Morgunblaðið - 12.08.2020, Síða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020
Úrval mælitækja frá
50 ára Haraldur er
Keflvíkingur, ólst upp í
Keflavík frá þriggja ára
aldri og býr þar. Hann
er rafvirki, er undir-
verktaki hjá Isavia og
sér um viðhald í flug-
stöðinni. Haraldur
syngur í Kór Keflavíkurkirkju og Karlakór
Keflavíkur.
Maki: Þóra Brynjarsdóttir, f. 1977, hús-
móðir.
Börn: Gunnhildur Stella, f. 1999, Arn-
björn Óskar, f. 2002, og Sóldís Eva, f.
2005.
Foreldrar: Arnbjörn Óskarsson, f. 1950,
rafvirki og eigandi A. Óskarsson, og Sól-
veig Hafdís Haraldsdóttir, f. 1949, hús-
móðir. Þau eru búsett í Keflavík.
Haraldur Líndal
Arnbjörnsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nýir vinir sem þú kynnist eru af því
tagi að hægt er að umgangast þá við
hvaða aðstæður sem er.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að fá svolitla upplyftingu og
ættir því að fara út á lífið og skemmta þér.
Finnist þér eitthvað ekki þess virði að líta
við því, þá kemur það þér í koll, þótt síðar
verði.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ekki er allt sem sýnist, leiðin að
hamingjusömu lífi er oft þyrnum stráð.
Gerðu þeim grein fyrir tilfinningum þínum
og láttu þá segja þér hvað þeim finnst.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú nennir ekki lengur að þræða
hina venjulegu lífsleið. Láttu það því eftir
þér að byggja þig upp með þessum já-
kvæða hætti.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er engin ástæða að missa móð-
inn þótt eitthvað blási á móti. Snúðu þér
að þeim sem þú getur treyst hafirðu þörf
fyrir það.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er ómanneskjulegt að gera
stöðugt þær kröfur til sjálfs sín að allt sé
fullkomið því enginn er fullkominn, ekki
einu sinni þú.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þetta er góður dagur til að semja um
fasteignir. Notaðu daginn til þess að sýna
þínum nánustu hversu vænt þér þykir um
þá.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sumum finnst þú hinn besti
ráðgjafi. Reyndu að minna þig á að það
finna allir til minnimáttarkenndar svona af
og til.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er svo sem allt í lagi að
taka áhættu þegar líkurnar eru góðar og
lítið liggur undir. Með minni háttar breyt-
ingum skapar þú þar fullkominn samhljóm.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það hefur verið erfitt að ná
sambandi við aðra upp á síðkastið, en nú
verður breyting þar á.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Um leið og þú hættir að vera
sjálfum þér verstur ferðu að sjá hlutina í
öðru ljósi. Reyndu að sýna þolinmæði og
hafa hægt um þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vinnan reynist margslungin. Ef þér
finnast aðstæður erfiðar reyndu að þrauka
þar til það versta er gengið yfir.
Fjölskylda
Eiginkona Símonar er Sigrún
Brynja Ingimundardóttir, f. 14.2, 1951,
bókari hjá Vinnuvélum Símonar og
hefur unnið hjá fyrirtækinu frá fyrstu
tíð. Þau eru búsett á Sauðárkróki. For-
eldrar Brynju voru hjónin Ingimundur
Árnason, f. 9.8. 1923, d. 27.1. 2017,
Ég er alæta á tónlist, fyrst var það
Rolling Stones en þetta er orðið fjöl-
breyttara núna. Ég hef gaman af því
að fara á tónleika og óperur, fór t.d. á
óperu í Vín fyrir nokkrum árum sem
var mjög gaman.“ Símon ætlaði að
blása til veglegrar veislu út af afmæl-
inu en hún var blásin af vegna kór-
ónufaraldursins.
S
ímon Baldur Skarphéð-
insson er fæddur 12. ágúst
1950 á sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki en ólst upp á
Gili í Skagafirði.
Símon gekk í Barnaskólann í
Varmahlíð og fór í vélvirkjun í Iðnskól-
anum á Sauðárkróki og hefur síðan
tekið ýmiskonar námskeið. „Ég klár-
aði ekki námið í Iðnskólanum en fór í
gröfubisnessinn. Við byrjum mjög ung
öll að vinna á Gili, ég var 12 ára farinn
að veiða sjálfur í Miklavatni, þar var
alltaf mjög góður silungur. Svo þegar
var komið að fermingunni þá var ég
sendur á tætara að vinna tún hjá
bændum og mokaði í hrærivél og þeg-
ar ég varð 15 ára þá fékk ég fyrstu
gröfuna en varð að bíða með að vinna á
henni þar til ég fékk dráttarvélapróf.
