Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 56
go crazy Fimmtudag - mánudags 13. - 17. ágúst aföllumvörum* 25% Sparadu- *20% afsláttur af sérpöntunum. Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 Tríó Ómars Einarssonar heldur tónleika í röðinni Sum- arjazz í Salnum í dag kl. 17. Tríóið flytur djassstandarda í bland við frumsamið efni með suðrænum blæ. Tríóið er skipað þeim Ómari Einarssyni gítarleikara, Jóni Rafnssyni bassaleikara og Erik Qvick á slagverk. Takmarkaður sætafjöldi er í boði og aðgangur ókeyp- is en tónleikagestir þurfa að sækja sér boðsmiða á heimasíðu Salarins, www.salurinn.is, til að tryggja sér sæti. Passað verður upp á tveggja metra regluna og farið eftir sóttvarnareglum Húsið verður opnað kl. 16. Tríó Ómars kemur fram í tónleika- röðinni Sumarjazz í Salnum FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 226. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Ég hef lagt mikið á mig til að styrkja mig. Ég hef bætt á mig rúmum átta kílóum síðan ég fór út fyrir tæpum tveimur árum og ég hef unnið í því. Maður þarf að hafa styrk til að spila atvinnufótbolta og ég vildi vera með það í lagi. Það hefur gengið vel að byggja upp líkamann minn, sem er enn þá að þróast,“ segir hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson m.a. í samtali við Morgun- blaðið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann unnið sér sæti í liði Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og er einn efnilegasti knattspyrnumaður þjóðarinnar. »46 Ísak Bergmann hefur bætt á sig átta kílóum á tveimur árum í Svíþjóð ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Viðey er einstök á margan hátt og tvímælalaust ein af perlum Reykja- víkur. Óspillt náttúran hér er ein- stök, fuglalífið og flóran fjölbreytt og sagan við hvert fótmál. Það eykur lífsgæði borgarbúa að hafa aðgang að þessari perlu,“ segir Guðmundur Davíð Hermannsson hjá Borgar- sögusafni. Þar á bæ er hann verk- efnastjóri Viðeyjar og hefur með höndum skipulag á starfi þar. Staður strauma og stefna Siglingin á ferjubátnum Gesti þá 800 metra sem eru frá Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík yfir sundið út í Viðey tekur aðeins þrjár mínútur. Er síðan sem komið sé í aðra veröld í eyjuna á sundunum bláu. Frá bryggju er hlaðinn stígur upp að Viðeyjarstofu og kirkjunni, en bæði þessi hús voru reist um miðbik 18. aldarinnar. Um aldir var Viðey einn af mektarstöðum landsins; þarna voru lögð á ráðin í málum lands og þjóðar og til staðarins lágu stefnur og straumar í mannlífi og menningu. Örnefnin Prentsmiðjuhóll, Kúmen- brekka, Tóbakslaut, Virkisfjara, Ábótasæti og Líkaflöt segja öll mikla sögu. Rétt hálf öld er þessa dagana síð- an byrjað var að bjóða upp á skipu- lagðar ferðir út í Viðey. Þær mælt- ust strax vel fyrir og það hefur haldist alla tíð. Yfir sumarið er siglt á klukkutíma fresti úr Sundahöfn frá klukkan 10:15 alla daga vikunnar og síðasta ferð í land er klukkan 18:30. Veitingasala er í Viðeyjar- stofu, markaðir stígar og skilti með skýrum merkingum eru um alla eyj- una. „Undanfarin ár hafa um 25 þús- und manns heimsótt Viðey. Í ár verða gestirnir færri, en Íslendingar hafa þó verið nokkuð duglegir að heimsækja staðinn. Í sumar buðum við upp á leit að lækningajurtum, hjólreiðaferð, fjölskyldujóga og fleira sem var vel sótt. Það er líka til- valið fyrir fólk að koma hingað á eig- in vegum til dæmis í hjólatúr, í göngu eða til að grilla í fallegu út- sýni,“ segir Guðmundur sem rómar staðinn á alla lund. Jaðrakan og tjaldur „Þegar horft er niður í fjöru sést æðarfuglinn en hann verpir víða í Viðey. Oft má sjá skarf blaka vængj- unum á Bæjarskeri. Þegar gengið er upp í átt að Viðeyjarstofu sést gjarn- an jaðrakan og tjaldur. Einnig má sjá sendling, hrossagauk, maríuerlu og spóa. Úti á Eiði er að finna kríu- varp en þar hef ég orðið var við bæði landsel og útsel. Þá vaxa alls 156 plöntutegundir í eyjunni sem er sem ævintýraveröld. Sögugöngur eða ár- leg tendrun Friðarsúlunnar; allt eru þetta viðburðir sem fram fara hér, á stað sem margir bera mjög sterkar taugar til,“ segir Guðmundur Við- eyingur. »16 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ábótasæti Guðmundur í sessi á Skúlahól, en nafnið á væntanlega rætur sínar að rekja til klausturtímans í Viðey. Tóbakslaut og Líkaflöt  Vinsælt að skreppa í Viðey  Siglt yfir sundið í hálfa öld  Fjölbreytt flóra  Skarfur blakar vængjum á Bæjarskeri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Byggingar Reisuleg Viðeyjarstofa frá 1755 og fjær er kirkjan sem var reist um tuttugu árum síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.