Morgunblaðið - 12.08.2020, Síða 14
14 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020
✝ GunnhildurErla Þór-
mundsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 3.6.
1930. Hún andaðist
á Ljósheimum á
Selfossi 24. júlí
2020. Foreldrar
hennar voru Þór-
mundur Guð-
mundsson, f. 27.10.
1905, d. 25.2. 1991
og Vilborg Jóns-
dóttir, f. 24.11. 1924, d. 28.2.
1983. Systkini hennar voru Þór-
unn Þórmundsdóttir, f. 30.4.
1928, d. 21.1. 1949. Gunnar Þór-
mundsson, f. 30.7. 1929, d. 26.1.
1930. Þórmundur Þórmunds-
son, f. 5.12. 1932, d. 4.11. 2009.
Fyrri maki Gunnhildar var
Skúli Jakobsson Bergstað, f.
7.7. 1918, d. 17.11. 1963. Börn
þeirra eru 1) Jakob Þór Skúla-
son, f. 14.7. 1947, maki: Pála
Þrúður Jakobsdóttir, f. 25.4.
1948, d. 25.8. 2008. Þau skildu.
Börn þeirra eru Skúli Jak-
obsson, f. 5.8. 1967. Kristinn
Jakobsson, f. 11.6.1969. Sam-
býliskona Jakobs er Jóhanna
Bryndís Hallgrímsdóttir, f.
15.11.1949. Hennar börn eru
Hallgrímur Ingi Þorláksson, f.
19.5. 1968, Þorvaldur Þorláks-
son, f. 23.9. 1972. 2) Þórmundur
dóttir, f. 14.4. 1966, Svanur, f.
4.3. 1965, maki: Gunnhildur
Gestsdóttir, f. 26.5. 1965.
Gunnhildur fæddist í Reykja-
vík en fluttist ung með for-
eldrum sínum á Selfoss. Hún
stundaði nám í Barnaskóla Sel-
foss og seinna í Kvennaskól-
anum á Blönduósi eftir að hún
flutti þangað. Gunnhildur giftist
Skúla Jakobssyni mjólkurfræð-
ingi og bjuggu þau fyrstu árin í
Reykjavík en fluttu á Blönduós
árið 1949. Þau byggðu sér fal-
legt heimili á Húnabraut 34 og
framtíðin blasti við þeim þegar
Skúli féll frá 1963. Gunnhildur
flytur á Selfoss í framhaldinu á
sínar æskustöðvar. Hún starfaði
hjá KÁ og lengst í apótekinu.
Seinni maður hennar var Bjarni
Eyvindsson byggingameistari
og bjuggu þau í Hveragerði.
Vinnustaður Gunnhildar í
Hveragerði var NLFÍ. Gunn-
hildur var mikil félagsmála-
manneskja, Sontaklúbburinn og
Skátastarfið sem hafði fylgt
henni alla ævi voru hennar
helstu áhugamál ásamt kvenna-
baráttu allri og sat hún í stjórn
Sunnlenskra kvenna um árabil.
Gunnhildur var mikil hannyrða-
kona og komu mörg listaverkin
frá henni allt til síðasta dags.
Útförin fer fram frá Hvera-
gerðiskirkju í dag, 12. ágúst,
klukkan 13. Vegna aðstæðna í
samfélaginu er athöfnin ein-
ungis fyrir allra nánustu.
Streymt verður frá athöfninni.
www.facebook.com/hvera-
gerdiskirkja
Skúlason, f. 27.5.
1951, maki: Sól-
borg Rósa Hjálm-
arsdóttir, f. 29.6.
1957, d. 25.7. 2016.
Börn þeirra eru
Gunnhildur Erla
Þórmundsdóttir, f.
14.12. 1982, Birna
Hjördís Þórmunds-
dóttir, f. 28.6. 1985.
Skúli Már Þór-
mundsson, f. 3.6.
1991. Barn Sólborgar Rósu er
Hulda Hákonardóttir, f. 5.1.
1980. 3) Vilberg Skúlason, f.
11.3. 1957, maki: Guðlaug
Skúladóttir, f. 14.1. 1955. Börn
þeirra eru Arnór Brynjar Vil-
bergsson, f. 6.1. 1975, Gunn-
hildur Erla Vilbergsdóttir, f.
3.8. 1979. Skúli Steinn Vilbergs-
son, f. 7.4. 1984. Seinni maki
Gunnhildar var Bjarni Eyvinds-
son, f. 3.5. 1920, d. 9.11. 2007.
