Morgunblaðið - 06.08.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.08.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Meiriháttar ehf. er vel tækjum búið alhliða jarðverktakafyrirtæki Allar nánari upplýsingar eru á, meiriháttar.is í síma S:821 3200 eða með tölvupósti í info@meirihattar.is Við höfum mikla reynslu og erum lausnamiðaðir þegar kemur að húsgrunnum sama hvort sem er í auðveldu moldarlagið eða klöpp sem þarf að fleyga. Við útvegum einnig allskyns jarðvegsefni. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tilkomumikið var að sjá þegar þrír ungir hafernir flugu yfir flæðarmáli nærri Stykkishólmi á dögunum. Þess- ir fuglar eru á öðru og þriðja ári og því komnir vel á legg. Einnig mátti þarna líta fullorðinn fugl sveima með- fram ströndinni og af merkjum að dæma er sá ellefu ára gamall, skv. myndunum hér á síðunni sem Bogi Þór Arason tók. Sem jafnan fyrr heldur haförninn, konungur íslenskra fugla, sig mikið við Breiðafjörðinn en talið er að 2/3 stofnsins séu þar. Svo er alltaf nokk- uð af örnum sunnan Snæfellsness- fjallgarðs, á Vestfjörðum og við Húnaflóa, en arnarpörin á landinu um 85 talsins. „Við teljum arnarvarpið í ár hafa heppnast vel, en eftir nokkrar vikur ætti þetta allt að vera komið á hreint. Ungarnir eru alltaf í hreiðum vel fram í ágúst,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, við Morgunblaðið. Vitað er um 59 arnarhreiður á landinu þetta sum- ar, en metárið í fyrra voru hreiðrin 65 og úr þeim fóru á flug alls 56 ungar. Algengur í Reykhólasveit „Varla líður sú vika að við sjáum ekki haferni við mynni Króksfjarðar í Reykhólasveitinni. Fuglinn er mjög algengur á þessum slóðum,“ segir Svavar Gestsson, fyrrverandi alþingismaður og sendiherra, sem á sér dvalarstað við Króksfjarðarnes og dvelst þar mikið. „Frá í fyrra minnist ég þess að hafa eitt sinn séð fimm erni saman í einum hópi. Svo er alveg stórkostlegt að sjá ernina svífa hér um og steypa sér nið- ur, en til þess finnur fuglinn bestar aðstæður í vestanáttinni. Þá sést oft til arna á Fellsströnd og Skarðs- strönd í Dölunum, en þá svífur fugl- inn tignarlegar með fjallsbrúnum.“ Ungfuglar Flugu yfir flæðarmáli nærri Stykkishólmi og vöktu athygli allra sem til sáu. Tugir unga komust á legg í sumar og almennt er viðkoma stofnsins um þessar mundir með ágætum. Ernirnir eru tilkomumiklir á flugi  Konungar fuglanna við Stykkishólm  85 pör á landinu og 59 hreiður í ár  Ungar á hreiðrum langt fram í ágúst  Eru mest við Breiðafjörð og Húnaflóann  Steypir sér hátt í vestanáttinni Ljósmyndir/Bogi Þór Arason Flug Ellefu ára gamall fugl á flugi „í forsal vinda“, svo vitnað sé í kvæði skáldanna um þennan konung fuglanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.