Morgunblaðið - 12.08.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 12.08.2020, Síða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020 ✝ RagnheiðurÁsta Péturs- dóttir fæddist í Reykjavík 28. maí 1941. Hún lést að heimili sínu, Keldulandi 19 í Reykjavík, 1. ágúst 2020. Foreldrar Ragn- heiðar Ástu voru Birna Jónsdóttir, f. 1919, d. 2003, og Pétur Pétursson, f. 1918, d. 2007. Birna og Pétur bjuggu við Ljósvallagötu í Reykjavík þegar Ragnheiður Ásta fædd- ist en fluttust fljótlega í Með- alholt 5 þar sem hún bjó öll sín bernskuár. Á heimilinu var einnig Guðrún Eiríksdóttir, f. 1878, sem Ragnheiður kallaði alltaf Gunnu ömmu. Hún lést 1968. Fyrri maður Ragnheiðar Ástu var Gunnar Eyþórsson, f. 1941, d. 2001. Börn þeirra eru Pétur f. 1960, d. 2018. Kona hans er Anna Margrét Ólafsdóttir og börn þeirra Ragnheiður Ásta, Anna Lísa og Pétur Axel. Eyþór f. 1961. Kona hans er Lindargötuskóla og tók lands- próf frá Gagnfræðaskólanum í Vonarstræti. Hún lauk stúd- entsprófi úr máladeild Menntaskólans í Reykjavík ár- ið 1961 og hóf þá um haustið nám í sögu og dönsku við Há- skóla Íslands en átti þá þegar tvo syni og hætti námi til að sinna uppeldi þeirra. Hún var í lýðháskóla í Danmörku árið 1963. Árið 1962 hóf hún störf sem þulur við Ríkisútvarpið þar sem hún starfaði til ársins 2006 eða um 44 ára skeið. Auk þularstarfa sinnti hún dag- skrárgerð fyrir Ríkisútvarpið, einkum um tónlist. Ragnheið- ur var mjög hagmælt. Hún orti dægurlagatexta og fjölda skemmtilegra vísna um og fyrir börn sín og fjölskyldu. Ragnheiður Ásta var alla tíð róttæk og tók virkan þátt í kjarabaráttu opinberra starfs- manna. Hún var formaður Starfsmannafélags Ríkis- útvarpsins í nokkur ár og átti um tíma sæti í stjórn BSRB. Hún lét sig baráttu fyrir efna- hagslegu réttlæti og mann- réttindum miklu varða. Útför Ragnheiðar Ástu verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. ágúst 2020. Vegna takmarkana á sam- komuhaldi er athöfnin aðeins opin nánustu fjölskyldu og vinum en henni verður streymt á slóðinni www.ráp.is. Ellen Kristjáns- dóttir og börn þeirra Sigríður, Elísabet, Elín og Eyþór Ingi. Birna f. 1965. Maður hennar er Árni Daníel Júl- íusson. Sonur þeirra er Pétur Xiaofeng og börn Árna Daníel Ari Júlíus sem er lát- inn og María. Ragnheiður Ásta giftist Jóni Múla Árnasyni 9.1. 1974. Jón Múli var fæddur árið 1921 og lést árið 2002. Dóttir þeirra er Sólveig Anna, f. 1975. Maður hennar er Magn- ús Sveinn Helgason og börn þeirra Jón Múli og Guðný Margrét. Áður átti Jón Múli dæturnar Hólmfríði, f. 1947, Ragnheiði Gyðu, f. 1957, og Oddrúnu Völu, f. 1962. Sonur Hólmfríðar er Jón Múli og dóttir Ragnheiðar Gyðu er Guðrún Valgerður. Langömmubörn Ragnheiðar Ástu eru ellefu. Ragnheiður Ásta gekk í Austurbæjarskólann, síðan Ég var bara 14 ára þegar ég hitti elsku tengdamömmu mína í fyrsta sinn en við Pétur sonur hennar urðum par á meðan við vorum enn í grunnskóla. Ég man að ég kveið því að hitta Ragnheiði því hún var svo fræg. Nánast hvert einasta manns- barn á Íslandi vissi hver hún var enda var röddin hennar daglega á hverju heimili á þeim tíma í gegnum Ríkisútvarpið. Auðvitað var sá ótti ástæðu- laus, ég fékk strax hlýjar mót- tökur hjá þessari fallegu og dásamlegu konu og alla tíð var samband okkar innilegt og náið. Ragnheiður var skemmtileg, hlý og kærleiksrík og hafði ein- staka nærveru sem smitaði út frá sér. Það er ógerlegt í stuttri minningargrein að fjalla ítarlega um jafn mikla og merkilega