Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 12
Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Að standa á toppi útsýnisturns og virða fyrir sér stórbrotið umhverfi Mývatnssveitar er framtíðarsýn sem kann að verða að veruleika nái hug- myndir þess efnis fram að ganga. Fyrirtækið Bee Breeders, sem sér- hæfir sig í alþjóðlegum samkeppnum arkitekta, hefur í samráði við landeig- endur Voga ehf. boðað til alþjóðlegr- ar samkeppni um uppbyggingu á svæðinu við Grjótagjá í Mývatns- sveit. Ólöf Hallgrímsdóttir, formaður fé- lags landeigendanna, sagði við Morg- unblaðið að það hefði nánast verið fyrir tilviljun að verkefnið komst á laggirnar. Lengi hefði staðið til að byggja upp innviði á svæðinu, auka stýringu og þjónustu. Þegar Bee Breeders hafi komið til skjalanna hafi verið ákveðið að slá til, enda „alltaf gaman að fá utanaðkomandi sýn“. Útsýnisturn, kaffihús og gönguleiðir Í lýsingu keppninnar segir að í landinu við Grjótagjá sé að finna hella með heitu vatni sem í áratugi hafi notið hylli ferðamanna auk þess sem margar gönguleiðir er að finna á svæðinu. Verkefni arkitekta er að hanna turn, sem auk þess að bjóða upp á útsýni yfir svæðið, getur hýst lítið kaffihús og aðstöðu fyrir starfs- mann. Lögð er áhersla á að gestir upplifi það að vera á mótum fleka- skila Evrópu og Norður-Ameríku en einnig er beðið um útfærslur á gönguleiðum í næsta nágrenni. Í boði eru fimm þúsund evrur fyrir verðlaunahugmynd, auk annara aukaverðlauna. Þörf á aukinni þjónustu og stýringu Ólöf segir að erfiðlega hafi gengið að stýra umferð á svæðinu og því miður hafi slæm umgengni leitt til þess að loka hafi þurft svokallaðri „Karlagjá“ með rimlum. Hún lýsir því að landeigendur verði varnar- lausir þegar staðir sem þessir „kom- ast á kortið“ og nauðsynlegt sé að innheimta þjónustugjöld til þess að standa straum af uppbyggingu. Hún segir að deiliskipulag hafi þegar ver- ið unnið fyrir svæðið, en um nánari útfærslur í kjölfar keppninnar segir hún að slíkt sé algerlega óskrifað blað. Hún segir verkefnið á frumstigi og ekkert víst um framhaldið fyrr en á næsta ári. „Fyrst og fremst verður að vanda til verka,“ ítrekar hún. Landeigendur eru ekki skuld- bundnir á neinn hátt og hafa fullt vald til að hafna öllum tillögum. Hún segist þó vera spennt yfir þeim möguleikum sem kunna að koma í ljós. Alþjóðleg dómnefnd mun úr- skurða á milli tillagna, en í henni sit- ur m.a. Borghildur Indriðadóttir listamaður. Ljósmynd/Bee Breeders Ferðaþjónusta Hugmyndir eru uppi um byggingu útsýnisturn við hina vinsælu Grjótagjá í Mývatnssveit Turn við Grjótagjá  Alþjóðleg arkitektasamkeppni um útsýnisturn  Upp- bygging þjónustu fyrir ferðamenn  Þörf á stýringu 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 Sýning í Gallerí Fold 15. - 29. ágúst UPPRISA Opið virka daga 10–18, Laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum SÓLVEIG HÓLMARSDÓTTIR Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Gera má ráð fyrir að nær öll íslensk fyrirtæki hafi orðið fyrir tölvuárás af einhverju tagi. Þetta segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri rekstrarlausna Advania, í sam- tali við Morgunblaðið. Að því er fram kemur í skýrslu fyrirtækisins VMware Carbon Black hafa 99,6% fyrirtækja á Norðurlönd- unum orðið fyrir tölvuárás. Þá segja 97% sérfræðinga að slíkar árásir séu sífellt að verða algengari. Spurður hvort yfirfæra megi tölurnar á Ís- land kveður Sigurður já við. „Ég veit ekki nákvæmlega hver tölfræðin er hér á landi, en ég held að þetta eigi sömuleiðis við hér heima. Ég get alveg ímyndað mér að næstum öll fyrirtæki hafi lent í ein- hverju slíku,“ segir Sigurður og bæt- ir við að tölvuárásir geti verið mjög ólíkar. „Þær geta verið af misjöfnum toga. Sumar eru sérstaklega mið- aðar að ákveðnum einstaklingum og fyrirtækjum, en svo geta aðrar verið