Morgunblaðið - 12.08.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.08.2020, Qupperneq 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020 af áhuga og krafti með brosið sitt og lífsgleði. Minný hugsaði í lausnum í félagsstarfinu, lagði sig fram við fjáröflun, var hrókur alls fagnaðar í ferðalögum og á hátíðarstundum, söngelsk og glöð. Minnisstæðar eru veislur og fundir Minnýjar fyrir okkur klúbbfélaga á heimilinu hennar fallega í Hveragerði. Hún mætti alltaf kvenna best á fundina okk- ar þótt árin færðust yfir hana og eftir að klúbburinn okkar var lagður niður hittumst við öðru hvoru og það voru gleðifundir. En sorgin gleymir engum og Minný okkar tókst á við áföll og missi með kjarki og æðruleysi. Eflaust hefur hennar létta lund og bjartsýni hjálpað þar til. En nú er komið að kveðjustund og við getum sennilega ekki fylgt Minný síðasta spölinn. Það hvílir heiðríkja yfir vináttu okkar. Minningin lifir um mæta konu. Við vottum fjölskyldu hennar einlægar samúðarkveðjur. Fyrir hönd fyrrum Zonta- systra í Zontaklúbbi Selfoss. Rosemarie Þorleifsdóttir, Jósefína Friðriksdóttir. Við kynntumst Gunnhildi (Minný) fyrst fyrir rúmum 40 ár- um þegar hún fer að búa með Bjarna Eyvindssyni í Hvera- gerði. Minný hafði áður búið á Blönduósi og á Selfossi eftir að hún varð ung ekkja löngu áður með þrjá drengi. Eftir það bjó hún alla tíð í Hveragerði og kynntist þar mörgu fólki, enda félagslynd að eðlisfari. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekki á þeim, ef því var að skipta. Föður mínum reyndist hún stoð og stytta í gegnum súrt og sætt. Minný annaðist föður minn af mikilli natni og alúð árum saman í hans veikindum og hafi hún þökk fyrir. Á síðustu misserum reyndum við að vitja Minnýar eftir megni, sérstaklega eftir að hún slasaðist síðastliðið haust og síðar þegar veikindi ágerðust enn meir og ávallt tók hún fagnandi á móti okkur. Hún kvartaði ekki og stóð sig eins og hetja þar til yfir lauk. Barnabörnin okkar höfðu gaman af að koma í heimsókn til Minnýar ömmu eins og hún var kölluð enda tók hún þeim ávallt vel og leysti oft út með prjóna- skap sínum eða góðgæti. Takk fyrir góðar stundir og ómetan- lega vináttu. Öllum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Eyvindur og Þórdís. Kveðja frá Skátagildinu í Hveragerði Það er komið að kveðjustund. Minný hefur kvatt okkur. Hún er farin heim. Hún var hafsjór af reynslu í skátastarfi og átti farsælt starf sem skáti og foringi. Hún gekk í skátagildið í Hveragerði og naut sín í botn, enda skáti í gegn. Hún sagði svo oft: „Eigum við ekki að syngja“ og svo „Takk fyr- ir að leyfa mér að vera með“. Hún tók virkan þátt í starfi gild- isins og mætti í alla dagskrá fé- lagsins, utan síðasta ár er hún dró úr ferðunum okkar, en mætti samt á alla gildisfundi. Við munum sakna glaðværðar hennar, jákvæðni og vináttu. Hvíl í friði kæra skátasystir og hafðu þökk fyrir „allt“. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta) Félagar í Skátagildinu í Hveragerði kveðja hér góða skátasystur. Blessuð sé minning hennar. Helga Jósefsdóttir gildisskáti. ✝ Ásgeir RafnReynisson fæddist í Reykja- vík þann 8. desem- ber 1961. Hann lést þann 30. júlí 2020. Foreldrar hans voru Reynir Ás- geirsson, f. 1935, d. 2009, og Eygló Karlsdóttir Celin, f. 1937. Albræður Ásgeirs eru Guð- mundur Karl, f. 1960, og Reynir Ólafur, f. 1971. Hálf- systkini samfeðra eru Steindór Kári, f. 1957, og Þorbjörg, f. 1959. Bjarneyju, f. 2007, og Birnu Ósk, f. 2009. Ásgeir ólst fyrst upp á Háa- leitisbrautinni og svo í Safa- mýri. Hann gekk í Álftamýr- arskóla og hóf svo nám í bifreiðasmíði við Iðnskólann í Reykjavík. Hann hlaut