Morgunblaðið - 12.08.2020, Side 22

Morgunblaðið - 12.08.2020, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020 FRÉTTASKÝRING Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Íslensku knattspyrnuliðin þurfa að búa við einhverja óvissu vegna kór- ónuveirufaraldursins sem ýmist er á undanhaldi eða í stórsókn, eftir því hvaða dagur vikunnar er. Það á svo enn betur við þau lið sem taka þátt í Evrópukeppnum á næstu vikum. Félögin þurfa auðvitað sjálf að fylgja ströngum og ítarlegum reglum varð- andi keppnishald og sóttvarnir og samhliða því bundin ákvörðunum yf- irvalda hvers lands fyrir sig, sem stöðugt eru á reiki vegna ófyrir- sjáanleika veirunnar. Ísland á rauðu svæði? Breiðablik á að mæta norska lið- inu Rosenborg á Lerkendal- leikvanginum í Þrándheimi 27. ágúst í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar. Aðeins er um einn leik að ræða í hverri umferð en ekki er leikið bæði heima og að heiman eins og tíðkast hefur. Nú gætu leikmenn Kópa- vogsliðsins hins vegar þurft á und- anþágu að halda frá sóttvarna- reglum í Noregi, ella verður þeim úrskurðaður sigur. Lýðheilsustofnun Noregs hefur lagt til að Ísland verði sett á svokall- að rautt svæði varðandi hvaðan fólk má fljúga til landsins. Íbúar ríkja á rauða svæðinu þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til Noregs og því ljóst að slíkt yrði ekki fram- kvæmanlegt fyrir Blika. Í viðhengi við reglugerð UEFA um Evrópudeildina, sem tekur sér- staklega á fyrirkomulagi mótsins varðandi kórónuveiruna, segir að heimaliðið beri ábyrgð á fram- kvæmd leiksins. Þ.e. ef yfirvöld í Noregi setja á ferðatakmarkanir sem geri það að verkum að Íslend- ingar geti ekki ferðast til landsins, beri forráðamönnum Rosenborg að finna leiknum nýjan stað á hlut- lausum velli, væntanlega í öðru landi. Geti félagið ekki útnefnt slík- an völl, mun UEFA úrskurða gesta- liðinu 3:0-sigur. Þá segir einnig að séu takmarkanirnar á þá vegu að þær hafi áhrif á getu gestaliðsins til að ferðast í leikinn geti UEFA sjálft útnefnt nýjan leikstað á hlutlausum velli. Þá þurfa félögin að bera kostn- aðinn til jafns og neiti annað liðið að mæta til leiks, verður það fellt úr keppni með 3:0-tapi. „Eins og við erum að skilja reglu- gerðina þá er ábyrgðin hjá Norð- mönnum, ef þeir geta ekki tekið á móti okkur þá þurfa þeir að finna leiknum stað á hlutlausum velli. Ef þeir geta það ekki, þá væntanlega tapa þeir leiknum en ég held að það gerist aldrei,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, við Morgunblaðið í gær. Hann segir það auðvitað ógerlegt að Blikar dvelji marga daga í sóttkví í Noregi fyrir leikinn og sömuleiðis þarf að huga að því hvort íslensku liðin þurfi að sæta sóttkví við heim- komuna. Þetta þurfi auðvitað allt að liggja fyrir áður en lagt er af stað. „Íslensku félögin eru að ræða þetta, við KSÍ og yfirvöld. Við þurf- um að vita hvernig fyrirkomulagið verður, varðandi heimkomusóttkví og slíkt þegar við komum svo til baka. Það er alveg klárt að það verða mjög stífar kröfur varðandi þetta ferðalag en þetta verður auð- vitað allt að vera á hreinu.“ Ráðherrann reiður Celtic KR-ingar standa hugsanlega frammi fyrir erfiðri stöðu einnig en þeir eiga að heimsækja Skotlands- meistara Celtic á þriðjudaginn í næstu viku í fyrstu umferð Meist- aradeildarinnar. Búið er að fresta næstu tveimur leikjum Skotanna í deildarkeppninni og hafa þeir fengið skammir í hattinn frá yfirvöldum eftir að leikmaður þeirra, að nafni Boli Bolingoli, gerðist sekur um ótrúleg heimskupör á dögunum. Belginn skellti sér í reisu til Spánar í síðustu viku, virti allar sóttvarna- reglur að vettugi, sneri svo aftur til Skotlands og spilaði með Celtic í efstu deild nokkrum dögum síðar, án þess að fara í skimun eða hreinlega láta nokkurn mann vita. Upp komst um ferðalagið eftir á og hefur leik- maðurinn fengið fyrir ferðina síðan. Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, hefur nú í hótunum um að slaufa fótboltanum þar í landi og er búið að fresta næstu tveimur leikj- um Celtic í deildarkeppninni. Skoski fótboltinn er nú allur kominn í upp- nám, tæpri viku fyrir fyrirhugaðan leik Celtic gegn KR. Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ, sagði við Morgunblaðið að sennilega væri um innanlandsmál að ræða í Skotlandi sem þyrfti ekki að hafa áhrif á leikinn gegn KR. Engu að síður hefur sambandið sent fyrirspurn um mál beggja íslensku félaganna. „Við höfum sent fyr- irspurnir á UEFA í báðum tilfellum og óskað eftir upplýsingum. Miðað við þær upplýsingar sem við fáum frá Skotlandi er um tveggja leikja bann innanlands að ræða sem hefur ekki endilega áhrif á Evrópuleiki liðsins,“ sagði Klara en bætti við að yfirleitt er vonlaust að spá í spilin í núverandi ástandi. „Ef við höfum lært eitthvað af þessum kór- ónumálum, þá er það að bíta á jaxl- inn og vera þolinmóð.“ Víkingar úr Reykjavík virðast ekki þurfa að fara neinar krókaleiðir að viðureign sinni gegn Olimpija Ljubljana í Slóveníu í Evrópudeild- inni. Ísland er á grænum lista slóv- enskra yfirvalda sem síðast var upp- færður sjöunda ágúst. Haldist það ástand óbreytt þurfa Víkingar ekki að fara í sóttkví við komuna til Slóv- eníu eða hafa einhverjar sérstakar ráðstafanir í huga varðandi ferðalag- ið. Þeir þurfa þó auðvitað að fylgja ferðareglum UEFA, sem kveða m.a. á um að lið ferðist á eigin vegum og fljúgi til dæmis ekki á almennum farrýmum milli landa. Ætlum að fara varlega FH-ingar eru svo einir íslenskra liða sem fengu heimaleik, eiga að taka á móti slóvakíska liðinu Du- najská Streda í Kaplakrika á sama tíma og Blikar og Víkingar spila sína leiki, 27. ágúst. Hafnfirðingar eru bjartsýnir á að leikurinn fari fram, sér í lagi eftir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný í minnisblaði sem hann afhenti heil- brigðisráðherra í gær og verður til umræðu á fundi ríkisstjórnar. „Við stefnum á að spila á heima- velli en auðvitað er það háð ákvörð- unum heilbrigðisráðherra. Ef þessi áform sem sóttvarnalæknir kynnti í gær ganga eftir, þá ætti þetta að vera í góðu lagi,“ sagði Valdimar Svavarsson, formaður knatt- spyrnudeildar FH, við Morg- unblaðið. „Við viljum samt fara varlega og vera ekki með of miklar yfirlýsingar. Við viljum leyfa yfirvöldum að klára sín mál á réttan og góðan hátt, hafa aðgát í nærveru sálar.“ FH-ingar tilkynntu UEFA að þeir stefni á að spila leikinn í Kaplakrika eins og þeir þurftu að gera fyrir há- degi á mánudaginn. Það verður þó eitthvað svigrúm til að breyta um leikstað, ef þess þurfi. „Það eru að koma upp alls konar mál hér og þar í Evrópu og markmið UEFA er að þvælast ekki fyrir eða reyna að- hnekkja á liðum. Sambandið vill frekar leysa þessi erfiðu mál og sýna skilning, en auðvitað er það innan einhverra marka,“ sagði Valdimar og bætti við að FH-ingar hafi fengið vilyrði frá félagi í Danmörku um að nota heimavöll þess með stuttum fyrirvara, þurfi þess. Að öllu óbreyttu má því búast við að leikurinn fari fram í Kaplakrika en þó auðvitað fyrir luktum dyrum eins og allir leikir keppninnar. Ljóst er að kórónuveiran heldur eitthvað áfram að flækjast fyrir fótboltanum, eins og öðru. Morgunblaðið/Eggert 2014 Guðmundur Reynir Gunnarsson í Evrópuleik KR og Celtic í Frostaskjólinu árið 2014. Markmiðið að leysa málin  Breiðablik gæti átt í vandræðum með að ferðast til Noregs  Andstæðingar KR eru í klandri í Skotlandi  Bjartsýni hjá FH um að geta spilað í Kaplakrika Spænska liðið Sevilla og Shakhtar Donetsk frá Úkraínu tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Evrópu- deildarinnar