Morgunblaðið - 12.08.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 12.08.2020, Síða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020 Skurður Mennirnir virðast agnarsmáir í gríðarstórum skurði á Tryggvagötu þar sem miklar framkvæmdir standa nú yfir en lagnir í jörðu verða endurnýjaðar sem og yfirborð götunnar. Eggert Alþingi ákvað fyrir þinglok í júní sl. að fella svokallað sendi- herrafrumvarp af þingmálaskrá og fresta afgreiðslu þess til síðsumars. Breyt- ingar á lögum um stofnanir ríkisins, þ. á m. utanríkisþjón- ustuna, útheimta að jafnaði að um þær ríki víðtæk samstaða, m.a. svo komist verði hjá því að grafa undan stöð- ugleika í stjórnsýslunni. Málefnarökin Hinn 12. júlí sl. lýsti utanríkis- ráðherra því yfir í viðtali við Ríkis- útvarpið að „þeir sem brugðið hafa fæti fyrir frumvarpið og spilað tafarleiki“ þyrftu að skýra mál sitt og að ekki hefðu komið fram „mál- efnaleg rök“ gegn frumvarpinu. Margvíslegar athugasemdir við frumvarpið eru settar fram í um- sögnum Hagsmunaráðs starfs- manna utanríkisþjónustunnar, nokkurra sendiherra og félaga- samtaka, m.a. samtaka gegn spill- ingu, auk þess sem mismunandi sjónarmið komu fram í utanríkis- málanefnd þingsins. Benda þær til þess að ekki ríki sátt um frum- varpið og sé málefna- legum rökum fyrir því áfátt. Alvarleg tilraun sé ekki gerð til að laga utanríkisþjónustuna að þeim breytingum sem séu að verða í alþjóðlegu starfsum- hverfi hennar. Þess í stað sé látið líta svo út sem það sé liður í um- bótastarfi að „fækka sendiherrum“, þrátt fyrir að ráðherra hafi sjálfur fjölgað sendi- herrastöðum og vilji lána titil sendi- herra til annarra en þeirra sem hlotið hafi skipun í embættið. Eng- in trygging sé fyrir því að aðilum sem beri sendiherratitil muni ekki fjölga. Þá sé frumvarpið, frá jafnræðissjónarmiði, skref til baka til úrelts starfsumhverfis fyrir op- inbera starfsmenn. Hafi fullnægjandi málefnarök fyrir sendiherrafrumvarpinu ekki komið fram, vaknar sú spurning hvort önnur rök bregði birtu á ástæðurnar fyrir því að utanríkis- ráðherra líti á þær efnislegu at- hugasemdir sem fram hafa komið sem „tafarleiki“. Verður ekki betur séð en ráðherrann hafi sjálfur tekið ómakið af þeim sem velt hafa slík- um spurningum fyrir sér. Í ræðu á Alþingi 6. maí sl. lýsti hann því yfir að „allar stöður sendi- herra, allar skipanir sendiherra, frá fyrsta sendiherra til hins síðasta sem er skipaður, eru pólitískar“. Sama endurtók ráðherrann á Hægri hliðinni, hlaðvarpi Sjálfstæð- isflokksins, 11. júní sl., en bætti þá við að ráðherra gæti skipað í stöðu sendiherra „hvern sem hann vill“. Í stjórnskipulagi vestrænna lýð- ræðisríkja er að jafnaði gerður skýr greinarmunur á pólitískri yfirstjórn og embættismannakerfinu. Þeir sem tilheyra hinni pólitísku forystu eru valdir af ráðherra án auglýs- ingar og sérstakra hæfnisskilyrða. Aðrir starfsmenn ráðuneyta og stjórnarskrifstofa skulu ráðnir á grundvelli verðleika, svo sem starfsreynslu, menntunar eða ann- arrar skilgreindrar hæfni. Þessi greinarmunur er jafnan talinn vera forsendan fyrir vönduðum vinnu- brögðum stjórnsýslunnar, sem endurspeglast eiga m.a. í kunnáttu, jafnræði, hlutleysi, ráðvendni og ábyrgð. Áréttað er í siðareglum frá 2017 að ráðherra tryggi faglega skipun embættismanna. Skilin milli embættismanna og stjórnmálamanna hafa oft verið óljós innan Stjórnarráðsins. Engu að síður hefur verið litið á það sem meginreglu að embættismenn sýndu hlutleysi þegar pólitísk mál eða hagsmunamál ættu í hlut, svo seinni tíma ráðherrar gætu treyst ráðgjöf þeirra. Þar sem gera verður ráð fyrir að utanríkisráðherra sé kunnugt um þessa meginreglu, verður að túlka ummæli hans um skipun sendiherra á þann veg að hann efist um að reglan sem slík hafi verið virt af fyrirrennurum hans eða að hann sé henni ósammála og vilji breyta embættismannakerfinu í átt til pólitískari stjórnsýslu. Pólitískara embættis- mannakerfi Á þetta álitamál bregða ummæli ráðherrans í fyrrgreindu viðtali 11. júní ljósi, en þar tengir hann, á óvæntan og nýstárlegan hátt, at- hugasemdir sem fram hafa komið við sendiherrafrumvarpið og skoð- anir á aðild Íslands að ESB. Ekki er nóg með að flokkar sem ganga harðast fram gegn frumvarpinu séu, að dómi ráðherrans, „aðilarnir sem vilja að við göngum í Evrópu- sambandið“ heldur sé það „svo sannarlega hagur fyrir stjórn- málamenn og embættismenn að Ís- land gangi í Evrópusambandið“. Vandséð er hvað efasemdir við frumvarpið af hálfu embættis- manna, sem stuðla vilja að faglegri utanríkisþjónustu, hafi með það að gera hvort þeir telji hagsmunum Ís- lands betur borgið innan ESB. Á hinn bóginn boðar það slæm tíðindi hafi embættismenn, líkt og utan- ríkisráðherra gefur í skyn, ekki gætt hlutleysis. Reynist það rétt, þarf að bregðast við því. Það blasir við til hvaða úrræða utanríkisráðherra vill grípa til að bæta úr þessu „ástandi“: Hann vill – undir því yfirskini að fækka sendiherrum – gera utanríkisráðu- neytið pólitískara og skapa aukið svigrúm til að setja í störf pólitíska sendiherra. Ákvörðun ráðherrans um að taka ekki til greina þau rök sem fram hafa komið gegn frum- varpi hans verða einungis skilin í því ljósi. Þegar sendiherrafrumvarpið kemur aftur til kasta Alþingis, er mikilvægt að hafa í huga að með frumvarpinu er einni af megin- stoðum lýðræðislegrar stjórnsýslu, aðskilnaði pólitískrar yfirstjórnar og embættismanna, teflt í tvísýnu. Lítill vafi er á að skref í þá átt er afturför fyrir íslenska stjórnsýslu. Eftir Gunnar Pálsson »Með sendiherra- frumvarpi utan- ríkisráðherra er einni af meginstoðum lýð- ræðislegrar stjórnsýslu teflt í tvísýnu. Gunnar Pálsson Höfundur er sendiherra. gp@mfa.is Pólitískir sendiherrar?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.