Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 27

Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Tryggðu þér borð á www.matarkjallarinn.is fylgir hverri ferðagjöf sem innleyst er hjá Matarkjallaranum FORDRYKKUR Andrés Magnússon andres@mbl.is Talið er að um 300.000 manns séu heimilislaus í Beirút eftir sprengingarnar hryllilegu á þriðjudag, sem lögðu stór svæði umhverfis höfnina í rúst og ollu skemmdum á mann- virkjum í allt að 10 km fjarlægð. Fjöldi látinna er kominn upp í 135 manns og vafalaust eiga fleiri lík eftir að finnast í húsarústum næstu daga og vikur. Óttast er að þar sé enn margt fólk á lífi, en björgunarstarf er afar örðugt. Reyk leggur enn yfir höfnina í Beirút, en um göturnar gengur fólk í leit að ástvinum. Talið er að um 4.000 manns hafi slasast og eru öll sjúkrahús yfirfull, en til að gera illt verra urðu tvö af stærstu sjúkrahúsum borgarinnar fyrir verulegum skemmdum og þurfti að rýma annað þeirra. Enn er margt á huldu um orsakir spreng- inganna, en Mohammed Fahmi innanríkisráð- herra staðfesti að þær hafi orðið í vöru- skemmum við höfnina, þar sem voru um 2.750 tonn af áburði, ammoníumnítrati eða kjarna. Hann er eldfimur og nothæfur til sprengju- gerðar. Sprengingum fylgdi rauðleitt reykský til vísbendingar um að þar hafi áburður sprungið, en ekki bætir úr skák að reykurinn inniheldur eiturefni, sem valdið getur lungna- skemmdum. Áburðurinn var gerður upptækur árið 2014 þegar rússnesk útgerð vöruflutningaskipsins Rhosus á leið frá Georgíu til Mozambique lýsti yfir gjaldþroti meðan skipið var í höfn þar. Af óskýrðum ástæðum hefur áburðurinn verið þar á hafnarbakkanum síðan. Hafnar- stjórar Beirút-hafnar voru í gær settir í stofu- fangelsi, en hafnaryfirvöld hafa sætt ámæli fyrir vanrækslu og spillingu. Hafnarsvæðið og iðnaðarhverfi í kring mega heita ónýt, en skammt þaðan eru stór íbúðarhverfi og fjölfarin verslunarhverfi við jaðar miðbæjarins. Tugir bygginga hrundu og eru rústir einar, en varla má finna heillegt hús í 2-3 km fjarlægð frá sprengjugígnum við höfnina, en á því svæði býr meira en hálf milljón manns. Til marks um ofsakraft síðari sprengingarinnar má nefna að hvellurinn heyrðist alla leið til Kýpur sem er í tæplega 200 km fjarlægð. Af jarðskjálftamælum mátti lesa að hún hefði jafnast á við 3,5 stigs skjálfta á Richters-kvarða. Sprengingar í Beirút — eyðileggingin 4. ágúst 2020 Heimild: OpenStreetMaps Líbanon Vöruskemmurnar sem áburðurinn var geymdur í Stórskemmdar byggingar Götur í verslunar- hverfinu þaktar glerbrotum Allar hafnar- byggingar stórlaskaðar Rústir einar Skt. Georgs- spítali mjög skemmdur Hotel Dieu spítali nokkuð skemmdur Skemmdir á verslanamiðstöð Klæðning háhýsa hrundi af Karantina- spítali rýmdur 1 km 10.000 manns 2 km 80.000 manns 3 km 500.000 manns TYRKLAND KÝPUR JÓRDANÍA ÍSRAEL DamaskusLÍBANON Beirút SÝRLAND M i ð j a r ð a r h a f Skemmdir urðu á húsum í allt að 10 km fjarlægð frá skemmunum, þar sem sprengingin varð. Það er tvöfalt svæðið sem rúmast á þessu korti. Hvellurinn heyrðist alla leið til Kýpur. Reykjarbólstrar í Beirút sáust í Damaskus. 300.000 heimilislaus í Beirút  135 hafa fundist látin, um 4.000 særð og óttast að í rústum leynist bæði lík og lifandi eftir sprengingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.