Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ 50 ára Ólafía ólst upp í Mosfellsbæ en býr í Hafnarfirði. Hún er hjúkrunarfræðingur í Læknahúsinu. Ólafía er heimsmeistari í sínum aldursflokki í Spartan Race, sem er utan- vegahindrunarhlaup. Maki: Friðleifur Friðleifsson, f. 1970, yfir- maður sölu frystra afurða hjá hjá Iceland Seafood. Synir: Bjarki Þór, f. 1994, Fannar Óli, f. 1998, og Friðleifur Kristinn, f. 2001. Foreldrar: Gunnar Kvaran, f. 1946, harmonikkukennari og fv. sölumaður, og Sigríður Þorvaldsdóttir Kvaran, f. 1946, fv. skrifstofukona. Þau eru búsett í Reykjavík. Ólafía Kvaran Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vin. Einhver ný mann- eskja kemur inn í líf þitt með mikinn lær- dóm. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu sanngjarnari við sjálfan þig, en þú ert. Gamlar deilur geta komið upp að nýju á milli þín og maka þíns eða fyrrum maki þinn skotið upp kollinum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að nálgast verkefni þín í vinnunni með skipulögðum hætti. Gagn- legar umræður gera alla hluti framkvæm- anlegri. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Til þín verður leitað með sérstök verkefni og þú ættir að hafa svigrúm til þess að taka þau að þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn í dag er kjörinn til að takast á við gamalt vandamál sem þér hefur ekki tekist að leysa. Hins vegar á nú betur við að hafa smá aga með öllu stuðinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt átök og óreiða sé allt í kring- um þig máttu ekki láta neitt trufla áform þín. Finndu út úr því hverju eða hverjum er um að kenna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reynið ekki að breyta öðrum eða segja þeim fyrir verkum. Hóaðu eftir liðs- auka og gefðu skýr fyrirmæli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú freistast til þess að skipta þér af annarra málefnum skaltu ekki búast við því að geta sinnt eigin skyldum á meðan. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vegna þess hve auðveldlega þú heillar aðra skaltu ekki hika við að biðja um greiða. Hlutirnir ganga vel og fólk hugsar jákvætt um þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Af litlum neista verður oft mikið bál. Varaðu þig á að sýna yfirlæti, annað fólk hefur líka lært ýmislegt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Annað hvort þú eða vinur þinn verður gagntekin af ákveðinni hugmynd. Horfðu á hana úr fjarlægð svo þú eigir betra með að átta þig á næstu skrefum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það getur haft örlagaríkar afleið- ingar að skipta sér af málum sem ekki eru á manns færi. Sambönd og leynileg ástar- sambönd sem þróast nú verða minnis- stæð og eiga eftir að hafa mikil áhrif. nokkuð virk þar, ég gerðist Zonta- kona eftir að ég flutti í borgina og hef séð um æskulýðsstarf Rótarý- hreyfingarinnar á Íslandi í mörg ár. Enn fremur hef ég tekið þátt í stjórn Vöruhúss tækifæranna, sem er eitt af verkefnum U3A, en það er háskóli þriðja aldursskeiðsins. Nú er ég svo lánsöm að vera kom- hverju sinni. Ég var með í að reka Jónshús í Kaupmannahöfn eitt árið og var í stjórn þess húss um tíma. Ég var með í Emblum og Lions í Stykkishólmi, gekk í Rótarýhreyf- inguna 1995 á meðan ég bjó í Vest- mannaeyjum og er ennþá virk þar. Ég tók þátt í Félagi kvenna í at- vinnulífinu frá upphafi og er enn H anna María Siggeirs- dóttir er fædd 6. ágúst 1950 á Sólvallagötunni í Reykjavík og ólst þar upp til átta ára aldurs. „Ég byrjaði þess vegna í Melaskóla einn vetur, en þá flutti fjölskyldan inn á Austurbrún og ég fór í Langholts- skóla til 14 ára aldurs.