Það var nú aðallega sumarvinna og ég
prófaði að fara á sjó einn vetur og var á
trillu á grásleppu.“
Símon eignaðist síðan sína fyrstu vél
árið 1974. „Ég hafði verið að vinna hjá
RARIK en ákvað á þessum tíma að
fara út í þennan slag. Þá var ekki aftur
snúið og starfsemin vatt upp á sig.
Yngri sonur minn kom inn í þetta með
mér 1990 og þá stækkaði fyrirtækið
enn meira. Núna er þetta orðið með-
alstórt fyrirtæki og við eigum 40 bíla
og vélar.“ 17 manns starfa núna hjá
fyrirtækinu sem ber heitið Vinnuvélar
Símonar ehf. Það sinnir aðallega
lagnavinnu, leggur hitaveitu, rafmag-
skapla og ljósleiðara en er einnig að
taka húsgrunna. Símon sest ennþá
undir stýrið á vinnuvélunum. „Ég er
búinn að prófa öll þessi tæki, en starfs-
hlutfallið hefur minnkað hjá mér.“
Símon hefur verið í Lions-
klúbbnum á Króknum frá 1983 og
Frímúrarahreyfingunni síðan 2001.
„En ég hef aldrei komið nálægt póli-
tík og ætla mér ekki að gera það.“
Áhugamál Símonar eru m.a. vélar,
bílar, flugvélar og tónlist. „Ég hef átt
breytta bíla og og fór á fjöll á þeim en
er hættur því núna. Ég átti líka trillu
og átti hlut í flugvél og tók próf á
hana. Ég á mótorhjól og hef gaman af
því að setjast á það og taka rúntinn.
Ég fylgist með fótbolta og er mikill
aðdáandi Liverpool. Ég spila brids og
hef verið í spilaklúbbi í 32 ár við spil-
um alltaf á veturna einu sinni í viku.
bóndi í Ketu í Hegranesi og síðar vöru-
bílstjóri á Sauðárkróki, og Baldvina
Ásgrímsdóttir, f. 29.4. 1931, d. 16.5.
1960, bóndi í Ketu.
Börn Símonar og Brynju eru 1)
Baldvin Ingi, f. 20.7. 1971, rafmagns-
tæknifræðingur, býr í Mosfellsbæ.
Maki: Úlfhildur Úlfarsdóttir viðskipta-
fræðingur. Þeirra börn eru Brynja
Sóley, f. 8.8. 2003 og Hjördís Ylfa, f.
12.6. 2010; 2) Rúnar Skarphéðinn, f.
30.8. 1973, framkvæmdastjóri, býr á
Sauðárkróki. Maki: Sólveig Bergland
Fjólmundsdóttir, starfsmaður Vinnu-
eftirlits ríkisins á Sauðárkróki. Þeirra
börn eru Kolbrún Sonja, f. 17.8. 2000,
læknanemi, og Hákon Snorri. f. 9.2.
Símon Skarphéðinsson, stjórnarformaður Vinnuvéla Símonar ehf. – 70 ára
Fjölskyldan Símon og Brynja ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum en á myndina vantar yngsta barnabarnið.
Starfsemin vatt upp á sig
Í vinnunni Símon ásamt tveimur vinnufélögum fyrir framan fyrstu gröfuna
sem hann eignaðist, Ford Country árgerð 1974. Myndin er tekin 1982.
Hjónin Símon og Brynja.
40 ára Bryndís er
Skagamaður, fædd
og uppalin á Akra-
nesi og býr þar. Hún
er uppeldis- og
menntunarfræðingur
að mennt og er
deildarstjóri dag-
starfs í frístundamiðstöðinni Þorpinu á
Akranesi.
Maki: Ingvar Svavarsson, f. 1983, vél-
iðnfræðingur og verkstjóri hjá Meitli á
Grundartanga.
Dætur: Íris Arna, f. 2007, Svava Guð-
finna, f. 2009, og Rúna Björk, f. 2014.
Foreldrar: Guðfinna Magnúsdóttir, f.
1949, sjúkraliði, og Gylfi Karlsson, f.
1946, rafvirki. Þau eru búsett á Akra-
nesi.
Bryndís
Gylfadóttir
Til hamingju með daginn
Selfoss Gunnar Ragnar Friðbjarnarson fæddist
12. ágúst 2019 kl. 22.24. Hann vó 4.566 g og var
54 cm langur. Foreldrar hans eru Friðbjörn
Gunnarsson og Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir.
Nýr borgari