Morgunblaðið - 12.08.2020, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020
✝ JónasHrafn
Kettel fæddist í
Kaupmannahöfn
19. apríl 1991.
Hann lést 8. mars
2020 á Ríkisspít-
alanum í Kaup-
mannahöfn. For-
eldrar hans eru
Anna Karlsdóttir,
landfræðingur og
fræðimaður, og
Lars Kettel, konrektor nýsköp-
unarmenntaskóla Kaup-
mannahafnar. Eiginmaður Önnu
er Guðmundur Einarsson og eig-
dóttir, f. 12.2. 1931, og Karl G.
Jónsson, f. 10.2. 1937. Föð-
uramma hans og –afi voru
Verna Kettel, f. 10.9. 1932, d.
18.1. 2019, og Henrik Kettel, f.
16.4. 1937, d. 31.10. 2008.
Jónas Hrafn ólst upp til níu
ára aldurs í Kaupmannahöfn en
flutti til Íslands árið 2000 með
móður sinni. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð árið 2012. Eftir
stúdentspróf bjó hann á víxl í
Kaupmannahöfn, Reykjavík og
Stokkhólmi og sinnti ólíkum
þjónustustörfum. Síðast starfaði
hann fyrir Synsam og Profil op-
tik í Stokkhólmi og í Danmörku.
Útför og minningarathöfn fer
fram frá Háteigskirkju í dag, 12.
ágúst 2020, klukkan 13.
inkona Lars er
Hanne Havemose.
Bróðir Jónasar,
sammæðra, er Elías
Snær Torfason, f.
15.2. 1999. Systkini
Jónasar, samfeðra,
eru Asta Thit, f.
10.11. 1998, Carl
William, f. 3.3.
2002, og Sara Dora,
f. 12.2. 2008. Stjúp-
bræður Jónasar
eru Pedro Þór, f. 23.2. 1999, og
Andri Þór, f. 23.11. 2001. Móð-
uramma og –afi Jónasar eru
Arndís Sigurbjörg Hólmsteins-
Elsku drengurinn okkar. Það
var þungbært að fá þær fréttir að
þú lægir milli heims og helju á
gjörgæslu. En nú hópast að
manni minningar við brottför
þína. Þær byrja í Kaupmanna-
höfn þegar þú fæddist, þá kom ég
til að styðja þig við komuna til
lífsins og ljóssins. Í framhaldinu
eru ótal skemmtilegir viðburðir
sem við áttum saman. Jónas
Hrafn var mjög léttur, kurteis og
þægilegur í umgengni bæði sem
barn og unglingur. Hann eignað-
ist marga vini og var duglegur
bæði í tennis og fótbolta. Hann
var fljótur að tileinka sér fróðleik
og kunnáttu í ýmsu en var tapsár
í spilum. Hann upplifði mikið á
allt of stuttri ævi. Hann ferðaðist
mikið bæði hér heima með okkur
og erlendis. Við höfðum þá
ánægju að fylgja honum héðan
frá Íslandi til búsetu í Kanada ár-
ið 1998 þar sem hann var í námi
með mömmu sinni og Torfa, fyrr-
um stjúpföður Jónasar. Jónas
Hrafn var fyrsta barnabarn bæði
í föður og móðurætt og átti
óskipta ást og athygli okkar
allra. Hann var tvítyngdur og al-
inn upp bæði í Danmörku og á Ís-
landi og dvaldi oft og mikið hjá
afa og ömmu þar eð báðir for-
eldrar voru í stífu námi. Prúð-
mennska var einkennandi í fari
hans. Það var mjög sorglegt þeg-
ar allt breyttist og veikindin tóku
yfirhöndina. Þá er nú komið að
kveðjustund. Ást og elska fylgi
þér. Guð geymi þig. Sofðu vært.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi hann á streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
Og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
Og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Amma og afi,
Arndís Hólmsteinsdóttir
og Karl Jónsson
Elsku hjartans drengurinn
minn. Ég hitti þig fyrst nýfædd-
an á Rigshospitalet í Kaup-
mannahöfn, hvar þitt stutta líf
líka endaði. Þú varst svo undur-
fallegur og mér þótti strax vænt
um þig. Þú varst svo klár og
skemmtilegur og svo ótrúlega
gjafmildur. Ég hef þekkt þig allt
þitt stutta líf, verið þátttakandi í
mörgu og varið góðum stundum
með þér í Danmörku, Hollandi,
Svíþjóð og á Íslandi. Melrakka-
sléttan er okkar sameiginlegu
rætur en kannski líka allur heim-
urinn. Þú áttir góða vináttu við
syni mína, frændur þína sem eru
algerlega slegnir en ylja sér við
minningar. Það gerum við öll. Þú
varst forvitinn og mjög fróðleiks-
fús. Þú varst líka mjög athugull
og mikill hugsuður. Einhverju
sinni varstu hjá mér í Fossvog-
inum. Ég var með útvarpið nokk-
uð hátt stillt að hlusta á rás 1. Ég
segi við þig: „jij ég er bara að
verða eins og Dísa frænka
(amma þín).“ Þú hallaðir undir
flatt og leist á mig með stóru fal-
legu augunum þínum og sagðir
en þú ert Dísa frænka. Þú ert
Dísa frænka mín. Við deildum
áhuga á eldaldini (chili) og þú
varst fljótur að setja mig inn í
slíka grúppu. Svo veltum við
uppskriftum og hugmyndum á
milli.
