Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.07.2020, Síða 11
12.7. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Kanadíska þingið samþykkti lög um dánaraðstoð í júní 2016 sem ná
bæði til faglegrar aðstoðar við að deyja og faglegrar aðstoðar við
sjálfsvíg.
Fólk þarf að hafa náð átján ára aldri og um ólæknandi sjúkdóm þarf
að vera að ræða. Löggjöfin nær ekki til fólks með geðsjúkdóma, lang-
varandi fötlun eða læknanlega sjúkdóma.
Skilyrði fyrir aðstoðinni er að sjúklingurinn eigi rétt á heilbrigðis-
aðstoð í Kanada og sé tryggður fyrir henni; er það gert til að koma í
veg fyrir það sem kallað er „sjálfsvígstúrismi“. Þannig gæti íslenskur
sjúklingur ekki óskað eftir þessari aðstoð nema tryggja sér fyrst að-
gang að heilbrigðisþjónustunni í Kanada og útvega sér tryggingu.
Ekki er heimilt að óska eftir aðstoðinni fyrir fram; þannig að fólk
sem greinist með elliglöp eða Alzheimers-sjúkdóminn getur ekki
sótt um að fá aðstoð við að deyja síðar, eftir því sem sjúkdómnum
vindur fram og það er ekki lengur fært um að taka ákvörðunina sjálft.
Lögin ganga út frá lögfræðilegri vernd til að fyrirbyggja misnotkun
og til að tryggja að ákvörðunin sé upplýst og tekin að vandlega
ígrunduðu máli. Hvorki lögfræðingurinn né heilbrigðisstarfsfólkið
sem veitir leyfið mega hafa fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Sjúk-
lingurinn þarf ítrekað að staðfesta vilja sinn, síðast andartaki fyrir
dauða sinn. Draga má beiðnina til baka hvenær sem er, með hvaða
hætti sem er. Engin viðurlög eru við því að hætta við og engin tak-
mörk á því hversu oft má óska eftir dánaraðstoð.
Sjúklingurinn þarf að skrifa undir beiðnina að viðstöddum tveimur
óháðum vottum, þannig að enginn vafi leiki á því að um einlægan en
ekki þvingaðan vilja sé að ræða.
Gjörningurinn fer fram að minnsta kosti tíu dögum fyrir andlátið.
Að því búnu þarf læknir eða hjúkrunarfræðingur að staðfesta skrif-
lega að sjúklingurinn þjáist af og sé langt genginn með alvarlegan og
ólæknandi sjúkdóm sem muni draga hann til dauða innan skamms
tíma. Einnig er skylt að upplýsa sjúklinginn, sé beiðni hans samþykkt,
um möguleika á líknandi meðferð til að lina þjáningar hans áður en
hann má deyja.
Strangir skilmálar
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á heimavorn.is
HVARSEMÞÚERT
SAMSTARFSAÐILI
Öryggiskerfi
15:04 100%
Við fylgdumst vel með umræðunni á sínumtíma og vorum fylgjandi löggjöfinni umdánaraðstoð; ræddum þetta okkar á
milli, ég, Jón Örn og Haukur Hávar sonur okkar
og vorum öll á sömu bylgjulengd varðandi það
að þetta væri eitthvað sem við gætum hugsað
okkur að færa okkur í nyt ef til þess kæmi að við
yrðum einhvern tíma alvarlega veik og upp á
aðra komin. Ekkert okkar gat hugsað sér að
verða ósjálfbjarga,“ segir Guðrún Mjöll Guð-
bergsdóttir, eiginkona Jóns Arnar heitins, gegn-
um símann frá heimili sínu í Kanada. Lögin voru
samþykkt á kanadíska þinginu 2016.
