Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • Selena undirfataverslun Ný sending af aðhaldssundbolum Höfum opnað netverslun www.selena.is Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli kokkur, hefur sannarlega slegið í gegn á landsvísu með matseld sinni en hann er þekktur fyrir að búa til gómsætan mat frá grunni úr villtri náttúrunni. Hann mætti í morgun- þáttinn Ísland vaknar í gær og ræddi um velgengni götubitans í matarvagni Silla kokks þar sem á matseðli er meðal annars að finna gæsapylsur og gæsahamborgara. Besti götubitinn Silli kokkur vann til þrennra af fimm verðlaunum í keppninni Besti götubiti Íslands á götubitahátíðinni á Miðbakka sem haldin var í júlí en þar á meðal vann hann verðlaun fyr- ir besta götubitann. „Enda vinn ég allt sjálfur. Ég geri allt sjálfur í höndunum. Allar sósur, sultur, buff og pylsur. Og þetta er svona íslenskt,“ sagði Sigvaldi í þættinum. „Það er ást í þessu,“ bætti hann við. „Ég hafði þessa hugmynd í hausn- um í mörg ár og hafði aldrei tíma til að framkvæma það en Covid gaf mér tíma til að útfæra þetta,“ sagði Sig- valdi. Hægt er að fylgjast með staðsetn- ingu Silla kokks á Facebook-síðu hans, Sillikokkur.is. Covid gaf tíma til að útfæra hugmyndina Ferðalag Silli kokkur hefur ferðast víða um land á matarvagni sínum sem hefur slegið í gegn. Gæsapylsur Pylsur Silla kokks eru gerðar frá grunni í höndunum. Silli kokkur vann á dögunum þrenn af fimm verð- launum í keppninni Besti götubitinn fyrir matseld sína en hann nýtti tímann í kórónuveirufaraldri til að útfæra hugmyndina um nýjan matarvagn. Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson gaf út glænýtt lag á dögunum, lagið Lífið. Í viðtali við morgunþáttinn Ís- land vaknar í vikunni sagði hann lagið einfaldlega fjalla um það sem heiti lagsins gefi til kynna: Lífið. „Þetta er bara um lífið og að kunna að meta lífið. Hvað við erum gæfusöm að vera Íslend- ingar og eiga lífið. Geta verið til og borðað góðan mat og verið í svona þætti eins og þessum og spjallað,“ sagði Herbert. Gæfusöm að eiga lífið Tvífarar? Í Ísland vaknar kom það til tals að Herbert væri nokkuð líkur söngv- aranum Bono með sólgleraugun sem Herbert gekk með þann daginn. Ólst upp við fátækt Giuseppe ólst upp við mikla fá- tækt, barðist í seinni heimsstyrjöld- inni og eftir að hann fór úr hernum hóf hann að vinna við að leggja járn- brautir. Hann dreymdi þó alltaf um að fara í nám og árið 2017, þá 93 ára gamall, ákvað hann að láta slag standa og skrá sig í sögu og heim- speki við Háskólann í Palermo. Giuseppe sagði að þekking væri eins og ferðataska sem hann tæki með sér í lífsins ferðalag og að þetta hafi verið nú eða aldrei. Hann yrði að kýla á þetta, trúa á sig og skella sér í skóla. Hann útskrifaðist í síð- astliðinni viku og var hvorki meira né minna en efstur í bekknum. Virkilega vel gert og sýnir okkur að það er allt hægt ef trú á eigin getu er fyrir hendi. Ekki efast um þig! Elstur til að útskrifast Elstur Giuseppe, 96 ára, er elsti nemandinn til að útskrifast á Ítalíu. DJ Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á K100.is. LJÓSI PUNKTURINN Dóra Júlía Agnarsdóttir dorajulia@k100.is Það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast og hafa trú á sér. Hinn 96 ára gamli Giuseppe Paterno veit það, en hann útskrif- aðist á dögunum úr þriggja ára námi sem elsti nemandi Ítalíu. Hafði hann mætt í tíma með öðr- um nemendum og sinnt náminu vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.