Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Tryggðu þér borð á www.matarkjallarinn.is fylgir hverri ferðagjöf sem innleyst er hjá Matarkjallaranum FORDRYKKUR Andrés Magnússon andres@mbl.is Talið er að um 300.000 manns séu heimilislaus í Beirút eftir sprengingarnar hryllilegu á þriðjudag, sem lögðu stór svæði umhverfis höfnina í rúst og ollu skemmdum á mann- virkjum í allt að 10 km fjarlægð. Fjöldi látinna er kominn upp í 135 manns og vafalaust eiga fleiri lík eftir að finnast í húsarústum næstu daga og vikur. Óttast er að þar sé enn margt fólk á lífi, en björgunarstarf er afar örðugt. Reyk leggur enn yfir höfnina í Beirút, en um göturnar gengur fólk í leit að ástvinum. Talið er að um 4.000 manns hafi slasast og eru öll sjúkrahús yfirfull, en til að gera illt verra urðu tvö af stærstu sjúkrahúsum borgarinnar fyrir verulegum skemmdum og þurfti að rýma annað þeirra. Enn er margt á huldu um orsakir spreng- inganna, en Mohammed Fahmi innanríkisráð- herra staðfesti að þær hafi orðið í vöru- skemmum við höfnina, þar sem voru um 2.750 tonn af áburði, ammoníumnítrati eða kjarna. Hann er eldfimur og nothæfur til sprengju- gerðar. Sprengingum fylgdi rauðleitt reykský til vísbendingar um að þar hafi áburður sprungið, en ekki bætir úr skák að reykurinn inniheldur eiturefni, sem valdið getur lungna- skemmdum. Áburðurinn var gerður upptækur árið 2014 þegar rússnesk útgerð vöruflutningaskipsins Rhosus á leið frá Georgíu til Mozambique lýsti yfir gjaldþroti meðan skipið var í höfn þar. Af óskýrðum ástæðum hefur áburðurinn verið þar á hafnarbakkanum síðan. Hafnar- stjórar Beirút-hafnar voru í gær settir í stofu- fangelsi, en hafnaryfirvöld hafa sætt ámæli fyrir vanrækslu og spillingu. Hafnarsvæðið og iðnaðarhverfi í kring mega heita ónýt, en skammt þaðan eru stór íbúðarhverfi og fjölfarin verslunarhverfi við jaðar miðbæjarins. Tugir bygginga hrundu og eru rústir einar, en varla má finna heillegt hús í 2-3 km fjarlægð frá sprengjugígnum við höfnina, en á því svæði býr meira en hálf milljón manns. Til marks um ofsakraft síðari sprengingarinnar má nefna að hvellurinn heyrðist alla leið til Kýpur sem er í tæplega 200 km fjarlægð. Af jarðskjálftamælum mátti lesa að hún hefði jafnast á við 3,5 stigs skjálfta á Richters-kvarða. Sprengingar í Beirút — eyðileggingin 4. ágúst 2020 Heimild: OpenStreetMaps Líbanon Vöruskemmurnar sem áburðurinn var geymdur í Stórskemmdar byggingar Götur í verslunar- hverfinu þaktar glerbrotum Allar hafnar- byggingar stórlaskaðar Rústir einar Skt. Georgs- spítali mjög skemmdur Hotel Dieu spítali nokkuð skemmdur Skemmdir á verslanamiðstöð Klæðning háhýsa hrundi af Karantina- spítali rýmdur 1 km 10.000 manns 2 km 80.000 manns 3 km 500.000 manns TYRKLAND KÝPUR JÓRDANÍA ÍSRAEL DamaskusLÍBANON Beirút SÝRLAND M i ð j a r ð a r h a f Skemmdir urðu á húsum í allt að 10 km fjarlægð frá skemmunum, þar sem sprengingin varð. Það er tvöfalt svæðið sem rúmast á þessu korti. Hvellurinn heyrðist alla leið til Kýpur. Reykjarbólstrar í Beirút sáust í Damaskus. 300.000 heimilislaus í Beirút  135 hafa fundist látin, um 4.000 særð og óttast að í rústum leynist bæði lík og lifandi eftir sprengingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.