manneskju sem elsku tengda- mamma mín var, það er svo margs að minnast. Sumarhúsa- ferð í Danmörku, Munaðarnes á hverju sumri árum saman, af- mæli, jól, páskar, samvera á Jómfrúnni, matarboð, kaffiboð, bíltúrar, bústaðaferðir, tónleik- arnir og öll símtölin. Minning- arnar hrúgast inn í hugann og hjartað og allar skilja eftir sig yl. Kaupmannahafnarferðin sem við fórum í ásamt Birnu og Sollu í desember síðastliðnum er ógleymanleg og það var gott að deila herbergi með Ragnheiði þar sem við náðum vel saman að venju og áttum notalegt spjall fyrir nóttina. Ragnheiður sýndi lífinu, mönnum og dýrum mikla um- hyggju. Hún elskaði að vera inn- an um börn, bæði sín og ann- arra, og það var ekki óalgengt að hún gæfi sig að ókunnugum börnum til að dást að þeim. Kis- an hennar veitti henni mikinn félagsskap og það eru eflaust ekki margar kisur sem voru dekraðar jafnmikið. Á veturna mokaði hún t.d. göngustíg fyrir kisu í snjónum svo hún þyrfti ekki að vera í djúpum snjó. Á gönguferðum í bleytu bjargaði hún ánamöðkum, tók þá af gangstéttinni og setti í grasið. Sjö ára dóttursonur minn tók upp þennan sið frá langömmu sinni mjög ungur og lengjast gönguferðirnar hans oft því hann hefur svo mikið að gera við að bjarga ánamöðkum. Ragnheiður var frábær mamma, tengdamamma, amma og langamma og hennar dásam- legu nærveru er og verður sár- lega saknað. Á innan við tveimur árum er ég búin að kveðja í hinsta sinn þær þrjár persónur sem hafa átt stærstan þátt í að móta mig og gera mig að þeirri mann- eskju sem ég er í dag. Fyrir 20 mánuðum kvaddi ég elsku Pét- ur, fyrir fjórum mánuðum mömmu mína og í dag fylgi ég tengdamömmu minni síðasta spölinn. Lífið er óútreiknanlegt og færir manni miserfið verk- efni alla tíð. Ég fer með æðru- leysisbænina og held áfram að reyna að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Ragnheiður komst aldrei yfir dauða Péturs og grétum við oft saman í sím- ann þegar við ræddum um hann, sem var nánast í hverju símtali. Við rúmið sitt hafði hún myndir af Pétri og sálmaskrána frá útför hans sem hún tók með sér þegar hún ferðaðist. Ég ætla að trúa því að Pétur minn hafi tekið á móti mömmu sinni með opinn faðminn á þeim stað sem bíður okkar allra. Ég þakka heimsins bestu tengdamömmu fyrir 45 ára sam- veru sem verður aldrei tekin í burtu en mun geymast í hjarta mínu og verma það um ókomin ár. Anna Margrét Ólafsdóttir. Það er skammt á milli lífs og dauða. Einn daginn situr mann- eskjan í stofunni, rabbar um daginn og veginn. Næsta dag er hún horfin á braut. Löngu og gæfuríku lífi er lokið. Ég kynntist Ragnheiði Ástu Pétursdóttur eftir að við Birna dóttir hennar tókum saman fyrir nær tuttugu árum. Sam- band Birnu og móður hennar var náið og Birna leitaði ráða til hennar með hvaðeina sem hún var að fást við þá stundina. Við komum reglulega í heim- sókn í Keldulandið, í kaffi eða heimboð þar sem öll fjölskyld- an var komin saman, Pétur heitinn, elsti sonur hennar, eig- inkona hans Anna Margrét, börn og barnabörn, Eyþór, miðbarnið, eiginkona hans Ell- en, börn og barnabörn, við Birna og stjúpdæturnar Ragn- heiður Gyða og Oddrún Vala. Sólveig Anna var þá í Banda- ríkjunum með fjölskyldu sinni, Magnúsi Sveini og börnum. Íbúðin í Keldulandinu er falleg og hlýleg og gott að koma þangað. Ragnheiður Ásta tók mér afar vel þegar ég kom í fjölskylduna. Líklega hafa stjórnmálaskoðanir mínar ekki spillt fyrir mér. Ragnheiður Ásta var staðfastur sósíalisti og lá ekki á þeim