Þetta hafa verið þung spor
undanfarið. Ég og strákarnir
fylgdumst með kistulagningunni
í Kaupmannahöfn í gegnum netið
ásamt Elíasi bróður þínum og
fleira góðu fólki. Veröldin er ekki
sú sama lengur. Vonandi hefurðu
öðlast sálarró núna.
Elsku drengurinn minn, elsku
karlinn minn, þín er sárt saknað.
Þú varst svo fallegur og brostir
svo blítt og breitt. Eins og vin-
kona þín sagði … „þú ert stærsta
diskókúlan á himninum. Þú lýsir
allt upp.“
Elsku Anna mín, Guðmundur
og Elías, Lars og fjölskylda og
Dísa og Kalli, missir ykkar er
mikill. Við vottum ykkur okkar
allra dýpstu samúð.
Komið er að hinstu kveðju,
elsku Jónas minn, hvíldu í friði
fallegi drengurinn minn. Minn-
ing þín mun ávallt lifa í hjörtum
okkar.
Arndís (Dísa) frænka
og strákarnir.
Við Jónas Hrafn áttum marg-
ar góðar stundir saman í gegnum
tíðina, í Kaupmannahöfn, á Ís-
landi og í Svíþjóð. Hann var eld-
klár, skemmtilegur og alltaf til í
pælingar. Við ræddum saman
um allt milli himins og jarðar
enda hafði hann svo mikinn
áhuga á öllu mögulegu. Hann var
ansi flinkur í rökræðum og oft
enduðu samræðurnar í hláturs-
kasti því hann var búinn að rök-
ræða mann út af kortinu í fífla-
skap. Þegar ég bjó hjá þeim
tímabundið í Grænuhlíð ræddum
við mikið um bókmenntir og
kvikmyndir og horfðum á alls-
konar myndir saman. Maður
kom aldrei að tómum kofunum
hjá Jónasi. Hann hefði getað orð-
ið góður heimspekingur held ég.
Síðustu árin voru honum ansi
erfið og sá Jónas sem maður hitti
var langt frá því að vera sá
drengur sem maður þekkti.
Hann var skugginn af sjálfum
sér.
Mig langar að deila með ykkur
smá minningabrotum úr æsku
Jónasar Hrafns, fallegum minn-
ingum sem ég á með honum.
Ég kom til Kaupmannahafnar
vorið 1996 til að vera í smátíma
hjá Önnu og Jónasi. Anna var í
háskólanum þegar ég kom úr
fluginu svo hún sagði mér að
koma bara við á leikskólanum hjá
Jónasi og hann yrði með lykil og
myndi ganga með mér heim.
Leikskólinn var nefnilega alveg
við húsið þeirra. Ég mætti svo á
leikskólann og spurði eftir Jónasi
sem kom hlaupandi svona falleg-
ur og bjartur eins og hann var.
