Morgunblaðið - 12.08.2020, Side 25

Morgunblaðið - 12.08.2020, Side 25
Þegar nokkuð er liðið á einaþekktustu skáldsögu suður-afríska NóbelshöfundarinsJ.M. Coetzee, Beðið eftir barbörunum (1980), gengur sögumað- urinn, fullorðinn fyrrum dómari í ryk- föllnum virkisbæ á mærum heims- veldis, út fyrir heimabæ sinn sem er sagður hafa verið umsetinn af óvin- veittum barbör- um, fjendum heimsveldisins, sem herflokkar þess hafa komið til að reyna að fanga og berja á. Íbúar bæjarins hafa þó einkum liðið vegna yfirgangs eigin meintra verndara, sem virða mannslíf og mannréttindi lítils. Þetta er fallegt kvöld og friðsælt og dómarinn veltir heiminum og ástandinu fyrir sér: „Þetta er veröld sem ég þekki og elska og vil ekki yfirgefa. Síðan ég var ungur hef ég gengið eftir þessum sama vegi á kvöldin án þess að neitt hafi komið fyrir mig. Hvernig á ég að trúa því að í myrkrinu flökti ótal skuggar af barbörum? Ég fyndi það á mér ef hér væru einhverjir ókunnug- ir. Barbararnir hafa rekið hjarðir sín- ar upp í dýpstu fjalladalina og bíða þar eftir að hermennirnir þreytist og fari. Þegar það gerist snúa barbar- arnir aftur. Þeir munu beita hjörðum sínum og láta okkur í friði, við munum sá í akrana okkar og láta þá í friði og eftir nokkur ár verður friður á mær- unum að nýju.“ (214) Þegar J.M. Coetzee hlaut Nóbels- verðlaunin árið 2003 var Beðið eftir barbörunum, sem var þriðja skáld- sagan sem hann sendi frá sér, eitt þeirra verka sem hafði áhrif á valið. Og kemur ekki á óvart, því þetta er áhrifarík og grípandi saga, um vald og valdbeitingu, kúgun og marg- brotin samfélagsleg átök. Sagan ger- ist á óræðum tíma og jafnframt á óræðum stað, þar sem gríðarleg ein- angrun og öfgar í veðri setja mark sitt á líf fólks í virkisbænum á mær- um hins yfirþyrmandi en um leið fjar- læga heimsveldis. Margs konar vís- anir má sjá í mannfjandsamlega aðskilnaðarstefnuna sem ríkti við út- gáfu sögunnar í heimalandi höfund- arins, Suður-Afríku, en um leið má lesa hana sem sláandi lýsingu á ofríki og misbeitingu valds hvar og hvenær sem er, hvort sem misbeiting valdsins birtist í framkomu dómarans sjálfs við íbúa bæjarins eða aðkomumenn utan af landsbyggðinni, sem litið er niður á en bæjarbúar jafnframt ótt- ast, eða hvort það sé ofbeldið, andlegt eða líkamlegt, sem stjórnendur heimsveldisins láta fulltrúa sína beita. Og eru svo barbararnir raunverulega til, eða bara tilbúinn óvinur sem stjórnendur heimsveldisins magna upp til að styrkja vald sitt og áhrif? Annað eins hefur þekkst, nú sem fyrr. Dómarinn hefur árum saman verið fulltrúi valds þegar hann verður sjálf- ur kraminn af áhrifameiri kröftum, og hann þarf að takast á við spurn- ingar um ábyrgðina sem felst í því að vera maður og þátttakandi í sam- félagi. Höfundurinn byggir söguna afar vel upp og hrífur lesandann með áhrifaríkum hætti inn í þennan grimma heim. Eftir allmörg mögur ár hvað varð- ar útgáfu vandaðra þýðinga á fjöl- breytilegum erlendum bókmenntum á íslensku, hefur á undanförnum misserum erlendum gæðabókum á ís- lensku tekið að fjölga og má þar sér- staklega hrósa litlum forlögum sem ráðast í það verk af metnaði eins og sjá má í