skoðunum sín- um. Ég kunni að sjálfsögðu mjög vel við það, við spjöll- uðum oft um pólitík og vorum yfirleitt alltaf sammála um mat okkar á atburðum og sjónar- miðum. Ragnheiður Ásta fékk heila- blóðfall þegar hún var 66 ára. Við Birna og börnin mín, Ari Júlíus heitinn og María voru í Danmörku og stödd í Tívolí þegar fréttirnar bárust okkur en Ragnheiður Ásta hafði ekki viljað að Birna yrði látin vita, hún vildi ekki spilla ánægjunni af Danmerkurdvölinni. Ragn- heiður Ásta varð eftir það að hætta að vinna starfið sem hún elskaði og helgaði starfskrafta sína. En hún tók veikindunum af stakri geðprýði og ró og lét þau ekki hafa áhrif á lífsgleði sína. Ragnheiður Ásta var oft heima hjá okkur Birnu og Pétri litla. Hann kom eins og sólar- geisli inn í líf okkar allra árið 2010 og hún dekraði við hann – eins og hún dekraði við öll ömmubörnin. Við eigum alveg sérstaklega góðar minningar um Ragnheiði Ástu úr Danmerkur- ferð í júní í fyrra, ég hafði feng- ið fræðimannsíbúð í Jónshúsi og Pétur og Birna voru hjá mér á meðan ég grúskaði á Rigsarki- vet í skjölum um Íslandsverslun á 19. öld. Svo komu þær Ragn- heiður Ásta og Solla í heimsókn og við fórum öll í Tívolí og í margar verslanir og átum góðan mat í Nyhavn. Það var gaman. Ragnheiður Ásta elskaði Dan- mörku og danska menningu og fór mjög oft í mat á Jómfrúnni, danska staðnum í miðbæ Reykjavíkur, og hafði einhverja úr fjölskyldunni eða einhverja vini sína með sér. Mér fannst eins og það væri alveg jafn heimilislegt á Jómfrúnni og í Keldulandinu þegar Ragnheiður Ásta var þar. Nú er eins og allir þeir full- orðnu í fjölskyldunni hafi kvatt og bara börnin séu eftir. Núna þurfum við að sjá um okkur sjálf og fást við lífið án aðstoðar hinna fullorðnu, sú síðasta af þeim sé farin. Vonandi tekst okkur jafn vel upp og Ragnheiði Ástu að vera hin fullorðnu, að njóta lífsins og miðla gleði og gæsku til hinna yngri. Árni Daníel Júlíusson. „Mjallhvít mín, Mjallhvít mín, – hvar ertu? Ég er með svo fal- legt epli handa þér!“ Á árum áður mátti iðulega heyra þjóðþekkta kvenrödd kalla þetta lágum, blíðum rómi í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Ragnheiður Ásta átti þá erindi við stjúpdætur sínar sem þar störfuðu, dætur eiginmanns síns, Jóns Múla. Hún kallaði sig vondu stjúpuna, við gerðum það líka. Það gátum við leyft okkur, allir sem til þekktu vissu að vond stjúpa var hún ekki, þvert á móti. Hún var ekki öfundsverð þeg- ar hún tók á móti Mjallhvítum sínum; sú eldri illa haldin af unglingaveiki, sú yngri ekki orð- in tíu ára. En stjúpan var greind kona og mannleg. Mætti þeim með blíðu, skilningi, umburðar- lyndi, þolinmæði, umhyggju og upplýsandi umvöndunum og leiðsögn. Kvæðum, ljóðum, sög- um sínum og síns fólks, stríðni og þeim asnaskap krakka sem hún hvatti frekar til en latti. Öll- um krökkum hjónanna var hrúgað í bíla úr Evrópu aust- anverðri, brunað í ferðalög, sumarbústaði, sundlaugar, kvik- myndahús, leiksýningar, á tón- leika og skemmtikvöld af ýmsu tagi, jafnvel þar sem börnum og unglingum var ekki tekið fagn- andi. Móðir okkar þekkti Ragn- heiði Ástu að góðu einu, mat hana mikils og treysti henni með ánægju fyrir dætrum sín- um. Faðir okkar og stjúpa fóru aldrei leynt með drauma sína og skoðanir á réttlátasta skipulagi samfélags manna og heims. En bæði grétu eða skellihlógu yfir ágæti mannlegrar sköpunar í listum og menningu allri og lögðu ekki síður áherslu á vand- aðan og fallegan klæðnað, skart og gljáfægða