Morgunblaðið - 12.08.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.08.2020, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020 Skúli Halldórsson Alexander Kristjánsson Ekki er ástæða til að herða á sótt- varnaaðgerðum innanlands á þess- ari stundu. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýs- ingafundi almannavarna í gær. Töl- ur um smit undanfarna daga gefi góða von um að „við séum mögulega að ná að koma böndum á þessa hóp- sýkingu sem við höfum verið að fást við undanfarið“. Víðir Reynisson, yfirlögreglu- þjónn hjá almannavörnum, tók und- ir þetta en sagði þó að næstu dagar myndu skera endanlega úr um það en enn er beðið eftir niðurstöðu úr samfélagsskimun Íslenskrar erfða- greiningar í Vestmannaeyjum. Þar voru 500 skimaðir eftir að tveir greindust sýktir í Eyjum á sunnu- dag. Viðbúið væri að einhverjir myndu áfram greinast næstu daga, þrátt fyrir að enginn hefði greinst síðasta sólarhringinn. Nýjar reglur munu taka gildi næstkomandi fimmtudag Þórólfur skilaði í gær minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur heil- brigðisráðherra þar sem lagðar eru fram nokkrar tillögur um hvernig sóttvarnareglum geti verið háttað næstu vikur og mánuði, en þær regl- ur sem nú eru í gildi renna út á morgun, 13. ágúst. Þórólfur hefur áður sagt að í tillögunum séu gefnir upp kostir og ókostir nokkurra ólíkra leiða út frá sóttvarnasjónar- miðum, en hann telji það ekki hlut- verk sitt sem sóttvarnalæknis að meta hagsmuni tiltekinna atvinnu- greina og samfélagsstofnana um- fram aðrar. Það sé í verkahring stjórnvalda. Hann segir þó að sér hugnist best út frá sóttvarnasjón- armiðum að allir sem koma hingað til lands fari í skimun á landamær- um, 4-6 daga sóttkví og síðar aðra skimun. Það sé þó ekki ódýrt. Ekkert verið ákveðið um landamæraskimun Á fundinum í gær var Þórólfur spurður út í lista Íslands yfir „örugg ríki“, þaðan sem ferðamenn geta komið án þess að fara í skimun við landamærin. Á þeim lista eru Nor- egur, Danmörk, Finnland, Færeyj- ar, Grænland og Þýskaland, en öll önnur lönd eru skilgreind sem áhættusvæði. Sagði Þórólfur að ekki hefði verið ákveðið að svo stöddu að breyta skilgreiningu áhættusvæð- anna. Þórólfur ítrekaði þó að nyt- samlegar upplýsingar hefðu fengist úr landamæraskimun frá því hún hófst 15. júní, en 40 virk smit hafa verið greind þar hjá þeim 86.000 ferðamönnum sem hafa komið til landsins. Benti hann á að nóg væri að einn kæmi með veiruna inn í landið til að setja af stað alvarlega hópsýkingu. Ekkert nýtt innanlandssmit Minnisblað Þórólfs var ekki rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, en ætla má að það verði tekið fyrir sem fyrst, enda þurfa nýjar reglur að taka gildi á fimmtudag. Á fundinum í gær sagði Þórólfur þó lagt til að reglur um grímuskyldu yrðu óbreyttar, þ.e. krafist grímu- notkunar þegar ekki er hægt að virða fjarlægðartakmarkanir. Ekkert nýtt smit greindist innan- lands í fyrradag, í fyrsta sinn í 18 daga. Þrjú smit greindust aftur á móti við landamærin og er niður- staðna úr mótefnamælingum vegna tveggja smita til viðbótar beðið. 289 sýni voru tekin hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 56 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá voru 3.105 sýni tekin á landamær- unum en þau hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Alls eru virk smit í landinu nú 114 en nýgengi smita, fjöldi nýrra smita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, er 29,4. Á upplýsingafundi almannavarna á mánudag var boðað að tveggja metra reglunni yrði skipt út fyrir eins metra reglu í ákveðnum tilfell- um, svo sem í skólum. Að sögn Víðis er útlit fyrir að grunn- og leikskóla- starf geti hafist með nánast eðlileg- um hætti í haust. Þá muni fram- halds- og háskólar geta starfað með opnari hætti en þeir gerðu í vor, þegar háskólum og framhaldsskól- um var lokað og allt nám fór fram í fjarkennslu. „Íþróttastarfið er að fara aftur í gang [á föstudag] og við