útgáfu þessarar mikilvægu skáldsögu eftir Coetzee. Beðið eftir barbörunum er fyrsta verkið undir hatti sígildra samtímaverka sem Una útgáfuhús gefur út, og er hönnunin athyglisverð og stílhrein: myndalaus kilja í einlitum gulum spjöldum þar sem baksíðan er sérlega breið og leggst innslagið yfir óprentaða forsíð- una, með tilheyrandi textaupplýs- ingum. Innslagið nýtist síðan sem bókamerki við lesturinn. Vel gert. Tvö eru skrifuð fyrir lipurri og vandaðri þýðingunni. Eins og kemur fram í upplýsandi eftirmála Einars Kára Jóhannssonar, þar sem fjallað er um Coetzee og verk hans, með áherslu á þessa sögu og ástandið í Suður-Afríku þegar hún kom út, þá þýddi Sigurlína Davíðsdóttir hana upphaflega fyrir útvarp árið 1984. Rúnar Helgi Vignisson hefur núna endurskoðað textann og undirbúið hann fyrir þessa góðu útgáfu. Ótti, vald og ofbeldi Morgunblaðið/Frikki Nóbelshöfundur „Höfundurinn byggir söguna afar vel upp og hrífur lesandann með áhrifarík- um hætti inn í þennan grimma heim,“ segir rýnir um rómaða skáldsögu J.M. Coetzee. Skáldsaga Beðið eftir barbörunum bbbbb Eftir J. M. Coetzee. Sigurlína Davíðsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson þýddu. Einar Kári Jóhannsson ritaði eftirmála. Una útgáfuhús, 2020. Kilja, 269 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is KAT I E HOLMES JOSH LUCAS Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI ©2016 Disney EIN ALBESTA GRÍN-TEIKNIMYND SEM KOMIÐ HEFUR! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Harry Potter and the Philosopher’s Stone Harry Potter and the Chamber’s of Secrets Harry Potter and the Prisoner of Azkabahn FRUMSÝND Á FÖSTUDAG! AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Áfram (ísl. tal) * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * My Spy * The Postcard Killings * The Outpost * The Matrix * Mad Max : Fury Road Spænski leikarinn Antonio Bande- ras varð sextugur á mánudaginn var og upplýsti þá á samfélags- miðlum að hann væri sýktur af Co- vid-19-veirunni. Banderas kvaðst fyrir vikið halda upp á afmælið í einangrun og veikindin hefðu lítil áhrif á sig, að öðru leyti en að hann væri nokkuð þreyttari en hann væri vanur. Banderas kvaðst ætla að nota tímann meðan hann er í einangrun til að lesa, skrifa og hvíla sig, og velta fyrir sér hvernig hann geti séð merkingu í þeim 60 árum sem hann hafi nú lifað. Þá horfi hann spenntur fram á veginn. Reuters Vinsæll Leikarinn Antonio Banderas greindi frá veikindunum á afmælinu. Banderas með kórónuveiruna Leikstjórinn og aðgerðasinninn Ava DuVernay hlýtur í ár hin virtu Dorothy and Lillian Gish- verðlaun en við- urkenningunni fylgja pen- ingaverðlaun upp á 250 þúsund Bandaríkjadali, um 34 milljónir króna. Verðlaunin hlýtur DuVern- ay fyrir að styrkja rödd og stöðu hörundsdökkra kvenna og karla sem starfa í bandaríska kvik- myndaiðnaðinum en verðlaunin, sem byggja á erfðaskrá leikkon- unnar Lillian Gish, eru veitt fólki sem auðnast að víkka út form list- greina, stuðla að samfélagslegum breytingum og greiða nýjum kyn- slóðum leið. DuVernay hlýtur Gish-verðlaunin Ava DuVernay

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.