“ Þaðan fór Hanna María í Vogaskóla í einn vetur og tók landspróf. Hún fór síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð, var í fyrsta árganginum sem fór í gegnum þann skóla og var stúdent 1970. Hún var síðan í lyfjafræði við Háskóla Ís- lands í tvo vetur og fór þaðan áfram í lyfjafræðinám við Danmarks farma- ceutiske höjskole þaðan sem hún út- skrifaðist sem kandidat í lyfjafræði. „Í barnæsku minni vorum við öll sumur frá því að skóla lauk á vorin og þar til hann byrjaði aftur á haustin í „Skála“, sumarbústað fjöl- skyldunnar við Elliðavatn þangað til ég fór að vinna 15 ára í mjólk- urbúð við að pakka inn skyri og af- greiða mjólk á brúsa. Síðan vann ég í Útvegsbankanum nokkur sumur á meðan ég var í menntaskóla og svo í apótekum meðan ég var í lyfja- fræðináminu hér heima, áður en ég fór til Kaupmannahafnar í lyfja- fræðinámið þar.“ Eftir að Hanna María kláraði lyfjafræðinámið starfaði hún sem lyfjafræðingur í Norðurbæjar- apóteki í Hafnarfirði og Holts- apóteki, ásamt því að kenna ýmis lyfjafræðifög við Hjúkrunarskóla Íslands, Lyfjatæknaskóla Íslands og Háskóla Íslands þangað til hún gerðist apótekari í Stykkishólms Apóteki áramótin 1985/1986. Hún var þar til áramóta 1994/1995 en gerðist þá apótekari í Apóteki Vest- mannaeyja til 2006 að fjölskyldan flutti aftur til Reykjavíkur. Hanna María var apótekari í Laugarnes Apóteki, sem hún flutti svo í Borgartún 28 og kallaði Lyfjaborg. Hún hætti apóteksrekstri 2013 og fór eftir það að sinna ýmsum tóm- stunda og félagsstörfum. „Ég hef alltaf verið mjög félags- lynd og tekið mikinn þátt í félags- lífinu á þeim stað sem ég hef búið in í fullt starf að skemmta mér og geri bara það sem mér finnst gaman og er það ekki leiðinleg afþreying fyrir félagslynda og ágætlega virka konu. Ég hef alltaf haldið stórar veislur á stórum afmælisdögum, en það verður ekki í ár vegna covid og verð ég að heiman með fjölskyldu minni.“ Hanna María Siggeirsdóttir lyfjafræðingur – 70 ára Hjónin Erlendur og Hanna María á ráðstefnu æskulýðsfulltrúa Rótarýhreyfingarinnar í Suður-Afríku 2010. Í fullu starfi við að skemmta sér Í Stykkishólms Apóteki Hanna María, sem er lengst til vinstri, ásamt starfsfólki sínu á 150 ára afmæli apóteksins árið 1988. Með barnabörnunum Á leiðinni í Húsdýragarðinn Í dag, þann 6. ágúst, eiga hjónin Bára Böðvarsdóttir og Friðrik Hróbjarts- son sextíu ára brúðkaupsafmæli. Árnað heilla Demantsbrúðkaup 40 ára Ívar er Reyk- víkingur, ólst upp í Vesturbænum og býr í Grafarvogi. Hann er kvikmyndagerðar- maður og rekur fyrir- tækið KÍKÍ. Ívar var að klára að vinna sjón- varpsþættina Vegferð sem eru í leik- stjórn Baldvins Z með Ólafi Darra Ólafs- syni og Víkingi Kristjánssyni í aðal- hlutverkum. Maki: Gerður Erla Tómasdóttir, f. 1988, myndlistarmaður. Sonur: Tristan Stígur, f. 2015. Foreldrar: Ívar Guðmundsson, f. 1952, endurskoðandi, og Kristín Kristjánsdóttir, f. 1952, hárgreiðslumeistari. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Ívar Kristján Ívarsson Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.