Við ræddum saman og þegar
hann fór að sækja dótið sitt sagði
einn leikskólastarfsmaðurinn
mér að þau hefðu aldrei heyrt
hann tala íslensku, þó svo að
Anna talaði alltaf við hann á ís-
lensku. Ég var hissa á því að
þetta væri í fyrsta sinn sem hann
væri að tala íslenskuna enda var
barnið altalandi. Ég spurði svo
Jónas sjálfan út í það á leiðinni
heim og hann sagði sem svo að
hann talaði aldrei íslensku en
hann vissi það að það þýddi ekk-
ert að tala dönsku við mig, ég
kynni örugglega ekkert dönsku
svo hann talaði bara íslensku.
Þetta var bara ósköp einfalt mál.
Mér finnst þetta svo dásamlega
fallegt.
Jónas hafði að sjálfsögðu mik-
inn áhuga á mat enda foreldrar
hans miklir matgæðingar. Ég
man eftir Jónasi svona 4 ára að
háma í sig einhvern mat á veit-
ingastað á Vesterbro, sem ég
man ekki lengur hver var, með
gráðostasósu. Mér fannst svolítið
spes fyrir svona lítinn gutta að
vera hrifinn af gráðosti. Hann
átti það algerlega sameiginlegt
með Daníel Perez stjúpsyni mín-
um að elska og tala mikið um mat
strax í æsku enda urðu þeir auð-
vitað bestu vinir þegar Anna
flutti til Íslands með strákana.
Þegar við héldum matarboð sátu
þeir litlu guttarnir saman, og
ræddu matinn fram og til baka af
mikilli kunnáttu og með gífurleg-
ar skoðanir, eins og gamlir
reyndir kokkar. Það var alger
snilld.
Jónas var góður drengur, klár,
sjarmerandi, tillitssamur og hlýr
og hefði getað gert hvað sem er í
lífinu ef sjúkdómurinn og fíknin
hefðu ekki lagt hann að velli.
Hans er djúpt saknað.
Elsku kallinn minn, megi þér
líða vel hinum megin.
Ég sendi fjölskyldu og vinum
mínar allra dýpstu samúðar-
kveðjur.
Vala Þórsdóttir.
Jónas Hrafn Kettel
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Álit Skipulagsstofnunar
Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti, Þingeyjasveit
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam-
kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun,
Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu framkvæmdaraðila er
einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is.
Auglýsing um skipulagsmál
í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga
að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun
Svínhagi 3, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.5.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi
fyrir Svínhaga 3 með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar vegna nýrrar tengingar frá Þingskálavegi.
Samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir og tillagan hefur því verið lagfærð að því leyti. Tillagan tekur til
um 16 ha spildu þar sem gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og útihúsa.
Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu
og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. september 2020.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra
í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
------------------------------
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
RANGÁRÞING YTRA
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Hádegismatur kl. 11.30-13. Bíó kl. 13. Kaffisala kl. 14.45-
15.30. Allir velkomnir í Félagsstarfið, s. 411 2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50.
Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Dansleik-
fimi kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir samfélags-
sáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir vel-
komnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Garðabær Jónshúsi, félags- og íþróttastarf, s. 512 1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 13.45-15.15. Félag eldri borgara í Garðabæ s. 565 6627
skrifstofa opin miðvikudaga kl. 13.30-15.30. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Dansleikfimi kl. 10.30. Framhaldssaga kl.13.30.
Handavinnuhópur kl. 13-16.
Korpúlfar Gönguhópar leggja af stað frá Borgum og inni í Egilshöll
kl. 10, ganga við allra hæfi og gleðileg samvera. Opið félagsstarf í
Borgum frá kl. 8-16 virka daga. Því miður er búið að fella niður dags-
ferðina á Suðurströndina sem átti að vera í dag.
Seltjarnarnes Fólk er velkomið í kaffispjall í krókinn á Skólabraut
fyrir hádegi. Botsía á Skólabraut kl. 10. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl.
18.30. Munum 2ja metra fjarlægðarmörkin. Þar sem aukin áhersla er
lögð á að eldri borgarar fari varlega og haldi sér til hlés verður lítið
um að vera í félagsstarfinu næstu daga. Rifjum upp samfélagssátt-
málann, virðum 2ja metra regluna og munum handþvott og sprittun.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nýir 2020 Mitsubishi Outlander
PHEW.
Flottur lúxus bíll á lægra verði en
jepplingur. 800.000 undir listaverði á
kr. 5.890.000,-
5 ára ábyrgð.
Til sýnis á staðnum í nokkrum
litum.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
með
morgun-
nu
200 mílur