Jón Örn greindist með stórt góðkynja heila-
æxli árið 2010 og þurfti að fara í erfiðan upp-
skurð. Hann fékk heilabólgu þremur vikum eftir
heilauppskurðinn, auk þess sem hann datt og
fékk blæðingu á heilann 2013. Jón Örn fékk slag
í október 2019 og var jafnvægið aldrei gott eftir
það og datt hann illa í fleiri skipti. Guðrún Mjöll
segir hann af mikilli elju hafa jafnað sig merki-
lega vel af öllum þessum veikindum enda þótt
hann hafi aldrei náð fyrri styrk aftur. Seinustu
árin gerði krónísk þvagrásarsýking Jóni Erni
lífið leitt og lenti hann ítrekað inn á spítala. Allt-
af reis hann upp aftur en undir það síðasta voru
lífsgæði hans orðin lítil sem engin.
„Síðasta árið í lífi hans var mjög erfitt. Hann
lagðist inn á spítala í mars en fékk að fara heim í
byrjun apríl. Hann fann strax að ekki gengi að
vera heima enda var hann þjáður og þurfti alveg
manninn með sér. Þess vegna fór hann strax aft-
ur á spítalann. Jón Örn átti orðið mjög erfitt með
gang án aðstoðar, gat lítið sem ekkert lesið og
hafði enga ánægju af því að borða; þessi mikli
matmaður sem hann alla tíð var.“
Vegna kórónuveirufaraldursins var mæðgin-
unum skömmu síðar bannað að hitta Jón Örn og
urðu þau að láta símann duga í rúma tvo mánuði.
„Hann hafði greinilega velt því vel og vandlega
fyrir sér að óska eftir dánaraðstoð,“ segir Guð-
rún Mjöll. „Hann var hættur að vilja borða og
taka lyfin sín en samt nógu hress og skýr til að
spyrja lækninn sinn hvort hann væri gjald-
gengur í þessa aðstoð. Heilinn var í 100% lagi.“
Það var læknirinn sem hringdi í Guðrúnu
Mjöll og Hauk og tilkynnti þeim að Jón Örn
hefði lagt fram téða beiðni. „Við töluðum við
hann seinna sama dag og sögðum honum að við
styddum ákvörðunina. Við höfðum svo sem ekki
verið að hugsa sérstaklega um þennan mögu-
leika en þekktum vilja hans og því kom þetta
okkur ekki á óvart.“
Haukur, sem hlýtt hefur á samtal okkar, bæt-
ir við að þetta sé ekki spurning um lengd lífs,
heldur gæði. „Þess vegna skildum við pabba og
studdum ákvörðun hans.“
Guðrún Mjöll segir ferlið sem fór í gang mjög
faglegt og mannúðlegt. „Fyrsti fundurinn var
með sérhæfðum hjúkrunarfræðingi sem stýrir
þessu prógrammi hérna í Regina. Þar var út-
skýrt hvernig ferlið gengur fyrir sig og Jón Örn
síðan spurður spjörunum úr um allt sitt líf.
Þetta tók hálfan annan tíma og hann stóð sig
frábærlega vel. Við Haukur vorum farin að
þreytast í símanum en engan bilbug var á Jóni
Erni að finna; hjúkrunarfræðingurinn bauð
honum að taka pásu en hann vildi ólmur halda
áfram og klára viðtalið. Næst hitti hann sál-
fræðing og hann komst að sömu niðurstöðu og
hjúkrunarfræðingurinn; að það væri einbeittur
vilji Jóns Arnar að þiggja dánaraðstoðina,
þunglyndi eða annað slíkt væri ekki að villa hon-
um sýn. Þriðji í röðinni var félagsráðgjafi og
niðurstaða hans var sú sama. Lokafundurinn
var með lækni og þá fékk Haukur að vera við-
staddur. Sá þá pabba sinn í fyrsta skipti í rúma
tvo mánuði. Ég fylgdist með í símanum. Eftir
þann fund var lokaákvöðrun tekin en sú ábyrgð
hvílir á herðum læknisins.“
Um leið og leyfið lá fyrir, föstudaginn 15. maí,
vildi Jón Örn drífa í þessu strax á mánudeginum
sem Guðrún Mjöll segir staðfesta hversu ákveð-
inn eiginmaður hennar hafi verið. Hauki tókst á
hinn bóginn að sannfæra hann um að bíða að-
eins lengur enda hefðu þau móðir hans lítið sem
ekkert séð hann vikum saman. Haukur fékk að
hitta föður sinn daglega síðustu vikuna og Guð-
rún Mjöll síðustu þrjá dagana sem hann lifði.