meist- araréttindi í bifreiðasmíði árið 1988. Með náminu og til ársins 1992 starfaði hann hjá Sveini Egilssyni hf. Árið 1992 stofn- aði Ásgeir Rétt ehf. ásamt Einari Indriðasyni og störfuðu þeir þar saman félagarnir allt þar til Ásgeir lést. Útför Ásgeirs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. Einnig verður hægt að koma saman og horfa á streymi frá athöfninni í Fé- lagsheimili Fáks og í Reiðhöll- inni í Víðidal. Streymi frá at- höfninni má finna á vefslóðinni www.sonik.is/ asgeir. Ásgeir kvæntist Ástu Friðriku Björnsdóttur árið 1985, þau skildu. Ásgeir og Ásta eiga saman dótt- urina Unni Grétu, f. 1987. Sambýlis- maður Unnar er Geir Harrysson og sonur þeirra er Birkir Rafn, f. 2016. Árið 2002 kynnist Ásgeir Málfríði Hildi Bjarnadóttur, f. 1978, og var hún sambýlis- kona hans til 18 ára. Ásgeir og Málfríður eiga saman þrjár dætur, Eygló Hildi, f. 2004, Elsku hjartans pabbi minn. Það er svo óraunverulegt að setjast niður og skrifa minning- argrein um þig. Þú fórst frá okkur allt of snemma. Ég er óendanlega þakk- lát fyrir allar yndislegu minning- arnar sem við eigum um þig og ég er viss um að þær munu veita okkur styrk á erfiðum stundum. Þú varst einstaklega ljúfur og lífsglaður maður með risastórt hjarta úr gulli. Þú hreifst alla með þér þegar þú sagðir þínar skemmtilegu sög- ur en þá talaðir þú yfirleitt manna hæst og mest og oftast fylgdi með góður skammtur af handahreyfingum ásamt frösum eins og „maður lifandi“ og „dans- andi drengur“. Eins varst þú af- skaplega hláturmildur og það fór yfirleitt ekki fram hjá neinum þegar þú hlóst þínum smitandi hlátri. Ég viðurkenni það að á við- kvæmu unglingsárunum þá kom það fyrir að ég skammaðist mín þegar þú varst að mínu mati of fyrirferðarmikill en í dag elska ég allar þessar minningar. Þegar ég hugsa til baka þá eru margar af mínum bestu minning- um með þér í sveitinni hjá Rabba frænda og hans fjölskyldu á Svarfhóli. Þú hreinlega ljómaðir í hvert sinn sem við töluðum um Borgarfjörðinn og Svarfhól en það er greinilegt að þar leið þér afskaplega vel. Ég er viss um að þið Rabbi frændi eruð núna að þeysast um sumarlandið á góðum gæðingum og að öllum líkindum ert þú á einum vindskjóttum sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum. Þegar Geir kom inn í líf mitt þá tókst þú honum einstaklega vel og þið smulluð saman. Þú varst reyndar svo ánægður að ég væri loksins komin með mann en að hann skyldi bæði vera hestamað- ur og bílaáhugamaður var algjör- lega toppurinn. Ég er svo ótrú- lega þakklát fyrir það góða samband sem þið áttuð og ég veit að Geir hefði hreinlega ekki get- að átt betri tengdapabba. Það var dásamlegt að fylgjast með þér í afahlutverkinu. Þú varst svo endalaust þolinmóður og góður við Birki Rafn, litla afa- strákinn þinn. Loksins fékkstu strákinn sem hafði brennandi áhuga á bílum eins og þú sjálfur. Ég gleymi því ekki hvað þú varst glaður þegar ég sagði þér að ég væri ólétt núna í vor en þá sagðir þú við mig eins og svo oft áður „Unnur mín, framtíðin er svo sannarlega björt“. Ég er svo stolt af því að vera „dóttlan þín“ og ég mun segja afabörnunum þínum sögur af þér á hverjum degi. Ég elska þig. Þín dóttir, Unnur Gréta. Elsku pabbi okkar. Við erum ótrúlega heppnar að hafa átt svona yndislegan pabba. Við eigum ótalmargar minningar sem munu alltaf fylgja okkur. Þú hvattir okkur áfram í öllu sem við gerðum og kenndir okkur svo margt. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur. Þú hafðir svo góða nær- veru sem lét öllum líða vel. Rosa- lega vinsæll og það var skemmti- legt að umgangast þig. Fólk sem átti bágt sótti mikið í þig og þú varst afskaplega góður við það. Það var ævintýralega gaman að ferðast með þér út um allt. Á kvöldin fórum við saman í reið- túra og þá tókst þú lagið og fífla- ðist. Þú sagðir oft svo skemmtilega frá og notaðir orð eins og dans- andi drengur, kúturinn minn, silkidrengur, maður lifandi, bjart fram undan. Við munum ylja okk- ur við allar góðu minningarnar. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt þig fyrir pabba og vonum að núna sértu kominn á betri stað. Elskum þig að eilífu. Þínar dætur, Eygló Hildur, Bjarney og Birna Ósk. Elsku frændi minn, nú skilur leiðir um sinn í þessum heimi en við munum hittast aftur og fara yfir málin eins og við gerðum reglulega. Þú varst ekki hár í loftinu þeg- ar þú komst fyrst til dvalar í sveitina á Svarfhóli og varst þar mörg sumur og bast okkar fjöl- skyldu órjúfanlegum böndum. Þið pabbi Rafn voru nánir vinir alla tíð og ég er nokkuð viss um að sá gamli hefur tekið á móti þér og vafið þig örmum og leiðbeint þér í handanheiminum og eflaust eruð þið búnir að líta á nokkra gæðinga ef ég þekki ykkur rétt. Ég bið góðan Guð að vaka yfir fallegu stúlkunum þínum fjórum sem voru stolt þitt og yndi og einnig fjölskyldu þinni og ástvin- um og ekki síst aldraðri móður sem öll eiga nú um sárt að binda við skyndilegt fráfall þitt og syrgja góðan dreng. Elsku frændi, þú varst klett- urinn minn og fyrirmynd, þú studdir mig í gegnum lífsins ólgu- sjó og varst ævinlega til staðar er á móti blés. Brosið þitt, fasið þitt og faðm- lagið mun fylgja mér og veita styrk í sorginni þar til við hitt- umst á ný og þá verða fagnaðar- fundir. Hvíl í friði, elsku Geiri frændi. Hrafnhildur Jónína Rafnsdóttir. Það er með miklum söknuði og sorg í hjarta sem við skrifum þessi fátæklegu kveðjuorð til þín Geiri. Fram í hugann streyma minn- ingar sem við varðveitum og munum ylja okkur við á komandi tímum. Sameiginleg ferðalög fjöl- skyldunnar til Tenerife og Ítalíu verða dýrmætari á dögum sem þessum þegar við kveðjum þig, elsku Geiri. Afi, ég og Bjarni Dagur eigum eftir að sakna þín við grillið í sveitinni þar sem við fórum yfir málin strákarnir og leystum marga lífsgátuna. Einhverfusnillingurinn okkar hann Bjarni Dagur hændist mjög að þér og er okkur Helgu minn- isstætt núna snemma í vor þegar þið tveir voruð að ræða hesta og hver gæti farið á hvaða hest, að í öllum ákafanum var Bjarni litli kominn á slíkt flug að hann var farinn að strjúka á þér vangann. Þá brosti Geiri, þolinmæðin upp- máluð. Vinátta ykkar var áreynslulaus, einlæg og skipti fimmtíu ára aldursmunur þar engu máli. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir vináttuna, samverustund- irnar og að hafa fengið að vera samferða Silkidrengnum með stóra hjartað síðastliðin tuttugu árin. Maður lifandi hvað við eig- um eftir að sakna þín. Stoltastur varstu af stelpunum þínum fjórum og Birki litla. Barst þau um á höndum þínum alla tíð. Missir þeirra er mikill. Elsku Eygló amma, Unnur Gréta, Geir, Eygló, Bjarney, Birna og Birkir við sendum ykkur ljós og kær- leika á þessum erfiðu tímum. Megi englar heimsins styrkja ykkur í sorginni. Hvíl í friði elsku vinur. Baldur, Helga, Hildur Vala, Dóróthea, Kolfinna, Viktoría og Bjarni Dagur. Nú er hann allur hann Geiri okkar, þessi frábæri, einstaki og skemmtilegi maður með sitt stóra hjarta. Samskipti okkar spanna lang- an tíma, sambúð þeirra Geira og dóttur okkar, Möllu, og uppeldi dætra þeirra þriggja, samvera í hestamennsku, ferðalög og fleira og fleira tengdi okkur órjúfanleg- um böndum síðustu 18 árin. Varla eru til þeir menn með þann eiginleika „stærri“ en Geiri hafði til að liðsinna og hjálpa öðr- um, sjá úr stórum hópi fólks þá sem minna máttu sín og vera