í fótbolta. Lucas Ocampos skoraði sigurmark Sevilla á 88. mínútu gegn enska liðinu Wolves. Wolves fékk kjörið tæki- færi til að komast yfir á 13. mínútu en Bono í marki Sevilla varði víti frá mexíkóska framherjanum Raúl Jímenez. Þar fyrir utan var Sevilla töluvert sterkari aðilinn og sig- urinn verðskuldaður. Sevilla mætir Manchester United í undanúrslitum 16. ágúst. Sevilla líður vel í keppn- inni því spænska liðið hefur unnið hana fimm sinnum og þar af þrjú ár í röð frá 2014 til 2016. Manchester United vann árið 2017 eftir sigur á Ajax í Stokkhólmi. Shakhtar Donetsk frá Úkraínu er einnig komið í undanúrslit eftir sannfærandi 4:1-sigur á Basel. Junior Moraes, Taison, Alan Patric og Dodo skoruðu mörk Shakhtar, en þeir eiga það sameiginlegt að vera fæddir í Brasilíu þótt Moraes sé kominn með úkraínskt ríkisfang. Shakhtar og Inter Mílanó eigast við í undanúrslitum 17. ágúst. Shakh- tar varð meistari í eina skiptið 2009 og Inter síðast 1998. Sevilla og Shakhtar áfram AFP Fagn Lucas Ocampos hjá Sevilla fagnar sigurmarkinu gegn Wolves í gær. Evrópudeild UEFA 8-liða úrslit: Wolves – Sevilla........................................ 0:1 Sevilla í undanúrslit og mætir Manchest- er United. Shakhtar Donetsk – Basel....................... 4:1 Shakhtar í undanúrslit og mætir Inter Mílanó. Ítalía B-deild, umspil: Spezia – Chievo........................................ 3:1  Sveinn Aron Guðjohnsen var allan tím- ann á bekknum hjá Spezia.  Spezia áfram eftir 3:3-jafntefli samanlagt og leikur um sæti í efstu deild við annað- hvort Pordenone eða Frosinone. Slóvakía Spartak Trnava – Ruzomberok............. 3:1  Birkir Valur Jónsson var allan tímann á bekknum hjá Spartak Trnava. Noregur B-deild: KFUM Ósló – Lilleström......................... 1:2  Arnór Smárason lék ekki með Lille- ström vegna meiðsla. KNATTSPYRNA NBA-deildin Milwaukee – Toronto .......................106:114 Miami Heat – Indiana Pacers ...........114:92 LA Lakers – Denver ........................124:121 Orlando – Brooklyn............................ 96:108 San Antonio – Houston .....................123:105 KÖRFUBOLTI Slóvenska úrvalsdeildin í knatt- spyrnu átti að hefja göngu sína í vik- unni en henni hefur verið frestað til 22. ágúst eftir að þrjú kórónu- veirusmit greindust hjá sama liðinu. Liðið sem um ræðir er Olimpija Ljubljana, en það átti einmitt að mæta Víkingi Reykjavík í Evr- ópudeildinni hinn 27. ágúst næst- komandi ytra. Óvíst er hvort smitin muni hafa áhrif á Evrópuleik lið- anna, en allir leikmenn og þjálf- arateymi liðsins munu fara í sóttkví. Til þessa hafa 2.272 staðfest smit greinst í Slóveníu og 129 látið lífið af völdum kórónuveirunnar. Smit hjá and- stæðingum Víkinga Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við þau Guð- mund Bragason og Stefaníu Jóns- dóttur sem munu taka sameiginlega að sér stöðu yfirþjálfara hjá körfu- knattleiksdeild Grindavíkur í vetur. Guðmundur og Stefanía eru hjón og þrír synir þeirra hafa allir spilað fyrir meistaraflokk Grindavíkur; Jón Axel Guðmundsson, Ingvi Þór Guðmundsson og Bragi Guðmunds- son. „Ekki þarf að kynna körfubolta- áhugafólk í Grindavík fyrir Guð- mundi og Stefaníu sem hafa um ára- bil verið hluti af körfuboltafjölskyld- unni í Grindavík, bæði sem leik- menn, þjálfarar og stuðningsfólk. Þau hafa gríðarlega þekkingu á körfuknattleik sem mun án nokkurs vafa nýtast deildinni við að efla sitt starf og gera gott starf enn betra,“ segir í tilkynningu sem Grindavík sendi frá sér. Grindavík var í 8. sæti Dominos- deildarinnar á síðustu leiktíð þegar keppni var hætt vegna kórónuveir- unnar. Hjón verða yfirþjálfarar í Grindavík Guðmundur Bragason Stefanía Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.