skó. Samband okkar og stjúpunn- ar styrktist með árunum en vissulega gátum við tuðað, þus- að, jafnvel suðað, – það mátti. Því stjúpa okkar var þeirrar gerðar að krefjast ekki full- komnunar af neinum en ófeimin að benda á það sem betur mátti fara. Hún lagði áherslu á um- burðarlyndi og skilning sem þó máttu ekki draga úr okkur víg- tennurnar í baráttunni fyrir réttlátari heimi. Stjúpdóttur- dótturinni var auðvitað tekið eins og öðrum hennar barna- börnum. Hennar gætt ef þurfti, sama fyrir henni haft og okkur hinum. Þær urðu æ nánari með árunum, dóttir stjúpdótturinnar átti jafn greiðan aðgang að ömmu Ragnheiði og önnur hennar börn, barnabörn og barnabarnabörn. Að föður okkar látnum varð stjúpan tíðari gestur hjá okkur en áður, ýmist að gefnu tilefni eða engu. Við snæddum saman, settumst síðan við flatskjáinn. Oftar en ekki var slökkt á hljóði útsendinga, við þurftum margt að ræða. Sameiginlegar minn- ingar, minningar hennar og okk- ar, líf, tilveru, hlutskipti manns- ins, ástand og framtíð þeirrar dýrategundar á Íslandi og á heimsvísu. Við systur þökkum stjúpu okkar, af innstu hjartans rótum, allt sem hún gaf okkur með nærveru sinni, kærleik, um- hyggju og vinskap. Huggun er harmi gegn að allt sem hún var lifir í okkur, eftirlifandi börnum hennar, tengdabörnum, stjúp- dótturdótturinni, öllum stjúp- unnar afkomendum og afkom- endum þeirra um ókomna tíð. „Ei-líbbð ei-líbbð“, - eins og tifið í klukkunni í Brekkukoti hljóm- aði í eyrum Álfgríms. Ragnheiður Gyða og Oddrún Vala Jónsdætur. Lilla var eftirlætisfrænka okkar allra og við fundum svo vel hversu vænt henni þótti um okkur. Það hafði sitt að segja að það var einstaklega kært á milli mæðra okkar, systranna Birnu og Gunnu. Og okkur fannst ekki leiðinlegt þegar okkar góði frændi, Jón Múli, krækti í þessa glæsilegu frænku. Á heimili Birnu og Péturs, bæði í Meðalholti og Eskihlíð, vorum við alltaf innilega vel- komin eins og svo margir aðrir. Þar ríkti mikill kærleikur og all- ir voru jafnir. Þetta hefur örugglega átt stóran þátt í að Lilla frænka varð þessi mikli mannvinur, fordómalaus og víð- sýn. En það var ekki bara kær- leikur sem ríkti á heimilinu. Þar var líka mikill húmor og frá- sagnargleði sem hún fékk svo sannarlega sinn skammt af og tók með sér út í lífið og lét okk- ur og aðra njóta. Það var ekki leiðinlegt að sitja með henni á góðri stundu og hlusta á frá- sagnir af ættmennum okkar, allt kryddað væntumþykju og húm- or. Þá var hlegið dátt. Mest var þetta græskulaust gaman en óneitanlega kom fyrir að það vottaði fyrir örlítilli meinhæðni, svona í anda Önnu ömmu. Hún lifði lífinu í blíðu og stríðu af kjarki og æðruleysi. Alltaf óhrædd við að segja skoð- anir sínar, pólitísk og stóð alltaf með þeim sem voru órétti beitt- ir. Lilla hikaði ekki við að gera það sem hana langaði til. Hún var til dæmis ekki lengi að slá til þegar við systurnar stungum upp á því fyrir nokkrum árum að við fengjum okkur tattú, systratákn. Okkur þótti ofurvænt um hana Lillu frænku og eigum eft- ir að sakna hennar mjög mikið. Sendum öllu hennar góða fólki innilegar samúðarkveðjur. Ingunn Anna, Ragnheiður, Birna Jóhanna og Árni Múli. Mínar fyrstu skýru minningar um Lillu frænku eru frá því að við vorum í sveit á Hrafnabjörg- um í Hörðudal. Ég var þá sex ára gamall en hún 11 ára. Á mynd sem Pétur faðir hennar tók af okkur á hestbaki sést hvernig hún teygir langa fót- leggina niður með síðum hests- ins og horfir nokkuð þung á brún fram á