Morgunblaðið - 13.08.2020, Side 56

Morgunblaðið - 13.08.2020, Side 56
go crazy Fimmtudag - mánudags 13. - 17. ágúst aföllumvörum* 25% Sparadu- *20% afsláttur af sérpöntunum. Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 Tríó Ómars Einarssonar heldur tónleika í röðinni Sum- arjazz í Salnum í dag kl. 17. Tríóið flytur djassstandarda í bland við frumsamið efni með suðrænum blæ. Tríóið er skipað þeim Ómari Einarssyni gítarleikara, Jóni Rafnssyni bassaleikara og Erik Qvick á slagverk. Takmarkaður sætafjöldi er í boði og aðgangur ókeyp- is en tónleikagestir þurfa að sækja sér boðsmiða á heimasíðu Salarins, www.salurinn.is, til að tryggja sér sæti. Passað verður upp á tveggja metra regluna og farið eftir sóttvarnareglum Húsið verður opnað kl. 16. Tríó Ómars kemur fram í tónleika- röðinni Sumarjazz í Salnum FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 226. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Ég hef lagt mikið á mig til að styrkja mig. Ég hef bætt á mig rúmum átta kílóum síðan ég fór út fyrir tæpum tveimur árum og ég hef unnið í því. Maður þarf að hafa styrk til að spila atvinnufótbolta og ég vildi vera með það í lagi. Það hefur gengið vel að byggja upp líkamann minn, sem er enn þá að þróast,“ segir hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson m.a. í samtali við Morgun- blaðið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann unnið sér sæti í liði Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og er einn efnilegasti knattspyrnumaður þjóðarinnar. »46 Ísak Bergmann hefur bætt á sig átta kílóum á tveimur árum í Svíþjóð ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Viðey er einstök á margan hátt og tvímælalaust ein af perlum Reykja- víkur. Óspillt náttúran hér er ein- stök, fuglalífið og flóran fjölbreytt og sagan við hvert fótmál. Það eykur lífsgæði borgarbúa að hafa aðgang að þessari perlu,“ segir Guðmundur Davíð Hermannsson hjá Borgar- sögusafni. Þar á bæ er hann verk- efnastjóri Viðeyjar og hefur með höndum skipulag á starfi þar. Staður strauma og stefna Siglingin á ferjubátnum Gesti þá 800 metra sem eru frá Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík yfir sundið út í Viðey tekur aðeins þrjár mínútur. Er síðan sem komið sé í aðra veröld í eyjuna á sundunum bláu. Frá bryggju er hlaðinn stígur upp að Viðeyjarstofu og kirkjunni, en bæði þessi hús voru reist um miðbik 18. aldarinnar. Um aldir var Viðey einn af mektarstöðum landsins; þarna voru lögð á ráðin í málum lands og þjóðar og til staðarins lágu stefnur og straumar í mannlífi og menningu. Örnefnin Prentsmiðjuhóll, Kúmen- brekka, Tóbakslaut, Virkisfjara, Ábótasæti og Líkaflöt segja öll mikla sögu. Rétt hálf öld er þessa dagana síð- an byrjað var að bjóða upp á skipu- lagðar ferðir út í Viðey. Þær mælt- ust strax vel fyrir og það hefur haldist alla tíð. Yfir sumarið er siglt á klukkutíma fresti úr Sundahöfn frá klukkan 10:15 alla daga vikunnar og síðasta ferð í land er klukkan 18:30. Veitingasala er í Viðeyjar- stofu, markaðir stígar og skilti með skýrum merkingum eru um alla eyj- una. „Undanfarin ár hafa um 25 þús- und manns heimsótt Viðey. Í ár verða gestirnir færri, en Íslendingar hafa þó verið nokkuð duglegir að heimsækja staðinn. Í sumar buðum við upp á leit að lækningajurtum, hjólreiðaferð, fjölskyldujóga og fleira sem var vel sótt. Það er líka til- valið fyrir fólk að koma hingað á eig- in vegum til dæmis í hjólatúr, í göngu eða til að grilla í fallegu út- sýni,“ segir Guðmundur sem rómar staðinn á alla lund. Jaðrakan og tjaldur „Þegar horft er niður í fjöru sést æðarfuglinn en hann verpir víða í Viðey. Oft má sjá skarf blaka vængj- unum á Bæjarskeri. Þegar gengið er upp í átt að Viðeyjarstofu sést gjarn- an jaðrakan og tjaldur. Einnig má sjá sendling, hrossagauk, maríuerlu og spóa. Úti á Eiði er að finna kríu- varp en þar hef ég orðið var við bæði landsel og útsel. Þá vaxa alls 156 plöntutegundir í eyjunni sem er sem ævintýraveröld. Sögugöngur eða ár- leg tendrun Friðarsúlunnar; allt eru þetta viðburðir sem fram fara hér, á stað sem margir bera mjög sterkar taugar til,“ segir Guðmundur Við- eyingur. »16 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ábótasæti Guðmundur í sessi á Skúlahól, en nafnið á væntanlega rætur sínar að rekja til klausturtímans í Viðey. Tóbakslaut og Líkaflöt  Vinsælt að skreppa í Viðey  Siglt yfir sundið í hálfa öld  Fjölbreytt flóra  Skarfur blakar vængjum á Bæjarskeri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Byggingar Reisuleg Viðeyjarstofa frá 1755 og fjær er kirkjan sem var reist um tuttugu árum síðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.