Morgunblaðið - 12.08.2020, Side 28

Morgunblaðið - 12.08.2020, Side 28
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Líkneski Bertels Thorvaldsen af gríska guðinum Ganýmedes, þeim sem hélt eilífri æsku og bjó hjá guð- unum í Ólympsfjalli, er kjörgripur úr eigu Listasafns Íslands sem nú er til sýnis í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Í húsinu er sýningin Sjón- arhorn þar sem sjá má yfir 130 verk úr safneign Listasafns Íslands auk fjölmargra annarra listaverka og áhugaverðra muna úr sex öðrum söfnum. „Fjölbreytileiki og ólík sjónarhorn ráða ríkjum á sýningunni,“ segir Dagný Heiðdal, listfræðingur og varðveislu- og skráningarstjóri Lista- safns Íslands. Hún verður kl. 14 í dag, miðvikudag, með leiðsögn um sýn- inguna sem var opnuð árið 2015. Elstu verkin þar úr eigu Listsafnsins eru frá fyrri hluta 19. aldar og þau nýjustu innan við tíu ára. Afstæður tíminn skiptir þó minnstu máli, því á fjölbreyttri sýningu sér fólk alltaf eitthvað nýtt, færi það sig af einum kögunarhólnum yfir á annan. Djúpar rætur í menningu Höfuðsöfnin þrjú, það er Þjóð- minjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands, standa að Sjónarhorni auk Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns – Háskóla- bókasafns og Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. Allar þessar stofnanir hafa hver á sínum tíma verið með aðsetur í Safnahúsinu, sem var opnað árið 1909. Sjö álmur eru í byggingunni og í hverri þeirra eru listaverk og munir sem þvert á tímann mynda ákveðna heild út frá ólíkum sjónarhornum. „Á þessari sýningu er athyglinni beint að hinum sjónræna arfi sem á sér djúpar rætur í menningu Íslend- inga en hefur löngum fallið í skugg- ann af bókmenntaarfi. Víða leynist myndlist í bóka- og skjalasöfnum eins og dæmin á þessari sýningu sanna. Því gefst hér mikilvægt tækifæri til að skoða í samhengi muni og myndir úr ýmsum söfnum,“ segir Dagný. Eitt dæmi um sjónarhorn er sá hluta sýningarinnar sem er kallaður Upp og er á fyrstu hæð hússins. Þar er sjónum beint að valdi af trúar- legum eða veraldlegum toga. Kirkju- list frá ýmsum tíma er á langvegg sal- arins og í sýningarskáp er fræg klippimynd frá 1920 eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, sem heitir Sjö- undi dagur í Paradís. Til marks um fjölbreytileikann má í sama sal sjá uppstoppaðan fálka sem hefur veitt sér rjúpu til matar. Í því verki endur- speglast eðlilegt ferli í náttúrunni en einnig að fuglar þessir hafa jafnan skipað stóran sess í íslenskri menn- ingu og koma gjarnan fyrir í þjóðtrú Íslendinga. Öll svið daglegs lífs „Viðfangsefni íslenskra myndlist- armanna er sífellt að breytast og end- urspeglar samtíma þeirra. Fyrr á tímum var trúarleg list áberandi en á fyrri hluta 20. aldar varð íslensk nátt- úra vinsælt viðfangsefni og síðar varð listin óhlutbundin. Hinn sjónræni menningararfur tengist öllum sviðum daglegs lífs og birtist víða, til dæmis má nefna íslensk fornrit, sem eru full af áhugaverðu myndmáli, kort og uppdrætti, handverk og hannyrðir auk myndlistarinnar,“ segir Dagný um sýninguna Sjónarhorn og leið- sögn sína í Safnahúsinu í dag. Morgunblaðið/Eggert Leiðsögn „Viðfangsefni íslenskra myndlistarmanna er sífellt að breytast og endurspeglar samtíma þeirra,“ segir Dagný Heiðdal um sýninguna góðu. Sjónarhornin eru ólík  Leiðsögn um listir aldanna  Fjölbreytnin ræður  Sjón- ræni arfurinn  Trú, íslenskt landslag  Kögunarhólar Ganýmedes Kjörgripur Thorvald- sen sem má skoða í Safnahúsinu. MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 225. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING Tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir er tilnefnd til virtra verðlauna stofnunar Pierre prins af Mónakó, Fonda- tion Prince Pierre de Monaco Music Composition Prize, fyrir sinfóníuverkið AIÔN. Önnur tilnefnd tón- skáld eru m.a. Thomas Adès, Steve Reich, Chaya Czernowin, Outi Tarkiainen og Pascal Dusapin. Verð- launin hafa verið veitt allt frá árinu 1960 og af fyrri verðlaunahöfum má nefna György Ligeti, Sofiu Gu- baidulina, Elliot Carter, Unsuk Chin, György Kurtág og Pierre Boulez. AIÔN er samstarfsverkefni Ís- lenska dansflokksins, Sinfón- íuhljómsveitar Íslands og Sin- fóníuhljómsveitar Gautaborgar og var verkið frumflutt af Sinfóníu- hljómsveit Gautaborgar og Íslenska dansflokknum 24. maí í fyrra í Tónlist- arhúsinu í Gauta- borg. Anna tilnefnd til virtra verðlauna „Eins og við skiljum reglugerðina þá er ábyrgðin hjá Norðmönnum, ef þeir geta ekki tekið á móti okkur þá þurfa þeir að finna leiknum stað á hlutlausum velli,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, meðal annars við Morgunblaðið. Í blaðinu er að finna fréttaskýringu um stöðu mála varðandi ís- lensku karlaliðin í knattspyrnu sem fram undan eiga leiki í Evrópukeppnum. KR er á leið til Skotlands, Breiðablik til Noregs og Víkingur til Slóveníu en FH fær heimaleik ef allt gengur eftir. »22 Færa þarf Evrópuleiki ef lið mega ekki taka á móti gestaliðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.