Morgunblaðið - 13.08.2020, Side 44

Morgunblaðið - 13.08.2020, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Mjög gott úrval af gæðakjöti 60 ára Ingólfur ólst upp á Bessastöðum og í Reykjavík og býr í Skerjafirði. Hann er tannlæknir og sérfræð- ingur í tannhaldslækn- ingum, er með eigin stofu og er lektor við HÍ. Maki: Guðrún Björg Erlingsdóttir, f. 1960, hjúkrunarfræðingur og aðjunkt við hjúkr- unardeild HÍ. Börn: Halldóra Kristín, f. 1989, Árni, f. 1990, og Oddur, f. 1992, dóttir Guðrúnar er Margrét Guðnadóttir, f. 1976. Barna- börnin eru Brynhildur, Þórður, Grímur og Þóranna Guðrún. Foreldrar: Kristján Eldjárn, f. 1916, d. 1982, forseti Íslands og þjóðminjavörður, og Halldóra Eldjárn, f. 1923, d. 2008, hús- móðir. Ingólfur Árni Eldjárn Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skyn- semi og verndaðu eigin hagsmuni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú nýtir kraftana í þjónustu við aðra. Hristu upp í hlutunum og vertu djarfur. Gefðu þér nú tíma til að setja reynslu þína niður á blað og miðlaðu henni til annarra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Notaðu daginn til þess að sinna viðgerðum á heimilinu og lagaðu það sem er bilað. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur sterkar skoðanir og er meira en sama hvort aðrir deila þeim með þér eða ekki. Einhver sem á hugsanlega eftir að gegna þýðingarmiklu hlutverki í lífi þínu kemur til sögunnar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert eirðarlaus og þarft því að vera sérstaklega á verði svo tækifærin renni þér ekki úr greipum. Gefðu þér tíma til að spjalla. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt auðvelt með að fá þá sam- vinnu sem þú sækist eftir í dag. Varastu því alla fljótfærni og athugaðu vel þinn gang. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhver sem þú þekkir vel mun koma þér verulega á óvart í dag. Hikaðu ekki við að leggja líka til málanna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki líta fram hjá hjálpar- beiðni einhvers, sem þér er nákominn. Hringdu í vini þína og myndaðu tengsl. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Sýndu sveigjanleika og leyfðu brjóstvitinu að njóta sín. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur afskaplega gaman af því að leika þér með börnum og full- orðnum. Einbeittu þér að markmiðinu og láttu allar neikvæðar hugsanir lönd og leið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft á allri þinni einbeit- ingu að halda og mátt því ekki láta hugann reika um of. Fólk kann að meta það hvað þú gerir hlutina af mikilli vandvirkni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gerðu ráð fyrir að rekast á alls konar fólk úr fortíðinni næstu vikurnar. Sýndu þolinmæði. G réta María Grétars- dóttir er fædd 13. ágúst 1980 í Reykjavík en ólst upp á Flateyri. „Pabbi var skipstjóri á togaranum Gylli á Flateyri. Reykjavík togaði alltaf í mömmu sem er alin upp í Reykjavík og þeg- ar yngstu systkini mín fæðast þá flytjum við fljótlega suður. Ég fer þá í Seljaskóla sem var þá fjöl- mennasti grunnskóli á landinu eftir að hafa verið í Grunnskóla Flat- eyrar þar sem voru um 60 nem- endur.“ Gréta gekk síðan í Mennta- skólann við Hamrahlíð og varð stúdent þaðan frá eðlisfræðibraut 2001. Hún lauk B.Sc.