Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 41 — HVAÐA KRÖFUR GERUM VIÐ? Við leitum að stjórnendum sem búa yfir: • Færni í því að skapa liðsheild á vinnustað og leiða fólk til árangurs • Samskiptafærni, jákvæðu og lausnamiðuðu viðhorfi, þjónustulund og metnaði • Meistaraprófi á háskólastigi sem nýtist í starfi • Árangursríkri reynslu af stefnumótun  áætlanagerð • Reynslu af því að stýra fjölbreyttum hópi sérfræðinga • Reynslu af verkefnastjórnun og teymisvinnu • Góðri færni í íslensku og ensku í ræðu og riti • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur Um er að ræða embætti sem fela í sér tækifæri til að koma að og hafa áhrif á umgjörð og þróun atvinnulífs og stuðla að fæðu- og matvælaöryggi. Um starfs- kjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar í embættin til fimm ára frá 1. október 2020. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Umsókn skal skilað með tölvu- pósti á netfangið postur@anr.is. Skýrt skal vera í umsókn um hvaða starf er sótt. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og stutt kynningarbréf á íslensku um ástæðu umsóknar auk upplýsinga um árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í embættinu. Hæfnisnefnd skipuð af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra metur hæfni umsækjenda samkvæmt reglum nr. 393/2012 og skilar greinargerð til ráðherra. — SKRIFSTOFUSTJÓRI SKRIFSTOFU LANDBÚNAÐARMÁLA Skrifstofan fer m.a. með málefni er varða bú- vörusamninga, landbúnaðarlands, starfsskil- yrði landbúnaðar, greiningar og þátttöku í gerð viðskiptasamninga. — SKRIFSTOFUSTJÓRI SKRIFSTOFU MATVÆLA- ÖRYGGIS OG FISKELDIS Skrifstofan fer m.a. með málefni er varða heil- brigði afurða landbúnaðar og sjávarútvegs, dýravelferð og fiskeldis í hafi og á landi. — SKRIFSTOFUSTJÓRI SKRIFSTOFU SJÁVARÚTVEGSMÁLA Skrifstofan fer m.a. með málefni er varða stjórn fiskveiða, fiskveiðisamninga við erlend ríki, veiði í fersku vatni, starfsskilyrði sjávarútvegs, markaði og greiningar Umsóknarfrestur er til 12. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar um embættin veitir Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í gegnum netfangið postur@anr.is — HVER ERUM VIÐ? Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu starfa tveir ráðherrar sem fara með málaflokka ráðuneytisins; sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hjá ráðuneytinu starfar sam- hentur hópur um 70 starfsmanna sem koma úr ýmsum áttum og búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu. Málaflokkarnir eru mikilvægir og verkefnin ærin, andinn er léttur og föstudagskaffið klikkar sjaldnast. Sameiginlegur þráður í viðhorfi starfsmanna til verkefna er vilji til að nýta sem best það fjármagn sem ráðuneytið fer með og þjónusta atvinnulíf og hinn almenna borgara. Við viljum vera í fararbroddi í nýsköpun, nýtingu á tækni og þekkingu og höfum verið leiðandi í einföldun regluverks. — HVERJA VILJUM VIÐ FÁ Í LIÐIÐ? Skrifstofustjórar leiða starf skrifstofa undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra. Við leitum að leiðtogum sem geta stutt við starfsfólk okkar í þeim verkefnum sem eru framundan gagnvart breyttum áherslum og auknu umfangi mála- flokka. Við viljum ráða til starfa einstaklinga sem þrífast á krefjandi verk- efnum, skynja taktinn í samfélaginu, geta haldið utan um mannauðinn okkar og hafa reynslu af því að skapa liðsheild. Innsýn, þekking eða reynsla af málefnasviðinu er nauðsynleg. — HVAÐ FELST Í STARFINU? Skrifstofustjórar stýra starfsemi sinnar skrifstofu og annast almennan rekstur. Þeir bera ábyrgð á því að skrifstofan sinni stjórnsýslulegum skyldum sínum, sýni frumkvæði í stefnumótun og fylgja eftir stefnumarkandi ákvörð- unum ráðherra. Skrifstofustjórar draga fram það besta í starfsfólki sínu, setja markmið og mæla árangur. Skrifstofustjórar hafa umsjón með að stofnanir ráðuneytisins sinni lögbundnu hlutverki, þær starfi í samræmi við samþykk- tar áætlanir og viðhafi vandaða stjórnsýslu og rannsóknir. Skrifstofustjórar leiða samstarf við aðrar skrifstofur, önnur ráðuneyti, Alþingi, hagaðila og aðra innlenda og erlenda aðila sem koma að málefnum viðkomandi skrifstofu. — HVERT LANGAR OKKUR AÐ FARA? Við ætlum að efla fagskrifstofur okkar og skerpa á skiptingu málaflokka til þess að vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Frá 1. október n.k. verða þrjár nýjar fagskrifstofur settar á fót í stað tveggja. Um er að ræða skrifstofu landbúnaðarmála, skrifstofu matvælaöryggis og fiskeldis og skrif- stofu sjávarútvegsmála. Á hverri skrifstofu um sig munu starfa 8-10 manns. Í starfsemi þeirra munum við leggja áherslu á verkefnamiðað skipulag í teymis- vinnu. Við viljum bæta upplýsingagjöf til almennings, stofnana og starfsfólks. Við viljum halda áfram að vera lausnamiðuð, bæta skipulag og auka skilvirkni enn frekar. Við leitum að forystufé Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir laus embætti þriggja skrifstofustjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.