Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 56
MÁNUDAGINN 10. ÁGÚST ALLT AÐ 50% AF VÖLDUM VÖRUM Útsölulok ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Mánudaga - Sunnudaga 12-18 Fernir hádegistónleikar verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík nú í ágústmánuði á fimmtudögum. Upp- haflega stóð til að halda þá í vor en þeim var frestað vegna kófsins. Þótt fjöldatakmarkanir hafi aftur verið hertar verða tónleikarnir haldnir og þess gætt að tveggja metra bil sé á milli gesta og hægt verður að spritta hendur við innganginn. Auður Gunnarsdóttir sópran og Lilja Eggertsdóttir píanóleikari ríða á vaðið í dag og flytja lög úr leikhúsi. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og verða um 30 mínútur að lengd. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og er ekki tekið við greiðslukortum. Auður og Lilja flytja lög úr leikhúsi FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 219. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Tímamót verða hjá Mosfellingum í dag en þeir eru nú í fyrsta skipti gestgjafar Íslandsmótsins í golfi. Fyrsti keppnisdagur af fjórum á Hlíðarvelli er í dag. Mótið er vel mannað og meðalforgjöf keppenda er 0,4 sem gefur vissa mynd af getu kylfinganna. Vegna vinsælda íþrótt- arinnar á þessari öld er orðinn viss áfangi hjá meist- araflokkskylfingum að komast inn í Íslandsmótið. Ís- landsmeistarinn Guðrún Brá er líkleg til að berjast um sigur við Ólafíu Þórunni. Íslandsmeistarinn í karla- flokki, Guðmundur Ágúst, er hins vegar ekki með. »47 Tímamót hjá Mosfellingum sem eru gestgjafar Íslandsmótsins ÍÞRÓTTIR MENNING Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Við erum vonsviknir yfir því að geta ekki mætt, ekki síst vegna þess að Ísland er sú eyja sem er í næstmestu uppáhaldi hjá okkur,“ sögðu bresku myndlistarmenn- irnir kunnu Gilbert & George þegar blaðamaður heim- sótti þá í London í vikunni. Sú eyja sem er í mestu uppáhaldi hjá þeim er heimalandið, Bretland, en þeir höfðu lagt mikla alúð í að hanna módelið að sýningunni í Hafnarhúsinu sem þeir sitja hér við en sýningin er í mörgum sölum og á henni fjölmörg og gríðarstór verk. Veirufaraldurinn veldur því að Gilbert & George verða að sitja heima og ná ekki að hitta gesti í Hafnar- húsinu. Í rúma hálfa öld hafa þeir verið meðal kunn- ustu og umtöluðustu listamanna Breta, yfirlýstir íhaldsmenn og guðleysingjar, en við upphaf ferilsins breyttu þeir lífi sínu í samfelldan gjörning. Þrátt fyrir að þurfa nú í fyrsta skipti síðan þeir kynntust að borða heima hjá sér og margt hafi breyst hafa þeir ekki setið auðum höndum í einangrun. „Ástandið hefur ekki breytt því hvernig við vinnum, við höfum skapað 85 ný verk,“ sögðu þeir spenntir. „Við höfðum lokið við að hanna verkin þegar veiran skall á, gáfum myndröðinni heiti strax í janúar og köllum The New Normal Pictures. Og þremur vik- um síðar fengu verkin – og heitið – alveg nýja merk- ingu með veirunni. Við vorum fyrstir með þetta! Myndirnar eru allar um veiruna en urðu til á undan henni.“ »48 Myndirnar allar um veiruna en urðu til á undan henni Morgunblaðið/Einar Falur Sýning á verkum Gilberts & George opnuð í Listasafni Reykjavíkur í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.