Börn Bjarna eru: Eyvindur, f.
5.10. 1949, maki: Þórdís Magn-
úsdóttir, f. 2.7. 1950. Kjartan, f.
18.5. 1951, maki: Sigfríður Inga
Wíium, f. 1.1. 1951, Rakel Móna,
f. 16.12. 1954, maki: Ármann
Ægir Magnússon, f. 19.5. 1952,
Gréta Mjöll, f. 10.10. 1958,
maki: Björn Rafnar Björnsson,
f. 16.4. 1958, Ingvar, f. 5.2.
1960, maki: Hrafnhildur Lofts-
„Elsku besta mamma mín“
Þú varst ung að árum, mín
kæra, þegar ég frumburðurinn
fæddist, en það vafðist ekki fyrir
ykkur foreldrunum með aðstoð
fjölskyldu þinnar að láta það
ganga upp.
Þú fæddist á Ljósvallagötu 24
í Reykjavík, þann 3. júní 1930.
Samvinnuhreyfingin réð ríkjum
á landsbyggðinni og sóttist eftir
hæfum starfskröftum til að
byggja upp atvinnu og þjónustu.
Egill Thorarensen, kaupfélags-
stjóri KÁ á Selfossi, hafði spurn-
ir af foreldrum þínum, Þórmundi
Guðmundssyni og Vilborgu Jóns-
dóttur, og bauð þeim að flytjast á
Selfoss, sem þau og gerðu 1940.
Afi tók við sem yfirmaður á bíla-
verkstæði KÁ, en hann var
menntaður bifvélavirki og sinnti
því starfi fram á níunda áratug-
inn og varð landsþekktur fyrir
störf sín.
Fyrst var búið á Jaðri, sum-
arhúsi norðan Ölfusár, en síðan
byggt á Miðtúni 17 og það hús
skírt Skarð. Ung byrjaðir þú að
vinna í Mjólkurbúi Flóamanna.
Þar kynntust þú og pabbi,
Skúli Jakobsson Bergstað, árið
1945. Hann var nýkominn úr
námi sem mjólkurfræðingur frá
Þýskalandi og Danmörku.
Tvö fyrstu hjúskaparárin ykk-
ar bjuggum við í Reykjavík og
1949 var flutt í heimabæ pabba,
Blönduós.
Þú fórst í Kvennaskólann á
Blönduósi með mig, sem var ekki
algengt. Fyrstu árin bjuggum við
á Ólandi en þar fæddist Þór-
mundur bróðir 1951. Fljótlega
var hafist handa við byggingu
einbýlishúss á Húnabraut 34, þar
fæddist Villi bróðir 1957. Þrír
sprækir strákar, mamma, vel af
sér vikið.
Allt lék í lyndi, pabbi í Mjólk-
urstöðinni, þú við verslunarstörf
í Vísi, við í skóla og sveit á sumr-
in.
Þú komst með það frá Selfossi
að vera mikil félagsvera, því ung
hafðir þú kynnst skátastarfinu.
„Eitt sinn skáti ávallt skáti.“
Á Blönduósi stjórnaðir þú
skátastarfinu, ásamt Jóni Ísberg.
Skátastarfið var ykkar líf og
yndi. Fyrsta alvöruæskulýðs-
starfið á staðnum. Oft var sungið
hátt í stofunni heima og var
Bræðralagssöngurinn á eftir
„rikka tikkinu“ toppur kvöldsins.
Slysin gera ekki boð á undan
sér. Pabbi var stjórnandi
Slökkviliðsins á Blönduósi. Þann
17. nóvember 1963 var útkall
vegna bruna skammt frá Blöndu-
ósi og reyndist það hans síðasta
útkall.
Í framhaldinu fluttir þú með
Munda og Villa á Selfoss, en ég
var komin þangað áður.
Fjölskyldan á Skarði, afi og
amma, Bóbó bróðir þinn og Unn-
ur, ásamt þeirra börnum tóku
okkur opnum örmum og reynd-
ust okkur vel.
Lífið hélt áfram, þú í vinnu hjá
KÁ, fyrst í vefnaðarvörudeild-
inni, en lengst í apótekinu. Um
miðjan áttunda áratuginn fluttir
þú í Hveragerði en þar hafðir þú
kynnst góðum manni, Bjarna
Eyvindssyni byggingameistara.
