Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Meiriháttar ehf. er vel tækjum búið alhliða jarðverktakafyrirtæki Allar nánari upplýsingar eru á, meiriháttar.is í síma S:821 3200 eða með tölvupósti í info@meirihattar.is Við höfum mikla reynslu og erum lausnamiðaðir þegar kemur að húsgrunnum sama hvort sem er í auðveldu moldarlagið eða klöpp sem þarf að fleyga. Við útvegum einnig allskyns jarðvegsefni. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tilkomumikið var að sjá þegar þrír ungir hafernir flugu yfir flæðarmáli nærri Stykkishólmi á dögunum. Þess- ir fuglar eru á öðru og þriðja ári og því komnir vel á legg. Einnig mátti þarna líta fullorðinn fugl sveima með- fram ströndinni og af merkjum að dæma er sá ellefu ára gamall, skv. myndunum hér á síðunni sem Bogi Þór Arason tók. Sem jafnan fyrr heldur haförninn, konungur íslenskra fugla, sig mikið við Breiðafjörðinn en talið er að 2/3 stofnsins séu þar. Svo er alltaf nokk- uð af örnum sunnan Snæfellsness- fjallgarðs, á Vestfjörðum og við Húnaflóa, en arnarpörin á landinu um 85 talsins. „Við teljum arnarvarpið í ár hafa heppnast vel, en eftir nokkrar vikur ætti þetta allt að vera komið á hreint. Ungarnir eru alltaf í hreiðum vel fram í ágúst,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, við Morgunblaðið. Vitað er um 59 arnarhreiður á landinu þetta sum- ar, en metárið í fyrra voru hreiðrin 65 og úr þeim fóru á flug alls 56 ungar. Algengur í Reykhólasveit „Varla líður sú vika að við sjáum ekki haferni við mynni Króksfjarðar í Reykhólasveitinni. Fuglinn er mjög algengur á þessum slóðum,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi alþingismaður og sendiherra, sem á sér dvalarstað við Króksfjarðarnes og dvelst þar mikið. „Frá í fyrra minnist ég þess að hafa eitt sinn séð fimm erni saman í einum hópi. Svo er alveg stórkostlegt að sjá ernina svífa hér um og steypa sér nið- ur, en til þess finnur fuglinn bestar aðstæður í vestanáttinni. Þá sést oft til arna á Fellsströnd og Skarðs- strönd í Dölunum, en þá svífur fugl- inn tignarlegar með fjallsbrúnum.“ Ungfuglar Flugu yfir flæðarmáli nærri Stykkishólmi og vöktu athygli allra sem til sáu. Tugir unga komust á legg í sumar og almennt er viðkoma stofnsins um þessar mundir með ágætum. Ernirnir eru tilkomumiklir á flugi  Konungar fuglanna við Stykkishólm  85 pör á landinu og 59 hreiður í ár  Ungar á hreiðrum langt fram í ágúst  Eru mest við Breiðafjörð og Húnaflóann  Steypir sér hátt í vestanáttinni Ljósmyndir/Bogi Þór Arason Flug Ellefu ára gamall fugl á flugi „í forsal vinda“, svo vitnað sé í kvæði skáldanna um þennan konung fuglanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.