Þær stundir voru að vonum ómetanlegar.
Dánaraðstoðin fór fram fimmtudaginn 21.
maí, sex dögum eftir að leyfið fékkst. Guðrún
Mjöll og Haukur voru viðstödd og héldu í hend-
urnar á Jóni Erni. Auk þeirra voru fjórir sér-
hæfðir hjúkrunarfræðingar viðstaddir, þar af
einn nemi sem er að setja sig inn í ferlið, með
leyfi aðstandenda. Jóni Erni voru gefnar nokkr-
ar sprautur uns hann sofnaði og yfirgaf þennan
heim. Alls tók það ekki nema fimm mínútur.
Afskaplega friðsælt
– Er hægt að lýsa þessari stund með orðum?
„Þetta var afskaplega friðsælt. Meðan á
þessu stóð hugsuðum við bara um hann; það var
ekki fyrr en seinna að við fórum að hugsa um
okkur sjálf. Þetta gerðist allt svo hratt. Við er-
um ákaflega þakklát fyrir að þessi löggjöf sé til
hérna í Kanada. Annars hefði Jón Örn bara
endað á einhverju elliheimili, þjáður og ófær um
að hugsa um sig sjálfur. Hann gerði þetta ekki
bara fyrir sig, heldur líka fyrir okkur Hauk,
þannig að við þyrftum ekki að horfa upp á hann
ósjálfbjarga.“
Jón Örn var alla tíð fullur atorku; harðdug-
legur í leik og starfi. Hann sinnti ýmsum
ábyrgðarstörfum um dagana; var hagfræðipró-
fessor og starfaði lengi hjá fylkisstjórninni í
Saskatchewan. Þá var hann ræðismaður Ís-
lands í 27 ár og tók einu sinni á móti forseta Ís-
lands, sem þá var Ólafur Ragnar Grímsson.
„Hann lét líka til sín taka hér heima; hafði gam-
an af garðvinnu og var sérlega fínn kokkur. Jón
Örn var ekki maður sem sat í stól og beið eftir
að aðrir gerðu hlutina. Ef hann sá að eitthvað
þurfti að gera þá gerði hann það.“
Guðrún Mjöll segir ferlið allt, frá fyrsta fundi
að seinustu sprautu, hafa verið vandað og til
fyrirmyndar og heilbrigðisstarfsfólkið sem að
því kom einstaklega hugulsamt og hæft. Heil-
brigðiskerfið stóð straum af öllum kostnaði.
– Finnst þér að við ættum að taka upp löggjöf
af þessu tagi hérna á Íslandi?
„Já, mér finnst að þetta ætti vera alls staðar.
Vinkona mín átti kollgátuna þegar hún benti á,
að við veittum dýrunum okkar þessa dánarað-
stoð þegar þau eru orðin kvalin og södd lífdaga.
Hvers vegna gerum við það ekki fyrir fólkið
okkar líka? Þetta snýst um að fá að kveðja
þennan heim með virðingu og reisn. Ég geri
mér fulla grein fyrir því að ekki eru allir sam-
mála mér; þessi löggjöf var mjög umdeild hér í
Kanada og um hann rifist í mörg ár. Það var
ekki fyrr en seinasta árið áður en hún var sam-
þykkt að maður sá að hún myndi líklega fara í
gegn. Ég held að það sé tímabært fyrir Íslend-
inga að eiga þessa umræðu líka.“
Snýst um að fá
að kveðja þennan
heim með reisn
Jón Örn Jónsson og
Guðrún Mjöll Guðbergs-
dóttir, ásamt syni sínum,
Hauki Hávari. Myndin er
tekin 22. mars 2014, á
gullbrúðkaupsdegi þeirra.