Við Dynskógana bjugguð þið,
þar til Bjarni féll frá 9. nóv 2007.
Bjarni átti fyrir stóran barna- og
barnabarnahóp sem þú reyndist
vel. Frábært að koma í heimsókn
til ykkar Bjarna. NLFÍ-heilsu-
hælið var þinn vinnustaður í
Hveragerði.
Kanaríferðirnar með okkur
bræðrum og mökum voru eftir-
minnilegar. Takk fyrir þær.
Árin á Ási voru að mörgu leyti
góð og voru allir þar vinir þínir.
Ef við skruppum í verslunarferð
á Selfoss varð að kaupa í leiðinni
eitthvað fyrir þennan „vin minn“,
því hann vantaði þetta.
Hægt væri að skrifa heila bók
um hannyrðakonuna Gunnhildi,
alltaf að prjóna eða föndra.
Félagsstarfið var þér nauðsyn
og kom Zontaklúbburinn þér í
kynni við skemmtilegar og víð-
sýnar konur. Skátafélag Hvera-
gerðis var þér frábær fé-
lagsskapur. „Maður yngist um
áratugi þegar skátafundirnir eru
alltaf líf og fjör,“ sagðir þú. Kær-
ar þakkir fyrir ykkar umhyggju,
skátar.
Það er svo margt sem kemur
upp í hugann þegar ævin er skoð-
uð að leiðarlokum. Ég hef stiklað
á stóru í þínu og okkar lífi,
mamma mín, og er stoltur af.
Alltaf jákvæð, stutt í brosið og
hjálpsemina. Þú máttir aldrei
aumt sjá því ef eitthvað var sem
betur mátti fara þá varst þú til að
aðstoða.
Meira: mbl.is/andlát
Jakob Þór Skúlason.
Til móður minnar
Í hjarta mínu er lítið ljós,
sem logar svo skært og rótt.
Í gegnum torleiði tíma og rúms
það tindrar þar hverja nótt.
Það ljósið kveiktir þú, móðir mín,
Af mildi, sem hljóðlát var.
Það hefur lifað í öll þessi ár,
þótt annað slokknaði þar.
Og þó þú sért horfin héðan burt
og hönd þín sé dauðakyrr,
í ljósi þessu er líf þitt geymt,
— það logar þar eins og fyrr.
Í skini þess sífellt sé ég þig
þá sömu og þú forðum varst,
er eins og ljósið hvern lífsins kross
með ljúfu geði þú barst.
Af fátækt þinni þú gafst það glöð,
— þess geislar vermdu mig strax
og fátækt minni það litla ljós
mun lýsa til hinsta dags.
(Jóhannes úr Kötlum)
Þinn sonur,
Þórmundur Skúlason.
Minný amma er látin.
Þetta tilkynnti pabbi mér árla
morguns, það brast eitthvað inn í
mér við þetta þó svo að allir væru
meðvitaðir um ástand okkar
elskulegu ömmu.
Minningarnar eru margar og
góðar sem ég á um Minný ömmu
enda algjör perla og svo sann-
arlega uppáhaldsamman mín.
Við Skúli bróðir minnumst oft á
apótekara-lakkrísinn sem hún
gaf okkur þegar við löbbuðum til
hennar í vinnuna – þá var veisla.
Bíltúrarnir á gamla Saabinum,
góðu stundirnar á Skarði út fyrir
á og svo auðvitað jólaboðin í
Hveragerði – þá var líka veisla.
Já hjá Minný ömmu var alltaf
veisla og ekki var vandamálið
þegar ég kom í heimsókn með
alla vini mína - þá var hún bara
Minný amma þeirra líka. Minný
amma var allra og ekki síst barna
okkar Hildar.
Jakob og Karen eiga svo góðar
minningar um elskulega Minný
ömmu. Allar prjónaflíkurnar sem
hún hefur gefið okkur allt frá því
ég var smápolli og fram á síðustu
daga hafa yljað okkur um hjarta-
rætur – þú varst svo ótrúlega fær
með prjónana og leirinn, gafst
lærðu listafólki ekkert eftir í
þeim efnum svo ekki sé talað um
sönginn – já alla skátasöngvana
sem þú kenndir mér – þú söngst
mann oft í svefn.
En nú er svefninn þinn kom-
inn en ég veit að á himnum munt
þú stjórna söngvunum með þinni
endalausu gleði, gleðinni sem þú
færðir okkur öllum.