munum sjá endurskoðun á öðrum takmörkun- um á næstu sjö til fjórtán dögum, þannig að það er ýmislegt jákvætt í spilunum,“ sagði Víðir. Það væri fyrst og fremst að þakka þeim fjöl- mörgu sem hefðu lagt sitt af mörk- um, fylgt leiðbeiningum og hjálpað öðrum að gera það. „Langflestir hafa unnið mjög flott starf í því,“ sagði Víðir. Ísland á rauðan lista Í gær var Íslandi og Færeyjum bætt á rauðan lista grænlenskra stjórnvalda. Farþegar frá löndunum tveimur þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til lands- ins. Sóttkvíin er þó ekki algjör. Fólki er heimilt að fara í matarbúðir og stunda önnur nauðsynleg viðskipti sem ekki er mögulegt að láta aðra gera. Þá er hægt að fara í skimun fimm dögum eftir komuna til lands- ins og sé niðurstaða hennar neikvæð losnar fólk undan sóttkvínni. Ljósmynd/Lögreglan Stöðufundur Þríeyki almannavarna ræður ráðum sínum fyrir upplýsingafund almannavarna í Katrínartúni í gær.  Sóttvarnalæknir skilaði nýjum tillögum til ráðherra  Nokkrar leiðir færar  Hugnast best tvöföld sýnataka ferðamanna með 4-6 daga sóttkví á milli Vill að allir fari tvisvar í skimun 21 2 1 2 1 2 11 1 1 1 1 1 1 1 1 100 1 1 1 12 2 4 3 2 2 2 3 6 6 2 1 5 2 5 1 6 9 2 10 1 3 1 2 2 2 1 3 3 32 2 5 4 2 1 2 1 1 3 1 36 1 8 1 7 1 11 2 1 4 Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní til 10. ágúst 839 einstaklingar eru í sóttkví 1.968 staðfest smit 114 er með virkt smit Heimild: covid.is Innanlands Landamæraskimun: Virk smit Með mótefni Beðið eftir mótefnamælingu Nýgengi smita innanlands: 24,8 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 2 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu júní júlí ágúst 9 11 2 2 3 2 1 16 164.925 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 86.053 sýni 13 2 2 3 1 3 2 2 2 3 1 Már Kristjánsson, yfirlæknir smit- sjúkdómadeildar Landspítalans, segir að smitvörnin sem liggi á milli eins til tveggja metra sé ekki aug- ljós. Margir þættir koma þar til at- hugunar, s.s. hreyfanleiki lofts- ins og loftskipti, sem geti haft mikil áhrif á dropana sem ber- ast frá smituðum einstaklingi og þá fjærlægð sem myndast áður en þeir falla til jarð- ar eða gufa upp. Á upplýsingafundi almannavarna í gær sagði Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir að ein af tillögum hans til ráðherra væri að „leggja til að fara í einn metra í skólum og mögu- lega fleiri stöðum“. Hann benti á að í upphafi faraldursins hefðu ekki legið fyrir nægilegar upplýsingar, en nú væri betur hægt að leggja mat á áhættuna við að minnka fjarlægð- armörkin niður í einn metra. Að- spurður um hvaða fleiri staði væri að ræða, svaraði hann: „Það kemur í ljós.“ Allt frá upphafi faraldursins hafa tilmæli og reglur um tveggja metra bil á milli óskyldra einstaklinga ver- ið ein af þeim ráðstöfunum sem grip- ið hefur verið til í því skyni að tak- marka smit. Reglan nær til flestra þátta samfélagsins og getur haft hamlandi áhrif víða, t.d. á starfsemi skóla. Flest ríki jarðar hafa gripið til svipaðra úrræða og spanna tak- mörkin yfirleitt frá einum til tveggja metra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggur a.m.k eins metra fjarlægð milli manna, en víða fer það eftir eðli máls og annarra varna, s.s. notkun andlitsgrímu, hvaða regla gildir hverju sinni. Ekki svarthvít vörn við smiti Már lýsir því að ekki sé hægt að hugsa um smithættu eins og ljós- rofa, þ.e. annaðhvort alger í tveggja metra eða engin í innan við eins metra fjarlægð. Málið sé flóknara en svo þó mikilvægt sé að almenningur geti stuðst við einfaldar og skýrar reglur. Nauðsynlegt sé að horfa á heildar- samhengið þegar lagt er mat á smit- hættu. Már segir að alla jafna teljist tveir metrar örugg fjarlægð en að einn metri geti verið nægilega öruggur í ákveðnum tilvikum, þó að það sé vissulega síðri kostur. sighvaturb@mbl.is Dregið úr fjarlægð- armörkum  Ekki augljós smit- vörn milli 1-2 metra Már Kristjánsson ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.