Morgunblaðið - 06.08.2020, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • Selena undirfataverslun
Ný sending af
aðhaldssundbolum
Höfum opnað netverslun
www.selena.is
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Sigvaldi Jóhannesson, eða Silli
kokkur, hefur sannarlega slegið í
gegn á landsvísu með matseld sinni
en hann er þekktur fyrir að búa til
gómsætan mat frá grunni úr villtri
náttúrunni. Hann mætti í morgun-
þáttinn Ísland vaknar í gær og
ræddi um velgengni götubitans í
matarvagni Silla kokks þar sem á
matseðli er meðal annars að finna
gæsapylsur og gæsahamborgara.
Besti götubitinn
Silli kokkur vann til þrennra af
fimm verðlaunum í keppninni Besti
götubiti Íslands á götubitahátíðinni
á Miðbakka sem haldin var í júlí en
þar á meðal vann hann verðlaun fyr-
ir besta götubitann.
„Enda vinn ég allt sjálfur. Ég geri
allt sjálfur í höndunum. Allar sósur,
sultur, buff og pylsur. Og þetta er
svona íslenskt,“ sagði Sigvaldi í
þættinum.
„Það er ást í þessu,“ bætti hann
við.
„Ég hafði þessa hugmynd í hausn-
um í mörg ár og hafði aldrei tíma til
að framkvæma það en Covid gaf mér
tíma til að útfæra þetta,“ sagði Sig-
valdi.
Hægt er að fylgjast með staðsetn-
ingu Silla kokks á Facebook-síðu
hans, Sillikokkur.is.
Covid gaf tíma til að
útfæra hugmyndina
Ferðalag Silli kokkur hefur ferðast
víða um land á matarvagni sínum
sem hefur slegið í gegn.
Gæsapylsur Pylsur Silla kokks eru
gerðar frá grunni í höndunum.
Silli kokkur vann á dögunum þrenn af fimm verð-
launum í keppninni Besti götubitinn fyrir matseld
sína en hann nýtti tímann í kórónuveirufaraldri til
að útfæra hugmyndina um nýjan matarvagn.
Tónlistarmaðurinn Herbert
Guðmundsson gaf út glænýtt
lag á dögunum, lagið Lífið. Í
viðtali við morgunþáttinn Ís-
land vaknar í vikunni sagði
hann lagið einfaldlega fjalla
um það sem heiti lagsins gefi
til kynna: Lífið.
„Þetta er bara um lífið og að
kunna að meta lífið. Hvað við
erum gæfusöm að vera Íslend-
ingar og eiga lífið. Geta verið
til og borðað góðan mat og
verið í svona þætti eins og
þessum og spjallað,“ sagði
Herbert.
Gæfusöm
að eiga lífið
Tvífarar? Í Ísland vaknar kom það til tals að Herbert væri nokkuð líkur söngv-
aranum Bono með sólgleraugun sem Herbert gekk með þann daginn.
Ólst upp við fátækt
Giuseppe ólst upp við mikla fá-
tækt, barðist í seinni heimsstyrjöld-
inni og eftir að hann fór úr hernum
hóf hann að vinna við að leggja járn-
brautir. Hann dreymdi þó alltaf um
að fara í nám og árið 2017, þá 93 ára
gamall, ákvað hann að láta slag
standa og skrá sig í sögu og heim-
speki við Háskólann í Palermo.
Giuseppe sagði að þekking væri
eins og ferðataska sem hann tæki
með sér í lífsins ferðalag og að þetta
hafi verið nú eða aldrei. Hann yrði
að kýla á þetta, trúa á sig og skella
sér í skóla. Hann útskrifaðist í síð-
astliðinni viku og var hvorki meira
né minna en efstur í bekknum.
Virkilega vel gert og sýnir okkur að
það er allt hægt ef trú á eigin getu er
fyrir hendi. Ekki efast um þig!
Elstur til að útskrifast
Elstur Giuseppe, 96 ára, er elsti
nemandinn til að útskrifast á Ítalíu.
DJ Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur
góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á K100.is.
LJÓSI PUNKTURINN
Dóra Júlía Agnarsdóttir
dorajulia@k100.is
Það er aldrei of seint að láta
drauma sína rætast og hafa trú á
sér. Hinn 96 ára gamli Giuseppe
Paterno veit það, en hann útskrif-
aðist á dögunum úr þriggja ára
námi sem elsti nemandi Ítalíu.
Hafði hann mætt í tíma með öðr-
um nemendum og sinnt náminu
vel.