veginn. Dvöl Lillu var ekki löng í Hörðudal, þar sem sveitalífið átti ekki við hana en ég var þar í þrjú sumur. Samt eru allar mín- ar minningar þaðan frá henni komnar, þar sem minni hennar og athyglisgáfa voru ótrúleg. Hún mundi bæði fólk og atburði sem ég hafði gleymt. Hún sagði mér t.d. að dýr hefðu hænst svo að Magnúsi bónda að þegar hann gekk frá bænum hafi kálf- urinn, heimalningurinn, hundur- inn og kötturinn ávallt elt hann. Ég sé þetta fyrir mér í hvert sinn sem ég hugsa um dvölina þar. Hins vegar man ég að mér þótti gott þegar við sóttum kýrnar niður á eyrar að leita verndar eins nærri Lillu og unnt var þegar kríurnar voru í víga- hug yfir höfðum okkar. Birna móðir hennar var feg- urst kvenna og elskuð af öllum sem henni kynntust vegna mildi sinnar og góðvildar. Pétur faðir hennar var stórgáfaður maður með ótrúlegt minni. Mér finnst að Lilla frænka hafi fengið í vöggugjöf bestu eiginleika for- eldra sinna. Ég var tíðum í Meðalholtinu og seinna í Eskihlíðinni sem strákur og ungur maður. Ég minnist þeirra daga með gleði og þakklæti sem ég fékk aldrei endurgoldið. Fyrir um þrjátíu árum átti ég leið niður á höfn á útgerðarstað við Eyjafjörð. Þar sátu tveir eldri menn og voru að huga að grásleppunetum. Lítil trilla lá við bryggjuna og kveikt var á útvarpinu í stýrishúsinu. Ég spurði um fiskiríið og þeir spurðu hvaðan ég væri og sam- talið var rétt að fjara út. Þá hófst lestur frétta í útvarpinu og las Lilla frænka þær. Þá segir annar þeirra: „Alltaf er hún best, hún Ragnheiður Ásta.“ Hinn var fljótur að jánka því og bætti því við að þegar komið væri fjær landi heyrðist miklu betur í henni en öðrum. Ég sá mér leik á borði að upphefja mig dálítið og lét þess getið að hún væri frænka mín. Þeir sáu þá fyrst ástæðu til að horfa á að- komumanninn með vott af áhuga. Síðan spurðu þeir hvort ég væri skyldur Birnu móður hennar og svaraði ég því til að hún væri móðursystir mín. Þá sögðu þeir mér að þeir hefðu ró- ið frá Keflavík rétt fyrir stríð og þá hefði Birna búið í læknishús- inu og þeir myndu vel eftir henni og þeir hefðu stundum hengt lúðulok á grindverkið við læknishúsið þegar enginn sá til. Þótt þessi fátæklegu orð hér að ofan lúti að löngu liðnum at- vikum þá naut ég þeirrar gæfu að halda sambandi við Lillu og þá einkum hin síðari ár. Fundir okkar voru mér ávallt mikið gleðiefni. Þrátt fyrir erfið veik- indi hin síðari ár kvartaði hún aldrei, var glöð og yndisleg þeg- ar við hittumst. Mér þótti of- urvænt um þessa glæsilegu frænku mína og dáði hana öðr- um meira. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Jón B. Jónasson. Hún talaði mest, hló hæst og var skemmtilegust allra. Þetta voru hugsanir mínar þegar ég sá hana fyrst í Lands- prófsdeildinni í Vonarstræti árið 1957 þessa stúlku, sem átti eftir að verða besta vinkona mín. Á þeim árum notuðu allir strætó og okkar vagn var Há- teigsvegur – Hlíðahverfi svo að leiðir okkar lágu saman í Menntaskólanum í Reykjavík. Urðum við fljótlega heimagang- ar hvor hjá annarri. Það var gaman að koma heim í Meðalholtið til Lillu, eins og hún var ávallt kölluð af nánustu ættingjum og vinum. Þar var mikið menningarheimili og for- eldrum hennar, Pétri Péturssyni þul og Birnu Jónsdóttur, þótti gaman að spjalla við vini dótt- urinnar. Þangað voru líka vel- komnir ýmsir sem bundu ekki bagga sína sömu hnútum og aðr- ir samferðamenn. Lilla var ekki bara skemmti- Ragnheiður Ásta Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.