handahófskenndar. Misjafnt er hins- vegar hvað aðferðum er beitt en sem betur verður árásaraðilum ekki allt- af ágengt og tekst þá ekki að valda skaða,“ segir Sigurður. Margvíslegar aðferðir Nefnir hann í því samhengi árásir allt frá tímabundinni aukinni net- umferð á ákveðna netþjóna til ein- hvers konar trójuhesta. „Í sumum tilfellum reyna árásaraðilar að kaf- færa fyrirtæki með aukinni net- umferð. Í öðrum tilfellum er reynt að koma að óværu hjá fyrirtækjum eða jafnvel komast inn í samskipti hjá notendum eða fiska eftir lykilorðum. Það eru til margar ólíkar tegundir af tölvuárásum,“ segir Sigurður. Til að koma í veg fyrir umræddar árásir setja fyrirtæki upp alls kyns varnir fyrir tölvukerfi sín. Þá halda fyrirtæki á borð við Advania fræðslufundi og bjóða upp á ráðgjöf og kennslu. „Það eru margvíslegar tegundir af vörnum. Þetta eru ekki lengur bara vírusvarnir á tölvubún- að. Nú eru fyrirtæki komin með ýmsar aðrar nauðsynlegar leiðir til að verja sig,“ segir Sigurður. Erfitt að rekja árásina Aðspurður segir Sigurður að til- gangur tölvuárása sé oft óljós. Þá búi margvíslegar ástæður að baki, allt frá tilhæfulausum árásum til skipulagðra aðgerða. „Það eru ótrú- lega mismunandi markmið með þessu. Stundum geta það verið inn- brot og í öðrum tilfellum getur jafn- vel verið um einhvers konar hefnd- araðgerðir að ræða. Þetta er bara eins og í öðrum brotum, það er í raun enginn munur á tölvuárás og öðrum innbrotum eða skemmdarverkum.“ Að því er fram kemur í skýrslu VMware Carbon Black er svokallað „eyjuhopp“ algengasta aðferð tölvu- þrjóta á Norðurlöndum. Segir Sig- urður að slík leið sé þekkt. „Menn reyna að fara í gegnum aðrar vélar t.d. samstarfsfyrirtækja og fara það- an og hakka sig inn. Þetta er oft not- að og þannig getur verið erfitt að rekja hvaðan árásin kemur.“ Fyrirtæki verða fyrir tölvuárásum  Nær öll íslensk fyrirtæki hafa orðið fyrir tölvuárás  Nota ýmsar aðferðir Morgunblaðið/Golli Tölva Árásir tölvuþrjóta eru sífellt að verða algengari um heim allan. Verðlagsstofa skiptaverðs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana út- gerðarfélagsins Samherja á hendur fréttamanninum Helga Seljan um að hann hafi, árið 2012, falsað gögn sem hann notaði í umfjöllun Kastljóss um meint brot Samherja á gjaldeyrislög- um. Gögnin komu frá Verðlagsstofu eins og stofnunin staðfestir nú, en ekki var unnin sérstök skýrsla heldur var um Excel-skjal að ræða. Samherji fer þess á leit við RÚV að á grundvelli upplýsingalaga verði lög- manni Samherja afhent skýrsla sem Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, not- aði sem aðalgagn í umfjöllun sinni um meint brot Samherja á gjaldeyris- lögum árið 2012. Þetta segir í bréfi sem Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Samherja, sendi Stefáni Eiríkssyni útvarps- stjóra. Samherji krefst þess að skýrslan verði afhent innan fimm daga, ellegar verði málinu skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Helgi sagði í samtali við blaðamann í gær að hann skildi ekki ákall Sam- herja um birtingu gagna þar sem fram kæmi að Samherji hefði selt karfa á undirverði til dótturfélags síns erlendis. Gögnin hefðu verið birt áður. Samherji ásakar Helga um að hafa falsað umrædd gögn í þætti sem birtist á YouTube-rás fyrirtækisins á þriðjudag og segir jafnframt í til- kynningu að fyrirtækið skori á RÚV að birta umrædd gögn. Helgi sagði að „væntanlega hefði Verðlagsstofa gert athugasemd við það á sínum tíma ef upp hefði komið grunur að fréttamaður RÚV væri að reyna að falsa gögn sem koma ættu frá stofnuninni“. oddurth@mbl.is Excel-skjal kom frá Verðlagsstofu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skýrsla Samherji fer þess á leit við RÚV að skýrslan verði afhent.  Samherji krefst þess að RÚV af- hendi skýrsluna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.