir honum í vor, þar sem hann lá á spítalanum, að hann ætti ekki afturkvæmt heim. Framvegis yrði hann upp á aðra kominn. „Við systkinin, Margrét, Sigtryggur og ég, fylgdumst með þessu hér heima,“ segir Ingvi Hrafn, „og ég var ekki í neinum vafa um að hann hlyti að eiga eftir einn slag enn. Penisill- ínið myndi virka og hann kæmist í endurhæf- ingu og jafnvel aftur heim.“ Það átti ekki fyrir Jóni Erni að liggja. Hann sá hvert stefndi og sótti því um heimild til að fá aðstoð starfsfólks sjúkrahússins til að binda enda á líf sitt. Hann fékk samþykki yfirvalda föstudaginn 15. maí og óskaði þess að strax yrði drifið í þessu á mánudegi, en féllst á þrábeiðni eiginkonu sinnar og sonar, Hauks Hávars, að fresta því til fimmtudagsins 21., uppstigning- ardags, enda höfðu þau ekki fengið að heim- sækja hann á sjúkrabeð í nær tvo mánuði vegna Covid-19. „Eftir á kom í ljós að bróðir minn hafði haft augastað á þessari löggjöf allt frá því að hún var samþykkt árið 2016 ef ske kynni að hann lenti í þeim aðstæðum að verða upp á aðra kominn. Ég hafði ekki hugmynd um þetta; hann hafði aldrei rætt þetta við mig. Hann tók þessa ákvörðun að vel ígrunduðu máli og tilkynnti síðan eiginkonu sinni og syni um hana. Þannig virkar það, sam- kvæmt löggjöfinni; sé sjúklingurinn með réttu ráði þarf hann ekki að ráðfæra sig við sína nán- ustu, aðeins heilbrigðisstarfsfólk. Það tekur hálfan mánuð að fá niðurstöðu og tvo fundi Morgunblaði/Arnþór Birkisson Bróðir þinn hefur ákveðið að deyja Jón Örn Jónsson hagfræðingur fékk að eigin ósk aðstoð við að binda enda á líf sitt á sjúkrahúsi í Kanada 21. maí síðastliðinn, 82 ára að aldri. Honum fannst hann kominn að leiðarlokum og gat ekki hugsað sér að vera upp á aðra kominn. Bróðir Jóns Arnar, Ingvi Hrafn Jónsson, vill opna umræðuna hérlendis um aðstoð af þessu tagi enda myndi hann taka sömu ákvörðun í sporum bróður síns og er ekki í vafa um að margir fleiri myndu gera það sama. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.