Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hvítur hundur á hvítum bíl með hvítt hjólhýsi sást á ferðalagi um Norðurland nýverið. Hund- urinn var þó ekki við stýrið. Eflaust leggja bæði er fyrir að helst sjáist til sólar á Austur- og Norð- urlandi þessa helgina en sú gula gæti vel ákveðið að sýna sig víðar um land. mennskir og ómennskir land undir fót um helgina enda ekki seinna vænna þegar einungis rúmar tvær vikur eru eftir af ágústmánuði. Útlit Hundur ferðast um Norðurland Morgunblaðið/Eggert Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er mjög víðtæk vinna. Við er- um að skoða alls konar áskoranir sem sveitarfélögin glíma við,“ segir Hanna Dóra Másdóttir, sérfræðingur í sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- inu. Hanna Dóra situr í samráðsteymi sveitarfélaga vegna kórónuveirunnar sem ráðuneytið skipaði til að vinna með þeim sex sveitarfélögum sem tal- ið er að verði fyrir mestu tekjutapi vegna faraldursins. Alþingi sam- þykkti 150 milljóna framlag til þessa verkefnis í fjáraukalögum fyrr í sum- ar. Upphaflega var áætlað að niður- stöður lægju fyrir í júlí. Það reyndist ekki unnt og nú er stefnt að því að kynna niðurstöður fyrir ríkisstjórn á næstunni. „Starfshópurinn er að klára að vinna þetta með þessum sex sveitar- félögum. Við fengum knappan tíma í byrjun sumars, aðeins tíu virka daga. Við funduðum með öllum sveitar- stjórunum í gegnum Teams og fórum yfir stöðuna hjá hverjum og einum. Það ætti að skýrast núna fyrir helgi hvernig fjármagnið skiptist,“ segir Hanna Dóra. Þau sveitarfélög sem talið er að hafi orðið verst úti vegna tímabundins hruns í ferðaþjónustu eru Mýrdals- hreppur, Skaftárhreppur, Skútu- staðahreppur, Bláskógabyggð, Sveit- arfélagið Hornafjörður og Rangárþing eystra. Fyrir liggur að innan þeirra eru á bilinu 36%-52% vinnandi einstaklinga með störf í ferðaþjónustu sem aðalstarf svo ljóst þykir að niðursveiflan kemur sérstak- lega illa við þau. Kallað var eftir til- lögum frá sveitarfélögunum að at- vinnuskapandi aðgerðum eða sértækum aðgerðum til að styðja við atvinnulíf og samfélagið. „Við erum að skoða það sem snýr að atvinnu og samfélagslegum úrræð- um. Við erum ekki að fara inn í fjár- hag sveitarfélaganna. Þessar 150 milljónir eru einskonar smurning til að koma hjólunum af stað en svo vinn- ur allt kerfið með þessu. Það þarf að stilla saman strengina,“ segir Hanna Dóra en í minnisblaði vegna vinnu teymisins kemur fram að skoðað sé hvernig margvíslegar mótvægisað- gerðir stjórnvalda hafi nýst sveitar- félögunum svo sem á sviði vinnu- markaðsaðgerða, menntunar og atvinnumála. „Samhliða eru einnig rýndar ráð- stafanir sem sveitarfélögin sjálf hafa gripið til [er] nýtast til verndar og við- spyrnu fyrir íbúa og atvinnulíf svæð- isins. Skoðuð tækifæri tengd öðrum áætlunum ríkisins svo sem byggða- áætlun, samgönguáætlun og öðrum fjármögnuðum aðgerðum stjórnvalda sem hægt er að tengja sveitarfélögin við. Teymið greindi áskoranir sveitar- félaga og stöðu og [tekur] saman hug- myndir sveitarfélaganna að aðgerð- um til viðspyrnu til skemmri og lengri tíma,“ segir í áðurnefndu minnisblaði. 150 milljónir til þeirra verst settu Morgunblaðið/Eggert Dimmuborgir Skútustaðahreppur hefur farið illa út úr veirufaraldrinum.  Aðgerðir til hjálpar þeim sex sveitarfélögum sem verða fyrir mestu tekjutapi vegna kórónuveirunnar  150 milljónir veittar til að koma hjólunum af stað og fleiri aðgerðir í kjölfarið til að spyrna við fótunum Heyskapur í Svarfaðardal gengur vel og þessa dagana eru bændur þar að byrja seinni slátt sumarsins. „Eftir fyrri slátt sem flestir bændur hér luku um miðjan júlí báru menn aftur á túnin og að undanförnu hefur hér ver- ið rigning og hlýtt í veðri. Við slíkar aðstæður verður sprettan alveg ævintýraleg svo tala má um sprengingu. Maður sér mun dag frá degi,“ segir Trausti Þórisson, bóndi á Hofsá. „Uppskera þessa sumars verður góð. Sjálfur er ég núna hér á akrinum að reyna að ná saman grænfóðri sem er nánast að spretta úr sér. Flestir eru annars að ná heyi af túnum og í því brasi eru menn hér stundum langt fram í september, þó næringargildi heyja sem nást þá sé ekki alltaf mikið. En allt er þetta ágætt kropp,“ segir Trausti. Staðan á heyskap í Þingeyjarsýslum nú er um margt tæp, segir Atli Vigfússon, bóndi á Laxamýri í Aðaldal. Í sveitum þar nyrðra lögðust svell víða yfir tún í vor svo nú eru þau mörg kalin. Telur Atli að slægjur af sumum tún- anna verði nú sjálfsagt ekki nema um helmingur þess sem sé í meðalári. Við þetta bætist svo að mikið hafi rignt á svæðinu í júlímánuði og þá hafi verið lítið heyjað. „Núna er hlýtt og þurrt hér á svæðinu. Haldist veður hér skaplegt þessa vikuna getur það gert gæfumuninn. En sem dæmi um stöðu mála núna er ég að hirða af köln- um túnum hér á Laxamýri og fæ af þeim 150 heyrúllur, í stað 300 í fyrra,“ segir Atli. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Sláttur Heyskapurinn gengur ekki jafn vel alls staðar. Misjöfn staða á heyskap nyrðra  Gott í Svarfaðardal  Bændur hefja seinni slátt  Kal í Aðaldal „Þetta eru tveir mikilvægir áfangar í þessu ferli,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair, en félag- ið greindi frá því seint á þriðju- dagskvöld að samningar hefðu tekist við alla kröfuhafa. Einnig var greint frá endanlegu samkomulagi við flug- vélaframleiðandann Boeing um bætur vegna kyrrsetningar MAX- flugvéla. Fjárhagsleg endurskipulagning félagsins er því á lokametrunum en Bogi segir stefnt að því að ljúka öllu í þessum mánuði: „Tímalínan sem við höfum verið að vinna eftir og gáfum út nýlega er sú að við stefnum að því að klára þetta í ágústmánuði. Eins og við höfum sagt svo oft þá er þetta flókið og viðamikið ferli og margir hagsmunaaðilar,“ segir Bogi. johann@mbl.is »26 Mikilvægir áfangar í ferli Icelandair  Endurskipulagn- ing á lokametrum Bogi Nils Bogason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.