Elsku Minný amma, minning
þín mun lifa, jákvæðnin og lífs-
gleðin sem þú gafst okkur mun
að eilífu lifa.
Strákunum þínum, pabba,
Munda, Villa og fjölskyldum
sendi ég mínar dýpstu samúðar-
kveðju frá okkur Hildi, Jakobi og
Karen.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þinn ömmustrákur,
Kristinn Jakobsson.
Í dag kveðjum við í hinsta sinn
Gunnhildi Erlu Þórmundsdóttur,
eða Minný ömmu eins og ég hef
alltaf kallað hana. Ég held ég
hafi verið að nálgast unglingsár-
in þegar ég áttaði mig á því að
Minný amma væri ekki „alvöru“
amma mín, enda skipti það hana
eða okkur aldrei neinu máli. Hún
var alltaf amma mín og ég barna-
barnið þeirra afa. Litla títlan
þeirra.
Ég er lánsöm að hafa fengið að
verja mörgum og góðum stund-
um með Minný ömmu og Bjarna
afa á heimilinu þeirra í Dynskóg-
um. Það var mikill og góður sam-
gangur milli okkar fjölskyldunn-
ar og þeirra, enda stutt á milli
heimila okkar hér í Hveragerði.
Gleðin var einkennandi fyrir
Minný, það var alltaf líf og fjör í
kringum hana. Hún var kjarna-
kona og mikil húsmóðir. Á heim-
ilinu í Dynskógum voru ávallt
fullir skápar af heimabökuðu
góðgæti og amma var fljót að slá
upp veislu þegar gestir komu.
Tebollurnar, jólakökurnar, smá-
kökurnar og eplapæið sem var
alltaf til í frystinum er eitt af því
sem fyrst kemur upp í hugann.
Jólaboðin þar sem borðstofu-
borðið svignaði undan kræsing-
unum er eftirminnilegt, þar sem
amma sá um allar veitingarnar
fyrir þennan stóra hóp af börn-
um og barnabörnum og virtist
ekki hafa mikið fyrir því þótt
auðvitað lægi þar heilmikil vinna
að baki.
Heimili ömmu og afa var fullt
af hlýju, en þar var líka alltaf allt
fínt og í röð og reglu. Amma
kenndi mér snemma að vera ekki
að snerta kristalsvasana eða
koma við brothættu stytturnar í
hillunum. Hún þreyttist ekki á að
rifja upp með mér þegar ég stóð
lítil fyrir framan hillurnar með
hendur fyrir aftan bak og sagði
„nei tæta“ við sjálfa mig eins og
hún hafði kennt mér. Við hlógum
alla tíð mikið að þessu saman.
Minný var mikil félagsvera,
hún var alltaf í góðu skapi og
hafði gaman af að spjalla við fólk
og af hverskyns mannamótum
eða veisluhöldum. Minný söng
ávallt hæst í afmælum og lét
fyrsta erindið í afmælissöngnum
sjaldnast duga. Við munum
sakna þess að hafa ekki for-
söngvara í næstu afmælisboðum
barnanna og þau sakna „gömlu
ömmu“ eins og hún kenndi þeim
að kalla sig.
Það er ekki hægt að tala um
Minný án þess að minnast á
handavinnuna og þá sérstaklega
prjónaskapinn og útsauminn.
Minný prjónaði alla tíð mikið og
þæfðu lopavettlingarnir hennar
eru þeir allra bestu.
Það var alltaf líf og fjör í
kringum ömmu og það varð því
skiljanlega erfitt þegar hún gat
ekki lengur farið út á meðal fólks
og ekki prjónað. Við vitum að
hún er hvíldinni fegin og ég verð
henni ævinlega þakklát fyrir all-
ar góðu stundirnar okkar saman
og fyrir samtölin okkar í vetur.
Minný var afar stolt af sonum
sínum og barnabörnum. Hún var
dugleg að segja okkur hvað var
að frétta af fólkinu sínu og vegna
þess finnst mér ég þekkja þau
mun meira en ég geri í raun. Ég
sendi ykkur innilegar samúðar-
kveðjur. Minningarnar lifa í
hjörtum okkar.
Bjarney Sif Ægisdóttir.