ná- lægur og tilbúinn til að liðsinna. Þeir eru heldur ekki margir sem fara í gegnum lífið án þess að eignast óvildarmenn, Geiri var án efa einn þeirra. Hann var stór fyrir dæturnar allar, dætur þeirra Möllu, Eygló Hildi, Bjarneyju og Birnu Ósk, og fyrir Unni Grétu, og ekki má gleyma dóttursyninum, Birki Rafni, óþreytandi að snúast og stússa með þeim í kringum hest- ana, og vera til taks. Við áttum svo sannarlega margar ánægjustundir saman, fjölskylduferðir til útlanda og innanlands, samvera í sumarbú- staðnum við Laugarvatn, hesta- ferðir og óteljandi aðrar eftir- minnilegar samverustundir með þeim Möllu, Geira og stelpunum. Við erum reyndar viss um að hann verður áfram ekki langt undan. Síðasta utanlandsferðin í nóv- ember síðastliðnum „þegar amma átti afmæli“ verður lengi í minnum höfð, gleðin og spaugið með í ferð. En nú hefur hann fengið hvíld- ina, allt of snemma, við verðum að sætta okkur við það, vonandi geta allir gert það með tímanum. Við eigum minningarnar um mann sem var eins og hann sagði svo oft sjálfur um margan sam- ferðarmanninn, „hann var silki- drengur“. Bjarni og Hildur. Kær vinur okkar Ásgeir Rafn Reynis son, Geiri, er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Hann var einstaklega ljúfur, traustur og skemmtilegur félagi sem var ávallt tilbúinn að rétta fram hjálparhönd. Við kynntumst Geira í gegnum þátttöku dætra okkar í æskulýðs- starfi Fáks þar sem við tókum saman þátt í ófáum æfingum, mótum og sýningum. Alltaf var hann til staðar fyrir stúlkurnar sínar, jafnt sínar dæt- ur sem okkar, sem hann leið- beindi á uppbyggilegan og blíðan hátt. Einnig lærðum við foreldr- arnir mikið af honum á þessum stundum enda Geiri hestamaður af Guðs náð og bæði gaman og lærdómsríkt að sitja með honum í hesthúsinu, stúkunni eða brekk- unni. Það var einstakt hve óhrædd- ur hann var að takast á við nýjar áskoranir eins og þegar fjöl- skyldur okkar fóru saman í skíða- ferð erlendis fyrir skömmu og hann aldrei staðið á skíðum áður. Það verkefni kláraði hann með leikgleði, hæfilegu kæruleysi og ávallt stutt í brosið. Engum gat dulist hversu stolt- ur hann var af dætrum sínum og afastráknum, er missir þeirra mikill. Við syrgjum kæran vin og sendum dætrum hans og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð. Ásbjörn (Ási), Erla, Steinþór og Elínborg. Ásgeir Rafn Reynisson Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA SIGRÚN HÁKONARDÓTTIR, fjölskyldu- og áfengisráðgjafi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 5. ágúst. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 14. ágúst klukkan 14. Í ljósi aðstæðna er fjöldi gesta takmarkaður en athöfninni er einnig streymt á selfosskirkja.is. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð. Herbein Fjallsbak Hákon Ernuson Lilja Ester Ágústsdóttir Sigurður Viðarsson Fabienne Clavel Elmar Viðarsson Soffía Sveinsdóttir Martin Vetter Berg Juanita Schrøter Holm barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, HILDUR ÁRDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Þverholti 17, Reykjavík, er látin. Útför hennar fer fram 13. ágúst. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Einar Hildarson, Aldís Gróa Sigurðardóttir og börn Guðný Egilsdóttir Oddný Þóra, Eva Guðfinna, Erna Guðrún og Anna Signý Sigurðardætur og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra JÓNS SIGURÐSSONAR bifreiðastjóra frá Sleitustöðum. Reynir Þór Jónsson Ingibjörg Jónsdóttir Íris Hulda Jónsdóttir Björn Gunnar Karlsson Gísli Rúnar Jónsson Lilja Magnea Jónsdóttir Skúli Hermann Bragason barnabörn og barnabarnabörn Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.