-gráðu í véla- verkfræði 2004 og M.Sc-gráðu í iðn- aðarverkfræði 2008 frá Háskóla Ís- lands. Hún lauk einnig prófi í verðbréfaviðskiptum frá Háskól- anum í Reykjavík 2019. Gréta var ráðgjafi í upplýsinga- tækni og sérfræðingur í gæða- málum hjá Kögun/VKS 2004-2007, sérfræðingur við fjárstýringu hjá Sparisjóðabankanum 2007-2009 og sérfræðingur í lausafjárstýringu hjá Seðlabankanum 2009-2010. Hún var forstöðumaður Hagdeildar hjá Arion banka 2010-2016, fjár- málastjóri Festi 2016-2018 og fram- kvæmdastjóri Krónunnar 2018- 2020. Hún hlaut Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar árið 2019 fyrir að hafa markvisst lagt áherslu á umhverfis- og lýðheilsumál í rekstri Krón- unnar. Hún hefur sinnt kennslu bæði við HÍ og HR. Gréta var í júní skipuð formaður stjórnar hins ný- stofnaða Matvælasjóðs. „Bakgrunnurinn úr verkfræðinni hefur komið sér vel í því að takast á við þessi ólíku verkefni og ég hef kynnst frábæru fólki á hverjum stað. Það sem drífur mig áfram er að geta hjálpað öðru fólki að vaxa og ég held að með því að byggja upp gott lið þar sem allir fá að vinna á sínum styrkleikum þá komi aðrir hlutir nánast af sjálfu sér. Ég hef verið virk í LeiðtogaAuði í Fé- lagi kvenna í atvinnulífinu og er líka í frábærum félagsskap úr verk- fræðinni sem nefnist Saumavélin, þar sem flestar okkar vorum í véla- verkfræði.“ Gréta er fyrrverandi Íslands- meistari og landsliðskona í körfu- bolta og var valin efnilegasti leik- maðurinn árið 1994. „Það er mikill áhugi á íþróttum í bæði móður- og föðurfjölskyldu og það skilaði sér. Ég prófaði ásamt systkinum mínum margar íþróttir en að lokum varð karfan fyrir valinu. Við unnum alla titla upp yngri flokkana í ÍR þar sem ég var í góðu liði þar sem kjarninn var stelpur úr sama ár- gangi í Seljaskóla. Eftir yngri flokkana í ÍR skipti ég yfir í KR þar sem við urðum tvö ár í röð Ís- lands- og bikarmeistarar.“ Þær urðu Íslands- og bikarmeistarar 2001 og 2002. „Ég hætti reyndar snemma í körfunni þar sem ég meiddist og sneri mér þá að þjálfun meistara- flokks KR aðeins 23 ára en ég var þó með mikla reynslu enda búin að þjálfa í 10 ár.“ Gréta var valin þjálf- ari ársins strax á sínu fyrsta ári. „Í gegnum íþróttirnar er maður svo lánsamur að hafa kynnst mjög mörgu fólki og þar á meðal mann- inum mínum en við kynntumst úti á körfuboltavelli í Seljahverfinu. Við eigum þrjú börn, tvo stráka sem eru 14 og 9 ára. Við gerum ekkert skemmtilegra en að fylgja strákun- um okkar eftir í þeirra íþróttum. Við eigum svo eina stelpu sem verður 1 árs í september. Við höf- um grínast með það og samt í smá alvöru að hún fari í körfuna eins og foreldrarnir.“ Fjölskylda Sambýlismaður Grétu er Jón Viðar Ágústsson, f. 25.6. 1977, þjón- ustufulltrúi. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Jóns Viðars: Hjónin Ágúst Guðjónsson, f. 20.3. 1943, kokkur, búsettur í Reykjavík, og Ragnheiður Ágústsdóttir, f. 21.12. 1948, d. 5.7. 2020, matráður. Börn Grétu og Jóns Viðars eru Daði Berg Jónsson, f. 11.6. 2006, Ari Berg Jónsson, f. 22.5. 2011, og Ásta María Jónsdóttir, f. 15.9. 2019. Systkini Grétu eru Herdís Gúst- Gréta María Grétarsdóttir verkfræðingur – 40 ára Fjölskyldan Fermingardagur frumburðarins 31. maí 2020. Afrekskona í íþróttum og starfi Morgunblaðið/Árni Sæberg Körfuboltakonan Gréta, 2. frá hægri, ásamt liðsfélögum sínum árið 2000. 50 ára Margrét ólst upp í Kópavogi og Gentofte í Danmörku en býr í Þing- holtunum í Reykjavík. Hún er búningahönn- uður og er margverð- launuð fyrir búninga sína. Margrét vann síð- ast Guldbaggen, sem eru sænsku kvik- myndaverðlaunin, árið 2019 fyrir bestu búningana, í myndinni Eld och lågor. Maki: Magnús Guðmundsson, f. 1968, blaðamaður og rithöfundur. Börn: Sturla, f. 1996, Egill, f. 1998, og Vala, f. 2000. Barnabörnin eru Ylja Sál og Villi- mey Vaka. Foreldrar: Einar Oddsson, f. 1943, d. 2019, læknir, og Eva Østerby Christensen, f. 1948, hjúkrunarfræðingur, búsett í Garða- bæ. Margrét Einarsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.