Minný amma, nafnið sem
amma okkar gekk alltaf undir,
hefur dregið síðasta andann í
þessu lífi. Amma var alltaf já-
kvæð, trú og trygg sínu og úr-
ræðagóð. Margar stundirnar átt-
um við systkinin í Dynskógum
þar sem hún og Bjarni bjuggu
síðustu árin. Þar bökuðum við te-
bökur og kleinur og nutum okkar
í sundlauginni og gróðurhúsinu.
Hún hafði alltaf tíma fyrir okkur.
Amma var mikil handavinnukona
og leysti okkur alltaf út með
prjónuðum lopasokkum og vett-
lingum og í seinni tíð saumaði
hún út skrautpúða fyrir barna-
börnin.
Minnumst við einkum epla-
bökunnar (epla-pie) sem hún átti
alltaf klára í frystinum ef gesti
bar að garði. Það var alveg
magnað hvað hún gat framreitt
dásamlegt kaffi á örskotsstundu.
Ófá voru jóla- og bolludagsboðin
sem farið var í til ömmu þar sem
hún og Bjarni sáu til þess að allir
fengju fylli sína.
Skátinn í ömmu var sjaldan
langt undan, hún söng og trallaði
iðulega þegar vel lá á henni. Hún
lá aldrei á skoðunum sínum og
kallaði sjálfa sig afskiptamála-
ráðherra. Óþarfi var að stíga á
vigt því amma lét okkur vel vita
óspurð hvort við hefðum fitnað
eða grennst. Amma var fanatísk
á áfengi; smakkaði það aldrei og
vildi svo sannarlega að hennar
fólk léti það algjörlega vera. Á
seinni árum áttum við verulega
góðar stundir með ömmu í sveit-
inni hjá mömmu og pabba, á
Ásbrú.
Á stórhátíðum hittumst við öll
og magnað var hversu minnug
amma var á allt og alla. Amma
gat sagt okkur sögur frá sinni
æsku sem voru mjög heillandi.
Minnumst við sérstaklega sög-
unnar, þegar hún og vinkona
hennar, um 10 ára gamlar, fara í
Herdísarvík á heimili Einars Ben
að honum liðnum, þegar Hlín
Johnson var enn á lífi og tók á
móti þeim. Alls ekki máttu þær
setjast í stólinn hans Einars, það
var heilagur stóll. Já, frásagnir
ömmu voru skemmtilegar.
Amma hélt upp á níræðisaf-
mælið sitt fyrir stuttu. Þar var
töluvert sungið og tók hún lagið
fyrir okkur öll. Að vanda bætti
hún við erindinu „Hún lifi lengi
og vel“ í afmælissönginn. „Ef
lappirnar væru jafngóðar og
munnurinn, væri ég ballettdans-
mær“ sagði amma oft. Undir það
síðasta vildi hún bara fá að halda
í höndina á okkur og finna fyrir
nærveru.
Takk fyrir allt, elsku amma,
Guð geymi þig.
Arnór, Gunnhildur og
Skúli Vilbergsbörn.
Nú er hún Gunnhildur okkar,
sem við kölluðum Minný, lögð af
stað í þá langferð sem við förum
öll fyrr eða síðar. Við vinkonur
hennar sem vorum samtíða henni
í Zontaklúbbi Selfoss hugsum til
hennar með söknuði og minn-
umst samfylgdar í áratugi. Hún
var einstök kona, alltaf geislandi
Gunnhildur Erla
Þórmundsdóttir
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
KAMILLA GUÐBRANDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
14. júlí. Útför hennar fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 14. ágúst klukkan 13.
Olga Hafberg Björn Rögnvaldsson
Einar Skúli Hafberg
Hrannar Már Hafberg Rebekka Helga Aðalsteinsd.
Júlíanna Ósk Hafberg
Svavar Skúli Einarsson
Ástkæra frænka okkar,
SIGRÍÐUR KNUDSEN,
lést á Seltjörn föstudaginn 7. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigdís Sigmundsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
GUÐMUNDUR JÓNSSON
skipstjóri,
Skipalóni 26, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 13. ágúst klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verður athöfnin einungis fyrir allra nánustu.
Athöfninni verður streymt á slóðinni
https://livestream.com/accounts/5108236/events/9251511.
Hægt verður að koma saman og horfa á streymið í Sjónarhóli í
Kaplakrika.
Ruth Árnadóttir
Jón Örn Guðmundsson Bríet Jónsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir Guðmundur Árni Guðrúnarson
Daniel Guðmundur Nicholl Svanhildur Lísa Leifsdóttir